Alþýðublaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 M e n n i n c ■ Það er vissulega sjónarsviptir af Eggert Haukdal en hann kemur ekki til með að sitja næsta þing. Þessi sunnlenski bóndi hefur aldrei verið sem hver önnur rolla í sjálfstæðisréttinni heldur hefur gustað af honum enda liggur Eggert ekki á skoðunum sínum. í viðtali við Jakob Bjarnar Grétarsson veltir hann fyrir sér niðurstöðum kosninganna og vandræðamönnunum Jóni Baldvin, Steina Páls, „Johnson", Kristjáni Ragnarssyni og Halldóri Ásgrímssyni og hinum og þessum vandamálum n Laminn niður af flokksbræðrum mínum // Ríkisstjórnin náttúrlega heldur velli og ætli hún sitji ekki áfram. Þeir geta kippt inn konum. En það er svo eftir að sjá. Jón hafði ekkert út úr ESB-tali - ekki vott. Þar er allt á núll- punkti hjá honum. A-mynd: E.ÓI. - segir Eggert og vísar því á bug að það sé honum að þakka að Lúðvík Bergvinsson hafi komistá þing- Þorsteinn Pálsson hafi verið arkitektinn að því. Það söng allt meinhægt í Eggerti Haukdal þegar blaðamaður Alþýðu- blaðsins sló þráðinn til hans. Eggert hefur verið sautján ár á þingi, en hann komst ekki inn að þessu sinni. En sérframboð hans á Suðurlandi hlaut 8,6% atkvæða og hann getur því vel við unað. Eggert segir að flokksvél og maskína Sjálfstæðis- flokksins á Suðurlandi hafi gengið í það nteð óhróðri og lygum á fimmtu- dag, föstudag og laugardag að keyra sig út. „Ef við hefðum fengið að vera í friði hefðum við fengið verulegan viðbótarstuðning sem hefði komið okkur inn,“ segir Eggert og telur Al- þýðuflokkinn njóta góðs af vinnu- brögðum Þorsteins Pálssonar og Árna Johnsen. Þola ekki sjálfstæðar skoðanir Varðandi spuminguna hvað taki við segir hann að allt sé í rólegheit- um og lítil ástæða til að vera að messa um það, hann hafi í ýmislegt að gera í búskap og sveitarstjómar- störfum. En nú sagði Þorsteinn Pálsson að það væri þér að þakka að Lúð- vík Bergvinsson komst inn á þing. „Sé einhver meistari og smiður að Lúðvík þá er það náttúrlega Þor- steinn Pálsson. Hvemig? Hann hefur stjómað Sjálfstæðisflokknum á Suð- urlandi á undangengnum ámm. Hann gat það ekki frekar en að stjóma sjávarútvegsstefnunni. Jú, það er góð stjórn að henda út bónda og manni sem hefur áhuga á baráttu fyrir byggðina, ákveðnum þýðingar- miklum málum, jú það er góður ár- angur að losna við hann og um leið að koma inn alþýðuflokksmanni. Ég bara óska Þorsteini til hamingju með þetta og ég óska að sjálfsögðu þess- um unga alþýðuflokksmanni til hamingju með að njóta ávaxtanna af iðju Þorsteins Pálssonar og velfam- aðar á þingi. Það er Þorsteins iðja að hafa kom- ið mér út. Ég sigraði glæsilega þriðja sæti Sjálfstæðisflokksins við síðustu alþingiskosningar. Það gat enn gerst en þar mátti ég ekki sitja. Ef að menn vilja ræða þetta þá er rétt að skoða það alveg niður í kjölinn. Þorsteinn, ásamt Johnson, er búinn að koma því vel fyrir að þriðja sætið er fyrir bý. En merkilegt er að ágætir Sjálfstæð- ismenn á Suðurlandi skuli taka þátt í þeirri iðju. En auðvitað vil ég undir- strika að fjöldi Sjálfstæðismanna á Suðurlandi er ósáttur við það til hvers þessi iðja hefur leitt. Og ég vil þakka stuðningsmönnum mínum sem vom úr fleiri flokkum, það vom margir sem vildu halda bóndanum inni á þingi." Það verða væntanlega viðbrigði fyrir þig eftir sautján ár að vera ekki á þingi? ,Ja, það er nú svona. Ég var fyrst og fremst laminn niður af flokks- bræðmm mínum í kjördæminu. Það er vont að vera með sjálfstæðar skoðanir á málum. Það er ekki vel þolað. Ég hef verið með sjálfstæðar skoðanir í Evrópumálum, landbún- aðarmálum, sjávarútvegsmálum og vaxtamálum. Síðan náttúmlega í málefnum byggðarinnar þar sem þingmennimir hefðu getað betur mátt tekið á. Nú nýverið vom 17 til 18 hundmð lestir af kvóta flutt frá Stokkseyri norður í land. Fiskveiði- stjómunin er náttúmlega algjör ógn. Það væri hægt að hafa miklu meiri atvinnu í landi ef það væri hugsað um að hafa þetta í lagi, hætta að henda fiski í sjóinn og efla bátaflot- ann og ef það væri heimalöndunar- bónus mætti efla atvinnu í landi. Það mætti á mörgu taka.“ Þú ert sem sagt ósammála fisk- veiðistefnu Sjálfstæðisflokksins? „Ég held að fiskveiðistefna Krist- jáns Ragnarssonar í gegnum Hall- dór Asgrímsson og í gegnum Þor- stein Pálsson... ja, það sjá náttúm- lega allir til hvers sú stefna hefur leitt. Það er gífurlegum verðmætum hent í sjóinn. Það er ekki einu sinni reynt að leita leiða. Bátaflotinn er horfmn vítt og breitt úr landsbyggð- inni og smábátar em taldir ógn við lífríkið. Ekki skemma þeir nú botn- inn. Þetta er allt fýrir þá stóm. Það má enginn maður með sjálfstæð og lítil atvinnufyrirtæki lifa.“ Þú hefur barðist gegn verð- tryggingu lána. „Það er nú það sem er mesta ógn heimilanna hversu skuldastaðan er erfið víða. En það var enginn stjóm- málaflokkur í þessu landi í kosninga- baráttunni sem hafði afnám verð- tryggingar og lánskjaravísitölu að baráttumáli. Það fara allir í kringum það. Það þorir enginn að nefna það. Peningavaldið í þjóðfélaginu er svo öflugt. Svo tala menn jú um skuldir heimilanna samt og atvinnufyrir- tækjanna og það allt en þora ekki að kannast við rót meinsins. Það er ekki nefnt. Lánin hafa verið verðtryggð en kaup þeirra láglaunamannsins sem á að borga lánin er ekki verð- tryggt. Þó var aðeins gerð bót á þessu með síðustu samningum, þá var sett bót á flíkina varðandi verðtrygging- una, en að það væri tekið á rót vand- ans, það er af og frá. Peningavaldið er svo öflugt." „Menn stóðu uppréttir þá." Eggert hefur aldrei farið í grafgöt- ur með það að hann er harður and- stæðingur Jóns Baldvins Hanni- balssonar einkum í utanríkis- og landbúnaðarmálum en hvemig lýst honum á úrslit kosninganna? „Nú, Sjálfstæðisflokkurinn fór náttúmlega vel út úr þessu og Al- þýðuflokkurinn má kannski þakka fyrir miðað við það að Jón var búinn að koma sér á núllpunkt með inn- byrðis vandræðum í flokknum sjálf- um. Að ná sér síðan upp í sjö menn eftir þessa stjómaraðild er svo sem þokkalegur árangur en er út af fyrir sig ógnarstaða fyrir flokkinn. Al- þýðuflokkurinn stendur á þessum punkti fyrst og fremst vegna eigin verka og vandræða í eigin flokki, klofningur Jóhönnu Sigurðardótt- ur, spillingartal og vandræðatal. Ríkisstjómin náttúrlega heldur velli og ætli hún sitji ekki áfram. Þeir geta kippt inn konum. En það er svo eftir að sjá. Jón hafði ekkert út úr ESB- tali - ekki vott. Þar er allt á núll- punkti hjá honum. Enginn studdi hann í því tali og ekki þjóðin heldur. Það er niðurstaða kosninganna, það sýnist mér. Af því að ég er svo mik- ill vinur Jóns Baldvins þá náttúm- lega tók enginn í mínum flokki und- ir það. Landbúnaðarmálin eru öll óleyst varðandi GATT vegna innbyrðis ósamkomulags. Þessu er öllu bara fleytt frá degi til dags. Það er ótekið til höndunum og hvort Jón verður viðráðanlegri eftir að hann sér til hvers þessi landbúnaðarumræða hef- ur leitt. Síðan er ekkert að leyna að vinur minn Steini Páls hann vaknaði ekkert. Það var ekki nema í lokin sem hann skrifaði greinar um að Al- þýðuflokkurinn hafi verið óstarfhæf- ur. Það sást nú bara rétt í kringum kosningamar. Það var ekki að hans dómi allt kjörtímabilið. Það er svo sem út af fyrir sig farið að tala um það að það er mörg kúnstug niður- staða kosninganna þegar litið er yfir sviðið." Eggert hefur í ræðu og riti látið að því liggja að raunir landbúnaðarins séu Jóni Baldvin að kenna. ,JEg mundi náttúmlega ekki gráta það að valdaleysi hans í landbúnað- armálum linni. Hann er búinn að ráða þessum málum í sjö ár. Það byijaði vel með Alþýðubandalagi og Framsókn. Þá var búvörusamningur gerður sem átti mikinn þátt í að koma bændunum í þá stöðu sem þeir em í í dag. Það þurfti að sjálfsögðu að taka upp þetta landbúnaðarkerfi og endurbæta. En það er spuming hvort hægt er að svipta menn þessu á örstuttum tíma án þess að nokkuð kæmi í staðinn. Og eins og stefnt hefur verið að er að taka af þeim alla ijármuni og bjóða þeim svo upp á hömlulausan og tollfrjálsan innflutn- ing ódýrra landbúnaðarvara, það var það sem menn áttu að fá í staðinn. Ég tel það nú ekki vera niðurstöðu kosn- inganna. Jón er búinn að ná fram allskonar árangri fyrir sjálfan sig og gegn atvinnuvegunum en hann er á núllpunkti atkvæðalega. Hann hefur ekki uppskorið nein atkvæði. Framsókn er sökudólgur eins og Sjálfstæðisflokkurinn að hafa látið Jón Baldvin leiða sig í ógöngur í landbúnaðarmálum. Við áttum er- indi í það að ná hagstæðum við- skiptasamningum við Evrópu. Það gátum við án þess að fara með sjálf- stæðið til Brussel. Það gátum við fyrir herransherrans mörgum ámm. Síðan hefur ekki verið neinn tollur af frystum físki. Menn stóðu bara upp- réttir þá. Sjálfstæð þjóð hér norður í hafi mátulega langt frá Evrópu.“ Leiklistar- vænt næsta haust • Ágúst Guðmundsson með frumsaminn söng og leik, Lína Langsokk- ur, Stakkaskipti og Krapp. Leikhúsin stóru eru nú í óða önn að undirbúa næsta leikár. Það á eftir að hnýta ýmsa enda og talsmenn bæði Þjóðleikhússins og Borgarleikhússins voru ekkert á því að gefa of mikið uppi fyrr en búið væri að gefa út formlegar yfirlýsingar: „Það þýðir ekkert að vera að lesa um þetta í blöð- unum áður en búið er að tala við alla þá sem að málinu koma." Jæja, en þetta erfyrirliggjandi. Mestum tíðindum sætir að á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu verður frumsýnt í haust nýtt leikrit með söngvum eftir Ágúst nokkur Guð- mundsson! Ágúst er sem kunnugt er kvikmyndagerðarmaður og verður gaman að sjá hvernig til tekst hjá honum á leiksviðinu. Ekki einasta semur hann leikritið sjálfur og tónlist- ina heldur kemur hann til með að leikstýra því sjálfur. Ágúst hefur verið að vinna að þessu verkefni undanfar- in ár. Lína langsokkur verður einnig á stóra sviði Borgarleikhússins í haust og það er Margrét Vilhjálmsdóttir sem túlkar þessa rauðhærðu súper- stelpu. Það er ekki úr vegi enda hún rauðhærð sjálf, eða er það ekki alveg öruggt? Lína var síðast sýnd fyrir um tiu árum og þá lék Sigrún Edda Björnsdóttir Línu. Það er sama gengi sem stendur að þessari sýn- ingu og Ronju ræningjadóttur sem sýnd var við fádæma vinsældir í fyrra. Alls komu 30 þúsund áhorfend- ur á þá sýningu. Leikstjórinn er Ásdís Skúladóttir, Sigurdur Rúnar Jónsson sér um tónlistina, Hlín Gunnarsdóttir gerir leikmynd og Auður Bjarnadóttir er danshöfund- ur. ( Þjóðleikhúsinu geta leikhúsgestir gengið að þessum verkefnum vísum: Stakkaskipti, nýtt verk eftir Guð- mund Steinsson verður frumsýnt núna í byrjun maí en vegna anna verða einungis átta sýningar nú á þessu leikári. Það verður síðan tekið upp aftur á því næsta. Það er leikhús- stjórinn sjálfur, Stefán Baldursson, sem leikstýrir þungavigtarleikurum: Helga Skúlasyni, Kristbjörgu Keld, Guðrúnu Gísladóttur, Lilju Guðrún Þorvaldsdóttur, Elvu Ósk Ólafsdóttur, Sigurði Sigurjóns- syni, Árna Tryggvasyni, Randveri Þorlákssyni og Eddu Arnljóts- dóttur. Þetta er á stóra sviðinu en á litla sviðinu verður leikritið Fernando Krapp sendi mér bréf. Það er i leik- stjórn Maríu Kristjánsdóttur en leikarar eru þau Halldóra Björns- dóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Hilmar Jónsson og Jóhann Sig- urðsson. Lrfið og Iveran eftir Mugg Magnússon Ég, cins og aðrir lands- mcnn, hafði ákaflcga _________ mikla ánægju af því að fylgjast mcð kosningunum og vakti alveg til klukkan korter yfir tvö eftir miðnætti. Eink- um fannst mér skemmtiatriðin vel úr garði gjör og hefði mátt vcra meira um þau. Stjórnmálamennirnir koniust nyög vel frá sínu og það sem meira er - allir komu þeir vel út og græddi nánast hver flokkur. Það er heldur ekkert skrítið því landsmönnum hef- ur fjölgað til muna frá því fyrir fjórum árum þegar síðast var kosið til alþingis. Mér flnnst einkennilcgt að enginn hafi orðið til að benda á þessa staðreynd. En það sem einkum vakti athygli mína var að í viðtölum þá fengu þeir allir sömu spurningarnar: Hvemig lýst þér á stöðuna og allir svöruðu á sömu lund: „l»að er of snemrnt að segja til um hvernig fer.“ Og hin spurningin sem allir fengu var: Hvernig verður næsta stjórn. Og allir sem einn svör- uðu þeir að það væri allt of snemmt að spá í það. Þetta finnst mér benda til þess að ágrein- ingur milli þingmanna cr ekki eins djúpstæð- ur og menn vi^ja vera láta og cr það vel. Einn- ig að þeir virðast vera á svipuðu róli hvaö grcind snertir sé að marka spurningar og svör í kosningasjónvarpi. Það finnst mér benda til að sérlega vel hafi til tekist með að fá þvcrskurð þjóðarinnar á þing og veit ég að margir em mér sammála um það. Þann 19. apríl verðursíðasti Dagsljósþátturinn í bili en ráð er fyrir gert að þráðurinn verði tek- inn upp í haust. í fyrra lá það ekki Ijóst fyrir hvort þættirnir héldu áfram fyrr en á síðustu stundu. Umsjónarmenn Dagsljóss eru öll lausráðin og samkvæmt heimild- um Alþýðublaðsins eru vissari um vinnu næsta vetur en þau voru fyr- ir þennan. Öll dagskrárgerð liggur meira og minna niðri hjá Sjón- varpinu í sumar enda liggurfjár- magn ekki á lausu þar á bæ... Sigurdur Hróarsson, leikhús- stjóri Borgarleikhússins, er um þessar mundir staddur úti í Banda- ríkjunum þarsem hann er að kynna sér leikhús. Hann fór á sunnudaginn og er væntanlegur aftur 6. maí. Borgarleikhúsið hefur átt undir högg að sækja í vetur í samkeppninni við Þjóðleikhúsið. En þeir hjá Leikfélagi Reykjavíkur hafa oftlega á orði að þrátt fyrir að Borgarleikhúsið hafi úr miklu minni peningum að spila heldur en Þjóðleikhúsið þá gangi almenn- ingur jafnan út frá því að þar sé verið að keppa á jafnréttisgrund- velli... riskurán reiðhjóls, þættir þeirra f Heiðars snyrtis Jónssonar og Kolfinnu Baldvinsdóttur hafa hlotið góðar viðtökur. Þættirnir eru frumlegir og vel unnir enda situr hann Börkur Hafsteinsson, sá hinn sami og vann svo snilldar- lega stórlaxaþætti Eggerts Skúlasonar, við stjórnvölinn. Hins vegar eru hverfandi líkur á því að framhald verði á sam- starfi þeirra Heiðars og Kol- finnu eftir að þau hafa skilað frá sér tíu þáttum eins og um varsamið. Heimildarmaður Alþýðublaðsins innan Stöðv- ar 2 orðaði það þannig að þau væru ekki á sömu bylgju- lengdinni svo vægt sé til orða tekið. Þá er það að frétta af Heiðari, sem hefur slegið í gegn með ráðleggingar sínar til kvenna um það hvernig beri að varalita sig og fara í sokkabuxur. að honum þótti grín þeirra Imbak- assamanna fremur ósmekklegt en þeir voru með skopstælingu á um- sjónarmönnunum. Hann nefndi það við einn aðstandenda Imbak- assans en sú athugasemd mun ekki hafa verið til þess fallin að slá á grínið... Svéinn Ingvi Egilsson er íslenskufræðingur og kennari og eitt efni- legasta skáld sem fram hefur komið á síðustu ámm. Það er í raun furðulegt að hann skuli ekki vera orðinn stjama. En sem kunnugt er þá er ljóðið hlédrægt í eðli sínu og svo er oft með þá sem ljóðiistina stunda. Sveinn Ingvi á ljóð vikunnar. DE ð í Imiðr i v i k u Japanska í Dundee Ungu húsmæðumar hér í kring em jafn ólíkar konunum sem ég á að venjast og ég er frábmgðinn úthverfiskörlunum þeirra Það mætti halda að ég væri fyrsta heimavinnandi karldýrið í sögu staðarins, þær horfa á mig hengja þvottinn út á snúm og standa í einum hóp og flissa undirleitar með hönd á munn eins og japanskar feimur Gaman væri að gantast við þær svona yfír grindverkið ef maður kynni að gera sig skiljanlegan á þessari japönsku þeirra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.