Alþýðublaðið - 04.04.1995, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 04.04.1995, Qupperneq 7
ALÞINGISKOSNINGAR 1995 U n ALÞÝÐUBLAÐIÐ afnaðarmenn ■ Magnús Árni Magnússon heimspekinemi sldpar 4. sæti á lista Alþýöuflokksins í Reykjavík Island í Evrópu framtíðarinnar ,Alþýðuflokkurinn telur að hags- munum Islands sé best borgið til framtíðar með aðild að Evrópusam- bandinu, náist um það viðunandi samningar. Meginsamningsmark- mið íslendinga á að vera að tryggja áfram forræði þjóðarinnar yfir auð- lindum sjávar innan íslenskrar efna- hagslögsögu. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að umsókn um aðild og endanleg ákvörðun um aðild eru Fæddur? 14. mars 1968 í Reykjavík. Uppalinn þar og í Kópavogi. Foreldrar? Guörún Sveinsdóttir og Magnús Bæringur Kristinsson. Menntun? Stúdent frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Er aö Ijúka BA prófi í heimspeki við Háskóla (s- lands. Atvinna? Námiö og blaðamennska. Fyrri störf? Farskrá Flugleiða, flokksstjóri í unglingavinnu, blaða- maður, tómstundafulltrúi Nordjobb. Félagsstörf? Var formaður nem- endafélags FB í Breiðholti og for- maður félags framhaldsskólanema, situr í stúdentaráði, formaður nefnda í Sambandi ungra jafnaðar- manna og var formaður SUJ. Áhugamál? Aðallega pólitfkin. Af hverju Alþýðuflokkurinn? Af því að ég er jafnaðarmaður og Al- þýðuflokkurinn er Jafnaðarmanna- flokkur Islands. tvær aðskildar ákvarðanir. Skapa þarf samstöðu þjóðarinnar um samn- ingsmarkmið og fyrirvara í aðildar- umsókn, sérstaklega í málefnum sjávarútvegsins. Lokaáfanginn er að leggja samninginn fram til kynning- ar og umræðu og endanlegrar af- greiðslu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það væri í andstöðu við íslenska utanríkisstefnu á' lýðveldistímanum ef Island sæti nú hjá og kysi sér ein- angrun í stað samvinnu við ná- grannaþjóðir sínar. Raunsætt mat á hagsmunum þjóðarinnar leiðir í ljós yfirgnæfandi kosti við aðild. A vett- vangi Evrópusambandsins eru tekn- ar ákvarðanir sem varða hagsmuni okkar miklu. Utan sambandsins em „Enginn vafi er á því að tengslin við Evr- ópusambandið verð- ur eitt brýnasta úr- lausnarefni næsta kjörtímabils. Alþýðu- flokkurinn vill að ís- lendingar taki þátt í því að móta Evrópu f ramtíðar innar." íslendingar nær áhrifalausir um þessar ákvarðanir, sem þó munu móta samfélag okkar mjög á næstu árum. íslendingar standa því á krossgöt- um. Reynslan kennir að staða okkar í samfélagi þjóðanna og möguleikar til áhrifa byggjast á þátttöku - en ekki hjásetu - og stuðningi banda- manna okkar þar sem ákvarðanir eru teknar. Enginn vafi er á því að tengslin við Evrópusambandið verð- ur eitt brýnasta úrlausnarefni næsta kjörtímabils. Alþýðuflokkurinn vill að íslendingar taki þátt f því að móta Evrópu framtíðarinnar. Island í Evr- ópu framtíðarinnar eru því kjörorð íslenskra jafnaðarmanna.” ■ Aðalheiður Sigursveinsdóttir skrifstofumaður skipar 3. sætið á lista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra Jöfn þátttaka karla og kvenna „ Fjölskyldu- stefna hins op- inbera þarf að stuðla að jafn- rétti kynjanna og hlúa að upp- eldi barna í samfélagi þar sem báðir for- eldrar vinna ut- an heimilis." Brýnasta verkefni nú sem fyrr er að tryggja launajöfnuð kynjanna. Ef árangur á að nást er ekki hægt að sinna jafnréttismálum endrum og sinnum, heldur verða þau að vera stöðugt viðfangsefni liins opinbera og fyrirtækjanna í landinu.” „Nútímajafnaðarstefna seturjafn- rétti kynjanna í öndvegi. Alþýðu- flokkurinn leggur áherslu á jafna þátttöku karla og kvenna á öllurn sviðum samfélagsins og að karlar og konur axli jafna ábyrgð á heimili og uppeldi bama. Samkvæmt lögum er jafnrétti kynjanna hér á landi nokkuð vel tryggt. Jafnréttislögin frá 1991 vom mikið framfaraskref. Þessum laga- lega rétti hefur hins vegar ekki fylgt ■ Hólmfríður Sveinsdóttir stjórnmálafræðingur skipar 3. á framboðslista Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi Afdráttarlaus heilbrigðisstefna sæti „Útgjöld vegna heilbrigðisþjón- ustu hafa vaxið örar en nemur aukn- ingu þjóðartekna. Til þess að þjóðin geti greitt kostnað af nýrri tækni, nýjurn lyijum og íjölgun aldraðra hefur orðið að hagræða. Um þær að- gerðir hefur orðið mikil umræða því að miklir hagsmunir eru í húft fyrir starfsstéttir og þá sem selja vöru og þjónustu til heilbrigðiskerfisins. Vegna samdráttar í efnahagslífinu hefur ríkissjóður orðið að lækka heildarútgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála frá 1991. Þetta hefur verið gert með því að hagræða í rekstri heilbrigðisstofnana, endur- skoða ýmsa þætti í bótakerfi al- mannatrygginga, lækka álagningu lyfja og auka kostnaðarvitund not- enda, meðal annars með því að láta þá greiða meira fyrir lyf. Til mótvægis við aukna greiðslu- þátttöku hefur h'feyrisþegum og barnafjölskyldum verið sérstaklega hlfft og ný úrræði fundin fyrir þá sem hafa lægstar tekjur og há útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu. A Islandi er almenningi veittur dýrasti hluti heilbrigðisþjónustunn- ar, svo sem sjúkrahúsvist, án endur- gjalds. Af samanlögðum útgjöldum þjóðarinnar til heilbrigðismála, greiðir hið opinbera 87-88%, en bein útgjöld þeirra sem njóta þjón- ustunnar eru 12-13%. Það er lágt hlutfall, lægra en í flestum löndurn. í vestrænum ríkjum (OECD- ríkjum) er meðaltalið 26%. Með því að móta heildarstefnu í heilbrigðismálum má nýta betur það tjármagn sem varið er til heilbrigðis- þjónustu. Þannig verður fremur unnt að varðveita þá góðu þjónustu sem við höfum vanist, jafnframt því að bæta heilsu þjóðarinnar. Gott heilsufar fólksins er undir fleiru komið en lækningu sjúkdóma. Umhverfið, félagslegar aðstæður, af- koma og lifnaðarhættir hafa einnig mikil áhrif. Því er skynsamlegt að verja fjármagni til forvama og til þess að skapa þjóðfélagslegar að- stæður sem stuðla að auknu heil- brigði. Mjög mikilvægt er að stefna heil- brigðisyfirvalda sé skýr varðandi þróun vinnubragða, aðferða og tækni í heilbrigðisþjónustu. Heilsan er grunntónn tilverunnar.” sú viðhorfsbreyting hjá þjóðinni sem nauðsynleg er til að ná fram jafnari stöðu kynjanna. Völdum er misskipt og langt er frá því að launajafnrétti sé náð. Hér er mikið verk að vinna. Al- þýðuflokkurinn vill að ríkið marki sérstaka fjölskyldustefnu til að styðja við íjölskyldumar í landinu. Fjölskyldustefna hins opinbera þarf að stuðla að jafnrétti kynjanna og hlúa að uppeldi bama í samfélagi þar sem báðir foreldrar vinna utan heim- ilis. Nægilegt framboð á dagvistar- rými og einsetinn skóladagur er sjálfsagður réttur bama og nauðsyn- leg forsenda jafnréttis. Tryggja þarf jafnan rétt karla og kvenna til fæð- ingarorlofs. Fædd? 20. október 1973 á Akureyri, uppaiin og búsett þar. Foreldrar? Edda Kristjánsdóttir og Sigursveinn Jóhannesson. Menntun? Stúdent af hagfræði- braut frá Verkmenntaskólanum á Akureyri 1994, enskunám í Banda- ríkjunum 1994 og viðskipta- og stjórnunarnámskeið hjá Stjórnunar- félagi Islands. Atvinna? Starfar á kosningaskrif- stofu Alþýðuflokksins á Akureyri. Fyrri störf? Ýmis verslunarstörf, þjónn, aðstoðarkokkur, hótelstörf og hjá Morgunblaðinu. Félagsstörf? Formaður Félags ungra jafnaðarmanna á Akureyri. 2. varaformaður og alþjóðaritari Sam- bands ungra jafnaðarmanna, vara- fulltrúi í Æskulýðssambandi Islands, var varamaður í menningarmála- nefnd Akureyrar, sat í stjórn blak- deildar KA, var í stjórn nemenda- ráðs VMA. Áhugamál? Mannleg samskipti, íþróttir, bókmenntir og leiklist auk alls annars. Af hverju Alþýðuflokkurinn? Hann er eini jafnaðarmannaflokkur- inn á Islandi. Alþýðuflokkurinn hef- ur áberandi bestu stefnuna um framtíðina og leggur störf ungs fólks í flokknum til jafns við störf annarra. „Mjög mikilvægt er að stefna heilbrigð- isyfirvalda sé skýr varðandi þróun vinnubragða, að- ferða og tækni í heilbrigðisþjón- ustu." Vinningstölur laugardaginn: 1. mars 1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING OjaafS 2 2.346.590 g+4af5 1 462.510 Ei 4af 5 135 5.900 03af5 4.199 440 Aðaltölur: 13 16 18 BÓNUSTALA: « Heildarupphæð þessa viku: kr. 7.799.750 UPPLVSINQAR, SIMSVARl 91-88 1511 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 Fædd? 18. júní árið 1967 á Akranesi, alin upp í Borg- arnesi. Foreldrar? Ása Baldvins- dóttir og Sveinn Hálfdán- arson. Menntun? Stúdent frá Fjölbraut á Akranesi og BA í stjórnmálafræði frá Háskóla íslands. Atvinna? Fulltrúi á Vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins. Félagsstörf? Á bólakafi í störfum innan Röskvu og undanfarin misseri með ungum jafnaðarmönn- um. I sveitarstjórnarkosn- ingunum '94 í 4. sæti krata i Borgarbyggð. Áhugamál? Að sinna vin- unum, stunda íþróttir og lesa góðar bækur. Af hverju Alþýðuflokk- urinn? Stefnumál jafn- aðarmanna höfða til mín og samrýmast mínum hugsjónum. Þetta er eini flokkurinn sem hefur heil- steypta stefnu í heilbrigð- is-, fjölskyldu-, utanríkis-, landbúnaðar- og sjávar- útvegsmálum til að mynda. Flokkurinn gætir hagsmuna allra en stað- næmist ekki við patent- lausnir fámennra hópa. EVROPUVIKA ALÞYÐUFLOKKSINS Alþýðuflokkurinn vill vekja athygli á að eftirfarandi fyrirtæki bjóða evrópuverð á sínum vörum út þessa viku. Verðlækkunin er áþreifanleg. OKKUR ER ALVARA! BORGARUOS lor .w HEIMILISTÆKI á evrópuverði Allt að 25% verðlækkun REYKJAVÍK AKRANESI KEFLAVÍK HAFNARFIRÐI AKUREYRI ÍSAFTRÐI EGILS- STÖÐUM HÖFN SELFOSSI 3.-7. apríl S00H0E53 - vestur í bœ KJÚKLINGUR á evrópuverði 6. apríl Sími 564 3535 16" PIZZUR á 900 krónur 3.-7. apríl I/AFFI , REYNJAVIK HÁDEGIS- VERÐUR 490 krónur 3.-7. apríl Hagfræðistofnun Háskóla íslands telur í skýrslu sinni til ríkisstjórnar- innar að við aðild íslands að Evrópu- sambandinu myndi verð landbúnaðarafurða hérlendis lækka um 35-45%. Það munar um minna fyrir íslenskar fjölskyldur. Alþýðuflokkurinn vill hefja aðildarviðræður við ESB til þess að fá úr því skorið hvað íslendingum stendur til boða. /UANP /

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.