Alþýðublaðið - 07.04.1995, Side 9

Alþýðublaðið - 07.04.1995, Side 9
I HELGIN 7. - 9. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 skosninc flokkar, ríkisstjórnir eða stjóm- málamenn sem segja til um hvort við göngum þama inn eða ekki: Það er almenningur sem tekur ákvörðun um Evrópusambands- aðild í fullkomlega lýðræðislegri þjóðaratkvæðagreiðslu að lokn- um samningaviðræðum. Sjálfsvald Ungir jafnaðarmenn viður- kenna hvorki það að áhrif ein- staklingsins einskorðist við hlut- verk neytandans sem velur með því að kaupa og selja, né heldur að hans réttur sé einungis sá að reyna að hafa áhrif á ákvarðanir sem eru að lokum teknar af öðr- um. Því tölum við um vald ein- staklingsins yfir sjálfum sér, um sjálfsvald. Það að þurfa sífellt að gera kröfu á hendur einhvers annars um það sem stendur mönnum næst, firrir rnenn vitundinni um samfélagslega ábyrgð allra ein- staklinga. Vitundinni um að við byggjum fyrst og fremst samfélag manna, sem eiga að heita frjálsir. Þetta samfélag frjálsra manna verður að snúast um það að ein- staklingar sýni frumkvæði, taki sig saman og geri út um samfé- lagsleg málefni á lýðræðislegan hátt í sínum hópi. Allar ákvarðanir skulu teknar á lægsta mögulega stjórnsýslustigi. Hvort heldur það er einstakling- urinn sjálfur, tveir eða fleiri. Með þessu er ekki átt við að ríkisvald- ið sé óþarft. Þvert á móti. Hins vegar hefur starfssvið hins opin- bera, sem oft er ranglega tekið sem hinn eini samþykkti vett- vangur fyrir sameiginlegar ákvarðanir einstaklinganna, með tímanum orðið allt of umfangs- mikið. Með sjálfsvaldi er átt við að borgarinn fái réttindi sín á ný og geti haft vald yfir eigin lífi í sam- ráði við aðra. Þetta er spurning um valddreifingu. Beint lýðræði verður að koma í stað fulltrúalýð- ræðis sem frekast er unnt. Þannig og einungis þannig má tryggja bein áhrif einstaklingsins á vel- ferðina. Menntun Menntun eykur þroska og þekkingu einstaklingsins og gerir hann hæfari til að taka þátt í lýð- ræðisþjóðfélagi, þar sem hann hefur bæði réttindi og skyldur. Allir eiga að hafa sama rétt til þátttöku í samfélaginu. Mennta- stefna má því ekki mismuna fólki, hvorki eftir efnahag, búsetu, kyni né uppruna. Öllum skal gefinn kostur á fyrsta flokks menntun. Lífskjör 21. aldar markast öðru fremur af menntun og tæknikunn- áttu. Þessvegna þarf að auka framlög til menntamála á öllum skólastigum. Við höfum einfald- lega ekki efni á að svelta menntun og mannvit. Tryggja þarf sömu gæði skólastarfs hér á landi og hjá keppinautum okkar. Aðeins með því að setja mennt- un, vísindi og rannsóknir í önd- vegi geta íslendingar tryggt væn- lega efnahagsþróun í framtíðinni. Nú virðist sem við séum að kom- ast út úr lengstu efnahagslægð í sögu lýðveldisins en batinn er hægfara og blikur eru á lofti um hvort hann verði viðvarandi. Því er nauðsynlegt er að taka á óhag- ræði í framleiðslunni, svo sem í landbúnaði og sjávarútvegi og efla okkar helstu auðlind, fólkið í landinu. Þjóðfélagið á að bera kostnað af menntakerfinu þar sem mennt- un stuðlar að bættum hag alls samfélagsins. Ekki skulu inn- heimt skólagjöld sem fyrr eða síðar leiða af sér misrétti til náms. Skólinn verður að taka mið af umhverfinu og atvinnulífinu. At- vinnulífið verður líka að taka tillit til fólksins og nýta mannauðinn sem allra best. Námsleiðir í verk- og starfs- menntun þurfa að vera sveigjan- legar. Auka þarf hlut verk- og starfsmenntunar og gera endur- menntun hærra undir höfði en nú er. Hafist verði handa um að fjölga námsleiðum og í samvinnu við verkalýðshreyfinguna og at- vinnurekendur. Núgildandi lög um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna uppfylla ekki kröfuna um jafnrétti til menntun- ar. Helstu gallar laganna eru eftir- ágreiðslur lána og of hátt tekju- viðmið endurgreiðslna. Menningin Ungir jafnaðarmenn leggja til að styrkir fyrirtækja til lista- og menningarstarfsemi hverskonar, verði frádráttarbærir til skatts. Má sérstaklega nefna í þessu efni styrki til kvikmyndagerðar, sem er dýr listgrein, en er - ef vel tekst til - einhver besta auglýsing fyrir land og þjóð sem kostur er á. Leiklist og tónlistariðkun eru einnig mikilvægir þættir. Þetta gæti orðið til að hleypa nýju blóði í listiðkun hér á landi, sem býr við frekar þröngan kost eins og stað- an er í dag. Aukin listiðkun er einnig atvinnuskapandi. Það má geta þess að það voru einmitt slík- ar ráðstafanir sem hrundu kvik- myndabyltingunni miklu í Ástral- íu af stað fyrir um tuttugu árum. Á þeim tímum sem jafnaðar- menn stefna að auknum tengslum Islands við umheiminn, er afar brýnt að staðið sé vörð um ís- lenska menningu og íslenska tungu. Sérstaða okkar sem þjóðar og mikilsverðasta framlag okkar til evrópskrar menningar eru hinn mikli bókmenntaarfur sem við höfum varðveitt af kostgæfni. Við verðum að veita bókmenntum nú- tímans skilyrði til vaxtar með stuðningi opinberra aðila. Atkvæðisrétturinn Ungir jafnaðarmenn árétta þá stefnu sína að kosningakerfinu verði breytt í þá átt að landið allt verði gert að einu kjördæmi, með hlutfallskosningu, þar sem hver listi þurfi 5% kjörfylgi að lág- marki til þingsetu. Misvægi at- kvæðisréttarins er óþolandi og í hrópandi andstöðu við grundvall- armannréttindi. Landið allt sem eitt kjördæmi, þar sem hver ein- staklingur hefur eitt atkvæði er meginforsenda til að tryggja lýð- ræði í þessu landi. Saga jafnaðarstefnunnar er samofin sögu mannréttindabar- áttu alþýðufólks hvar sem hún hefur náð að festa rætur. Á upp- hafsárum hreyfingar jafnaðar- manna var barist fyrir því að pól- itísk réttindi væru óháð efnum, kynferði og búsetu. Þessa grund- vallarforsendur jafnaðarstefnunn- ar hafa ekkert breyst; þær eru jafnsannar í dag og þegar þær voru fyrst fram settar. Til að jafna kosningarétt mótaði Alþýðu- flokkurinn þegar á fyrstu árum sínum þá stefnu sem flokkurinn hefur enn í dag: Að landið skyldi gert að einu kjördæmi. Rökin fyrir þessari róttæku breytingu eru jafnsterk nú og fyr- ir 70 árum. jafn atkvæðisréttur eru grundvallarmannréttindi sem ekki er verslunarvara eða skipti- mynt fyrir önnur réttlætismál eða stefnumál í stjómmálum. Islendingar eru fámenn þjóð í samfélagi þjóðanna. Á tímum aukinnar alþjóðlegrar samvinnu og samkeppni er nauðsynlegt að við séum öll á sama báti. Heildar- hagsmunir verða að hafa forgang umfram sérhagsmuni. Jöfnun at- kvæðisréttar er réttlætismál og af- nám kjördæmaskiptingarinnar er löngu tímabær skipulagsbreyting í íslensku stjórnarfari. Það er eina leiðin til að tryggja öllum landsmönnum skilvirkari stjórn- sýslu og betra lýðræði til fram- búðar. tra ísland felst ekki ' gærdagsins, heldur Lgur fyrir Island sýnar. Betra ísland líkri betri framtíð1. betra ísland! • Ungt fólk vill jafnan atkvæðisrétt og breytt kjördæmakerfi. óbreytt ástand er ekki betra ísland. • Betra ísland er ekki einangrað ísland. Við erum óhrædd við samstarf lýðræðisþjóða Evrópu og lítum til þess með jákvæðum huga. Við viljum að ísland taki þátt í samstarfi Evrópuþjóða og sæki um aðild að Evrópusambandinu. Fjölbreytt efnahagslegt, menningarlegt og póMskt samstarf við Evrópuríki getur ekki annað en verið okkiu- til góðs. Aðild að Evrópusambandinu hefur í för með sér fjölþættara atvinnulíf, erlendar fjárfestingar og sambærileg lífskjör og hjá nágrannalöndunum. • Ungt fólk vill þjóðareign á fiskimiðunum. Verði ekki breytt um stefhu munum við á miðjum aldri sitja uppi með einkaeign örfárra sægreifa á auðlindum hafsins. Það er ekki betra ísland. • Ungt fólk vill ekki hálfsovéskt landbúnaðarkerfi sem heftir atvinnufrelsi bænda, sligar ríkissjóð með útgjöldum og heldur uppi háu verðlagi til neytenda. Betra Island er neytendavænt Island! • Ungt fólk vill ekki sjóðasukk og erlenda skuldasöfnun, það erum við sem borgum. Betra ísland er ábyrgt ísland. Ungt fólk vill menntamál í forgang. Betra ísland er vel menntað ísland.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.