Alþýðublaðið - 07.04.1995, Side 18

Alþýðublaðið - 07.04.1995, Side 18
18 ALÞYÐUBLAÐK) iskosnin HELGIN 7. - 9. APRIL 1995 Sjávarútvegsmál í samningum um Evrópusambandsaðild Að tryggja hagsmuni Islands Sjávanítvegsstefna Evrópusam- bandsins er mörgum Islendingum þymir í augum. Ekki eru þó gild rök fyrir þyí að hún útiloki fyrirfram um- sókn fslands um aðild að Evrópu- sambandinu. Umsókn og samninga- viðræður eru eina leiðin til að skera úr um það hvaða kjör Islendingum bjóðast við inngöngu í Evrópusam- bandið. Við mótun samningsmarkmiða er ekkert jafn mikilvægt og samstaða um að tryggja óskoruð yfirráð yfir fiskimiðunum. Aðild fslands að Evr- ópusambandinu er í raun óhugsandi takist þetta ekki. Alþýðuflokkurinn leggur því til að sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum verði bundin í stjómarskrá. Þar með væri stjóm- völdum óheimilt að semja um for- ræðið yfir fiskimiðunum af sér. Fjölmörg rök styðja þá skoðun að fslendingum takist að tryggja hags- muni sína í sjávarútvegsmálum í samningum við Evrópusambandið. • í gmndvallarlögum Evrópusam- MTW Vinn ngstölur miövikudaginn: 05. 04.1995 VINNINGAR 6 af 6 Œ as af 6 +bónus R1 5 af 6 iEl 4 af 6 0 3 af 6 +bónus FJÖLDI VINNINGA 2 0 1 217 837 UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 22.422.500 612.431 259.070 1.890 210 Aðaltölur: 22 35 43 BONUSTOLUR 3 19 39 Heildarupphæð þessa viku: 46.302.401 á ísl.: 1.457.401 fjj Vinningur fór tlh til Noregs og Svíþjóðar UPPLYSINQAFI, SIMSVABI 91-M151I LUKKUUNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BI»T UEO FYRIflVARA UU PREWTVILLUR bandsins, Rómarsáttmálanum, er kveðið á um það, að valdið til að setja lög og reglur á sviði sjávarút- vegs sé hjá stofnunum sambandsins, en ekki einstökum aðildarrfkjum. Sameiginleg sjávarútvegsstefna er gmndvölluð á þessu. Þó ber að hafa í huga að aðildarsamningar em jafn- réttháir Rómarsáttmálanum og því möguleikar á lausn á sérmálum ís- lands sé pólitískur vilji fyrir hendi. Evrópusambandið er pólitískt bandalag og hefur því reynst sveigj- anlegt í aðildarsamningum. • Frá upphafi hefur Evrópusam- bandið samið við tíu ríki um inn- göngu. í öllum tilvikum héldu þessi ríki ffam ákveðnum samn- ingskröfum, sem þau töldu markast af gmndvallarhagsmun- um. Ævinlega hafa slík mál verið leyst þannig, að báðir aðilar hafa talið sig geta unað við sinn hlut. Það er Evrópusambandinu ekki í hag, að semja við nýtt aðildarríki þannig að það telji hagsmunum sínum ekki borgið innan sam- bandsins. • Evrópusambandið tekur því tillit til lífshagsmuna væntan- legra aðildarríkja. Sambandið starfar samkvæmt þeirri reglu, að sé aðildarþjóð háð nýtingu einn- ar auðlindar um afkomu sína, Aðgengilegar upplýsingar um tilvísanir - fyrir þig Kominn er út nýr upplýsingabæklingur: Spurningar og svör um tilvísanakerfið. Þar er að finna greinargóðar upplýsingar fyrir almenning um þessa nýju tilhögun og hvernig hún verkar. Þá er bæklingnum ekki síst ætlað að svara mörgum spurningum sem brunnið hafa á sjúklingum og aðstandendum þeirra undanfarnar vikur og mánuði. Einnig er fjallað um undirbúning tilvísana og ástæðurnar fyrir því að þær eru teknar í notkun. Þar kemur m.a. fram að 1993 var skoðun á kostnaðarlegum áhrifum tilvísana falin óháðum aðila, Verk- og kerfisfrœðistofunni. Niðurstaða hennar er sú að tilvísanir muni spara ríkinu um 100 milljónir króna á ári og sjúklingum sjálfum um 50 milljónir! Að auki hefur Hagfræðistofnun Háskóla íslands verið falið að fylgjast með áhrifum tilvísana á kostnað, eftir að þær komast í gagnið 1. maf n.k., og hefur læknum verið boðið að fylgjast með þeirri vinnu. Upplýsingabæklingurinn liggur frammi á heilsugæslustöðvum, læknastofum, í lyfjaverslunum, hjá samtökum sjúklinga og í umboðum Tryggingastofnunar um land allt. Ef þú átt óhægt um vik að nálgast hann þar, býðst þér að hringja í síma (91) 604545 og fá bæklinginn sendan heim, þér að kostnaðarlausu. Við hvetjum þig til að nálgast bæklinginn og kynna þér málið! HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLARAÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN <$? RÍKISINS eigi hún að hafa forgang. • Auðvelt er að sýna fram á algjöra sérstöðu íslensks sjávarútvegs í sam- anburði við sjávarútveg annarra Evr- ópuþjóða. Annars vegar er það hin mikla þýðing sjávarútvegs fyrir ís- lenskt atvinnulíf, en sjávarútvegur- inn skapar meira en helming af tekj- um þjóðarinnar af útflutningi vöru og þjónustu. Hins vegar er íslenskur sjávarútvegur rekinn sem alþjóðlega samkeppnisfær atvinnugrein á hag- kvæmnisgrundvelli, og þarf því að leggja sitt af mörkum til efnahagslífs þjóðarinnar. Það er engum f hag - allra síst Evrópusambandinu - að breyta þessu hlutverki sjávarútvegs- ins í íslensku efnahagslífi. • Hin sameiginlega sjávarútvegs- stefna Evrópusambandsins tekur fyrst og fremst á vandamálum sem tengjast stjómun á sameiginlegum fiskistofnum aðildarríkjanna. ís- lenska efnahagslögsagan er algjör- lega aðskilin frá efnahagslögsögu Evrópusambandsins og engir fiski- stofnar er nýttir sameiginlega með ríkjum sambandsins. Sérstaða ís- landsmiða er því skýr og vandséð að stjómun íslendinga á eigin miðum valdi miklum erfiðleikum við fram- kvæmd sameiginlegrar stefnu Evr- ópusambandsins. • Tilkall einstakra aðildarríkja til veiða í sameiginlegri lögsögu Evrópusambandsins byggir á reglum um veiðireynslu. Aðildar- ríki Evrópusambandsins hafa enga veiðireynslu innan íslenskr- ar lögsögu og em því ekki, sam- kvæmt reglum Evrópusambands- j ins, í neinni aðstöðu til að krefjast veiðiheimilda innan hennar. • Með reglugerð Evrópusam- bandsins frá 1992 er veitt frávik ; frá sjávarútvegsstefnunni sem á sérstaklega við hér á landi. Sam- kvæmt reglugerðinni geta aðild- j arríki tekið sjálf við stjómun fisk- : veiða við aðstæður þar sem stofn- ar em staðbundnir og einungis út- ; gerðir frá einu landi nýta þá. Þessar aðstæður eiga við hér á landi og gætu Islendingar hæg- I lega stjómað veiðum á Island- smiðum án þess að í því fælist mismunun á gmndvelli þjóðemis. 0 Minna má á að í EES-samn- ingnum féll Evrópusambandið ; frá gmndvallarkröfu sinni í samn- ingum við ríki utan bandalagsins um einhliða veiðiheimildir í stað markaðsaðgangs. Spænsk stjóm- völd hafa staðfest að þau muni ekki vekja upp slíkar kröfur á ný „Við mótun samningsmarkmiða er ekkert jafn mikilvægt og samstaða um að tryggja óskoruð yfirráð yfir fiskimiðunum. Aðild ís- lands að Evrópusambandinu er í raun óhugsandi takist þetta ekki...Fjölmörg rök styðja þá skoðun að íslendingum takist að tryggja hagsmuni sína f sjávarútvegsmál- um í samningum við Evrópusambandið." gagnvart íslandi. • I samningnum um EES er undan- þága frá frjálsum fjármagnsflutning- um, sem gefur íslandi heimild til að takmarka erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. Viðurkennt er að þessir fyrirvarar eru vart framkvæmanlegir og þarfnast rýmkunar. I raun koma engin sérstök ný vandamál upp í að- ildarsamningum við Evrópusam- bandið varðandi erlendar fjárfesting- ar í sjávarútvegi til viðbótar við þau vandamál, sem nú er reynt að finna lausn á. • Eitt af vandamálunum við sjávar- útvegsstefnu ESB er að kvóta er út- hlutað til einstakra aðildarríkja, en flæði fjármagns er fijálst og getur því unnið gegn þessu, til dæmis með Spurningar og svör um tilvísanakerfið Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefurfarið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokki: 4. flokki 1992 - 6. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júní 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess liggja upplýsingar frammi í Húsnæðis- stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfa- fyrirtækjum. Cgo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SlMI 69 69 00 því að siglt er með afla (svokallað „kvótahopp"). Eigandi fyrirtækis sem fær úthlutaðan kvóta þarf því ekki nauðsynlega að vera af sama þjóðemi og það land sem kvótanum er úthlutað til. Aðildamkin hafa eðli- lega reynt að stemma stigu við þessu og hefur Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að heimilt sé að setja reglur um efnahagsleg tengsl þjóðríkis og skips sem fær úthlutað kvóta. Þetta vandamál er þó ekki endanlega leyst og verða Islendingar að fylgjast vandlega með þróun þessara mála. • Minna má á að Finnland og Sví- þjóð náðu varanlegum undanþágum frá sameiginlegu landbúnaðarstefn- unni með því að bætt var við sérregl- um um heimskautalandbún- að sem fela í sér viðurkenn- ingu á sérstöðu landbúnaðar á norðlægum slóðum. Sér- staða íslensks sjávarútvegs er ekki minni en landbúnað- ar á norðurslóðum. • Loks má benda á að sam- kvæmt Maastricht-samn- ingnum var staðfest að ein af grunnreglum sambands- ins skyldi vera nálægðar- reglan (subsidiarity). Sam- kvæmt henni ber að taka ákvarðanir sem næst þeim er þær varða og þar sem þær komast með einföldustum hætti í framkvæmd. Þessi regla er sett til að spoma gegn óþarfa miðstýringu. Nálægðarreglan mun fá aukið vægi með fjölgun að- ildarríkja og styður eindreg- ið þá kröfu íslendinga að ís- lenska ríkið stjómi fiskveið- um hér á landi, óháð sam- eiginlegri stefnu sambands- ins. Þau dæmi sem hér á und- an hafa verið rakin sýna svo ekki verður um villst að ís- lendingar hafa góða samn- ingsstöðu gagnvart ESB þegar kemur að sjávarút- vegi. Fullyrðingar um ann- að standast ekki. Endanleg niðurstaða fæst hins vegar ekki fyrr en við samnings- borðið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.