Alþýðublaðið - 07.04.1995, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 07.04.1995, Qupperneq 5
HELGIN 7. - 9. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ iill.ll.l.lUH.ll.ll.PHB 5 ■ Alþýðuflokkurinn er eini flokkurinn sem leggur spilin á borðið, segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins í viðtali við Sæmund Guövinsson „Pað er kosið um lífskjör framtíðarinnar" „Á morgun veljum við okkur framtíð fram til aldamóta. Hver er sjálfum sér næstur. Hver og einn hlýtur að hugleiða þessa spumingu: Hvemig verða lífskjör okkar best efld og tryggð á næsta kjörtíma- bili?,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins í viðtali við Al- þýðublaðið í gær þegar hann var beðinn að nefna nokkur af stærstu baráttumálum flokksins við þessar kosningar. „Svör okkar jafnaðarmanna við þessari lykilspumingu um lífskjörin em á þessa leið: Reynslan síðast lið- in ár kennir okkur að við verðum að standa vörð um stöðugleikann. Við vitum hvað við höfum hreppt en síð- ur hvað við fáum út úr gylliboðum og yfirboðum sem enda oftast nær í sámm vonbrigðum. Við vitum öll að það er mikilvægt að halda verðbólg- unni í skefjum. Við vitum að það skiptir máli að verðlag hefur lækkað. Það skiptir máli að verðlag á mat- vælum hefur lækkað. Það skiptir máli að vextir hafa lækkað og að þeir geti lækkað áfram. Það finnur hin skulduga fjölskylda. Besta kjarabót- in sem hún fékk á síðast liðnu ári var ekki útaf fyrir sig kauphækkanir í krónutölu í kjarasamningum, heldur 86 þúsund krónur í lækkun vaxta. Við vitum að það skiptir máli að fyrirtækin greiði niður skuldir, að þau skili hagnaði, að þau taki ákvarðanir um íjárfestingar og að þau skapi störf. Við vitum nú að samkeppnisstaða fyrirtækjanna er betri en nokkm sinni fyrr bæði hér á heimamarkaði og í útlöndum. Við vitum að það urðu til 1.900 ný störf á síðast liðnu ári og við höfum traustar vonir um að það verði úl 2.000 ný störf á þessu ári ef áfram verður haldið á réttri leið. Við vitum að ís- lenskir atvinnuvegir em í sókn eftir margra ára lægð. Við vitum það í matvælaiðnaðinum, í almennum iðnaði og við tökum eftir þvi að „Það er engin von um breytingu á þessu ef hinir ein- eggja tvíburar, for- maður Framsóknar- flokksins og núver- andi sjávarútvegs- ráðherra, ná hönd- um saman í nýrri helmingaskipta- stjórn um óbreytt ástand." skipasmfðar og skipaviðgerðir hafa rétt við. Það er vöxtur í þjónustu- greinum, til dæmis í ferðaþjónustu en framtíð hennar byggir á að halda verðbólgu í skefjum og verðlagi lágu,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son. Neyðarkall bænda I framhaldi af þessu vék utanríkis- ráðherra að málefnum landbúnaðar- ins og sagði: „Vissulega höfum við líka áhyggj- ur af veikleika íslensks atvinnulífs. Við heymm neyðarkall frá bændum. Þeir segja að vinir bænda, sem ráðið hafa þeirra málum áratugum saman, hafi leitt yfir þá skipulagða fátækt. Bændur vita að það mun halda áfram ef vinir þeirra í Framsókn og fram- sóknararmi Sjálfstæðisflokksins ná höndum saman. Þeir vita hins vegar að tillögur Alþýðuflokksins em um að brjóta hlekki kvótakerfísins af þeim án þess að stuðningur ríkisins verði dreginn til baka. Það mundi gefa þeim nýja von og það mundi verða fyrstu skrefin í að markaðs- væða landbúnaðinn. Það mundi gefa svigrúm til vaxtar fyrir þá sem eiga framtíð fyrir sér. Jafnframt boðum við að þeir sem vilja láta af búskap geú gert það án þess að ganga slypp- ir og snauðir frá ævistarfinu.“ Hinir eineggja tvíburar Mikil umræða hefur verið í þjóð- félaginu um kvótakerfi og fiskveiði- stjómun. Jón Baldvin sagði að sjá mætti svipaðar afleiðingar kvóta- kerfisins í sjávarútvegi og landbún- aði. „I öllum sjávarplássum á landinu gætir vaxandi kvíða yfir framtíðinni. Mönnum finnst eins og kvótakerfið hafi skorið á lífæð sjávarbyggðanna þannig að aðgangur ungra og dug- andi manna að greininni er lokaður. Kvótar færast á æ færri hendur og smábátaútgerðin á í vök að veijast. Sægreifamir maka krókinn þrátt fyr- ir lagaákvæði um sameign þjóðar- innar ganga kvótar kaupum og söl- um, em eignfærðir og afskrifaðir, „Aðild að Evrópu- sambandinu er spurning um lífs- kjör okkar í framtíðinni." veðsettir og arfleiddir út yfir gröf og dauða. Það liggur við uppreisn í sjávarplássunum. Það er engin von um breyúngu á þessu ef hinir eineggja tvíburar kvótakerfisins, formaður Framsókn- arflokksins og núverandi sjávarút- vegsráðherra, ná höndum saman í nýrri helmingaskiptastjóm um óbreytt ástand. Við vitum líka að það em fleiri veikleikar í íslensku atvinnulífi. Það er alltof einhæft. Fyrirtækin em of skuldug og hafa lítið eigið fé. Þau hafa ekki fé aflögu til að stunda rann- sóknir og vömþróun til þess að halda í við keppinauta heima og erlendis. Þetta er spuming um hvers konar framtíðarsýn þeir flokkar hafa sem nú bjóða fram. Þar kemur sérstaða Alþýðuflokksins með skýmstum hætti í ljós,“ sagði Jón Baldvin. Milljarðatekjur vegna EES „Islendingar þekkja baráttu Al- þýðuflokksins fyrir EES- samningn- um. I fjögur ár var Alþýðuflokkurinn einn heill og óskiptur í þeirri baráttu. Nú er árangurinn kominn í ljós. EES-samningurinn hefur tryggt okk- g ur hindmnarlausan og tollfrjálsan “ markaðsaðgang á stærsta markaði I okkar sem tekur við meira en 70% af < öllum okkarútflutningi. Niðurfelling tolla á fullunnar vömr hefur þýtt að íslensk fyrirtæki eygja nú ný tæki- færi. Þrátt fyrir minnkandi afla er út- flutningsverðmæúð meira sem sam- svarar þrem milljörðum króna fyrsta ár EES-samningsins. Það samsvarar tæplega 50 þúsund króna efnahags- bata fyrir hveija fjögurra manna fjöl- skyldu í landinu. GATT-samningamir sem við höf- um beitt okkur fyrir munu þegar ffam líða stundir hafa svipuð áhrif, stuðla að lækkun verðlags og fram- færslukostnaðar og bæta þannig lífs- kjör án hættu á verðbólgu," sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Leggjum spilin á borðið Ahugi Alþýðuflokksins á að ís- lendingar sæki um aðild að Evrópu- sambandinu bar næst á góma og um það mál sagði utanríkisráðherra „ísland er eina landið sem ekki hefur tekist að laða til sín neitt erlent áhættufjármagn og er þess vegna í hættu um að drag- ast aftur úr öðrum þjóðum." meðal annars: „Þegar við lítum til framtíðarinnar þá er stærsta spumingin sem upp mun koma á næsta kjörtímabili þessi: Eiga íslendingar að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta á það reyna hvort við getum tryggt þjóðarhagsmuni okkar í slíkum samningum við þessi verðandi alls- heijarsamtök lýðræðisríkja í Vestur Evrópu. Alþýðuflokkurinn er eini flokkur- inn sem leggur spilin á borðið. Skoð- anakannanir staðfesta að meirihluti þjóðarinnar er sammála okkur í þessu máli en forystumenn þeirra flokka hafa bmgðist þeirri lýðræðis- legu skyldu sinni að ræða málið for- dómalaust, kosti þess og galla við kjósendur og vilja hafa óbundnar hendur á næsta kjörtímabili. Þar með taka kjósendur mikla áhættu, ef tæki- færið skapast á næstu ámm, um það að enn á ný glati íslendingar tæki- færinu vegna þess að þeir era óundir- búnir, málið órætt, ekki búið að skapa samstöðu um samningsmark- mið og þjóðin illa upplýst hverra kosta er völ. Allt er þetta spuming um lífskjör þjóðarinnar í framtíðinni. Stjóm- málamennimir hafa hver á fætur öðr- um það eftir að það þurfi að skapa 13.500 störf til aldamóta. Við vitum af sárri reynslu stjómmálamenn búa ekki til störf með ályktunum í lokuð- um flokksherbergjum. Þau verða því aðeins úl að við varðveitum stöðug- leikann og að við nýtum tækifærin á þeim mörkuðum sem taka við okkar útflutningsafurðum því við lifum á útílutningi." Þetta er spurning um lífs- kjör „Aðildin að Evrópusambandinu er þess vegna spuming um lífskjör okk- ar í framtíðinni. Það sem við vitum er að aðild mun úyggja okkur hundr- að prósent hindmnarlausan mark- aðsaðgang á landamæraefúrlits og með fullu öryggi um markaðstöðu „Við vitum hvað við höfum hreppt en síður hvað við fáum út úr gylliboð- um og yfirboðum sem enda oftast nær í sárum von- brigðum." okkar. Það skiptir ekki bara máli fyr- ir sjávarútveg heldur líka fyrir vöxt iðnaðar og þjónustugreina í framú'ð- inni. Við vitum að verðlag á lífs- nauðsynjum mun lækka mjög vem- lega þótt við getum haldið áfram að deila um hversu mikið nákvæmlega í prósentum talið. Við lítum til reynslu annarra þjóða og sjáum að erlendar fjárfestingar hafa stóraukist hjá þeim þjóðum sem gengið hafa í Evrópusambandið. Dæmin em um íra, Spánveija, Portú- gali og Dani. Við vitum að þær þjóð- ir sem stóðu utan við eins og Svíar horfðu upp á gríðarlegan fjárflótta. Við vitum að fjárflóttinn er nú stöðv- „Skoðanakannanir staðfesta að meiri- hluti þjóðarinnar er sammáia okkur í Evrópusambands- málinu." aður eftir að Svfar gerðust aðilar og að erlendar fjárfésúngar þar í landi em að aukast. ísland er eina landið sem ekki hefur tekist að laða til sín neitt erlent áhættufjánnagn og er þess vegna í hættu um að dragast aft- ur úr öðmm þjóðum bæði hvað varð- ar uppbyggingu, vömþróun, tækni- ffamfarir og þar með lífskjör.“ Við erum Evrópuþjóð „Við vitum að aðild að ESB mun bjóða upp á mörg stórkostleg tæki- færi fyrir okkar litlu fyrirtæki í sam- starfi innan Evrópu um rannsóknir, vömþróun og markaðssetningu. Við vitum að félagsmálalöggjöf Evrópu- sambandsins er þróaðri en okkar eig- in og kveður fastar á um réttindi verkafólks, um jafnrétti kynjanna, um aukið jafnrétti í launum milli kynja og þar er því fylgt eftir bæði með framlögum úr sjóðum, eftirliti og aðhaldi stjómvalda. Við vitum hver er ávinningur unga fólksins sem er í skólum um greiðan og hindmn- arlausan aðgang á sömu kjömm og aðrir Evrópubúar sem við ekki njót- um nú. Við vitum að þar er betur staðið að hlutum er varða hagsmuni neytenda og vemd þeirra hagsmuna. Þannig mætú lengi telja. Að lokum er það þó ekki þetta „Okkur hefur ævin- lega vegnað verst þegar við höfum einangrað okkur frá öðrum þjóðum." sem skiptir meginmáli heldur hitt að ísland má ekki einangrast. Okkur hefur ævinlega vegnað verst þegar við höfum einangrað okkur frá öðr- um þjóðum. Við emm Evrópuþjóð, emm það sögulega séð, menningar- lega séð og við eigum heima í félags- skap lýðræðisríkja í Evrópu. Það er pólitískt mál. Það varðar öryggi okk- ar í framtíðinni, það varðar lífsaf- komu okkar og það er okkar fr amtíð- arsýn. Það er kosið um lífskjör ffarn- ú'ðarinnar,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.