Alþýðublaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 03.05.1995, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 b í ó i ð & e I I i n / r ■ I tilefni af hundrað ára afmæli kvikmyndarinnar á þessu ári stendur Kvikmyndasjóður Islands í ströngu og gefurtil dæmis útfyrstu bókina sem rituð er um íslenskar kvikmyndir: lcelandic Films _ eftir Peter Cowie, einn af ritstjórum hins heimsþekkta kvikmyndatímarits Variety „ A Islandi er venjulegt fólk afskaplega óvenjulegt" -segir höfundur um aðalumfjöllunarefni íslenskra kvikmynda. „Á þessu ári eru hundrað ár frá því að fyrsta kvikmyndin var sýnd í heim- inum. Þess er minnst víða um veröld með ýmisskonar uppákomum og hér á landi verður mikið um að vera þegar líður á árið. í dag kemur þannig út fýrsta bókin sem rituð er um íslenskar kvikmyndir. Hún er á ensku og nefnist Icelandic Films og er rituð af Peter Cowie, ritstjóra alþjóðadeildar Vari- ety, kvikmyndatímaritsins þekkta," sagði Bryndís Schram, framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs íslands, á fréttamannafundi síðastiiðinn föstudag í tilefni af útgáfu bókarinnar og til kynningar á athöfnum Kvikmynda- sjóðs á afmælisárinu. Cowie hefur sérhæft sig í norrænum kvikmyndum og meðal annars skrifað um sænskar og finnskar kvikmyndir - sem og ævisögur Orson Welles, Francis Ford Coppola og Ingimar Bergman. ,JÞetta er tímabært og þarft verk og Cowie tókst á við þetta það eftir að hafa komið til landsins og rætt persónulega við alla núlifandi leik- stjóra og framleiðendur. Ég held að þetta sé mjög létt bók og auðveld af- lestrar og þeir sem ég hef talað við segjast ekki hafa getað lagt hana frá sér fyrren hún var búin,“ sagði Bryn- dís. Bókin er yfirlit yfir kvikmyndir sem gerðar hafa verið hér á landi eftir 1979, en þá var Kvikmyndasjóður ís- lands stofnaður og þarmeð kominn grundvöllur fyrir samfellda fram- leiðslu hér heima. Síðan þá hafa um fimmtíu íslenskar kvikmyndir litið dagsins ljós; flestar eiga rætur sínar að rekja til lffsbaráttu venjulegs fólks við venjulegar kringumstæður, en einsog Cowie segir sjálfur: „Á íslandi er venjulegt fólk afskaplega óvenjulegt.“ Ennfremur er í bókinni - sem er ríku- lega myndskreytt og áttatfu síður - að ftnna æviskrá allra íslenskra leikstjóra ffamá þennan dag. „f undirbúningi er síðan farandsýn- ing gamalla íslenskra kvikmynda, bæði heimildarkvikmynda og leikinna kvikmynda. Þar á meðal er mynd Indríða G. Þorsteinssonar, 79 á stöð- inni, sem Kvikmyndasafn íslands hef- ur fengið styrk frá UNESCO til að endurgera, Ennfremur er þar um að ræða mynd sem tveir menn voru fengnir til að gera um stofhun lýðveld- isins árið 1944. Þá mynd var loksins verið að klára núna því vinnslan tafðist stöðugt vegna athugasemda þing- manna og formanna þingflokka sem aldrei voru ánægðir með hlut síns flokks. Alþingi ákvað síðan fyrir stuttu - undir forystu Salome Þorkelsdóttur - að ljúka við gerð myndarinnar með því að láta hana í hendur Böðvars Bjarka Péturssonar, formanns Félags kvikmyndagerðarmanna, og tækni- manna Kvikmyndasafns íslands. Við ætlum að leggja uppí hringferð með þessa farandsýningu um landið í miðjum september næstkomandi, en erum ekki enn búin að ákveða hvort við fáum okkur rútu og förum þannig á milli staða eða förum flugleiðina. í öllu falli vonumst við til að koma við á sem flestum stöðum á landinu þarsem aðstaða er til að sýna svona myndir, halda tveggja til þriggja daga kvik- myndahátíðir á hverjum stað og ljúka hringferðinni með kvikmyndaveislu í Reykjavík.“ Bryndís sagði að Kvikmyndasjóður og Kvikmyndasafnið ættu ótrúlega mikið safn af myndum allsstaðar af landinu og ætlunin væri að setja þær saman í stuttar myndir. „Flestar mynd- imar eru frá árunum eftir stríð þvf þá Bryndís Schram, framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs íslands, með nýútkomna bókina lcelandic Films eftir David Cowie. Með henni á myndinni er Davíð Bjarnason, hönnuður bókarinnar. A- mynd: E.ÓI. voru menn orðnir það efhaðir að þeir gátu keypt sér litlar myndatökuvélar, en einhveijar þeirra em þó síðan fyrir stríð.“ í framhaldi af þessari farandsýningu ætlar Kvikmyndasjóður að gera sígild- um erlendum myndum skil og hafði þessvegna samband við sendiráðin hér í borginni sem fóm af stað og leituðu að slíkum myndum frá heimalöndum sítjum. „Þar að auki hafa Böðvar Bjarki og Félag kvikmyndagerðar- manna auglýst eftir öllu því myndefni sem fólk geymir uppá háalofti eða ein- hversstaðar í fómm sínum og nú er allt að fyllast hjá okkur af þannig mynd- efni. Eitthvað af þessu em vitaskuld myndir á borð við krakkamir í baði og krakkamir útí garði, en það er ótrúlegt að sjá þetta því Island hefúr gengið í gegnum svo mörg tímabil á stuttum tfma og gríðarlega mikið hefur breyst - sérstaklega á ámnum eftir stríð. Þeg- ar við horfum þannig á 79 á stöðinni frá því um 1950 sést til dæmis hvemig Reykjavík er bara hálfgerð eyðimörk. Ástarlífmyndimar em einnig stórkost- legar, þar er enginn æsingur á ferðinni, fólk liggur bara í faðmlögum og starir dreymnum augum útí loftið," sagði Bryndís. „Að lokum langar mig til að minn- ast á bæklinginn Icelandic Filtns sem nú hefur verið endurútgefinn af Kvik- myndasjóði. Inngangur hans er ritgerð um íslenskar kvikmyndir fyrr og nú eftir þá félaga, Ingólf Margeirsson og Árna Þórarinsson. í honum er einnig að finna upplýsingar um fmmsýningar á íslenskum kvikmyndum og stutt- myndum á þessu ári og hagnýtar upp- lýsingar á borð við um leikstjóra þeirra, leikendur, framleiðendur og svo framvegis. Ennfremur em stutt- myndum gerð nokkur skil. Þetta er handhægur og aðgengilegur upplýs- ingabæklingur sem ávallt rýkur út - til dæmis á kvikmyndahátíðum og þess- háttar uppákomum." Það var Davíð Bjarnason sem sá um útlitið á bókunum tveimur í sam- ráði við framkvæmdastjóra Kvik- myndasjóðs. ■ Gunnar Baldvinsson, Verðbréfasjóði íslandsbanka Að bú Alþýðublaðið innti Gunnar Bald- vinsson, forstöðumann reksturs sjóða hjá VÍB, eftir ráðleggingum til að búa í haginn fyrir elliárin. „Menn verða að greiða í lífeyris- sjóði. Flestir em skyldaðir til þess en sumir ekki. Þeir geta þá valið sér sjóði. Það er hins vegar ekki nóg að greiða í lífeyrissjóði vilji menn halda óbreyttu lífsmunstri í ellinni. Til þess að geta það þurfa menn að leggja aukalega fyrir. Það geta menn gert í gegnum svokallaða séreignalífeyris- sjóði eða á frjálsum markaði. Til dæmis spara ég sjálfur með því að kaupa verðbréf í áskrift, spariskírteini í áskrift eða önnur verðbréf. Auk þess greiði ég reglulega inn á sérstakan bankareikning. Það sem fólk á að gera sama hvar það er statt á lífsleiðinni er að setja sér markmið um hvaða tekjur það vilji hafa á elliárunum. Síðan þarf það að reikna út hvað það þarf að leggja fyrir þar til það kemst á ellilífeyrisaldur miðað við núverandi tekjur og skuldir að öðru óbreyttu. Skoða þarf hvað maður hefur lagt mikið fyrir í lífeyris- sjóði og hvernig brúa skuli bilið til að ná þeim tekjum sem menn vilja hafa. Því fyrr sem menn byrja að leggja fyr- ir þeim mun meiri áhrif munu vextim- ir hafa,“ segir Gunnar. Er ekki erfitt að innræta ungu fólki að spara fyrir efri árin? „Það er rétt, ungt fólk er yfirleitt ekkert að hugsa um sparnað. En þó hef ég fúndið einhverja vakningu und- anfarin misseri. Því má kannski helst þakka aukinni fræðslu og menntun. Við, sem og fjöldi annarra aðila, höf- um til dæmis verið mjög duglegir við að skrifa um þessi mál. Aukið at- vinnuleysi og lækkandi tekjur fólks hér undanfarin ár hafa einnig orðið þess valdandi að fólk hugsar meira um að leggja fyrir en áður. Annað sem kemur til er að við emm ennþá tiltölu- lega ung þjóð en tala þeirra sem er á eftirlaunum fer vaxandi og stór hópur þess fólks sem er komið á efri ár er byrjaður að hugsa um þessi mál. Það er þó alltof algengt að hingað komi aðilar sem em að hætta störfum eftir fjögur eða fimm ár og em þá fyrst að hugsa um að spara. Þá er ansi lítið hægt aðgera." Eru íslendingar minna praktískir í hugsun í samanburði við aðrar þjóðir í grennd við okkur? ,JÉg er á því að verðbólgan hafi far- ið geysilega illa með okkur og að við séum hennar vegna með verri kostn- aðarvitund en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Við höfum til dæmis verið ákaflega slæm í allri áætlanagerð. Ég fann það þegar ég var í skóla erlendis með krökkum frá átján þjóðlöndum hversu miklu sterkari kostnaðarvitund en þeir höfðu.“ I„Ég er á því að verðbólgan hafi farið geysilega illa með okkur og að við séum hennar vegna með verri kostnaðarvitund en gengur og gerist meðal nágrannaþjóða okkar. Við höfum til dæmis verið ákaflega slæm í allri áætlanagerð."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.