Alþýðublaðið - 04.05.1995, Page 5

Alþýðublaðið - 04.05.1995, Page 5
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 m e n n i n c ■ ,Það sætir ætíð tíðindum þegar Thor Vilhjálmsson sendir frá sér skáldskap og nýlega kom út eftir hann Ijóðabókin „Snöggfærðar sýnir" sem auk Ijóðanna inniheldur myndskreytingar eftir Tryggva Olafsson. Jakob Bjarnar Grétarsson ræddi við Thor og spurði hann meðal annars um afstöðu til gagnrýnenda „Menn verða að bera sig sæmilega mannalega" - segir Thor og gefur lítið ■ Sýning á málverkum Stefáns frá Möðrudal Margs er að minnast í dag verður opnuð sýning á málverkum Stefáns V. Jónssonar, Stórvals, í Gallerí Sólon fslandus. Sýningin ber heitið Margs er að minnast. Hún er til- einkuð minningu Stefáns sem lést 30. júlí í fyrra á 87. aldursári. Stefán var afkastamikill málari og hélt síðustu myndlistar- sýningu sína á Vopnafirði skömmu fyrir andlátið. Á heimleið frá þeirri sýningu settist hann niður móts við Herðubreið og gerði af gtefgn fre iviöðrudal var sérkennilegur per- henm litríka mynd. Þau sónu,eiki og ,istmá,ari. eru óteljandi skiptin sem Stefán málaði myndir cif Herðubreið en litadýrð og einlægur einfald- leiki einkennir verkin sem Stefán skildi eftir sig og verða nú til sýnir og sölu á Sólon. hagsmunum kommúnista. Það kann að hafa verið skjól hjá mömmu en baráttan við að halda sér á toppnum var all hörð og stundum þurfti að grípa til ráða sem teljast kannski ekki beinlínis geðsleg en þykja þó nauðsyn- leg í hörðum heimi samkeppninnar. Ginger Rogers, sem var ekki foiynja eins og Joan Crawford, vissi að ungar leikkonur biðu við dymar reiðubúnar að stela írá henni senunni. Þegar hæfileika- kona, Phyllis Brooks, virtist ætla að sýna tilþrifamikla frammistöðu í mynd- inni, Lady in the Dark, þá krafðist Gin- ger þess að meginhluti hennar þáttar yrði klipptur úr myndinni og Brooks fengi litla auglýsingu. Framleiðendur gengu að þessum kröfum. Það Var þó ekki Brooks sem ógnaði ferli Ginger, heldur aldurinn. Eftir fertugsaldur fór kvikmyndahlut- verkum fækkandi og Ginger fann sér starfsvettvang í næturklúbbum og í leik- húsum. Hún lék meðal annars á Broad- way við miklar vinsældir. Annars undi Thor Vilhjálmsson. „Hvort sem það er rétt eða röng gagnrýni þá á höf- undurinn ekkert að vera að skipta sér af því yfirleitt nema hann standi gagnrýnanda að vinnusvikum eða vísvitandi lygi. Það hefur komið fyrir." A-mynd: E.ÓI. nefna dæmi um lævíslegan áróður þeirra komrnúnista sem komu nálægt handritagerð í kvikmyndaborginni. Hún tilkynnti neíhdinni að dóttir sín hefði átt að segja í einni kvikmynd: ,Að skipta og skipta jafnt - það er lýðræði.“ Þennan áróður neitaði dóttirin hlýðna vitanlega að flytja og honum var því kippt úr handritinu. Leila sagðist hafa komið í veg fyrir að dóttir sín léki í myndum sem brygðu upp neikvæðri mynd af Bandaríkjunum vegna þess að slíkar myndir þjónuðu einungis hún sér á íburðarmiklu heimili sínu í Palm Springs ásamt móðurinni, sem mun hafa orðið kerlinga elst, dótturinni til mikillar gleði. Á efri árum hljóp þessi viðkunnan- lega og forríka kvikmyndastjama í spik og varð í útliti ekki ósvipuð Barböru Cartland, með stríðsmálningu, klædd víðum kjólum sem minntu á segl. Hún fomemaðist ógurlega þegar Fellini gerði myndina, Ginger og Fred, og hélt, í mis- skilningi sínum, að ítalinn væri að gera grín að sér og á ameríska vísu íhugaði Tveir af mönnunum í lífi Ginger Ro- gers: Eiginmaður hennar til skamms tíma, Lew Ayres (að neðan), og auðkýfingurinn Howard Hughes sem þó varð aldrei meira en vonbiðill. Ginger Rogers lék í tíu kvikmynd- um með Fred Astaire og það voru þær myndir, en ekki Óskarinn er hún hlaut, sem tryggðu henni ódauðlega frægð. hún að stefna leikstjóranum. Annars var ævikvöldið að mestu áhyggjulaust. Hún lifði á fomri frægð og sagði stolt: „Það mikilvaegasta í lífinu er að geta gefíð af sér. Eg hafði hæfíleika til að færa fólki skemmtun, gleði og ham- ingju.“ Óhætt er að segja að þar sé engum orðum ofaukið. ■ fyrir menn sem kvarta und- an því að Ijóðinu sé ekki gef- nægjanlegur gaumur. „Heldurðu að ég sé að henda ein- hveiju fyrir fólk sem ég get ekki stað- ið við? Það hvarflar ekki að mér,“ sagði Thor Vilhjálmsson aðspurður hvort hann væri ánægður með nýju bókina. „Ég fer ekki að bjóða fólki upp á eitthvað sem ég tel ekki hæfa.“ Þær raddir eru þrautseigar sem halda því fram að ljóðabækur eigi æ minna erindi við nútímamanninn sem hrærist í srfellt meiri hraða. Thor seg- ist ekki vita almennilega með það. „Það fer allt eftir því hvernig hver ferðast og eftir hverju hver sækist. Menn eins og þú og þínir vinir leita uppi ljóðabækur ykkur til yndis og hugarhægðar og ég veit ekki hvað og látið ekkert stöðva ykkur í þeim efn- um, ef það er eitthvað sem þið haftð áhuga á. Svo eru aðrir sem sækjast bara eftir einhveijum samvirkum há- vaða og harki sem ryður sálinni í ginnungagap. Ég verð var við það líka að það eru ýmsir sem í nafni ljóðsins eru með síftir og kvein - að það vilji enginn sinna þeim með ljóðið. Það þýðir ekkert, það er engin elsku mamma á sjó eins og var sagt, menn verða að bera sig sæmilega mannalega og vera ekkert að væla og skæla.“ Nú leggur þú þessa bók fram ásamt með myndum eftir Tryggva Ólafsson? ,Já, Tryggvi er gamall vinur minn og átti hugmyndina að því að gera myndir við ljóð eftir mig. Mér þótti vænt um það. Hann er góður listamað- ur og næmur rnaður." Thor segir þessi listform fara vel samun þegar vel tekst til. Hann er mjög ánægður með vinnu Tryggva og segir hann ljóðnæman, ífábæran sögu- mann og hugvitsmann. „Við höfum oft hist úti í Kaup- mannahöfn þegar ég hef farið þar um garð. Við fórum stundum á margar krár og það var sjaldan að þar væri ekki einhver sem kannaðist við Tryggva. Við sátum þar oft stundar- langt og töluðum yfnleitt alltaf um ís- lensk efni. Hann sagði mér sögur af fólki að austan sem hann gerir mjög skemmtilega. Tryggvi er drengur góð- ur og skemmtilegur félagi." Þegar talið barst að gagnrýni taldi Thor sig ekkert endilega þess umkom- inn að ræða hana. „Ég hef alltaf litið svo á að gagn- rýnandinn, hann hefði sitt starf að vinna og ég hef allt annað starf og er ekkert að skipta mér að því hvað hann gerir.“ Thor segir að gagnrýni og bók- menntir geti tengst eins og T.S. Eliot og slíkir karlar eru til marks um. „En mér hefur alltaf fundist að listamenn- irnir eigi ekkert að vera að argast í gagnrýnendum. Þeir fara bara sínar leiðir hvor um sig og svo er óvíst hvort þeir hittist á fömum vegi eða á torgum." Thor segir það geta farið svo að það sé enginn friður fyrir gagnrýnandann að liggja yfir því og átta sig á því sem hann er að fjalla um. „Það getur farið svo og þá er undir hælinn lagt hvort gagnrýnandinn komist heill frá því. f öðrum dæmum hafa gagnrýnendur að- stöðu til þess að geta grannskoðað, sem er auðvitað æskilegast, og kannað hlutinn sem þeir eru að ljalla um. Þá er nú hægt að gera strangari kröfur líka. Og það getur verið gagn af því fyrir aðra. En höfundurinn býr til sinn hlut og þá finnst mér að hann megi fá ífí til að gera eitthvað allt annað. Það er minnst gagn af því sem höfundur- inn segir sjálfur um sitt verk af því að æskilegast er að hugsun hans sé u>vo rækilega komin í verkið. Hann verður að standa við það - hann breytir engu um það. Ég hef alltaf kunnað illa við það þegar listamenn em að djöflast í gagnrýnendum og hamast á þeim. Hvort sem það er rétt eða röng gagn- rýni þá á höfundurinn ekkert að vera að skipta sér af því yfirleitt nema hann standi gagnrýnanda að vinnusvikum eða vísvitandi lygi. Það hefur komið fyrir og þá er ekkert að athuga við það að hann reiði bryntröllið. Gagnrýn- andinn hefur sínar starfsskyldur við lesendur sem em allt aðrar en skálds- ins og hvomgur á að svíkja móttak- andann, þiggjendur, eða gesti eða les- endur eða hvað þú vilt kalla það.“ Thor vildi ekki lofa neinu upp í ermina á sér þegar hann var spurður á hveiju lesendur hans mættu eiga von, en hann gerir ráð fyrir því að vera með bók í haust. Hann segir jafnframt að það sé margt í handraðanum og margt í undirbúningi. „Ég vil bara komast með það á leiðarenda áður en ég fer að gefa stórar yfirlýsingar.“ ■

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.