Alþýðublaðið - 04.05.1995, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 04.05.1995, Qupperneq 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995 m e n n i n c ■ Páll Skúlason heimspekiprófessor sendi nýverið frá sér bókina „Menning og sjálfstæði". í samtali við Stefán Hrafn Hagalín ræðir Páll ýmsar áleitnar spurningar bókarinnar, veltir fýrir sér kostum og göllum íslenskrar menningar - lágmenningar og hámenningar - og svarar spurningunni um hvort hann sjálfurtilheyri kannski lágmenningarlegum poppkúltúr... r f/lslensk siðmenning er afar vanþroskuð" „íslensk siðmenning er að ýmsu leyti afar van- þroskuð. Við höfum lifað mjög lengi í frekar íokuðu samfélagi og haft tiltölulega lítil sam- skipti við aðrar þjóðir. Ákveðnir umdeilanlegir siðir hafa því vaxið og dafnað hjá okkur á meðan þeir hafa ekki gert það annarsstaðar - hvorki í Evrópu né Bandaríkjunum." Páll Skúlason, heimspekiprófessor við Háskóla íslands, er höfundur bókar- innar Menning og sjálfstœði sem Há- skólaútgáfan gaf út íyrr í vetur. I bók- inni ræðir Páll ýmsar áleitnar spuming- ar um menningu og sjálfstæði; spum- ingar á borð við: Hvað er menning? Hver eru tengsl þjóðar og menningar? Hver er staða þjóðmenningar gagnvart alþjóðamenningu? Hverjar eru rætur al- þjóðamenningar? Hvaða máli skiptir bókin fyrir framtíð menningar? Og hver er vandi íslenskrar menningar? Al- þýðublaðið hafði samband við Pál og skellti á hann fyrstu spurningunni: Hvað er menning? .Jvlenning er náttúrlega mjög mikil- vægt og um ieið dálítið flókið hugtak sem vitaskuld vefst iðulega fyrir okkur. í bókinni er ég eiginlega að lýsa ákveð- inni nálgun að menningu - hvemig við getum tekið á málinu. Skiln- ingurinn á hugtakinu menn- ing í bókinni er sá, að hún felist í því að vanda sig við verk sín - hver sem þau em - og síðan reyni ég að skoða menningu sem viðleitni til að takast á við viss vandamál og verkefni okkar. Allur fyrsti kaflinn er í raun tilraun til að gera grein fyrir þeim verkefnum sem ég er hér að tala um: lífsvandamálið sjálft. Ég kynni síðan í fyrsta lagi bókmenningu til sög- unnar og segi að hún sé við- leitni til að hjálpa okkur við að leysa vandamál og svara spumingum sem tengjast því hvemig við skynjum vem- leikann. í öðm ljigi fjalla ég um hvemig við þurfum að takast á við veruleikann í lífsháttum okkar; við læmm að hreyfa okkur og tjá, afla okkur fæðu; við reynum síðan breyta umhverfi okkar og hafa áhrif á það. Ég ræði semsagt öll þessi vanda- mál se^jn tengjast athöfnum okkar. Þriðja uppspretta lífsvandamálanna er sú staðreynd að við deilum h'fmu - við lifum jú öll í samfélagi við hvort aimað - og þurfúm sífeUt að taka tiUit hvort til annars og greiða úr þeim vandamálum sem verða vegna hverskonar árekstra mannanna. Hér er.það sem siðmenrúng- in kemur til sögunnar þar sem reynir á dyggðir manna og lesti, siðferðismat og allskonar böð og bönn sem mótast í okkar félagslega veruleika. Þetta er svona í örstuttu máli hvemig fyrsta er- indi bókarinnar er uppbyggt." I bókinni veltirðu fyrír þér vanda íslenskrar menningar - á hún við einhvern sérstakan vanda að stríða? „Menning tengist sérstaklega svo- kölluðum þjóðum fremur en að hún tengist ákveðnum hópum manna; það er að segja þjóðar í jjeim skilningi að hún Ufir saman, afiar sér fæðu saman og skynjar veruleikann á sama hátt. Menningin er því sífellt í endursköp- un.“ Erum við þá kannski í stöðugri menningarkrísu? , Já, að vissu leyti er það rétt skihð - og það er í sjáUú sér eðlilegt ástand. Ný vandamál eru aUtaf að koma upp. Það sem sérkennir að mörgu leyti íslenska menningu er að við eigum ákveðna bókmenningu sem tengist sterklega sögunum til foma og svo skáldskapn- um; öllum þessum þjóðararfi sem er gífurlega öflugur hjá okkur og mikið haldi á lofti. Hann tengist síðan að sjálf- sögðu málinu og beitingu tungunnar. Eipn vandi íslenskrar menningar er hinsvegar sá, að við búum yfir ákaflega fábrotinni verkmenningu og höfum enn þann dag í dag ekki náð að vinna okkur útúr því. Þrátt fyrir að verkmenning okkar sé gríðarlega tæknileg þá er hún að mörgu leyti vanþroskuð hvað snertir ótalmarga þætti. Kunnátta okkar íslend- inga til verka er einfaldlega mjög tak- mörkuð.“ Og staða verkmenningar okkar er þannig léleg... „Verkmenning íslendinga er nánast engin því bókmenningin - bókmennt- unin og bóknámið - hefur alltaf haft forgang yfir hana. Það er stöðugt vandamál hvemig megi styrkja og efla verknámið." Hvað með siðmenninguna? „fslensk siðmenning er að ýmsu leyti afar vanþroskuð. Við höfúm lifað mjög lengi í frekar lokuðu samfélagi og haft tiltölulega h'til samskipti við aðrar þjóð- ir. Ákveðnir umdeilanlegir siðir hafa því vaxið og dafnað hjá okkur á meðan þeir hafa ekki gert það annarsstaðar - hvorki í Evrópu né Bandaríkjunum." Má ef tii viU rekja það til ástæðna þess að menn fluttust hingað og sett- ust að á sínum tíma? „Þegar þeir flúðu frá Noregi áttu við?“ Já, og... „Við íslendingar erum vitaskuld flóttamenn að ákveðnu leyti, vorum þama að flýja ríkisvaldið á sínum tíma og höfum alla tíð síðan haft ákveðna tortryggni gagnvart yfirvaldi af hvaða tagi sem það er. Við bjuggum lengi við erlent vald og allur þessi arfur hefur mjög markað okkar menningu. Enn- fremur höfum við ekki stundað stjóm- mál fyrr en kom inná þessa öld - ólíkt öðmm þjóðum sem hafa árhundmða og árþúsunda gamla hefð á því sviði menningar. Innri stjómmál em mjög ung hjá okkur; það er að segja að menn ræði á skynsaman hátt sín hagsmuna- mál og taki ákvarðanir þar að lútandi. Við höfum fyrst og fremst verið - sem fullkomlega sjálfstæð þjóð - að baksa með shka hluti á þessari öld. Fámennið hefur einnig haft mikil áhrif á menn- ingu okkar og hin sérstöku hfsskilyrði sem við búum við. Borgarmenningin er ennffemur afar ung hér. Reykjavík vex fyrst og fremst eftir stríð og þorri Reyk- víkinga styðst enn við siði og venjur sem hðkast og henta betur í strjálbýlinu. Þannig að þetta er í rauninni nýr heimur sem er að mótast héma. í bókinni fjalla ég að vísu ekki um þessi málefni með nákvæmlega þessum hætti." Nú eru sjálfsagt þónokkr- ir leikmenn sem segja menn- ingu einfaldiega eitthvað sem ER og að óþarfi, helber hégómi og fásinna sé að fjasa um hana. Hverju svar- arðu þessum röddum? „Við komumst ekkert hjá því að íhuga menningu okkar. Menning er hlutskipti okkar hvort sem okkur líkar það bet- ur eða verr. Annaðhvort van- rækjum við hana eða sinn- um.“ Og hvort gerum við? „Langflestir reyna að sinna menningunni með einhvetjum hætti og spurningin er þá hvort við gerum það almenni- lega eða ekki. Sumir em þann- ig alltof þröngsýnir og sjá kannski ekkert nema einhvetja eina hlið menningarinnar - sumir stunda eina íþrótt en vanrækja aðrar og jafnvel fyrirh'ta þær - og svo framvegis. Menningarumræða okkar er frekar þröng og takmörkuð. Það að vera menningarvera er vitaskuld það sama og að vera siðferðisvera; að vera sífellt að reyna bæta menningu sína - gera hana aðeins skárri og betri. Og ég held að allur þoni fólks sé einmitt að sýna viðleitni í þá átt. Það er í gegnum menninguna sem maður kynnist vem- leikanum; sjálfum sér og öðm fólki - og nýtur lífsins. Ómenning er því að vissu leyti júlt það sem dregur úr gildi lífsins: að við göngum illa um, séum ókurteis, mddaleg í framkomu og fasi og geram hluti illa. Þannig erum við leiðinleg og sjálfum okkur verst.“ En erum við leiðinleg fyrir vikið - er þetta ekki einmitt það sem til að mynda úttenchngar hrifast svo gjam- an af í fari íslendinga þegar þeir sækja okkur heim: ruddamennskan og óheflað fasið? „Nei. Það sem þama er um að ræða er að framkoma Islendinga hefur oft verið kölluð ftjálsleg, eðlileg og nátt- úraleg og það á ekkert skylt í sjálfú sér við það að vera mddalegur eða óheflað- ur. Það held ég alls ekki. Þetta með við- horf útlendingana til okkar hefur hugs- anlega með það að gera, að við fslend- ingar erum í svo miklu betri snertingu við náttúmna en þessir útlendingar sem hingað koma - og háðari henni. Snert- ingin við náttúmna setur afar sterkan svip á menningu okkar og er alls ekki til vansa - öðra nær. íslendingar em sennilega í betri tengslum við hið villta á náttúmnni en aðrir - þetta villta sem siðmenningin hefur enn ekki náð að temja og það er nákvæmlega það sem útlendingamir hrífast af.“ Hvað heldurðu þá að útlendingar undrist einna mest við íslenskt gildis- mat? „Það er þetta skilningsleysi íslend- mga á gildi allskonar fiæða og vísinda - og auðvitað gildi verkmenningar ein- sog við ræddum fyrr. Mörg okkar virð- ast ekki skilja að þetta er neikvæð staða og útlendingar. sem hafa vanist því frá blautu bamsbeini að þessu sé öfugt far- ið undrast þetta skilningsleysi mjög.“ Varðandi menningarstigið... Eruð það ekki þið - fræðingarnir - sem ákveðið hvað er menningaríegt í fari þjóða og hvað er ómenningaríegt? „Nei, það er meira og minna almenn- ingur sjálfur sem ákveður það: einhver þjóðarvitund. Fræðingamir gera frekar að benda á slíkt - og jafnvel stjórn- málamennimir einnig - við ákveðum þetta hinsvegar ekki: Það gerir almenn- ingur að vemlegu leyti. Stjómmál em síðan í raun menningarstarfsemi...“ ...varla hámenningaríeg menning- arstarfsemi? „Ég rökræði ekkert þennan greinar- mun hámenningar og lágmenningar í bókinni því til allrar guðslukku eiga þær skilgreinmgar ákaflega lítið við hjá okkur. íslenskt þjóðfélag er ekki stétta- skipt í sama skilningi og til dæmis í Þýskalandi, Frakklandi, Englandi og jafiivel Danmörku." En nú hefur því oft verið varpað fram að hinn svokallaði poppkúltúr - eða alþýðumeiming - sé lágmenn- ingarlegur. Þú sjálfur ert höfundur sæmilega aðgengilegra heimspekirita fyrir almenning. Ert þú kannski hluti af einhverjum lágmenningarlegum poppkúltúr? „Það má vel vera. Ég held að öll raunveruleg menning og uppspretta menningar liggi hinsvegar meðal menningar alþýðu manna; menningar- innar að lifa og njóta lífsins. Tökum sem dæmi tónlistina því öll eiginleg tónlistarsköpun - hámenningarsköpun - á sér rætur í þjóðlegri tónlist. Það er að segja þegar fólk er bara að syngja saman og spila sér til ánægju og gleði og gerir það útfrá gömlum siðum og venjum í þeim efnum. í þessum skiln- ingi er uppruna allrar menningar að finna í poppkúltúmum - alþýðumenn- rngunni - og þangað sækja flestir menn alltaf kraftinn í sína sköpun." Eru það þá rangindi, skilningsleysi og misskilningur í raun og veru að kalla alþýðumenninguna lágmenn- ingu? , J>að hggur eiginlega í nafninu. Stétt- skiptingin á ekki við hér á landi. í hug- tökimum hámenningu og lágmenningu felst það, að til sé einhver yfirstétt sem vilji aðgreina sig frá - og sumpartinn kúga - alþýðuna með því að kalla eigrn menningu hámenningu. Þetta byggist á gamalli skiptingu aðals og alþýðu sem hefur þó víðast hvar verið að eyðast á undanfömum ámm. Að sjálfsögðu á þetta sér pólitískar rætur og í þjóðfélag- inu em allskonar hópar sem mynda sér eigm menningu. Þannig mætti tala um unglingamenningu, aldraðramenningu og svo framvegis. Þetta er spumingin um sameiginlegan hátt tiltekins hóps við að takast á við sín vandamál og reyna leysa þau. En þessi hópskipta menning þrífst ekki nema á víðari grundvelli sem er þá menning þjóðar- innar. Saman mynda ólíkir hópar ákveðna menningu sem er eiginlega þjóðmenning." Nú ert þú prófessor í heimspeki. Hvernig stendur heimspekin í dag - eruð þið eitthvað að ná eyrum og at- hygli fólksins í auknum mæli? „Það er ríkjandi heimspekivakning. Virðist vera að fólk sé í auknum mæli að leita sér h'fsskoðunar og það leitar í auknum mæh á náðir heimspekinnar til að h'ta á hvaða hugmyndir og skoðanir koma til greina. Heimspekinámskeið fyrir böm og þessi norska bók, Veröld Soffíu, em til marks um þennan stór- aukna áhuga. Þetta er tíðarandmn. Trú- in og hluti henni skyldir hefur vikið fyr- ú vestrænni heimspeki að nokkm leyh í þessum eftium." Veröld Soffíu hefur fengið mis- jafna dóma og lærðir menn kailað hana niðursuðulega poppheimspeki. Hvað finnst þér mn slíkar sleggjur? „Þetta er bara buh. Bókin er endur- sögn og kynning á meginhugmyndum vestrænnar heimspeki ffá upphafi. Þetta er stutt kynning sem fyrst og ffernst er ætluð til þess að vekja forvitni manna. Þetta er heimspekisaga og til þess gerð að menn fari síðan og kynni sér nánar það sem þeir hafa áhuga á. Veröld Soff- íu er engin útþynning á heimspekinni heldur mjög klassísk og traust bók.“ ■ „menning: sú heild þekkingar, siðferðis, trúar og tákna sem er undirstaða mannlegs samfélags. Þróun menningar byggist á hœfni mannsins til að lœra, beita þekkingu til að bregðast við breyttum aðstœðum og miðla þekkingunni til komandi kynslóða. Það kemur meðal annars fram í verk- menningu, þar sem til dcemis klœði og híbýli koma í stað náttúrulegrar hcefni til að standast kulda, trúarbrögðum, siðum, hugmyndum, listum, menntum og tungumáli. ífom- leifafrœði eru einkenni menningar notuð til að skipta for- söguöldum í styttri skeið. Þegar ein gerð fomminja finnst í töluverðum rnceli á afmörkuðu svceði frá tilteknu tímabili er það slundum túlkað sem tiltekið menningarskeið sem greina megi frá öðrum. Þessi einkenni geta varðað til dcemis steináhalda- og leirkeragerð, húsagerð, greftrunar- siði og búskaparhcetti. “ Skilgreining íslensku alfrædiorðabókarinnará hugtakinu „menning".

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.