Alþýðublaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 12.04.1995, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 A s t i r „Ib var á undur- samlega fallegan hátt hvorttveggja í senn: móðir og ástmey mannsins síns, og það var þó sannarlega ekki létt gagnvart manni eins og Jóhanni Sigurjónssyni, sem var óstöðugur eins og íslenzka veðráttan og gat gosið eins og eyjan hans hrikalega og undurfagra. Þar eð það kom oft fyrir, að skáldið, sem var svo fljótt að verða fyrir áhrifum, varð ástfangið af einni eða fleiri leikkonum." Ib - konan í lífi Jóhanns Sigurjónssonar f Eg elska þig og sólina! Minning Jóhanns Sigurjónssonar skálds er sveipuð dularljóma. Hann varð aðeins 39 ára en skildi eftir sig leikrit sem halda nafni hans á loft og fáeinar ódauðlegar Ijóðperlur. Ingeborg, konan í lífi Jóhanns, var harðgift skipstjórafrú þegarfundum hennar og íslenska skáldsins bar saman en hún varð stærsta ástin hans, örlaga- valdur og verndari. Jóhann lést árið 1919 en Ingeborg lifði í 15 ár eftir það. í Alþýðublaðinu 10. desember 1934 birtust minningarorð um Ib eftir F.E. Vogel. „Jóhann var að lesa upp fyrir okkur friðar- ræðu Njáls (í „Lyga-Merði"), sem hann þá rétt hafði lokið við að semja. Hann logaði af áhuga, baðaði út handleggjunum og kreppti titrandi fingurna um leið og hann las. Andlitið var náfölt og svitadroparnir stóðu á enninu á honum, því að sá lævísi sjúkdómur, sem ekki löngu seinna dró hann til dauða, var þá þegar búinn að ná tökum á honum. Hann vissi það ekki sjálfur. En Ib vissi það. Stór tár streymdu niður kinnarnar á henni." Ingeborg Sigurjónsson, ekkja Jó- hanns Siguijónssonar skálds, „Ib“, eins og vinir hennar kölluðu hana, lézt í Kaupmannahöfn 17. nóvember síðast liðinn. Dönsku blöðin létu þess varla getið. „Politiken" mintist hennar að eins með örfáum orðum, kallaði hana „elztu bohemienne Kaupmannahafnar" og lofaði gest- risni hennar við unga listamenn. Það er alt og sumt. En ég, sem af tilefni þess, að ég þýddi tvö af leikritum Jó- hanns Sigurjónssonar, „Galdra- Loft“ og „Lyga-Mörð“, á þýzku, hafði oftar en einu sinni og í fleiru en einu landi tækifæri til þess að vera samvistum við þau hjónin, veit vel hve göfug og viðkvæm hin látna kona skáldsins var! Þessi „elzta bohemienne Kaup- mannahafnar" gat setið með gler- augun kvöld eftir kvöld við það að staga í sokka mannsins síns, sem oft voru meira en lítið götóttir, eða gera við annan fatnað hans. Hún sat við það í húsakynnum í Carlottenlund, sem áður höfðu verið hesthús, en sem Jóhann Sigutjónsson, með hjálp vinar síns eins, hafði gert þannig við, að hægt var að hafa það fyrir manna- bústað. Því að Ib hafði orðið að leigja „villuna", sem hún átti, til þess, að maðurinn hennar gæti fyrir efnahagslegum áhyggjum helgað sig skáldskaparlistinni. En Ib stagaði ekki aðeins í sokkana hans. Til þess að örva ímyndunarafl skáldsins varð hún líka, eftir beiðni hans, að sveipa silkibláa morgunkjólnum um hvítu, fallegu herðamar sínar (af því að hann „fór henni svo töfrandi vel“). Og ég sá hana einu sinni verja og fela handritið af „Galdra-Lofti“, eins og það væri bamið hennar, fyrir forvitn- um augum og fingmm vina og kunn- ingja, sem vom orðnir ölvaðir af öll- um mögulegum tegundum áfengis. Daginn eftir að „Fjalla-Eyvindur“ - höfuðpersónan í honum, Halla, er „mótuð eftir sál danskrar konu“, þ.e.a.s. Ib, - var leikinn í fyrsta sinn í Þýzkalandi (það var í Munchen 1913), hitti ég þau hjónin við hið fræga Wedekind-borð í Torgelstube í Munchen. Ib var þá svo yfir sig komin af þreytu, að hún sofnaði hvað eftir annað út af í hominu á tré- bekknum. „Ég hefi sannarlega feng- ið svolítið of mikið af því góða þessa síðustu daga,“ sagði hún við mig. „- Fyrst fómm við frá Munchen. Það átti að vísu ekki að verða nema stutt ferðalag, svolítill göngutúr, því að Jóhann ætlaði að vera kominn aftur til þess að vera við seinustu æfing- una. En hann varð svo hrifinn af fannhvítum fjöllunum og þorpunum, sem vom á kafi í snjó, að hann gat ekki stillt sig um að halda áfram þangað til að við vomm komin alla leið til Innsbmck. Þegar síðasta æf- ingin átti að fara fram hér, var höf- undurinn þar af leiðandi hvergi sjá- anlegur. Frá Innsbmck fómm við svo í hendingskasti hingað til þess að geta verið við fyrstu leiksýninguna, og nóttina eftir vomm við fyrst í stórri veizlu hjá leikkonunni, sem leikur Höllu. En svo vöktum við það, sem eftir var næturinnar, því að Jó- hann vildi endilega fara í gegn um alt leikritið með mér, breyta því og um- skapa það, af því að honum hafði dottið svo margt nýtt í hug, þegar hann sá það hér í fyrsta sinn á þýzku leiksviði." Ib var á undursamlega fallegan hátt hvorttveggja í senn: móðir og ástmey mannsins síns, og það var þó sannarlega ekki létt gagnvart manni eins og Jóhanni Siguijónssyni, sem var óstöðugur eins og íslenzka veðr- áttan og gat gosið eins og eyjan hans hrikalega og undurfagra. Þar eð það kom oft fyrir, að skáldið, sem var svo fljótt að verða fyrir áhrifum, varð ástfangið af einni eða fleiri leikkon- um, sem það komst í kynni við, þeg- ar verið var að æfa leikrit þess, og langaði þar af leiðandi til þess að vera með þeim, var Ib vön að bjóða þeim heim á skrítilega heimilið þeirra: Og hún var æfinlega blíð og móðurleg við þær og sagði þeim með kátínu og gamansemi, hvað maðurinn hennar talaði af mikilli hrifningu um þær, og oft lauk þess- um heimboðum þannig, að leikkon- urnar, sem Jóhann hafði orðið ást- fanginn af, urðu góðar og tryggar vinkonur konunnar hans. Þannig var Ib! Mér dettur enn eitt kvöld í hug: Við sátum heima í litla húsinu okkar í útjaðri Kaupmannahafnar, og Jó- hann var að lesa upp fyrir okkur frið- arræðu Njáls (í ,,Lyga-Merði“), sem hann þá rétt hafði lokið við að semja. Hann logaði af áhuga, baðaði út handleggjunum og kreppti titrandi finguma um leið og hann las. Andlit- ið var náfölt og svitadropamir stóðu á enninu á honum, því að sá lævísi sjúkdómur, sem ekki löngu seinna dró hann til dauða, var þá þegar bú- inn að ná tökum á honum. Hann vissi það ekki sjálfur. En Ib vissi það. Stór társtreymdu niður kinnamaráhenni. Hún tók utan um kreptu fingumar hans og strauk þá þangað til þeir urðu rólegir. Svo fékk hún hann til þess að fara með sér heim á leið. En þegar þau vom komin út, staðhæfði Jóhann, að þau ættu að fara aðra leið en hún vildi fara, að húsið þeirra væri „í sömu átt og tunglið". En þau áttu að fara í alveg öfuga átt. Ib, sem var dauðþreytt, reyndi árangurslaust að fá hann ofan af þessari villu. En hann harðneitaði að fara í réttu áttina og settist með þráa upp á grindumar, sem vom í kring um garðinn okkar. Þá togaði hún hann með lempni nið- ur af grindunum, kinkaði angurblítt kolli til mín og leiddi hann svo með styrkri hendi af stað „í áttina til tunglsins". Hamingjan veit, hvaða risakróka hún hefir orðið að fara með hann til þess að fá hann heim með sér þá nótt! En þannig var Ib! Fyrir framan mig liggur afrit af bréfi, síðasta bréfinu (það er skrifað á íslandi), sem Jóhann Sigurjónsson skrifaði konunni sinni, og mig langar til að láta upphaf þess og endi fylgja þessum línum sem einsk. minnis- merki: „ Kœra, elsku Ib. Eg vona, að ég komi um leið og þetta bréf, en það getur skeð, að lœknirinn neiti mér um leyft til að fara, svo að ég verði að vera kyr hér, þar sem ég nú er. Kœra, elsku Ib, ég hefi aldrei fundið dauðann eins hrœðilega nœrri mér og nú, og ef það skyldi vera vilji forlaganna órannsakanlegu, að ég komist ekki til þín, þá langar mig bara til þess að segja þetta, sem ég hefi alt af hugsað, en aldrei getað sýnt hvort heldur í orði eða verki, að ég elska þig óumrœðilega mikið, ég elska þig og sólina, og ég vildi svo ógjaman, svo ósegjanlega ógjama, að sú náðargjöf sem nefnist líf yrði tekin af mér ... ímorgun leið mér svo vel og mig hafði dreymt, að ég vœri hjá þér, ástin mín, vina mín, eina vinan mín. Ó Ib, ég vil svo ógjarnan deyjafrá þér og vona í hjarta mínu, að mér verði þynnt ... Ib litla, þú mátt ekki missa kjarkinn, þótt ég komi ekkifyrr en seinna eða kannske yfirleitt ekki framar. Lífið er svo fallegt, þú ert svofalleg, þúsundir manna þurfa á ástúðlega brosinu og góða hjart- anu þúnu að halda, og ég veit, að þú segir beztu vinum þinum frá mér, gleymir veikleikum mínum og varpar kápu fyrirgefhingarinnar og kœrleikans yfir duft mitt. Ib, ég legg augun aftur og sé yndislega andlitið þitt, og ég tek utan um hendurnar á þér og horfi djúpt, djúpt inn í augun á þér, og ég kyssi þig og er hamingjusamur yfir því að lifa, þannig að hugsanir mínar geti enn þá veitt mér þetta ein- kennilega endurskin af því, sem ég elska meira en alt annað á jörð- unni. Og ég veit að þú kemur til mín, þar sem ég ligg ístóru rugg- unni, og beygir andlitið yfir mig. Þinn til dauðans. Jóhann Sigurjónsson. “ Ekkert var hnikað við stafsetningu greinarinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.