Alþýðublaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 U t I ö n d ■ Ýmislegt bendir til þess, að Makedónía verði næsti miðdepill átaka í suðupottinum á Balkanskaganum. Landið hefur um langt skeið verið einangr- að og efnahagslega aðþrengt vegna stríðsins og hafnbanns Grikklands á Makedóníu sem sprottið er af deilum um nafn og þjóðfána landsins. Banda- ríkjamenn styðja Grikki og Makedónar neyðasttil að flytja vörurtil og frá landinu um langan veg á iandi og selja vörurtil Serba. Sameinuðu þjóðirn- ar snúa blinda auganu að þeim stórfelldu brotum á alþjóðlegu viðskiptabanni á Serba. Albanski minnihlutinn í Makedóníu lætur nú til sín taka í aukn- um mæli og góður jarðvegur hefur skapast fyrir lýðskrumara til að brjótast til áhrifa vegna félagslegrar óánægju. Stærsta ógnin er síðan Slóbódan Mílósevik, hinn grimmi og valdamikli leiðtogi Serba, sem kallar Makedóníu Suður-Serbíu. Bandaríkjamenn gegna lykilhlutverki sem endranær við að hindra að Balkanskagastríðfæristsuðurskagann..., alla leiðtil Makedóníu Rússnesk rúlletta í Makedóníu Á sama tíma og Sameinuðu þjóð- imar fækka í herliði sínu í Króatíu og bardagar heijast á nýjan leik í Bosníu hefur ótti manna við að átökin á Balkanskaganum færist suður og inní Makedóníu færst í aukana. Innbyrðis trúarbragða- og ætt- flokkadeilur, sífellt versnandi efna- hagur og sífellt ótraustara stjóm- málaástand Makedónfu bæta enn á óvissuna. Horfumar á friði í nánustu framtíð era langtþvíífá glæsilegar hjá þessari ungu þjóð. Þar sem líkumar verða æ meiri með hveijum degi á átökum í Make- dóníu með þátttöku nágrannaþjóð- anna hafa Bandaríkin gert neyðar- áætlun um liðsauka til landsins. Áætlunin gerir ráð fyrir að hægt verði með litlum fyrirvara að senda 1.500 hermenn á svæðið sem myndu þá bætast við 550 Bandaríkjaher- menn sem hafa um tveggja ára skeið tekið þátt í starfsemi Sameinuðu þjóðanna í landinu. Til að bæta gráu ofan á svart hafa Bandaríkin og önnur vestræn ríki snúið blinda auganu að viðskiptum Makedóníu við Serbíu; viðskipti sem þeir fást við í algjöru trássi við viðskiptabann Sameinuðu þjóðanna. Þessa afstöðu hafa Bandaríkjamenn og stuðningsmenn þeirra tekið vegna óttans við að hmni efnahags Make- dóníu muni fylgja blóðug átök. Makedónía er reyndar talið það ríki sem skirrist hvað gróflegast við að fylgja þessum samþykktum Samein- uðu þjóðanna, en engu að síður hefur lítið verið aðhafst til að koma í veg fyrir slíkt. Washington hefur síðan af tillits- semi við Grikkland ekki komið á fullu stjómmálasambandi og dipló- matatengslum við Skopje, höfúð- borg Makedóníú. í þeim efnum hafa Bandaríkjamennimir að engu þá fullvissu Makedóna og alþjóðlegra diplómata að fullt stjómmálasam- band Bandaríkjanna við Makedóníu myndi vera heljarmikið skref í þá átt að auka á pólitískan stöðugleika. Grikkland hefúr ennfremur komið á hafnbanni á Makedóníu - granna sinn í norðri - vegna illvígra deilna sem aðallega virðast snúast um hvort landið hefúr rétt til að nota nafnið Makedónía. En diplómatar, fréttaskýrendur og aðrir sérfræðingar um málefni Makedóníu em fullkomlega sam- mála um að mesta ógnin við frið sé forseti Serbiu, Slóbódan Mílósevik, langsamlega valdamestur þeirra leiðtoga sem nú berjast um slitmmar af því sem er eftir af fyrrum Júgó- slavíu. Mílósevik hefur þvemeitað að viðurkenna sjálfstæði Makedóníu og lítur á landið sem Suður-Serbíu. Stríð mun nær ömgglega bijótast út í Makedóníu ef Slóbódan forseti eykur á kúgun Serba á þjóðarbroti Albana sem búsett er í serbneska héraðinu Kósóvó, en það liggur meðfram landamæmm Makedóníu. Stríð af þessu tagi myndi án vafa flækja Albaníu í Balkanskagaátökin, sem og gríðarlega fjölmennan hóp albanskra Makedóna og nágranna- ríkin sem oft áður hafa barist um yfirráð yfir Makedóníu. Fyrr á þessari öld börðust til að mynda Tyrkland, Búlgaría, Serbía og Grikkland öll yfir stjómtaumum Makedóníu sem var skipt upp í nokkra hluta árið 1913 að lokinni annarri Balkanskagastyijöldinni. Eftir langvinnar deilur varð stærstur hluti Makedóníu loksins lýðveldi í Júgóslavfu Títós forseta. Makedónía lýsti síðan yfir sjálfstæði sínu í nóv- ember árið 1991. Grikkland hefur harðlega mót- mælt notkun valdhafa í Skopje á nafninu Makedóma og hinni skín- andi sól í þjóðfána landsins. Grikkir segja að bæði atriðin séu óijúfanleg- ur hluti af stórkostlegri arfleifð Grikkja frá tímum Alcxanders mikla - sem vitaskuld var Make- dóni. „Ef þetta væri ekki svona skaðlegt fyrir okkur - þá væri málið einfald- lega fyndið,“ sagði Hari Kostov, að- stoðarfjármálaráðherra Makedóníu, um afstöðu Grikkja og hafnbannið. Háttsettur evrópskur diplómati sem neitaði að láta nafns síns getið sagði um einarða stefnu grískra stjómvalda: „Hún er fáránlega óskynsamleg." Vegna hafnbannsins hefur Make- dónía - land 2,2 milljóna íbúa, land sem ekki hefur liggur að sjó - misst aðgang sinn að nálægu, grísku höfn- inni í Salómka við Eyjahafið. Allt hráefni til innflutnings og sömuleið- is allur útflutningur verður nú að fara fokdýra, afar torfæra og erfiða land- leið í gegnum Búlgaríu eða Albam'u. Það kostar Makedóníu 50 milljón- um dollara meira að fá olíu í gegnum Búlgaríu, segir aðstoðarráðherrann Kostov. Til að forðast það, að olían verði algjörlega óaðgengileg neyt- endum og fyrirtækjum vegna hins háa verðlags verður ríkisstjómin að aflétta innflutningstollum að vera- legu leyti. Þessar olíuniðurgreiðslur vegna erfiðra og dýrra aðfanga kosta ríkið í Makedóníu yfir 100 milljónir dollara á ári. Kostov nefndi einnig sem dæmi fyrirtæki nokkuð í Makedóníu er framleiðir kæliskápa með hlutum sem fengnir era ffá Ítalíu og selur til- búna til notkunar í Vestur-Evrópu. Þetta fyrirtæki er nú fyrsta skipti í sögu þess rekið með stórtapi vegna stóraukins flutningskostnaðar. „Stjómvöld í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins hafa full- komlega bragðist við að finna lausn á deilu Grikklands og Makedómu. Þeim hefúr mistekist að lyfta hafn- banninu," segir háttsettur yfirmaður Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Hið alþjóðlega viðskiptabann sem beint er gegn fyrram Júgóslavíu er þéttlega samofið efnahagsvandamál- um Makedóníu. Áður en Júgóslavíu var hlutuð upp í ótal hluta var Serbía nefnilega langstærsti útflutnings- markaður Makedóna hvað varðar fúllunnar vörar og landbúnaðaraf- urðir. Viðskiptabannið hefur kostað Makedóníu yfir 3 milljarða dollara síðastliðin þijú ár. Heildarfjárlög rík- isins í ár era 1,2 milljarður dollara, segir Kostov. Til að lina skaðvænleg áhrif hafn- banns Grikklands láta Sameinuðu þjóðimar og vestræn stjómvöld sent þau taki ekki eftir stórfelldum brot- um Makedóníu á viðskiptabanninu. „Við lítum bara í hina áttina," segir einn af háttsettari diplómötum Vest- urlanda á svæðinu. Nokkur hundrað vöraflutninga- bifreiðar fara yfir landamæri Make- dóníu áleiðis til Serbíu í viku hverri, segir einn af herforingjum Samein- uðu þjóðanna um leið og hann horfir yfir langa ranu vöraflutningabifreiða sem eru að fara yfir landamærin til Serbíu við Denera Jankovitsj, aðeins 16 kílómetram frá Skopje. Samtsem áður fer efnahagur Makedóníu áffam hríðversnandi og gífurleg óánægja hefúr grafið um sig á öllum stigum þjóðfélagsins. Sam- kvæmt skilmálum sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur sett Make- dónum þurfa 25 ríkisfyrirtæki að sýna hagnað í árslok. Að öðram kosti verður þeim lokað. Örfá ríkis- fyrirtæki era lfldeg til að standast þessar kröfur, segir aðstoðarfjár- málaráðherrann Kostov. Þannig munu 25 þúsund starfsmenn ríkisins missa atvinnuna. Á undanfömum vikum hafa verkamenn staðið fyrir miklum uppákomum í tveimur borgum þar sem efnhagsaðstæðum sem almenn- ingi er gert að búa við hefur verið mótmælt. Fleiri mótmæli era í bí- gerð. „Lýðskrumarar fá nú stórfenglegt tækifæri til að láta ljós sitt skína,“ segir Valdimír Milcin, leikhússtjóri og stjómarformaður Makedóníu-Só- rós stofnunarinnar sem styður lýð- ræðislega starfsemi f fyrrum komm- únískum ríkjum. Lýðskramarar í Makedóníu spanna allt frá gallhörð- um makedónískum þjóðemissinnum til albanskra aðskilnaðarsinna sem vilja ekkert frekar en að landið sam- einist Serbíu. „Það veltur að flestu leyti á Bandaríkjunum," sagði Milcin að- spurður um hvort ekki væri hægt að koma skikki á stjómmálaástandið og færa í það stöðugleika. Þessu sjónar- miði era flestir sammála sem til þekkja í Makedóníu. Evrópskir diplómatar og makedó- nískir leiðtogar segja langsamlega mikilvægast sé að komið verði á fúllu stjómmálasambandi á milli Bandaríkjanna og Makedóníu. Allar áætlanir Bandaríkjamannanna um að senda einfaldlega meira herlið til landsins séu minna virði. Fullt stjómmálasamband skiptir öllu. „Það væra skýr skilaboð til ríkj- anna hér um kring um að Makedónía sé alþjóðlega viðurkennt ríki og að Bandaríkin standi á bakvið okkur heilshugar,“ segir forsætisráðherr- ann Brankó Crvenkovski. En bandarískir embættismenn segja að Washington muni undir engum kringumstæðum skipa sendi- herra í Makedónfu fyrr en fundist hefur viðunandi lausn á hafnbanns- deilum Skopje og Aþenu. Crvenkovski forsætisráðherra hef- ur látið hafa eftir sér að Makedónía sé svosem til í að semja á einhvem hátt um þjóðfánann, en hvað varðaði nafnið Lýðveldið Makedónía þá væri ríkisstjómin harðákveðin í nota það sem nafn landsins. Það er ennffemur ljóst að ef takast á að varðveita friðinn í Makedóníu þá verður Skopje að meðhöndla þá íbúa landsins sem eru af albönskum uppruna af meiri skynsemi - var- fæmi. Albanir era langstærsti þjóð- emishópur Makedóníu og hafa um langt skeið hlotið illa meðferð í land- inu. Þeir telja 23% af öllum íbúum landsins samkvæmt nýlegu manntali sem talið er áreiðanlegt. Albanir taka að vísu stærra uppí sig og segjast vera 40% íbúa. Stjómvöld í Makedóníu hafa lagt nokkuð af mörkum til að bæta sam- skipti sín við albanska minnihlutann. Ríkissjónvarpið er að nokkru leyti með útsendingar á albönsku og í. bama- og gagnfræðaskólum er al- banska kennd. Við Ríkisháskólann í Skopje eru síðan sæti frátekin fyrir Albani þrátt fyrir að einungis 3% nemenda séu af albönskum uppruna. Ríkisstjómin stappaði engu að síður niður fæti þegar þjóðemissinn- aðir Albanir reyndu að koma á fót eigin háskóla í borginni Tetovo snemma á þessu ári. Röksemdir rík- isstjómarinnar eru þær að ekki sé verjandi að hvert einasta þjóðarbrot í landinu fái að koma sér upp ríkis- styrktum háskóla. Málið er að ríkis- stjómin óttast að styðji það of dug- lega við bakið á minnihlutahópunum verði það vatn á myllu aðskilnaðar- sinna - sérstaklega hvað Albani varðar. Þegar reynt var að stofna albanska háskólann í Tetovo var lokaúrræði ríkisstjómarinnar til að loka skólan- um að senda lögreglulið á staðinn. í óumflýjanlegum átökum milli al- banskra þjóðemissinna og lögreglu- liðs Makedóníu sem fylgdu í kjölfar- ið lést einn Albani og verður það at- vik seint fyrirgefið. Eitt er það sem síðan verður að taka með í reikninginn þegar málefni albanska minnihlutans era skoðuð: nefnilega að stærstur hluti þess órétt- lætis sem Albanir era beittir era leif- ar frá stjómartíð kommúnista á svæðinu. „Það er hinsvegar að opnast fyrir tækifæri til að gera enn meira fyrir albanska minnihlutann,“ segir Crvenkovski forsætisráðherra. Aðspurður um hvort Makedónía verði næsti miðdepill átaka á Balk- anskaganum sagði forsætisráðherr- ann þetta: „Undir engum kringum- stæðum má vanmeta hættuna á að slíkt gerist. Hann líkti því að fylgjast með ástandinu í Makedóníu við að fylgjast með hinum lífshættulega leik rússneskri rúllettu. „Kannski lendir maður á byssukúlu -, kannski ekki.“ Byggt á Time International, The Sunday Times og International Herald Tribune.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.