Alþýðublaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
I
5
■ Ragnar Gunnarsson er ungur maður að norðan og starfar sem staðarhaldari karlaathvarfs
hér í borg. Hann er líkasttil þekktari sem Raggi Sót-forsöngvari hinna akureyrsku Skriðjökla.
Jakob Bjarnar Grétarsson ræddi við hann um stöðu karla, spilamennsku, ranghugmyndir
og fékk sérfræðilegt álit hans á komandi sveitaballasumri
Blaðamaður Alþýðublaðsins (til vinstri) og Raggi Sót skála fyrir velheppn-
uðu viðtali í pottinum. „Við gerðum þá skyssu á sínum tíma að ráða ís-
lenska nektardansmey sem var nánast í loðskinnsfeldinum þegar hún
hætti. Hún færði sig ekki úr eftir því sem á leið sýninguna eins og flestar
nektardansmeyjar gera." A-myndir: E.ÓI.
Raggi Sót hefur verið búsettur í
Reykjavík í um sjö ár og segist ekki
vera á leið norður er hann var spurður
hvernig það væri fyrir saklausan
sveitapilt frá Akureyri að fóta sig í
sollinum.
„Ég var búinn að vera meira og
minna á ferðalagi um landið þannig að
það voru kannski ekki mikil viðbrigði
íyrir mig. Mér leið ágætlega á Akur-
eyri, ég segi það ekki, en það ffeistar
mín nú ekki að búa þar eins og staðan
er x dag. Mér fínnst ég hafa fótað mig
þokkalega hérna og finnst ég eiga
heima héma. En það er alltaf gaman
að koma norður þó ég geti ekki séð að
ég sé á leiðinni þangað í bráð.“
Talinn reka stærstu Gómorru
í Norður-Evrópu
Raggi hefur umsjón með umtöluð-
um stað í Reykjavík.
„Já, ég er umsjónarmaður með
einkaklúbb sem við emm með héma
inn í Dugguvogi en hann hefur verið
rekinn í ein 15 ár.“
-Já, ég hef heyrt mikið og vel af
þeim stað látið, að þetta sé svona
karlaathvarf?
„Já, það veitir víst ekki af því á
þessum síðustu og verstu.“
-Finnst þér sem það sé verið að
sauma að okkur karlmörmunum?
„Það er búið að gera það hægt og
bítandi í gegnum tíðina. Maður er orð-
inn einhver annars flokks þegn. Ég
held að það veiti ekkert af karlaat-
hvarfi og mér virðist sem við verðum
að fá okkur sterkari hengilás. Þær em
að labba yfir okkur. Það er jafnrétti
annan daginn og forréttindi hinn. Það
er eiginlega stefiian hjá þeim.“
-Hvemig er hægt að bregðast við
þessu?
,Ég veit það ekki. Það er ekki gott
við að eiga. Þær em svo yndislegar inn
í milli að það er eiginlega varla hægt
að gera nokkuð á þeirra hlut. Við verð-
um bara að leyfa þessu að þróast.“
-Manstu eftir einhverjum góðum
sögum úr karlaathvarfinu?
„Það em til margar góðar sögur. En
það er erfitt fyrir mig sem staðarhald-
ara að blása þeim út í loftið. AUt sem
gerist hér innan dyra er á milli okkar.
En það er kannski að ég noti tækifær-
ið. Fólk hefur haft miklar ranghug-
myndir um þennan stað. Það sem er
boðið upp á hér er að menn komast
hér í bað, gufu, nuddpott, spilað
billjard, teflt eða horft á sjónvarp.
Síðan er það þetta sem er^milli
tannanna á fólki sem em sérstakar há-
tíðir sem við höldum á tveggja mán-
aða fresti. Þá höfum við gjaman feng-
ið til okkar eins og eina nektardans-
mey. Þetta þykir alveg ógurlegt og ég
hef heyrt að þær sögur gangi á Akur-
eyri að ég stjórni hér einni stærstu
Gómorru í Norður- Evrópu. Þetta er
nú bara saklaust stripshow og oft á tíð-
um undirfatasýningar. Ef það em ein-
hverjar konur þama úti sem halda það
að mennimir þeirra hafi ekki skoðað
svona stripshow þegar þeir hafa farið
erlendis í viðskiptaerindum þá held ég
að þær ættu aðeins að athuga sinn
gang. Þetta er afskaplega saklaust og
alls ekki þessi Gómorra sem margir
halda."
-Jú, það hefur flogið fyrir að þama
sé líf og fjör á stundum?
„Við gerðum þá skyssu á sínum
tíma að ráða íslenska nektardansmey
sem var nánast í loðskinnsfeldinum
þegar hún hætti. Hún færði sig ekki úr
eftir því sem á leið sýninguna eins og
flestar nektardansmeyjar gera. Þannig
að það gaus upp örKtil reiði í salnum
en ég lærði af þessu að það einfaldlega
þýðir ekki að tjónka við íslenskt kven-
fólk. Það er of ráðríkt. Við höfum því
notfært okkur þessar dömur sem em
fluttar inn.
Nú, við sjáum það að slíkum atrið-
um er vel tekið á vinsældum þessa
nýja staðar sem var að opna niður í bæ
og vex fiskur um hrygg. Það er alltaf
fullt af karlmönnum á Bóhem en þetta
em kannski allt saman einhleypir karl-
menn, ég veit Jxað ekki, og pervertar
upp til hópa? Eg held að fólk ætti að-
„Maður er orðinn
einhver annars flokks
þegn. Ég held að það
veiti ekkert af karla-
athvarfi og mér virð-
ist sem við verðum
að fá okkur sterkari
hengilás. Þær eru að
labba yfir okkur.
Það er jafnrétti ann-
an daginn og forrétt-
indi hinn. Það er
eiginlega stefnan
hjá þeim."
eins að hugsa málið áður en það fer að
slá svona ffam og með fúllri virðingu
fyrir Akureyringum - þetta er allt öðm
vísi en þeir halda.“
Slottmaskínur og spilavíti
-Raggi hefur flækst um rangala
borgarinnar og talið barst næst að
spilavítum. Finnst honum ekki skjóta
skökku við að á öðrohveiju götuhomi
má finna slottmaskínur þar sem gaml-
ar titrandi konur koma með ellilífeyr-
inn og sjá aldrei til sólar en á sama
tfma em lokaðir klúbbar þar sem menn
koma saman og leggja undir við spil
barmaðir?
„Ég vil taka fyrst fram að í þessum
klúbbi sem ég er forstöðumaður fyrir
em engin fjárhættuspil stunduð. Hafa
aldrei verið og verða aldrei. Þetta er
afslöppunarklúbbur fyrir karlmenn.
Það er sér kapítuli. En það sem þú ert
að tala um þá er það alveg með ólík-
indum að stofiianir sem kalla sig líkn-
arstofnanir reita peninga af fólki sem á
nánast ekki sent. Þær rýja það inn að
skinrn þanrng að það á ekki fyrir að éta
seinnipart mánaðarins. Á meðan eig-
um við möguleika á að setja upp spila-
víti eins og allstaðar em í heiminum.
Þar ganga meim að vissum hlutföllum.
Bankinn er með á bilinu 1 til 1,6 pró-
sent fram yfir þig í vinningslíkum.
Þama geturðu grætt. Það er vitað mál.
En í þessum maskínum er vitað mál að
þú tapar. Þannig að ég hef aldrei skilið
af hverju ekki má hreyfa við þessu
máli. Við vitum hvemig þetta endar.
Það verður einhver góður hópur
manna sem fær fyrir þessu leyfi hvort
það verður nú Eimskip og sá armur
fram og til baka eða einhveijir aðrir.
Þeir koma til með að sitja um þetta.
Þeir sjá sjálfsagt aur í því. Ég á ekki
von á spilavítum hér fyrr en þessir
menn hugsa sér til hreyfmgs.“
-Aðilar innan ferðaþjónustunnar
hafa orðið til að benda á þetta sem
sjálfsagða þjónustu við erlenda ferða-
menn.
,Að sjálfsögðu. Þú ert varla kominn
út fyrir landsteinana, það er alveg
sama hvert þú ferð, allstaðar em spila-
víti. Danmörk, Holland, Þýskaland,
Belgía... Þetta er allstaðar til og á að
vera til hér líka. Gott ef Albanía er
ekki eina landið í Evrópu sem ekki er
með spilavíti. Það verða alltaf til spila-
sjúklingar og þeir tapa þá bara pening-
unum annars staðar."
—Og kannski furðulegt að ætla sér
að komast fyrir vanda með boðum og
bönnum?
„Það verður aldrei komist fyrir
þennan vanda. Það er bara ávísun á
ólöglega spilamennsku. Það er eins og
með allt annað. Ef þú bannar brenni-
vín þá bara bmgga menn meira. Ef þú
hækkar skatta þá svindla menn meira.
Þetta er bara lögmál."
Stjórnardæmið þreytt
Nú eru hljómsveitir í óðaönn að
undirbúa sig fyrir sveitaballavertíðina.
Þar þekkir Raggi Sót hvem krók og
kima og á góða vini í húsvörðum víða
um land. Það er áberandi að gömul
númer eru að koma saman á ný:
Stjómin, Sálin og GCD.
-Er ekkert nýtt að gerast í íslenskri
tónlist.
„Ég held að þessi markaður sé alltaf
að minnka og minnka á sama tíma og
það em fleiri hljómsveitir um hituna.
Nú em kannski tíu böll í sama húsinu
á einu sumri. Þá er það spurningin
hverjir standa uppúr. Þeir sem það
gera fá sæmilegt og hinir sama og ekki
neitt. Það verður bullandi samkeppni.
En ég held að þessi, eins og ég vill
kalla það, peningasamsuða falli fyrir
hinum sem yngri em.“
-Ætla Skriðjöklar að skríða til
skarar?
,d>að er alltaf til í myndinni en það
verður aldrei neitt stórt. Við verðum
kannski einhveijar þijár fjórar helgar
ef það liggur vel á okkur. Við emm að
fá Jóhann Ingason hljómborðsleikara
að utan og þá gæti vel farið svo að við
gerðum eitthvað."
Raggi segir engin vandræði með
ftumsamið efni. „Það er alltaf eitthvað
til ef það er grafið nógu djúpt. En það
er spuming hvort það verður eitthvað
gert með það. En við ætlum okkur
ekki í samkeppni við þessi stóm núm-
er.“
-Er ekki ljóst að einhverjir fara á
hausinn?
„Það fer nú kannski enginn á haus-
inn en að mínu mati er yfirbyggingin á
þessum böndum orðin allt of mikil. Og
ég er hræddur um að það gangi ekki
eins vel og menn em að vona. Ég held
að Vinir vors og blóma, sem em þessir
Greifar nútímans, ég held að þeir
plummi sig. Ég hef trú á því. Og eitt-
hvað eitt af þessum þremur böndum
sem em að koma saman aftur, það er
Stjómin, Sálin og GCD, ég hallast að
því að það verði Sálin sem heldur
haus. Ég hef ekkert heyrt ennþá af
þessu eftii sem þeir em að taka upp.
Mér lýst vel á það sem ég hef heyrt frá
Bubba og GCD en ég er ekki viss um
að þeim sem sækja böllin fmnist það
eins gott. Það þarf ekkert að fara sam-
an. Að mínum dómi er þetta Stjómar-
dcemi þreytt. Mér finnst það. Eg held
að það kunni ekki góðri lukku að stýra
að taka eitt ár sitt í hveiju hominu, það
gengur ekki upp, og koma þá saman
og byija upp á nýtt. Svo skiptir miklu
máli hver hlýtur stóra hnossið sem er
Bylgjan og Stöð 2. Ég hef heyrt að það
sé Sálin og það er pakki sem er ekki
slæmt að hafa hann undir hendinni."
-Þú nefnir að gæði og hvað gengur í
lýðinn þurfi ekki að fara saman?
„Ég vil taka það fram að ég er eng-
inn sérstakur tónlistargagnrýnandi. En
ég mér finnst ekki mikið spunnið £
tónlistina sem til dæmis Vinir vors og
blóma em að spila. En það er ekki allt-
af músíkin sem skiptir máli í þessum
sveitaballabransa. Það er spuming um
karakter og front - það er svo margt
sem spilar þar inn í. Ég held að þeir
verði sterkir sem og Sálin. Þeir hættu á
toppnum á sínum tíma og með Bylgj-
una og Stöð 2 með sér þá hljóta þeir
að verða ofan á.“
-Þú átt ekki von á því að það komi
neitt nýtt inn?
„Ég get nú ekki séð það. Ég sá ein-
hvern part af þessum Hemma-þætti
þar sem þessi flóra kom nú öll saman.
Ha? Jú, það er kannski spuming með
Pál Óskar og milljónamæringana.
Þeir eru á smærri stöðum og passa
ekki inn í sveitaballadæmið. Þeir
standa sig vel á vínveitingastöðum.
Svo er það þetta Sixties-band. Það er
nú alveg á mörkunum að vera hallær-
islegt og ég spái því að það gangi ekki.
Þetta em ágætis menn og ég þekki þá
en...
-Þeir hafa kannski ekki mikið fram
að færa í nútímalegu samhengi hlut-
anna?
„Það vantar ansi mikið dræf í það.
Þetta er frekar ódýr hugmynd. Ég man
nú ekki eftir fleiri nöfnum í bili. Bong
og Tweety, þetta em ekki sveitaballa-
hljómsveitir, og ég held að þau eigi
meira að segja erfitt uppdráttar í vín-
veitingahúsunum.“