Alþýðublaðið - 07.04.1995, Qupperneq 20

Alþýðublaðið - 07.04.1995, Qupperneq 20
K * \m£VFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar mi Es ii m 5 88 55 22 Helgin 7. - 9. apríl 1995 56. tölublað - 76. árgangur V * *» ^ XWREVfítZ/ 4-8 farþega og hjólastólabílar iHÍ HH 1É8É illl 5 88 55 22 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Alþýðuflokkurinn setur fram afdráttarlausartillögur í kosningastefnuskrá sinni um hvernig jafna megi vægi atkvæða og liður í því er að gera landið allt að einu kjördæmi. Grundvallaratriðið er: „Einn maður- eitt atkvæði" Þrjú reykvísk atkvæði vega jafn þungt og eitt vestfirskt -en það er mesta misvægi milli tveggja kjördæma nú. „Misvægi atkvæða er misvægi mannréttinda. Reglan einn maður - eitt atkvæði er homsteinn lýðræðis. Á Islandi er munur á atkvæðavægi meiri en þrefaldur milli kjördæma. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmanna- flokkur íslands - vill jafna vægi at- kvæða til frambúðar með því að gera landið að einu kjördæmi," segir í kosningastefnuskrá Alþýðuflokks- ins. Sé flakkarinn (63. þingmaðurinn) ekki talinn með em nú 1.315 kjós- endur að baki hverjum þingmanni Vestfjarða, en 4.078 kjósendur að baki hverjum Reykjavíkurþing- manni. Með öðrum orðum vegur 3,1 reykvískt atkvæði jafn þungt og eitt vestfirskt en það er mesta misvægi milli tveggja kjördæma nú. Misvæg- ið milli Vestfirðinga og Reyknesinga er þó svipað. Einnig má nefna að at- kvæði Norðlendings vestri vegur nærri tvöfalt á við atkvæði Norð- lendings eystri. „Núverandi fyrirkomulag kjör- dæma og kosninga á íslandi er með öllu óviðunandi, og þótt misvægi at- kvæða sé veigamesta ástæðan, eru þær miklu fleiri. Nefna má: • Kjördæmaskiptingin dregur úr samkennd og styður gæslu sérhags- muna á kostnað heildarhagsmuna. • Á sérhveiju þingi síðan 1959 hafa setið menn með rétt ríflega 500 at- kvæði að baki sér, meðan ekki hafa náð kosningu fram- bjóðendur með að þessu mikilvæga máli. Hann telur misvægi atkvæða, þar sem sum at- kvæði vega allt að þrefalt á við önn- ur, brot á grundvallarniannréttindum í lýðræðisþjóðfélagi. Alþýðuflokk- urinn vill að kjördæmaskiptingin verði lögð af og landið verði eitt kjördæmi, samfara því að haldið verði áffam á braut valddreifingar til stærri og öflugri sveitarfélaga, sem ♦ ♦ ♦ ♦ .///V'/'/'-j /7// ei /Z//Y/// á Þad er tekið vel á móti þér í Gallery kjöt. f kjötborðinu er úrvals nautakjöt. svínakjöt □g lambakjöt sem er sérvaliö fyrir fólk sem gerir kröfur. Prófaðu, þú finnur muninn! Kjötsérfræðingarnir leiðbeina um val á kjöti, leiða þig um leyndardómsfullan heim kryddkommóðunnar ag kynna þér sósur ag sælkeravörur sem þú færð hvergi annars staðar. Þeir gauka að þér heilræðum hússins. ráðleggja um eldun. gefa góð ráð varðandi krydd og kryddnatkun ag bjóða upp á sérþjónustu fyrir veislur ag matarboð. ^je' vaUð veit á aott f - # ♦ ♦ ♦ ♦ Oplð mánud.-föstudaga frá 14.00-1B:30 □g laugardaga ffá 10:00-14:00 Bjafavömr í miklu úrvali Feitt dq frábsert Júnas Þór kjötverkandi ♦ ♦ ♦ # ♦ ♦ ♦ ♦ # ♦ ♦ 4» ♦ ♦ Grensásvegi 48 Pöntunarslmi: 553 1600 & 553 1601 Fax: 568 1699 Vægi atkvæða eftir kjördæmum. Lengri súla þýðir meira vægi. Flakkarinn er ekki talinn með Vestfjörðum. minnsta kosti 2.200 og allt upp í 3.500 atkvæði kjósenda að baki sér. Þannig hafa allan tím- ann verið utan þings ffambjóðendur með að minnsta kosti fimmfalt það atkvæðamagn sem dugði öðrum til að komast á þing. • Möguleikar kjósenda til að velja eða hafna einstökum frambjóð- endum eru í reynd nær engir. Eftir breytingar á kosningalögum 1987 þarf helmingur kjós- enda ffamboðslista að leggjast á eitt til að ná fram breytingu á röð frambjóðenda. Áður gátu til dæmis 12% kjósenda í Reykjavík fært frambjóðanda upp um eitt sæti. Fyrir 1959 þurfti aðeins 4% kjós- enda til að ná sama marki. • Reiknireglur kosn- ingalaganna em of flóknar og viðkvæmar, enda soðnar saman í hrossakaupum. • Ef reynt yrði að jafna atkvæðavægi án þess að breyta kjördæma- skipaninni yrðu þing- sæti hinna minni kjör- dæma svo fá að í raun myndaðist tveggja flokka kerfi á lands- byggðinni. aðeins tveir stærstu flokkamir ættu möguleika á þingsæt- um í minnstu kjördæm- unum. • Ein skýring á lágu hlutfalli kvenna og ungs fólks á Alþingi ís- lendinga er fjöldi lítilla kjördæina þar sem flestir listar eiga aðeins möguleika á einum þingmanni, það er efsta manni listans. Hlutur kvenna og ungs fólks meðal efstu manna hef- ur sögulega verið afar rýr og lftið batnað, þótt hann hafi skánað á framboðslistum al- mennt. Færri og stærri kjördæmi, þar sem stærri hluti lista næði kjöri, gætu orðið til þess að endurspegla þjóðina betur og auka þar með hlut kvenna og ungs fólks á þing,“ seg- ir í kosningastefnu- skránni. Alþýðuflokkurinn hefur skýra stefnu í „Sé flakkarinn (63. þingmaðurinn) ekki talinn með eru nú 1.315 kjósendur að baki hverjum þing- manni Vestf jarða, en 4.078 kjósendur að baki hverjum Reykjavíkurþing- manni. Með öðrum orðum vegur 3,1 reykvískt atkvæði jafn þungt og eitt vestfirskt en það er mesta misvægi milli tveggja kjör- dæma nú." Alþýðuflokkurinn hefur haft forystu um. Jafnframt verði valfrelsi kjós- enda um einstaklinga aukið. Koma má í veg fyrir offjölgun þingflokka með því að setja í lög ákvæði um lágmarksfylgi til að flokkur fái þing- mann. „Saga jafnaðarstefnunnar er sam- ofln sögu mannréttindabaráttu al- þýðufólks hvar sem hún hefur náð að festa rætur. Á upphafsárum hreyf- ingar jafnaðarmanna var barist fyrir því að pólitísk réttindi væru óháð efnum, kynferði og búsetu. Þessar gmndvallarforsendur jafn- aðarstefnunnar hafa ekkert breyst; þær eru jafnsannar í dag og þegar þær vom fyrst ffam settar. Til að jafna kosningarétt mótaði Alþýðu- flokkurinn þegar á fyrstu ámm sín- um þá stefnu sem flokkurinn hefúr enn í dag: Að landið skyldi gert að einu kjördæmi. Rökin íýrir þessari róttæku breytingu em jafnsterk nú og fyrir 70 ámm. Jafn atkvæðisréttur em gmndvallar mannréttindi sem ekkert er verslunarvara eða skipti- mynt fyrir önnur réttlætismál eða stefnumál í stjómmálum. Islendingar em fámenn þjóð í samfélagi þjóð- anna. Á tímum aukinnar alþjóðlegrar samvinnu og samkeppni er nauðsyn- legt að við séum öll á sama báti. Heildarhagsmunir verða að hafa for- gang umfram sérhagsmuni. Jöfnun atkvæðisréttar er réttlætismál, og af- nám kjördæmaskiptingarinnar er löngu tímabær skipulagsbreyting í íslensku stjómarfari. Það er eina leiðin til að tryggja öllum lands- mönnum skilvirkari stjómsýslu og betra lýðræði til frambúðar," segir að lokum í kosningastefnuskrá jafnað- armanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.