Alþýðublaðið - 27.04.1995, Page 4

Alþýðublaðið - 27.04.1995, Page 4
4 G ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. APRÍL 1995 n m. er alþý í Sjónvarpsþættirnir um Mr.Bean hafa öðlast frægð og frama um víða veröld og eru meira að segja íslendingum að góðu kunnir. í síðasta menningarblaði The Sunday Tlmes veltir Jonathan Margolisfyrir sér þáttunum, orsökum vinsælda þeirra og ástæðunum sem liggja að baki þeirri staðreynd að liðið sem skipar hina upplýstu menntastéttfinnst lítiðtil um þættina og horfir ekki á þá - eða þorir allavega ekki að viðurkenna það. Breski snillingurinn Rowan Atkinson er Mr.Bean holdgervður og í samtali við Margolis virðist Atkinson lítið hissa á þeim ósköpum að persónan sem hann skapaði fer í taugarnar á vinum hans. Mr.Bean er einfaldlega of þögull, alltof laus við alla hæðni og einum of auðsæjanlega fyndinn fyrir menntastéttina sem dáðist þó að Atkinson áður fyrr í textahlöðnum og afbragðsháðskum þáttunum um Blackadder. Það var Stefán Hrafn Hagalín sem snaraði grein Margolis yfir á ástkæra ylhýra og spjallaði síðan um Mr.Bean við nokkra íslendinga sem skipa „hina upplýstu menntastétt." Ef þú ert sæmilega greindur, þokkalega menningarlega sinn- aður - sem hlýtur eiginlega að vera úr því þú ert yfirhöfuð að iesa þessar línur - þá er afar lík- legt, að þú hafir skemmt þér kon- unglega yfir bresku hágæðaþátta- röðunum Blackadder með Rowan Atkinson og Fawlty Towers með John Cleese sem báðar voru sýndar í Ríkissjón- varpinu fyrir nokkrum árum. (Ef- laust manstu þá einnig eftir þegar Rowan Atkinson bað Baldrick einkaþjón sinn um samloku með kjötbitum. „What iike Gerald Lord Sandwich had the other day?“ spyr Baldrick. „That’s right, a round of Geralds," svarar Atkinson.) Jafnlílclegt og það er, að þú hafir séð þessar tvær þáttaraðir, þá er mjög ólíklegt að þú hafir séð Atkinson sem Mr.Bean og enn ólíklegra að þú hafir uppi einhverjar áætlanir um að gera það eða þekkir nokkra sálu sem hefur slíkt í huga. Fyrir fólkið sem skipar hina upplýstu mennta- stétt - þvaðurpakkið eða skraf- skjóðurnar eða hvað sem þú kýst að kalla þetta lið - varð tilkoma Mr.Bean einungis til þess að fylla uppí það tómarúm sem skapast hafði í sofandi hluta grínvitundar upplýsta liðsins. En hversvegna er Mr.Bean svona fyndinn? Hvað Jónas _____________Sen______________ píanóleikari ■ „Ég þoli ekki Mr.Bean. Fyrir því liggja mínar per- sónulegu ástaed- ur sem ég tel ekki tilefni til að upp- lýsa hverjar eru á þessari stundu. Farðu."

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.