Alþýðublaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAOIÐ
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995
■ Um verk Sighvats Björgvinssonar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu
blésu oft hvassir vindar. Hljóðara var um verk hans í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum.
Alþýðublaðið ræddi við Sighvat um störf hans í ráðuneytunum
Gódar horfur
í orkumálum
„Meðalskuldir fjögurra manna fjölskyldu eru
nú áætlaðar um 4 milljónir króna. Takist að
lækka vexti varanlega um 2% þýðir það 80
þúsund króna lægri vaxtagreiðslur á ári. Það
er af þessari ástæðu sem ég held því fram að
vaxtalækkun sé einhver besta kjarabót sem al-
menningur í landinu getur fengið."
Árið í fyrra var það besta í íslensk-
um iðnaði í langan tíma og þar gætir
nú meiri bjartsýni en áður. Svipað er
að segja um orku- og stóriðjumál. Þar
hefur í kyrrþey verið markvisst unnið
að því að leggja gmnn að frekari upp-
byggingu orkufreks iðnaðar. Horfúr í
þeim efnum er nú góðar og bendir
margt til þess að næsta uppbyggingar-
skeið hefjist innan tíðar. A sviði fjár-
magnsmarkaðarins og í gjaldeyrismál-
um hefur Sighvatur unnið að áfram-
haldandi umbótum og afnámi'úreltra
hafta. Þar með hafa einstaklingum og
fyrirtækjum opnast ýmsir nýir mögu-
leikar sem þau hafa nýtt sér til hags-
bóta.
Þú hefur haldið því fram að
vaxtalækkunin sem ríkisstjórnin
beitti sér fyrir í október 1993 hafi
verið einhver mesta kjarabót al-
mennings á kjörtímabilinu. Af-
hverju?
„Kjarabætur geta stafað af tvennu:
Hærra kaupi eða lægri framfærslu-
kostnaði. Því hefúr verið haldið ffarn
að Pálmi í Hagkaup og Jóhannes í
Bónus hafi fært almenningi á fslandi
meiri kjarabætur með lægra vöruverði
en áratugabarátta verkalýðsleiðtoga.
Með þessu er ég ekki að gera lítið úr
baráttu verkalýðsfélaganna en ef til
vill hafa þau einblínt um of á launa-
breytingar í stað þess að finna leiðir til
að lækka framfærslukostnaðinn.
Verkalýðsfélögin hafa til dæmis ekki
verið í fylkingarbijósti þeirra sem hafa
barist fyrir auknu fijálsræði í viðskipt-
um með landbúnaðarvörur. Heimili og
fyrirtæki í landinu eru mjög skuldug,
þótt fyrirtækin hafi reyndar náð að
bæta stöðu sína á síðasta ári. Þegar
ríkisstjórnin náði fram 2% lækkun
raunvaxta seint á árinu 1993 með
markaðsaðgerðum sínum var áætlað
að vaxtakostnaður heimila og fyrir-
tækja myndi þegar lækka um nærri 4,5
milljarða króna á ári og um nærri 8
milljarða króna á ári þegar til lengri
tíma er litið. Þetta eru verulegar fjár-
hæðir. Meðalskuldir fjögurra manna
ljölskyldu eru nú áætlaðar um 4 millj-
ónir króna. Takist að lækka vexti var-
anlega um 2% þýðir það 80 þúsund
króna lægri vaxtagreiðslur á ári. Það er
af þessari ástæðu sem ég held því fram
að vaxtalækkun sé einhver besta kjara-
bót sem almenningur í landinu getur
fengið."
En hefur vaxtalækkunin í októ-
ber 1993 ekki að einhverju leyti
gengið tíl baka?
, J>að er alveg rétt, enda fóru vextir í
öllum helstu viðskiptalöndum okkar
hækkandi á árinu 1994. Með auknu
frjálsræði á fjármagnsmarkaði og í
gjaldeyrismálum má búast við því að
vaxtaþróun hér á landi verði með Ifk-
um hætti og í nágrannaríkjunum. Ég
geri þó fastlega ráð fyrir að samfara
batnandi þjóðarhag geti bankar dregið
úr afskriftaþörf sinni og ríkissjóður úr
lánsfjárþörf sinni og hvort tveggja ætti
að stuðla að lækkun vaxta hér á landi.“
Bankamir hafa legið undir ámæli
um að hækka þjónustugjöld og
neyða viðskiptamenn sína til að
taka upp nýjan greiðslumáta. Af-
hverju beittu stjórnvöld sér ekki í
þessu máli?
„Um áratugaskeið var greiðslumiðl-
un hér á landi fremur óhagkvæm af
því að ávísanir voru notaðar í ríkum
mæli. Almenningur varð þess þó ekki
var því kostnaður við hana var falinn.
f stað þess að notendur greiðslumiðl-
unarinnar greiddu kostnaðinn voru
það lántakendur og sparifjáreigendur
sem greiddu hann. Þessi kostnaður var
alltaf til staðar, hann var falinn í vaxta-
mun bankanna. Það sem nú hefur
breyst er að kostnaðurinn er orðinn
sýnilegur og þeir sem nota þjónustuna
greiða fyrir hana. Mér finnst það sann-
gjamt. Ég tel að upptaka debetkorta
hafi verið ffamfaraspor. En bankamir
hefðu getað staðið mun betur að þess-
ari breytingu en þeir gerðu. Framkoma
þeirra í garð viðskiptavina sinna ein-
kenndist af hroka og slikt kann aldrei
góðri lukku að stýra. Þegar til lengri
tíma er litið mun þess breyting spara
umtalsverðar fjárhæðir í bankakerfinu
og það mun koma almenningi til góða.
Varðandi afskipti eða afskiptaleysi
stjómvalda þá er rétt að benda á að
nokkuð er síðan vaxta- og gjaldskrár-
frelsi var innleitt hér á landi. Sú breyt-
VEIHIOMI
NUS WUGMlAMDERAáS
OPNUNARTIMI:
MÁNUDAG TIL FIMMTUDAGS 12.00 TIL 18.30
FÖSTUDAGA ER OPIÐ FRÁ12.00 TIL 19.30
Á LAUGARDÖGUM ER OPIÐ 10.00 TIL 16.00
10%
afslóttur af öllum
unnum
kjötvörum
við kassana
5%
afsláttur af öllum
uppviatuðum
ostum
við kassana
Opið er í BONUS í Holtagörðum
sunnudögum frá kl. 13.00 tir17.00
Munið sérvöruna í BONUS í Holtagörðum