Alþýðublaðið - 07.04.1995, Side 15

Alþýðublaðið - 07.04.1995, Side 15
HELGIN 7. - 9. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 15 Alþingiskosningar Böm nýbúa þurfa að njóta sér- staks stuðnings. Samkynhneigðir Við viljum leggja mannrétt- indabaráttu samkynhneigðra lið í samræmi við þá þingsályktun sem Alþingi hefur samþykkt. Mikilvægur þáttur í því er réttur samkynhneigðra til fjölskyldu- lífs, þar með talið ættleiðingar bama. Fjölskylduráðgjöf Við viljum að unnið sé gegn upplausn fjölskyldna, meðal annars með íjölskylduráðgjöf vegna samskiptaerfiðleika og álags. Meira en þriðja hvert hjónaband endar með skilnaði og meir en 500 böm ganga árlega í gegnum skilnaði foreldra sinna. Alþýðuflokkurinn vill að við þessu verði bmgðist með því að koma á fót opinberri íjölskyldu- ráðgjöf og efla félagsþjónustu sveitarfélaga. Ofbeldi á heimilum Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að vemd einstakra fjöl- skyldumeðlima gagnvart ofbeldi og misnotkun verði efld, innan ijölskyldu sem utan. Aframhald- andi umbætur í bamavemdar- málum em brýnar, meðal annars með aðskilnaði framkvæmda- valds og úrskurðarvalds. For- vamir verði efldar og ekki síður meðferðarúrræði fyrir böm og unglinga. Alþýðuflokkurinn tel- ur brýnt að efla og styðja sjálfs- hjálparsamtök fómarlamba of- beldis, eki síst kynferðislegs of- beldis. Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að Kvennaathvarfmu, Stígamótum og Kvennaráðgjöf- inni sé gert kleift að sinna hlut- verki sínu sem best með tryggum rekstrarframlögum hins opin- bera. Áfengi og vímugjafar Alþýðuflokkurinn leggur áherslu á að unnið sé gegn þeirri ógn sem ijölskyldunni stafar af misnotkun áfengis og annarra vímugjafa með kerfisbundnu forvamarstarfi og öflugum með- ferðarúrræðum. Sérstaka áherslu bera að leggja á að áfengissýki er ijölskyldusjúkdómur og því þarfnast aðstandendur þjónustu ekki síður en misnotendur. Markvisst forvamastarf þarf einkum að beinast að vímuefna- neyslu ungs fólks. Alþýðuflokkurinn og húsnæðismálin Alþýðuflokkurinn hefurfarið með stjórn húsnæðismála sam- feilt í átta ár. Á því tímabili hafa átt sér stað stórkcstlegar breytinga sem fólgnar eru í því að auðvelda fólki að koma sér þaki yfir höfuðið. Lítum nánar á helstu atriðin: Biðtími heyrir sögunni til 1. Þegar Alþýðuflokkurinn tók við félagsmálaráðuneytinu var við lýði lánakerfi í húsnæðismálum frá 1986. Það lánakerfi var komið íþrot. Þegar Alþýðuflokkurinn innleiddi húsbréfa- kerfið lágu fyrir rúmlega átta þúsund umsóknir um húsnæðislán og biðtími eftir láni voru um þrjú ár. Hámarkslán var að auki afar lágt hlutfall af kaup- verði svo fólk neyddist til að fjármagna húsnæðiskaup með dýrum skamm- tímalánum. Meginbreytingin með hús- bréfakerfinu fólst í því að lán til ein- staklinga og fjölskyldna liœkkuðu mikið og biðtimi efiir lánum heyrir nú sögunni tiL I stað niðurgreiddra vaxta til allra varð opinber stuðningur mun setur atkvæðið þitt í hana Hefur þú efni á að greiða meira fyrir matvöru en Evrópubúar almennt gera? Matarverð á íslandi er eitt hið næsta í veröldinni. Þetta háa matarverð kemur niður á kjörum almennings - sérstaklega láglaunafólks. Meginskýring þessa háa matarverðs er bann við innflutningi á landbúnaðarvörum og skortur á samkeppni innanlands. Þessu viljum við breyta1. Aðiid Islands að Evrópusambandinu myndi lækka verð á landbúnaðarafurðum og bæta kjör heimilanna í landinu.* Með nýjum GATT-samningi verður innflutningur á landbúnaðarafurðum leyfður. Framsóknarmenn allra flokka hafa nú uppi áform um svo háa tolla (allt að 719%) að þeir jafngilda innflutningsbanni. Hagkaupskarfan kostar nú 4.460 krónur. Sama innflutta matarkarfa myndi kosta 12. 801 krónur ef tillögur „framsóknarmannanna" ná fram að ganga. Velfle innfluttar matvörur yrðu um þrefalt dýrari en þær innlendu. Neytendasamtökin telja lestar að eðlileg framkvæmd GATT-samningsins muni lækka matarverð um 15%. íslensk heimili þurfa á slíkri lækkun að haldal * Hagfrœðistofnun Háskóla íslands telur í skýrslu sinni til ríkis- stjómarinnar að við aðild Islands að Evrópusambandinu myndi verð landbúnaðarafurða hérlendis lækka um 35-45%. Matarverð í nokkrum borgum Evrópu Magn I kg. Hagkaup Reykjavík Fötex, Kaup- mannahöfn Globus Bonn Sainsbury' s London B&W, Stokkhólmur ICA Osló Carrefour París Lambalæri 796 672 703 298 752 570 698 Nautahakk 729 651 468 276 418 570 426 Kjúklingar 667 174 328 128 116 402 166 Kartöflur 63 80 75 64 "6T 85 167 Sveppir 597 449 280 268 410 371 266 Tómatar 229 173 141 205 208 332 178 Agúrkur 199 275 280 112 192 303 196 Smjör 350 359 373 317 300 322 497 Ostur 640 392 609 334 366 625 426 Jógúrt 190 91 121 212 120 209 145 Heildarverð 4.460 3.316 3.378 2.214 PS;.949 3.789 3.165 Odýrara -26% -24% -50% -34% -15% -29% en Hagkaup Öll verð eru miðuð við 14% virðisaukaskatt ÍUANÞ Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Hægt er að nálgast eftirtalin upplýsingablöð hjá kosningamiðstöðvum Alþýðuflokksins um land allt: Evrópumál, Sjávarútvegsstefna ESB, Atvinnumál, Iðnaðarmál, Matarverð og lífskjörin, Sjávarútvegsmál, Jöfnun kosningaréttar, Fjölskyldumál, Húsnæðismál, Menntamál, Landbúnaðarmál, Umbótastefna jafnaðarmanna, Heilbrigðismál, Umhverfismál, Ungir jafnaðarmenn, Jafnaðarstefnan - mannúðarstefna okkar tíma. Upplýsingasímar: 552 92 44 og 552 80 17. markvissari með vaxtabótakerfmu. sem einkum kemur skuldugum og tekjulágum fjölskyldum til góða. / ár er reiknað með að vaxtabœtur nemi um þremur milljörðum króna. Hús- bréfakerfið er í eðli sínu markaðskerfi. Nú festir fólk kaup á íbúðarhúsnœði þegar það hentar þvísjálfu - í gamla kerfinu gat fólk einungis keypt þegar það hentaði kerfinu. Stórfelld uppbygging 2. Stórfelld uppbyggingfélagslegra ibúða hefur orðið á kjörtímabilinu og lætur nærri að byggðar hafi verið um 500 íbúðir ááriað meðaltali, eða um 2.000 íbúðir á kjörtímabilinu. Frá 1987, þegar Alþýðuflokkurinn tók við félagsmálaráðuneytinu, hef- ur verið úthlutað fé til um 4.500 félagslegra ibúða. Uppbygging félagslega íbúðakerfisins hefur aldrei í sögunni verið meiri en á þessu kjörtímabili. Þannig hefur þúsundum láglauna- fjötskyldum verið gert kleifi að komast í öruggt skjól. 3. Greiðsla húsaleigubóta hófst 1. janúar síðasdiðinn. Þetta baráttumál Alþýðu- flokksins markar tímamót fyrir leigjendur í þjóðfélag- inu sem tryggir þeim jafn- ræði við íbúðaeigendur, sem notið hafa opinbers stuðn- ings í formi vaxtabóta. Húsaleigubœtumar auka ráðstöfunartekjur lágtekju- fólks á leigumarkaði veru- lega, eða um 10% fyrir ein- staklinga og hjón og allt að 17% fyrir einstæða foreldra samkvæmt mati Þjóðhags- stofnunar. Umræða á villigötum 4. Mikil umræða hefur verið um skuldastöðu heim- ilanna í kjölfar skýrslu Þjóð- hagsstofnunar á sfðastliðnu ári þar sem ffam kemur að skuidir heimila hafa farið hraðvaxandi. Um margt hef- ur þessi umræða verið á villigötum. Reynt hefur ver- ið að nota niðurstöður henn- ar í því skyni að sýna fram á að ríkisstjóminni hafi rnis- tekist í húsnæðismálum og rýrt afkomu heimilanna þannig að þúsundir manna rambi á barmi gjaldþrots. Þetta er jjarri lagi. Þjóð- hagsstofnun bendir á að skýringanna megi fyrst og ffemst leita f því að endur- fjármagna þrnffi nær allt húsnæði í kjölfar verðtrygg- ingar allt ffá 1980, lengri lánstíma húsnæðislána þannig að skuldir greiðast nú hægar en áður, horfið hefur verið frá skömmtun á lánsfé og mikil fjölgun ungs fólks hefúr orðið á húsnæð- ismarkaðinum. Þjóðhags- stofnun vekur athygli á því að hlutfall húsnœðisskulda i heildarskuldum heimil- anna lutfa farið lœkkandi vegna aukins frjálsræðis á lánamarkaði. 5. Aðalatriði málsins varðandi greiðsluerfiðleika heimilanna eru ekki skuldir heldur greiðslubyrði. Aukn- ar skuldir þurfa ekki að hafa hættu í för með sér. Það sem skiptir meginmáli er að greiðslubyrðin verði aldrei meiri en greiðslugetan. Hjálp vegna vanskila 6. Ef þróun vanskila á ár- unum 1990-1994 er skoðuð kemur eftiifarandi í ljós. Miðað við þriggja mánaða vanskil af gjaldföllnum skuldum voru vanskil í Byggingasjóði ríkisins 25,9% árið 1990 en 20,2% 1994. í Bygginga- sjóði verkamanna voru vanskilin 41,7% árið 1990 en eru 37,7% árið 1994, sem líka er lægra hlutfall. I Hús- bréfadeild er þetta hlutfall 25,3%. Vanskil af húsnœðislánum hafa með öðrum orðum ekki aukist í tíð þessar- ar ríkisstjómar, þrátt fyrir erfiðleika undangenginna ára. Vanskil em hins vegar alvarlegur vandi sem Alþýðu- fiokkurinn hefur tekið á og mun halda áfram að taka á. 7. Átak til aðstoðar fólki í greiðslu- erfiðleikum var hafið 1991 í kjölfar lokunar ’86 kerfisins. Um 1.900 jjöl- skyldur fengu aðstoð í formi skuld- breytinga, samtals að fjárhæð um þrjá milljarða króna. Haustið 1993 var enn veitt íjármagni til skuldbreytinga hús- næðislána að upphæð 350 milljónir króna vegna þeirra sem höfðu orðið fyrir tekjutapi meðal annars vegna at- vinnuleysis eða veikinda. Um 600 manns hafa notið þeirrar fyrirgreiðslu, en fjármagnið er samt ekki enn upp ur- ið. Víðtækt samráð 8. Félagsmálaráðherra hefur á und- anfömum mánuðum undirbúið að- gerðir til að ráða bug á greiðsluvanda heimilanna. Undirstaða þeirra aðgerða er tvíþætt. Annars vegar er víðtœkt samráð um lausn vandans. Þess vegna var skipaður samstarfshópur með þátttöku lánastofnana, verkalýðshreyf- ingar, Neytendasamtakanna, Samtaka sveitarfélaga og Húsnæðisstofnunar ríkisins til að gera tillögur um lausn vandans. Hins vegar var Félagsvís- indastofnun, Húsnæðisstofnun og Seðlabanka Islands falið að kryfja vandann til mergjar, en greining á eðli hans er forsenda skynsamlegra ákvarðana. 9. Niðurstaða athugana benda til þess að fólk með lágar tekjur standi ekki lakar í skilum með lán sín en þeir sem hærri hafa tekjumar og eiga eignir sem liggja yfir meðaltali. Þeir sem spenna bogann of hátt lenda helst í vanskilum, síður almennt launafólk. Greiðsluerfiðleikar heimilanna eiga sér í raun margvíslegar ástæður - jress vegna verða lausnimar að vera fjöl- þættar. Að því verkefni vill Alþýðu- flokkurinn halda áfram að vinna. 10. Alþýðuflokkurinn vill bregðast við greiðsluvanda heimilanna meðal annars með eftirfarandi hætti: • Skilyrði fyrir skuldbreytingum á húsnæðislánum Húsnæðisstofnunar ríkisins verði rýmkaðar þannig að auk þeirra, sem hafa skerta greiðslugetu vegna atvinnuleysis eða heilsubrests, öðlist þeir rétt, sem af öðmm óviðráð- anlegum ástæðum hafa lent í vanskil- um eða hafa orðið að mæta aukinni greiðslubyrði lána vegna ófyrirséðra atvika. Varið verði 200 milljónum króna til viðbótar til Húsnœðisstofn- unar íþessu skyni. • Samstarf lánastofnana og Húsnæð- isstofnunar um skuldbreytingar hús- næðislána í bönkum og hjá lífeyris- sjóðum verði eflt samhliða því að hvatt verði til þess að lengja lánstíma og jjölga gjalddögum. • Ráðgjöf og fræðsla um fjármál heimilanna verði stóraukin. Stuðlað verði að reglulegu samstarfi lánastofn- ana um átök í fjármálaráðgjöf svipað því sem félagsmálaráðherra beitti sér fyrir með sérstakri átaksviku. Ráðgjaf- arstöð Húsnæðisstofnunar verði efld og sú þjónusta tekin upp að hafa sam- band við fólk í vanrkilum af fyrra bragði og bjóða þeim ráðgjöf. • Að sett verði lög um greiðsluaðlög- un, sem hafi það markmið að aðstoða einslaklinga, sem em í alvarlegum og viðvarandi greiðsluvandræðum til að ná tökum á jjármálum sínum. • Vaxtabætur verði samtímagreiðslur þannig að útborgun þeirra verði að- löguð að gjalddögum húsnœðislána. • Lánshlutfall vegna fyrstu íbúðar- kaupa verði hœkkað. 9 Stimpilkostnaður verði endurskoð- aður og þak sett á heimildir lögmanna til innheimtu vanskilagjalda.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.