Alþýðublaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 o r n Norsk blaðagrein um Smugudeiluna ítilefni þingkosninganna Jón Baldvin hefur beygt bæði Norðmenn og Rússa Utanríkisráðherra íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, veit hvað hann gerir. Á meðan norsk- ir utanríkisráðherrar hrylla sig í hvert sinn sem þeir þurfa að taka á fiski, fiskikvótum og æstum sjómönnum er fiskurinn raison d’étre (tilveruréttur) í augum Jóns Baldvins Hannibalssonar. Jón Baldvin stjómar Þorsteini Pálssyni sjávarútvegsráðherra og með harkalegri fiskveiði- stefnu hefur hann beygt bæði Norðmenn og Rússa. Nú er tími fyrir samninga um auðæfi hafs- ins. Á þessa leið er upphaf greinar eftir Svein Thompson í norska blaðinu Dagens Nœringsliv sem birtist þann 6. apríl síðast liðinn í tilefni þingkosninganna á ís- landi. Þar er tjallað um deilur Is- lendinga, Norðmanna og Rússa vegna veiða í Smugunni í Bar- entshafi, á verndarsvæðinu við Svalbarða og í síldarsmugunni austur af íslandi. Greinarhöfund- ur segir að þarna sé deilt um þrjá mikilvæga fiskistofna, þorsk, síld og loðnu, og eipkum deili Norðmenn og Islendingar. Smugan í Barentshafi og síldar- smugan séu þó aðskildar frá verndarsvæðinu við Svalbarða, „Utanríkisráðherra íslands, Jón Baldvin Hannibalsson, veit hvað hann gerir. A meðan norskir utanríkisráðherrar hrylla sig í hvert sinn sem þeir þurfa að taka á fiski, fiski- kvótum og æstum sjómönnum er fiskurinn raison d'étre (tilveruréttur) í augum Jóns Baldvins Hannibalssonar." Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna fjárfestingar í hótel- og gistirými á árinu 1993. Samkvæmt heimild í ákvæði til bráðabirgða III í lögum nr. 122/1993, um breytingar í skattamálum, sbr. 9. gr. laga nr. 45/1995, um breyting á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, hefur fjármálaráðherra gefið út reglugerð nr. 199/1995, um endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna fjárfestingar í hótel- og gistirými á árinu 1993. Rétt til endurgreiðslu hafa skattskyldir aðilar, sem stunda útleigu á hótel- og gistirými og annarri gistiþjónustu eða leigja út slíkan rekstur, og fjárfestu í þeirri starfsemi á árinu 1993. Endurgreiðsla skal að hámarki nema 17% af eignfærðri nýfjárfestingu, sem bar virðisaukaskatt á árinu 1993, í fasteignum og búnaði í gistirými. Fjárhæð endur- greiðslu er ákvörðuð þannig að reiknuð er út heildar- fjárhæð virðisaukaskatts samþykktra endurgreiðslu- beiðna, og ef heildarfjárhæð er hærri en 10 m.kr. lækkar hlutfall endurgreiðslu samsvarandi þannig að heildar- endurgreiðsla verði 10 m.kr. Endurgreiðslufjárhæð hvers og eins aðila er deilt í tvær jafnar fjárhæðir sem greiddar verða út 1. nóvember 1995 og 1. apríl 1996. Endurgreiðsla er háð skilyrði um að aðilar hafi með höndum rekstur gistiþjónustu öll uppgjörstímabil ársins 1994 og fyrstu tvö uppgjörstímabil ársins 1995 vegna endurgreiðslu á árinu 1995 og öll uppgjörstímabil ársins 1995 og fyrsta uppgjörstímabil ársins 1996 vegna endurgreiðslu á árinu 1996. Aðilar sem rétt eiga á endurgreiðslu skulu senda virðisaukaskattsskrifstofu ríkisskattstjóra beiðni um endurgreiðslu á sérstöku eyðublaði sem ríkisskattstjóri gefur út, ásamt ársreikningi og afriti af leyfisbréfi til gististaðarekstrar. Beiðni ásamt fylgigögnum skal berast ríkisskattstjóra fyrir 1. maí 1995. Nánari upplýsingar veitir virðisaukaskattsskrifstofa ríkisskattstjóra. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI alla vega í augum Norðmanna. Þær smugur séu alþjóðahafsvæði án nokkurrar fiskveiðistjórnunar annarrar en þeirrar sem ríki sem hagsmuna hafa að gæta komi sér saman um. Þetta gildi í raun hvarvetna utan 200 mílna marka í heiminum. Svein Thompson segir að yfir- ráð Norðmanna á verndarsvæð- inu umhverfis Svalbarða sé ákveðið af þeim einum. Norð- menn hafi túlkað þetta svo að þeir hafi rétt á 200 mílna efna- hagslögsögu við Svalbarða líkt og efnahagslögsögu þeirra frá ströndum Noregs. Aðeins Kan- ada hafi stutt þetta sjónarmið. Islendingar séu æfir vegna yfirgangs Norðmanna á verndar- svæðinu þar sem þeir hafi ekki fengið þar úthlutað kvóta. Þetta þyki þeim gjörsamlega óásættan- legt en ný lagasetning í Noregi og aðgerðir strandgæslunnar hafi komið í veg fyrir frekari veiðar íslendinga á verndarsvæðinu. Greinarhöfundur segir að Jón Baldvin Hannibalsson sé ekki svo vitlaus að sækja að Norð- mönnum á verndarsvæðinu og verða þar með stimplaður sem „spanjóli." Hins vegar styðji hann fullum fetum ótakmarkaðar veiðar í Smugunni í Bar- entshafi því hann viti að Norðmenn hafi engan stuðning við að stöðva veiðar Islendinga þar. I fyrra hafi íslenskir togar- ar veitt 56 þúsund tonn í Smugunni. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra hafi haft uppi efa- semdir um þessar veiðar af því hann óttist veiðar utan íslensku 200 mílna lögsögunnar. Hann hafi hins vegar verið það klók- ur að segja ekki neitt eftir að hafa fengið skýr skila- boð frá Jóni Baldvin. Þor- steinn viti mætavel að síldin fari í gegnum sfld- arsmuguna á leið sinni til íslands frá Noregi. Þar gætu norsk veiðiskip „hefnt“ sín á veiðum Is- lendinga í Smugunni. Því meira sem íslend- ingar veiða í Smugunni þeim mun betri spil hefur Jón Baldvin Hannibals- son á hendi þegar samið verður um kvóta við Norðmenn og Rússa. Sá dagur þarf ekki að vera langt undan. Síðast liðið haust þinguðu embættis- menn um málið en þá var útilokað að semja. Norski sjávarútvegsráðherrann, Jan Henry „No-Fish“ Olsen, átti nóg með að verja sjávarútvegssamn- inginn við ESB fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna 28. nóvember. Nú er það íslenska ríkisstjómin sem á erfitt með að koma sér saman um lausn því Dav- íð Oddsson og kó vilja gjarnan sitja í stjóm fjög- ur ár til viðbótar. Lausn deilunriar hlýtur að byggjast á málamiðlun sem erfitt er að kynna sem sigur rétt fyrir kosn- ingar, segir í greininni. Að lokum segir að síð- ustu samningaviðræður hafi farið fram í Moskvu í byrjun mars. Vonir standi til að skömmu eftir kosn- ingamar á íslandi sé hægt að koma á nýjum fundi og leysa fiskveiðideiluna í eitt skipti fyrir öll. „Jón Baldvin stjórnar Þor- steini Pálssyni sjávarútvegs- ráðherra og með harka- legri fiskveiðistefnu hefur hann beygt bæði Norð- menn og Rússa." „Nú er það íslenska ríkis- stjórnin sem á erfitt með að koma sér saman um lausn því Davíð Oddsson og kó vilja gjarnan sitja í stjórn fjögur ár til viðbót- ar. Lausn deilunnar hlýtur að byggjast á málamiðl- un." „Því meira sem Islending- ar veiða í Smugunni þeim mun betri spil hefur Jón Baldvin Hannibalsson á hendi þegar samið verður um kvóta við Norðmenn og Rússa...Norski sjávar- útvegsráðherrann, Jan Henry „No-Fish" Olsen, átti nóg með að verja sjávarút- vegssamninginn við ESB."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.