Alþýðublaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐHD
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995
■ JC-hreyfingin hefur hrundið af stað söfnunarátaki svo senda megi 10 þúsund eintök af myndum
Magnúsar Guðmundssonar kvikmyndagerðarmanns til bandarískra háskóla. Ætlunarverkið er að upplýsa nemendur
þannig um sjónarmið íslendinga og annarra þjóða í sjávarspendýradeilunni. Stefán Hrafn Hagalín ræddi í gær
við Magnús um vinnu hans
n
Ég er alls ekki trúboði
í eðli mínu'
- segir Magnús og kveðst ekki ætla að gera
„hvalamálið" að lífsstarfi sínu; hann hafi ekki getað
sloppið undan málinu frá því að fyrsta myndin
var sýnd árið 1989: einhver hafi orðið að standa
uppfyrir sannleikann í málinu.
rÉg er fremur ligeglad maður og alls ekki ákafamaður eða funheitur
eldklerkur - hvort sem er á þessum eða öðrum sviðum. Ég hef aldrei
verið ginkeyptur fyrir hugmyndafræði af neinu tagi...Einhver verður
einfaldlega að standa upp fyrir sannleikann í þessum máli og það
hefur svona lent á mér."
JC Nes á Seltjamamesi hefiir hrund-
ið af stað söfnunarátaki á landsvísu
svo senda megi eintök af myndum
Magnúsar Guðmundssonar kvik-
myndagerðarmanns til fjölmargra
bandanskra háskóla. Ætlunarverkið er
að upplysa nemendur þannig um sjón-
armið Islendinga og annarra þjóða -
sem að hluta til eða eingöngu eru
veiðimannasamfélög - í sjávarspen-
dýradeilunni. Sem kunnugt er hafa
þijár síðustu myndir hans fjallað um
ákaflega umdeilda starfsemi umhverf-
is- og dýravemdunarsamtaka á borð
við Greenpeace og Sea Shepard, áhrif
þeirra á veiðimannasamfélög - sér-
staklega þau sem byggja norðurhvel
jarðar - og hefur Magnús verið óþreyt-
andi við að kynna þær á erlendum
vettvangi. Alþýðublaðið hafði sam-
band við Magnús og spurði hann fyrst
um hvað þetta söfnunarátak snerist.
„Það snýst um það, að háskólar í
Bandaríkjunum hafa sýnt vaxandi
■ Bjarni Kr. Grímsson,
fiskimálastjóri
Eðlilegt að
nýta audlindina
á skynsam-
legan hátt
„Það blandast engum hugur um að fisk-
stofnar í heiminum eiga undir högg að
sækja, en að allir fiskstofnar séu annað
hvort ofveiddir eða fullnýttir er of mikið
sagt. Hins vegar er eðlilegt að sú auðlind
sem fiskstofnar eru verði nýtt á eðlilegan
og skynsaman hátt og þá af þeim sjómönn-
um sem hafa gert það um áraraðir, undir
eftirliti þeirra löglegu stjómvalda. Það er
þetta sem er kjami málsins, auðlindir hafs-
ins á að nýta allar á skynsamlegan hátt en
ef einn hlekkur slíkrar keðju er slitinn, til
dæmis með þvf að friða hval, seli, fugla og
fleiri dýr, er þessu jafnvægi raskað ekki síð-
ur en ef einhver þessara dýrategundar hyrfi
af sjónarsviðinu. Með friðun hvala hefur
þeim fjölgað mjög og nú er svo komið að
hvalir og selir em orðin algeng sjón, jafnvel
svo að hvalir era famir að valda sjómönn-
um veralegum erfiðleikum við fiskveiðar,
bæði með því að flækjast inní loðnunætur
svo og með forvitni í nálægð smábáta...Þá
ber einnig að nefna að þessi dýr þurfa tals-
vert til sín í fæðu og hefur rannsókn sér-
fræðinga á Hafrannsóknastofnuninni leitt í
Ijós að fæða hvala er um 40% Ijósáta og
60% fiskur, mest er þó um smokkfisk og
aðrar tegundir heldur en þær er við nytjum
en ljóst er að engar fisktegundir eru hér
undanskildar. í umræddri rannsókn kom í
ljós að varlega áætlað er fæðunám hvala
hér á hafinu við ísland um 4,6 milljónir
tonna af sjávarfangi og er fiskneysla þeirra
því um 2,8 milljónir tonna árlega. Þetta á
við einungis fáar hvalategundir sem við
nyttum einu sinni og þá eru allar aðrar
hvalategundir eftir og einnig selurinn og
fuglinn. Það er því ein mikilvægasta for-
senda okkar til nýtingar auðlinda hafsins,
að allar dýrategundir séu nýttar á skynsam-
an hátt og því á ekki að undánskilja ein-
stakar dýrategundir, nema sannað sé að þær
séu að hverfa af svæðinu. Sú úlraun sem JC
Nes stendur fyrir er mjög virðingarverð og
verðskuldar allan þann stuðning sem hægt
er að veita og hefði átt að vera hafin fyrir
mörgum áram. Það er aldrei of seint og því
skora ég á sjómenn, útgerðarmenn og alla
sem nálægt sjávarútvegi koma, að veita
þessu málefni lið.“
Útdráttur úr bréfi sem Bjarni Kr. Grímsson
fiskimálastjóri hefur sent út fyrir hönd Fiski-
félags íslands til styrktar átakinu „Eigi aö
víkja - sókn er besta vörninr
áhuga á því, að fá myndir mínar til
skoðunar svo nemendur þar kynnist
hirrni hliðinni á þessum umdeildu mál-
um. Það hefur alltaf verið mikið rætt
um það hér á landi, að það þyrfti að
gera átak í að kynna íslensk sjónarmið
í þessum málum. JC-hreyfmgin - eða
réttara sagt JC Nes á Seltjamamesi -
tók síðan af skarið og ákvað að heíja
hér landssöfnun til að fjármagna dreif-
ingu á tíu þúsund eintökum af mynd-
unum í bandaríska háskóla. Hugsan-
legt er einnig að farið verði með þær
til annarra landa, en aðalfókusinn
verður þó á Bandaríkjunum til að byija
með. Þetta er nokkuð skemmtilegt
verkefni, því það verður í rauninni ís-
lenska grasrót - hið vinnandi fólk -
sem ánafnar eða gefur viðkomandi há-
skólum myndimar, en ekki einhveijar
stofnanir eða þrýstihópar. Ef þetta
gengur eftir og vel tekst til má búast
fastlega við því að strax næsta haust
komi upp hörkuumræða innan banda-
rískra háskóla um þessi mál - okkur í
hag. Það er stefnt að því ljúka söfnun-
arátakinu núna í vor því það tekur nátt-
úrlega nokkurn tíma að koma öllu
þessu í kring.“
Hver er kveikjan að þessu - hafa
myndir þínar eitthvað verið sýndar
áður í bandarískum háskólum?
,Já, og viðbrögðin hafa verið alveg
með ólíkindum. Fyrir síðustu jól var
myndin sýnd í mjög virtum bandarísk-
um háskóla - viljandi segjum við ekki
frá nafni hans svo nemendur fái frið
fyrir umhverfisvemdarsamtökunum.
Það vom þijátíu nemendur í umhverf-
isfræðum sem sýnd var Lífsbjörg í
Norðurhöfum af prófessor sínum og
þau síðan beðin að skrifa ritgerð um
málefnið; segja sína skoðun umbúða-
lausa á þeim hlutum sem þama er ver-
ið að íjalla um. Ég fékk þessar ritgerð-
ir uppí hendumar eftir áramótin og í
ljós kom að hver einasti nemandi hafði
skipt um skoðun; öll kúventu þau í af-
stöðu sinni og lýstu megnustu andúð á
framferði umhverfisverndarsamtak-
anna í málinu. Það er athyglisvert að
þetta er fólk um tvítugt og hefur ekki
heyrt annað alla sína ævi heldur en
þennan mergjaða áróður samtakanna
og tekið það inn með móðurmjólkinni,
að hvalir séu þeilagir og umræddar
hreyftngar séu það besta af öllu hinu
góða. Amy Kress, einn nemendanna,
ritar til dæmis eftirfarandi: -Ég hef
alltaf borið takmarkalausa virðingu
fyrir Greenpeace, en eftir að hafa séð
myndina hefur ímyndin sundrast. Ég
hafði aldrei hugsað um fólkið sem þjá-
ist vegna herferðanna gegn hval- og
selveiðum. Nú geri ég mér grein fyrir
að líf þess er háð þessum dýrum.- Það
þarf greinilega ekki nama eina
kennslustund til þess að skynsemin
kvikni og áróðurinn ristir því ekki
dýpra en þetta þegar upp er staðið."
Er þetta í samræmi við þína
reynslu af sýningum á myndum þín-
um?
„Alveg tvímælalaust. Það þarf ekki
mikið til að snúa skoðunum fólks -
ekki annað en að koma okkar sjónar-
miðum á framfæri. Skynsemin reynist
brjálseminni yfirsterkari þegar allt
kemur til alls. Fólk í Bandaríkjunum
og öðrum löndum er ekkert vitlausara
en gengur og gerist, en það þarf náttúr-
lega að fá upplýsingar frá fýrstu hendi
til að geta myndað sér sjálfstæðar og
heilbrigðar skoðanir. Sérstaklega er
mikilvægt að koma þessum upplýsing-
um á ffamfæri í æðri menntastofnun-
um því þar er fólkið sem maður skyldi
ætla að sé hvað víðsýnast og með fijó-
asta hugsun. Þrátt fyrir að mínar
myndir séu ef til vill heimildarmyndir
þá eru þær einnig áróðursmyndir -
áróðursmyndir fyrir sannleikann.
Sannleikurinn reynist lyginni ávallt
öflugri þegar sjónarmiðunum er stillt
upp hlið við hlið. Allsstaðar þar sem
ég hef sýnt myndimar og haldið fyrir-
lestra um efni þeirra hefur álit fólks
snarsnúist."
Nú kömstu fyrst fram í sviðsljósið
með fyrstu mynd þína árið 1989 og
hefur síðan staðið í ströngu: ferðast
um allan heim, valinn maður ársins
í Japan og haldið fyrirlestra í
Bandaríkjaþingi. Hver er undirrót-
in að öllum þessum látum?
„Þetta hófst í Grænlandi árið 1985
þegar ég var staddur þar sem frétta-
maður dönsku fréttastofunnar Ritzau
og varð vitni að miklum hörmungum;
sá hvemig þessar umhverfishreyfingar
höfðu gjöreyðilagt heilt samfélag og
brotið niður stolta þjóð. Tilefni ferðar
minnar var í sjálfu sér nauðaómerki-
legt miðað því ég var þama að fjalla
um einhveija ákveðna getjun í stjóm-
málunum. En eftir að hafa kynnst
ástandinu frá fyrstu hendi fór ég sem-
sagt að hugsa málið og gerði fyrstu
myndina. Upphaflega var ætlunin að
gera aðeins þessa einu mynd, en ég hef
frá þessum tíma ekki sloppið útúr
þessu. Mér reyndist ómögulegt annað
en að fylgja málinú eftir og gerði tvær
aðrar myndir. Eftir því sem ég rann-
saka þessar hreyftngar nánar og starfs-
aðferðir þeirra, hafa sífellt meiri og
stöðugt vaxandi upplýsingar leitt í ljós,
að þetta er hinn versti ófénaður og
mjög neikvætt og eyðandi afl. Það hef-
ur síðan ekki annað hvarflað að mér,
en að segja frá því sem ég hef lært og
þeim uppgötvunum sem ég hef gert.
Einhver varð að gera það.“
Séröu kannski framá að verður
fastur í þessu um ókomna framtíð
og þetta verði þinn lífsstarfi?
„Nei, þetta er ekki gaman; vægast
sagt óskemmtilegt. Hinsvegar er þessi
vinna ákaflega nauðsynleg. Það er
kannski fullgróft að segja þetta leiðin-
lega vinnu útí eitt, en hún reynir mjög
mikið á mann og er afar strekkjandi í
heild sinni. Ennífemur er þetta gríðar-
lega dýrt íyrirtæki.“
Þannig að þetta hlutverk „trúboð-
ans“ á ekki svo vel við þig?
„Nei, ég er nefnilega alls ekki trú-
boði í eðli mínu. Ég er fremur ligeglad
maður og alls ekki ákafamaður eða
funheitur eldklerkur - hvort sem er á
þessum eða öðrum sviðum. Ég hef
aldrei verið ginnkeyptur fyrir hug-
myndafræði af neinu tagi þannig að
hjá mér er þetta ekki spuming um ein-
hveija hugmyndafræði hjá mér heldur
miklu fremur vinnu og blaðamennsk-
una sjálfa í raun og veru. Einhver
verður einfaldlega að standa upp fýrir
sannleikann í þessum máh og það hef-
ur svona lent á mér. Þetta er ekki hlut-
verk sem ég kaus mér neitt sérstak-
lega, en fyrst ég er lentur í því ætla ég
mér ekki að hlaupa undan því.“
Ertu kannski með önnur og alls
„Petta hófst í
Grænlandi árid 1985
þegar ég var staddur
þar sem fréttamaður
dönsku fréttastof-
unnar Ritzau og
varð vitni að miklum
hörmungum; sá
hvernig þessar
umhverfishreyfingar
höfðu gjöreyðilagt
heilt samfélag
og brotið niður
stolta þjóð."
A-myndir: E.ÓI.
óskyld verkefni í bígerð?
, já, ég er nú með ýmislegt í bígerð
en það er ekki eitthvað sem er komið á
það stig að óhætt sé að segja ffá opin-
berlega. Einhvem veginn verður mað-
ur að lifa því ekki gerir maður það á
þessu. Þetta er ekki arðbært og er ekki
nægilegt sem lifibrauð. Svo að segja
allur peningur sem ég hef fengið fyrir
myndimar hefur farið aftur í slaginn ef
þannig má taka til orðs; farið í að
borga reikninga. Meira að segja matar-
reikningurinn heima hefur sætt af-
gangi. Einmitt vegna þessa streðs hef-
ur verið kærkomið að fá þennan liðs-
auka og aðstoð við fjármögnun á dreif-
ingu sem JC Nes ætlar að inna af
hendi."
Er þetta fyrsta beina skrefið sem
stigið hefur verið af almenningi til
styrktar baráttu þinni?
,,Já. Það má segja það. Mig langar
til að geta þess einnig að ég var mjög
ánægður með það, að Fiskifélag fs-
lands hefur lýst opinberlega yftr stuðn-
ingi sínum við framtakið og ftskimála-
stjóri sjálfúr keypti fyrstu tíu spólumar
fyrir hönd Fiskifélagsins. Það er já-
kvæður hugur í þeim geira að þessi
kynning verði framkvæmd. Það er
hinsvegar mjög sterkt útávið að það er
hinn almenni Islendingur - grásrótin
sjálf - sem stendur fyrir átakinu því
það er grasrótin sem þetta ofstækislið
hræðist mest. í upphaft þóttust þessar
hreyftngar allar vera sprottnar úr gras-
rótinni, en annað hefur nú komið í Ijós
því mestmegnis em þetta einfaldlega
bissnessmenn sem þama fara með öll
völd.“
Þú ert að fara enn á ný út í næstu
viku til að halda fyrirlestur í Banda-
ríkjaþingi. Segðu mér aðeins frá því.
„Ég er að fara þama út til að sýna
hátt í tvöhundruð bandarískum þing-
mönnum myndirnar og ræða við þá
um efni þeirra að sýningu lokinni. Það
eru nokkrar nefndir þingsins sem
standa fyrir fundinum og þarna eru
þingmennimir að leita sér ffóðleiks og
að heyra málin frá fleiri hliðum en
einni. Sumir hafa þeir hlustað á mig
áður og draga nú aðra með sér og
vekja athygli þeirra á málinu. Þessi
viðleitni sýnir glögglega að nú er fam-
ir að blása jákvæðar vindar fyrir okkur
í Bandaríkjunum og löggjafarvaldið
þar hefUr vel tekið við sér og sýnir nú í
verki að það er tilbúið til að hlusta á
önnur rök en bara öfgamannanna.“