Alþýðublaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 ft K o s n i i n 9 a r Utanríkismálasérfræðingur ungra jafnaðarmanna, Kjartan Emil Sigurðsson (E. Guðmundssonar), hélt athygli félaga sinna óskiptri í kosningamiðstöð Alþýðu- flokksins við Hverfisgötu á kjördag. Ekki kunnum við að nafngreina þá sem sitja og standa honum til hliðar, en í frá vinstri til hægri má greina hvirfla Eiríks Bergmanns Einarssonar, Hildar Bjarkar Sigbjörnsdóttur og Sigríðar Bjarkar Jónsdóttur. Húsbréf húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 3. flokki 1993 1. flokki 1994 Innlausnardagur 15. apríl 1995. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.465.235 kr. 146.524 kr. 14.652 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.303.777 kr. 651.888 kr. 130.378 kr. 13.038 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.284.118 kr. 128.412 kr. 12.841 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.319.829 kr. 1.263.966 kr. 126.397 kr. 12.640 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.820.234 kr. 1.164.047 kr. 116.405 kr. 11.640 kr. 3. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.471.485 kr. 1.094.297 kr. 109.430 kr. 10.943 kr. 1. flokkur 1994: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.382.622 kr. 1.076.524 kr. 107.652 kr. 10.765 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEIID • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 ■ Einar Ólason Ijósmyndari Alþýðublaðsinsvar á fleygiferð alla helgina í erindagjörðum blaðsins og vitaskuld einnig sem „opinber hirðljósmyndari" Alþýðuflokksins. Hér á síðunni gefur á að líta nokkrar af svipmyndum kosningahelgarinnar og kennir þar sannarlega ýmissa grasa... Jafnaðarmenn af öllum stærðum og gerðum Ásgerður Bjarnadóttir hafði í nógu að snúast í kosningamiðstöð Alþýðuflokksins í Reykjavík og sinnir hér eðalkrötum af stakri snilld. I baksýn fylgjast foringjarnir með af velþóknun. Ekki vitum við hvað Ijósmyndari Alþýðublaðsins var að þvælast hjá afþýðubandalagsmönnum á kjördag en snotur eru þau saman á að líta, Bryn- dís Hlöðversdóttir og Ögmundur Jónasson, tveir af nýjustu þingmönnum Alþýðubandalagsins... - og „óháðra". Jón Baldvin Hannibalsson, Gunnar Alexander Ólafsson (Ólafssonar landlæknis) og Ei- ríkur Bergmann Einarsson skemmtu sér hið besta á Ömmu Lú á kosninganótt. Jón Baldvin er þarna vel kominn í félagsskap ungu Evrópukrat- anna því jafnaðarmenn stór- juku fylgi sitt meðal unga fólksins og Samband ungra jafnaðarmanna var jú braut- ryðjandi í ESB-málinu. Aðalfundur 1995 Aðalfundur Granda hf. verður haldinn föstudaginn 28. apríl 1995 í matsal fyrirtækisins að Norðurgarði, Reykjavík og hefst fundurinn kl. 17:00 DAGSKRÁ 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 18.gr. o o samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis viö lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Tillaga um breytingu á 3. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnartil aö hækka hlutafé meö sölu nýrra hluta. 4. Önnur mál, löglega upp borinn. STJÓRN GRANDA HF. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVÍK Það var troðið útað dyrum allan daginn hjá Reykjavíkurjafnaðar- mönnum og ótrúlegasta fólk sem rak inn nefið og gaf sig fram sem jafnaðarmenn. Aftarlega til vinstri á myndinni má til dæmis greina Kolbrúnu Bergþórsdóttur bókmenntagagnrýnanda Morgunpóstsins. Bryndís Kristjánsdóttir, Sigrún tölvuséni, Kolbrún Högnadóttir og Árný Sveinbjörnsdóttir undu sér hið besta og höfðu margt að ræða. Birta litla hafði brugðið sér að tertuborðinu þegar myndin var tekin. Hlín Daníelsdóttir, Aðalheiður Frantzdóttir og Vilhjálmur Þorsteins- son voru í ágætis skapi á kosninganótt, enda viðunandi varnarsigur staðreynd og ekkert að gera nema smæla framan í heiminn. Elín og Arnhildur Reynisdætur (Jónassonar harmónikkuleikara) litu inn í kosningamiðstöðina í Reykjavík á kjördag. íðilfagrar jafnaðarkonurnar voru miðpunktur athygli á meðan dvölinni stóð. Það er greinilega ekkert að í Alþýðuflokknum. Allavega ekki ef eitt- hvað er að marka fleyg orð Hallgríms Helgasonar frambjóðanda þess efnis, að þar sem ekki séu sætar stelpur þar sé eitthvað að... Hjónin Asta B. Þorsteinsdóttir og Ástráður B. Hreiðarsson mættu i Ömmu Lú ásamt dóttur sinni Ásdísi Jennu sem var hrókur alls fagn aðar að venju. Eitthvað virðist þungt yfir Ástráði vegna kosningaúr- slitanna, en Ásta sátt eftir atvikum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.