Alþýðublaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 12
'm'ÍVFILl/
4 - 8 farþega og hjólastólabílar
MÞBUSLMIID
Miðvikudagur 3. maí 1995
65. tölublað - 76. árgangur
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
ISjálfstæðar konur og Landssamband sjálfstæðiskvenna í hár saman um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins
Veldur titrmgi og reiði
qA QiolfctínAíir l/nni ir tolo rtiAiir+il ciolfctnQAiclA /onnn conir Amrlíp IAnr>rlA44-iw
- að Sjálfstæðar konur tala niður til sjálfstæðiskvenna, segir Amdís Jónsdóttir,
formaður Landssambandsins. Hún krefst þess að konur verði valdar í veigamikil embætti.
„Þessar Sjálfstæðu konur segjast
vera ánægðar með þessa útkomu
kvenna í flokknum og það er nokkuð
sem við getum ekki tekið undir. Þær
hafa líka talað niður til okkar og það er
kannski það sem gerði mestu reiðina
vegna þess að þær telja að við getum
ekki beðið um neitt núna af því kom-
umst ekki ofar á framboðslista við
prófkjör," sagði Arndís Jónsdóttir
formaður Landssambands sjálfstæðis-
kvenna í gær í samtali við Alþýðublað-
m ■
SKOÐUIMARSTOÐ
Fyrir öll ökutæki
Sparaðu þér tíma og fyrirhöfn. Pantaðu
tíma sem hentar þér í síma 588-6660^
..ER
.
r ::
4F>
&A.RÐAR
■O
*
SONDABORG °4/)
SÆBRAUT
a.
m
Við erum
miðsvæÖis með
sveigjanlegan
opnunartíma
ATHUGUN HF
SKOÐUNARSTOFA
Klettagörðum 11 • 104 Reykjavík • Sími 588 6660 • Fax 588 6663
ið. Sambandið hélt fundi í Borgamesi
á laugardaginn til að ræða þá stöðu að
enga konu er að finna í ráðherraliði
Sjálfstæðisflokksins. í ályktun fundar-
ins segir meðal annars að hlutur
kvenna hafi þar algjörlega verið fyrir
borð borinn. Enn sé eftir að tilnefha í
veigamikil embætti og trúnaðarstörf á
vegum þingflokksins. Sjálfstæðiskon-
ur geri kröfúr til að þeim verði treyst
til slíkra trúnaðarstarfa.
Konur innan Sjálfstæðisflokksins
eru hins vegar klofnar í þessu máli.
Hreyfmgin Sjálfstæðar konur, sem lét
mikið til sín taka í kosningabaráttunni,
sættir sig við orðinn hlut og telur að
velja eigi einstaklinga eftir verðleikum
en ekki kynferði.
„Sjálfstæðar konur segja beinlínis
að við þurfum að byrja á byijuninni
því sú vinna hafi ekki verið unnin sem
þurfi að vinna. En Landssamband
sjálfstæðiskvenna eru fjörutíu ára sam-
tök sem hafa stýrt félögum um land
allt og haldið fram þeirri stefnu sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefúr alltaf haft
að leiðarljósi. Svona er ekki hægt að
tala til okkar og þess vegna hefur þetta
auðvitað valdið titringi og reiði meðal
margra. Ég get ekki annað en viður-
kennt það. Málflutningur þeirra er ekki
sæmandi og ég er þeirrar skoðunar að
þær þekki bara ekld nógu vel söguna.
Þær konur sem hafa setið í ríkisstjóm
fyrir Sjálfstæðisflokkinn hafa komið
úr okkar röðum, eins og Ragnhildur
Helgadóttir fyrrverandi formaður
Landssambands sjálfstæðiskvenna,"
sagði Amdís.
,J>að var því urgur í konum á fund-
inum í Borgamesi eins og eðlilegt er.
En við lítum til þess að eftir er að
skipa formann og varaformann þing-
flokksms. Hins vegar virðist það liggja
í loftinu að Geir Haarde haldi áfram
sem þingflokksformaður svo þá er
næst að líta á varaformann þingflokks-
ins og svo formennsku í nefndum. Ég
veit ekki til að búið sé að ákveða neitt
í þeim efnum.
Konur em mjög ósáttar við að fram-
hjá þeim var gengið við val á ráðherr-
um og erfitt fyrir okkur að verja það.
Þetta er hins vegar mjög skemmtileg
staða fyrir andstæðingar flokksins ekki
síst þar sem Framsóknarflokkurinn
hefur virkilega breytt um ímynd og
komið konum í ráðherrastól og for-
mennsku í þingflokknum," sagði Arn-
dís ennfremur.
„Það er ekki hægt annað en ræða
þetta af hreinskilni á opinbemm vett-
vangi. Ef við gemm það ekki og látum
ekki málin til okkar taka þá er erfitt
fyrir okkur að beijast í þessum flokki.
Ef við tækjum þessu þegjandi hlyti
það að skoðast þannig í augum hins al-
menna kjósenda að við væmm bara
ánægðar með ástandið. Konur vilja
ekki láta þetta yfir sig ganga þegjandi
og hljóðalaust. Sjálfstæðisflokkurinn
var fyrsti flokkurinn til að koma konu í
ríkisstjóm og staðan í dag er því mjög
slæm miðað við fortíðina.
Ég vil taka undir það sem Katrín
Arndís Jónsdóttir:
„Þessar Sjálfstæðu
konur segjast vera
ánægðar með
þessa útkomu
kvenna í flokknum
og það er nokkuð
sem við getum
ekki tekið undir."
Ragnhildur Helga-
dóttir. „Þær konur
sem hafa setið í
rikisstjórn.haf a
komið úr okkar
röðum, eins og
Ragnhildur Helga-
dóttir."
Geir Haarde. „Hins
vegar virðist það
liggja í loftinu að
Geir Haarde haldi
áfram . svo þá er
næst að lita á vara-
formann þing-
flokksins og svo
formennsku í
nefndum."
Katrín Fjeldsted.
„Ég vil taka undir
það sem Katrín
Fjeldsted hefur
sagt að flokkurinn
verður að standa
undir nafni."
Hrefna Ingólfsdótt-
ir. „Ég hef ásamt
Hrefnu Ingólfsdótt-
ur...sent bréf til
formanns flokks-
ins...Viöbrögö við
þessu bréfi eru
hins vegar engin."
Fjeldsted hefur sagt að flokkurinn
verður að standa undir nafni. Hann
verður að bera skynbragð á það að
þama verður að koma fram fólk úr öll-
um stéttum þjóðfélagsins með tilliti til
kynja og aldurs til að endurspegla rétt
sjónarmið.
Ég hef ásamt Hrefnu Ingólfsdótt-
ur, formanni Hvatar, sem er stærsta
sjálfstæðiskvennafélag landsins, sent
bréf til formanns flokksins, varafor-
manns og formanns þingflokks þess
efnis að enn sé eftir að ákveða í nokk-
ur embætti og við förum fram á að
óskir kvenna fái jákvæðar undirtektir.
Viðbrögð við þessu bréfi em hins veg-
ar engin,“ sagði Amdís Jónsdóttir.
Vinningstölur
29. apríl 1995
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
H 5 af 5 0 2.045.917
a +4af 5 5 60.720
El 4 af 5 84 6.230
0 3 af 5 2.954 410
Aðaltölur:
iojvpj30
BÓNUSTALA:
33j
kr. 4.083.977
UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91-681511
LUKKUÚNA 991000 - TEKTAVARP 451