Alþýðublaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 B í ó h á t í ð „Örvar Arnarson, hetjan úr Bíódögum Friðriks Þórs Friörikssonar,...naut aðdáunar, með verðlaun eða án. Eftir athöfnina tókst aðdáanda að króa hann af úti í horni til að taka af honum mynd og fá eiginhandaráritun og þegar umræða fór fram eftir sýningu Bíódaga stundu stelpurnar í salnum þegar Örvar birtist í fylgd með Friðriki." aðstæður í anda Gogol. Uppá ti'u fingur Verðlaunamyndin sjálf, Ti kni- ver í hjertet er af dálítið öðrum toga. Hún er uppvaxtarsaga - eins og Bíódagar og reyndar önnur mynd á hátíðinni, Carmen and ba- byface eftir Danann Jon Bang Carlsen. Það má segja að aukaleik- arar hafi notið meiri velgengni en aðalleikarar á hátíðinni, því það var Ulla Henningsen, sem fékk bestu kvenleikaraverðlaunin, fyrir túlkun sína á móður Carmenar og í sam- nefndri mynd. En norska myndin var sú sem fékk náð fyrir augum hinnar skemmtilega samansettu dómnefndarinnar. I henni sátu kvikmyndaleikstjórar frá Búrkína Fasó (Pierre Yamégo), Alsír (Marzak Allouache), (Austur- )Þýskalandi (Kurt Maetzig) og Nýja Sjálandi (Graeme Allwright) auk franska blaðamannsins og rit- höfundarins Gaston Haustrates. Ti kniver i hjertet fjallar um eitt sumar í lífi Otto, 13 ára unglings- stráks. Otto er heldur lítill og væsk- ilslegur miðað við jafnaldra sína og auðveld bráð fyrir félagana í fót- boltaliðinu, því hann situr alltaf á varamannabekk. Otto er enn á vara- mannabekknum í síðasta leik fyrir sumarfrí og því lítil von um að hann komist með liðinu til Dan- merkur. Það bætir ekki úr skák að hann sér fram á að vera sá eini í hverfinu sem ekki fer út úr bænum í frí. En þá birtist Frank, dökkur og dularfullur ungur rnaður. Hann á eftir að hafa þó nokkur áhrif á þær breytingar sem verða á Otto þetta sumar, er hann smám saman upp- götvar heim hinna fullorðnu, heim lyga, afbrýðisemi og losta. Þannig koma hlutirnir að minnsta kosti Otto fyrir sjónir, sem ekki gengur alltaf ýkja vel að greina á milli veruleika og eigin ímyndunar. Eitt er víst að Otto fær ansi harða lend- ingu inn í fullorðinsárin. Myndin er gert eftir bók Lars Saabye Christensens, Gutten som ville vaere en av gutta, sem einnig skrifaði handritið með leikstjóran- um. Ti kniver í hjertet er Ijúfsár þroskasaga, en alls ekki frumleg, því efninu svipar til margra annarra sambærilegra mynda, þar á meðal Carmen and babyface, þó hún sé burðugri en síðarnefnda myndin og skrefinu betur gerð. Ekki virtust há- tíðargestir þó vera ósáttir við verð- launaveitinguna, þótt þau hafi kom- ið á óvart. Eitt er víst að ntyndin féll í kramið hjá unglingunum sem sátu allt í kringum undirritaða á sýningu myndarinnar fyrr um dag- inn og ekki endilega víst að það hafi skipt máli að þeir voru flestir norskir. Martin Holst má vera ánægður með tvöföld verðlaun, og það fyrir sína fyrstu mynd í fullri lengd þó ekki hafi honum tekist að ná neinum í Berlín. Holst er ekki nema þrítugur, en útskriftarmyndin hans úr National School of Cinema í London, stuttmyndin The visiting hours, hlaut Dramaverðlaun BBC árið 1990, svo velgengnin í Rouen er ekki nema rökrétt framhald. Litríkt glæpagengi í Svíþjóð Mynd Holst var ekki ein um að hljóta tvenn verðlaun á þessari átt- undu Norrænu kvikmyndahátíð Rúðuborgar. Það að tvær myndir skuli hafi hlotið tvenn verðlaun er undarleg tilviljun, því ekki er hægt að fullyrða að þær hafi verið fram- úrskarandi bestar. Hin myndin heit- ir Parísarhjólið og er eftir Svíann Clas Lindbergs. Hún vakti hrifn- ingu dómnefndar blaðamanna og ungu evrópsku dómnefndarinnar, sem er samansett af háskólanem- um. Leikstjórinn sjálfur var ekki viðstaddur hátíðina, en framleið- andi hans veitti verðlaunagripnum viðtöku, og var að vonum ánægður því myndin ku hafa hlotið litla að- sókn í Svíþjóð þegar hún var sýnd þar. Parísarhjólið er ólík þeim myndum sem að framan hafa verið nefndar að því leyti að hún flokkast undir blákalt þjóðfélagsraunsæi, undirstrikað með kvikmyndatöku sem er laus við alla fagurfræði. Hún er hrá, næstum grimm. París- arhjólið segir frá lífi þriggja sænskra utangarðsungmenna í Stokkhólmi: Martins, Ristos og Kicku. Martin og Risto kynntust í fangelsi, en nú er Martin laus og þar sem hann hefur ekki nein hús að venda leitar hann til Kicku, eig- inkonu Ristos, því Risto á honum spilaskuld að gjalda úr fangelsinu. Það takast ástir með Kicku og Martin, og þegar Risto losnar úr fangelsinu hefja þau þriggja manna sambúð. Þau vinna líka að sama takmarkinu - að eignast Parísar- hjól. Það á verða lífsviðurværi þeirra í framtíðinni. En strákarnir eru ekki alveg tilbúnir að segja skil- ið við smáglæpina, sérstaklega ekki Martin, sem sífellt finnur nýjar leiðir til að ná í skjótfenginn gróða. En þetta líferni leiðir ekki beinlínis í átt til gæfu og smámsaman aukast vandræðin. Ekkert þeirra virðist hafa skynsemisglóru sem þarf til að hafa vit fyrir hinum. Martin er sá eini sem stígur í vitið, en í raun er það hann sem kemur þeim í hvert klandrið á fætur öðru. Á endanum sitja þau pikkföst í eigin vef. Endirinn kemur örlítið á óvart. Risto og Kicka sleppa undan réttvísinni en Martin lærir sína lexíu og tekur á sig sök af glæp sem hann framdi ekki. Það verður að segjast einsog er að ekki leist mér betur en svo á byrjun myndarinnar, að ég var komin á fremsta hlunn með að ganga út. En þegar á líður fer áhorf- andinn að fá samúð með persónun- um þó asnaskapur þeirra sé á köfl- um nær óbærilegur. Það er líklega að þakka þeirri umhyggju sem Clas Lindberg greinilega ber fyrir per- sónum sínum. Hann dæmir þær ekki, heldur lýsir þeim undan- bragðalaust - og hann býr greini- lega yfir bjartsýni og trú á mann- eskjunni, þvf hann telur þeim ekki allar bjargir bannaðar þrátt fyrir allt. Og það hlýtur að vera léttir fyr- ir þá sem kannski eru nýbúnir að sjá L appat, mynd Bertrand Ta- vernier, er hlaut Gullbjörninn í Berlín og nú er verið að sýna í kvik- myndahúsum í Frakklandi. Viðkvæmt tímabil í sögu Finnlands Tvær aðrar myndir voru á sam- keppni hátíðarinnar, Carl eftir Erik Clausen frá Danmörku (en það var einnig yfirlitssýning á myndunt hans á hátíðinni), sem undirrituð komst ekki yfir að sjá, og Aapo eft- ir 33 ára gamlan Finna, Tero Jartti. Aapo fjallar um viðkvæmt tímabil í finnskri sögu, tímabil sem liggur meira og minna í þagnargildi hjá þjóðinni vegna þess blóðuga borgarastríðs sem háð var í landinu í nafni byltingarinnar 1917. Aapo er ungur verkamaður á stórbýli í finnskri sveit, sem vegna haturs á húsbónda sínum gengur til liðs við byltingarsinna. Hann er heldur grannvitur en góð sál. Uppreisn verkamannanna gerir hinsvegar úr honum drápsmann, leyniskyttu sem Serbar gætu verið stoltir af. Það er hægur stígandi í myndinni, en síðan er áhorfandanum hrint út í endalaus drápsatriði. Leikstjórinn einsog þorir ekki að ganga alla leið og tak- ast á við efnið og sá sem ekki þekk- ir sögu Finnlands á þessum tíma, hefur ekki fengið hungrið satt í lok- in. Nýr Bergmann ekki í sjónmáli Miklu fleiri myndir en þessar átta, sem tóku þátt í samkeppninni, voru sýndar á kvikmyndahátíðinni í Rúðuborg; sumar garnlar, aðrar yngri og hefði eflaust verið þess virði að sjá einhverjar þeirra. Myndirnar í samkeppninni ættu þó að gefa dálitla hugmynd um það sem er að gerast í norrænni kvik- myndagerð nú um stundir, og verð- ur að segjast einsog er að þær komu þægilega á óvart - þó ekki sé hægt að segja að nýr Bergmann sé í sjónmáli.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.