Alþýðublaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 2
2 MMBUBIilIH 20911. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Rrtstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Vaxtaflónið Nýr viðskiptaráðherra hefur sýnt, að hann hefur einstæðan hæfileika til að beija höfði sínu við stein. Á síðasta kjörtíma- bili lýsti hann því yfir að vexti væri hægt að lækka með handafli. Honum tókst að vísu aldrei að skýra fýrir nokkrum manni, hvar væri að finna þær hendur, sem til slíkra verka dygðu. Trúr handaflsstefnunni lét nýi ráðherrann það verða sitt fyrsta verk í embætti að lýsa yfir, að vextir myndu ekki hækka. Eftir nokkurra daga yfírlýsingahrinu ffá ráðherran- um svöruðu bankamir með því að hækka vextina. En það var einsog ráðherrann væri strax kominn í fflabeinstuminn og hefði skellt á eftir sér, því hann hélt óhikað áfram að röfla um það í fjölmiðlum að vextina mætti lækka með handafli. Enn bólar þó ekkert á handafli hins nýja vaxtamálaráð- herra. Þvert á móti er margt sem bendir til þess að banka- vextir kunni að hækka enn meira, enda ljóst að stefnuyfír- lýsing nýju rfldsstjómarinnar hefur ekki náð að skapa traust í heimi fjármálanna. Yfirlýsingar vaxtamálaráðherra Framsóknarflokksins urðu til þess að reyndur bankastjóri gaf þá yfirlýsingu opinber- lega, að það væri „gróflega dapurlegt“ að nýi viðskiptaráð- herrann notaði hvert tækifæri til að tala einsog flón um vaxtamál. Stöð 2 birti frétt um ráðherrann undir fyrirsögn- inni „Vaxtaflónið“. Einu viðbrögð ráðherrans vom þau að áminna bankastjórann um það, að hann ætti að tala kurteis- lega í fjölmiðlum. Það er auðvitað dapurlegt fyrir Framsóknarflokkinn að uppgötva það fyrst eftir að komið er í ríkisstjóm, að á síð- ustu árum hafa orðið veruleg umskipti á högum þjóðarinnar. ísland er ekki lengur eyland í efnahagslegu tilliti, heldur komið í náin tengsl við alþjóðlega fjármagnsmarkaði. Vextir ráðast af aðstæðum á markaði, en ekki af handafli krafta- verkamanna með sterka handleggi. Dapurlegast er þó fyrir Framsóknarflokkinn að hafa lent í því að gera mann að ráð- herra vaxtamála, sem virðist ekki þekkja haus né sporð á frumatriðum efnahagsmála. Það er, svo notuð séu orð Sverr- is Hermannssonar, „gróflega dapurlegt.“ Læknavísindin hafa fyrir löngu leitt fram, að það þarf þykkar höfuðskeljar til að beija höfðinu stöðugt við gijótið. Það hefur nú sannast á Finni Ingólfssyni. Enginn viðskipta- ráðherra í samanlagðri mannkynsögunni hefur áður orðið sér úti um viðumefnið „vaxtaflón“ eftir aðeins fimm daga í embætti. ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 Ovæntur liðsauki Morgunblaðið fjallar íforystugrein á sunnudaginn um rœðu Arna Vil- hjálmssonar, stjórnarformanns Granda, sem hann flutti á aðalfundi fyrirtœkisins í síðustu viku. I rœð- unni tók Árni undir sjónarmið þeirra, sem vilja að veiðileyfagjaldi verði komið á. Fyrirsögn forystu- greinarinnar er „Tímamótarceða Árna Vilhjálmssonar“. Greinin fer hér á eftir í heild. „Ræða Árna Vilhjálmssonar pró- fessors og stjómarformanns Granda hf., á aðalfundi fyrirtækisins síðastlið- inn föstudag, markar tímamót í um- ræðum landsmanna um fiskveiðistefh- una. í ræðu sinni sagði Árni Vil- hjálmsson meðal annars: „Segja má, að við upphaf vísis að núverandi kvótakerfi hafi það verið óhæfa að ekki skyldi hafa verið tekið á gjald- tökumálum af festu og framsýni. Höf- undum kerfisins var þó mikil vor- kunn, þar sem verið var að fara út á algerlega framandi braut.“ Þetta er mikilsverð yfirlýsing stjórnarfor- manns eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins um það ranglæti, sem meiri- hluti þjóðarinnar var beittur við upp- töku kvótakerflsins. Ami Vilhjálmsson gerði síðan grein fyrir sínum hugmyndum um, hvemig hægt væri að koma við gjaldtöku og lýsti því á þann hátt, að „núverandi handhöfum veiðiréttar, sem vilja taka við tryggum varanlegum veiðirétti verði gert að greiða einsinnisgjald, sem gæti til dæmis verið á bilinu 50-80 krónur á hvert kíló þorskígildis og haldist aflamarkshlutdeildin óbreytt frá því, sem er í upphafi. Þennan veiðirétt yrði síðar unnt að taka eignamámi með góðum fyrirvara, til dæmis ef forsendur veiðgjaldsins reyndust verulega rangar og kæmu fullar bætur fyrir, sem tækju mið af upphaflegu gjaldi. Þeir sem þess ósk- uðu ættu kost á láni til fjölmargra ára enda yrðu boðnar fram viðunandi tryggingar og yrðu lánið með fullum vöxtum, hinum sömu fyrir alla. Tekjur samfélagsins yrðu þá fólgnar í vöxtum af lánunum og því fé, sem kynni að „Það ber að lofa þann kjark, sem Árni Vilhjálmsson sýnir með því að hreyfa þessu máli á aðalfundi Granda hf. og leggja fram slíkar hugmyndir," segir í forystugrein Morgunblaðsins. & Árni Vilhjálmsson: „Segja má, að við upphaf vísis að núverandi kvótakerfi hafi það verið óhæfa að ekki skyldi hafa verið tekið á gjald- tökumálum af festu og framsýni. Höfundum kerfisins var þó mikil vorkunn, þar sem verið var að fara út á algerlega framandi braut." verða staðgreitt. Með slíku kerfi væri verið að færa framtíðararðinn af auð- lindinni inn í nútíðina. Með slíku kerfi tækju báðir aðilar, þjóðin og útgerðin, talsverða áhættu og mér finnst svo sannarlega, að sýna ætti útgerðinni nokkra mildi og um leið þeim, sem eiga afkomu sína undir herrni." Það ber að lofa þann kjark, sem Ami Vilhjálmsson sýnir með því að hreyfa þessu máli á aðalfundi Granda hf. og leggja fram slíkar hugmyndir. í ljósi þeirra viðhorfa, sem ríkt hafa meðal forystumanna útgerðarinnar og hatrammrar andstöðu sumra þeirra við gjaldtöku er ekki auðvelt fyrir for- svarsmann sjávarútvegsfyrirtækis að tala á þennan veg. Þess vegna ekki síst hafa hér orðið tímamót. Það er líka athyglisvert, að forysta íyrir breyttum tón í þessum umræðum skuli koma úr röðum forsvarsmanna atvinnugreinarinnar sjálfrar. Þá kröfu hefði verið hægt að gera til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar á Alþingi og í rík- isstjóm en kjarkleysi þeirra hefur hins vegar verið slflct að þeir hafa ekki þor- að af ótta við reiði samtaka útgerðar- manna. Efnislega em hugmyndir Ama Vil- hjálmssonar alveg nýr þáttur í þessum umræðum og eiga eftir að hleypa nýju lífi í þær. Þær þarf að sjálfsögðu að skoða ofan í kjölinn en það er alls ekki óhugsandi, að þær geti orðið grundvöllgr að einhvers konar mála- miðlun um þetta mesta hagsmunamál þjóðarinnar. Morgunblaðið hefur jafnan lýst þeirri skoðun, að niðurstaða muni ekki fást í þessu deilumáli nema í sam- komulagi við sjávarútveginn í land- inu. Við og við hafa komið fram radd- ir úr hópi stjómenda sjávarútvegsfyr- irtækja, sem hafa gefið vísbendingar um, að þeir væm til viðtals um gjald- töku. Fyrir skömmu birtist til dæmis hér í Morgunblaðinu grein eftir Gunn- ar Ragnars, forstjóra Útgerðarfélags Akureyringa þar sem hann reifaði möguleika á gjaldtöku. Fyrir nokkram ámm lýsti Brynjólfur Bjamason, for- stjóri Granda hf„ áþekkum skoðunum. Nú hefur Ámi Vilhjálmsson tekið merkilegt fmmkvæði í þessu mikla máli. Innan sjávarútvegsins em til for- ystumenn með hófsamar og sann- gjamar skoðanir, sem eru til viðtals um að koma til móts við eindregnar kröfur þjóðarinnar um beina hlutdeild í auðlindinni. Nú eiga menn að taka í framrétta hönd þeirra og leita þeirrar niðurstöðu, sem þjóðin getur verið sátt við. Þá fær útgerðin þann frið, sem hún telur sig þurfa til að starfa við eðlilegar aðstæður.“ Atburðir dagsins 1808 Frakki nokkur skotinn til bana yfir Parísarborg í fyrsta einvíginu sem háð var í loft- belgjum. 1810 Byron lávarður, eitt kunnasta skáld Breta, syndir yfir Hellusund sem skilur Evr- ópu og Asi'u. Hann var 80 mín- útur á leiðinni. 1814 Lúðvík XVIII tekur við völdum I Frakk- landi eftir ósigur Napóleons. 1943 Fjórtán bandarískir her- menn fórust er flugvél brotlenti á Fagradalsfjalli á Reykjanesi. 1970 Álverið í Straumsvík formlega tekið í notkun. Afmælisbörn dagsins Niccolo Machiavelli höfundur Furstans, 1469. Golda Meir forsætisráðherra ísraels, 1898. Sugar Ray Robinson heims- meistari í hnefaleikum, 1929. James Brown bandarískur söngvari, 1933. Annáisbrot dagsins Frá Bessastöðum slapp úr varð- haldi Jón Hreggviðsson; þann mann héldu þeir sannan að drápi Sigurðar Snorrasonar, böðuls í Borgarfjarðarsýslu. Jón strauk undan norður og sigldi með Hollenzkum. Grímsstaðaannáll, 1684. Angur dagsins Stundum var eins og þunglynd- ið ætlaði að yfirbuga hann al- veg. Þau einkennilegustu atvik gátu þá komið honum úr jafn- vægi...Sagðist hann þá ekki hafa mætt nokkurri manneskju á götunni, nema gömlum og hrukkóttum kerlingum. Gæti hann alls ekki sætt sig við slíkt og færi hann aldrei framar út í bæ upp á þessar spytur. Jón Hjartarson um Benedikt skáld Gröndal í viðtali við Valtý Stefánsson. Málsháttur dagsins Fiskurinn ríður ekki við bjöllu- beizli heim á bæ. Ríða við bjöllubeizli: gera boð á undan sér með hávaða. Orð dagsins Þó ég skrifi engan óð um þig, vina - mundu að mín beztu óslarljóð aldrei búningjundu. Guðmundur Daníelsson, Sunnudagsblað Alþýðu- blaðsins 20. júní 1937. Skák dagsins Lítum nú á handbragð Alexei Vyzmanavin. Hann er lítt þekktur en þéttingssterkur meistari frá St. Pétursborg; rúm- lega þrítugur landsliðsmaður Rússa. Andstæðingur hans er brasilíski alþjóðameistarinn Braga sem teflir undir fána ftal- íu. Braga hefur aldrei verið hátt skrifaður og er nú kraminn til dauðs einsog hver önnur lús. Hvað gerir hvftur? 1. Rf6+!l Kh8 Ekkert betra er að drepa riddarann. 2. Hh3 gxf6 3. Dh4 Braga gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.