Alþýðublaðið - 04.05.1995, Síða 7

Alþýðublaðið - 04.05.1995, Síða 7
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ■ Bændasamtök íslands urðu til við sameiningu Stéttarsambands bænda og Búnaðarfélags íslands. Samtökin hafa ráðið Sigurgeir Þorgeirsson sem framkvæmdastjóra og í viðtali við Sæmund Guövinsson segist hann gera sér grein fyrir því að starfið verði ekki eintómur dans á rósum og úrlausnarefnin séu mörg Þurfum að losna út úr þessu kvótakerfi Við endurskoðun búvörusamningsins þarf að slaka á framleiðslustýringunni. Sigurgeir: Landbúnaðurinn hlýtur að verða að maeta einhverri samkeppni á næstunni. A-mynd: E.ÓI. Nýráðinn framkvæmdastjóri Bændasamtaka íslands segir, að sam- tökin eigi að móta þá stefnu að reyna að losna frá kvótastýringu í fram- leiðslu. Sigurgeir Þorgeirsson segir viðhorfm gagnvart innflutningi land- búnaðarvara hafa verið að breytast í þjóðfélaginu og landbúnaðurinn hljóti að mæta því á næstunni að um ein- hverja samkeppni verði að ræða. Sig- urgeir segir nauðsynlegt að kaupa jarðir bænda sem vilja hætta búskap og útvega fjármuni til þess. Áður en Sigurgeir Þorgeirsson tók við hinu nýja starfi var hann aðstoðarmaður Halldórs Blöndal landbúnaðarráð- herra. Hvemig leggst framkvæmda- stjórastaðan í Sigurgeir? ,J>etta nýja starf leggst þokkalega í mig. Ég geri mér grein fyrir þvf að þetta verður ekki eintómur dans á ró- sum. Með Bændasamtökum íslands er verið að sameina Stéttarsambandið, sem hefur verið nánast hrein hags- munasamtök, og Búnaðarfélagið, sem hefur séð um ýmsa faglega þjónustu og þá sérstaklega ráðunautaþjónust- una. Það blasir því við einhver upp- stokkun hér innanhúss og brýnasta verkefnið hér hjá samtökunum er að móta starfsemina eftir þessa samein- ingu. Raunar tel ég sameininguna ekki vera til lykta leidd fyrr en búið er að finna búgreinafélögunum farveg innan þessara heildarsamtaka, þannig að þetta harmoneri saman. Það hefur ver- ið allur gangur á því undanfarin ár.“ Er það ekki svo að þama sé jafn- vel um að ræða hagsmunaárekstra sumra búgreina? „Auðvitað er það svo að hagsmunir einstakra búgreina geta rekist á. Það er óhjákvæmilegt. Við sjáum það til dæmis í kjötinu að þar keppir ein teg- und við aðra. En síðan má segja að öll matvæfi keppi innbyrðis þannig að kjötgreinarnar geta líka litið á sig sameiginlega gagnvart öðrum mat- vælum. Aðalatriðið í jressu sambandi er að Bændasamtök Islands, sem eru heildarsamtök, geti látið einstök bú- greinafélög vinna saman innan þeirra samtaka. Það er eitt stærsta verkefhið nú til að ljúka þessari sameiningu." Það er mikið rætt um vanda sauðfjárbænda. Telur þú koma til greina að afnema kvótakerfið í þessari framleiðslu? „Ég hef aldrei farið dult með þá skoðun mína, að menn eigi að setja markið á að losna út úr þessu kvóta- kerfi. Ég held hins vegar að það sé ekki raunhæft að setja það upp þannig að leggja kvótakerfið niður frá og með næsta hausti eða eitthvað svoleiðis. Að mínu áliti eiga Bændasamtökin að reyna að móta sér stefhu í þá veru að losna frá kvótastýringu í sem allra mestum mæli. Ég get ekki nefht nein einstök skref í þá átt nema að segja sem svo að við eigum að reyna að ná því fram núna við endurskoðun bú- vörusamnings að slaka eitthvað á framleiðslustýringunni og menn vinni í þá átt að losna við kvótann. En það verður að hafa í huga að ég verð að hlíta og framfylgja þeirri stefnu sem stjórn og þing samtakanna móta á hverjum tíma þannig að minn per- sónulegi vilji skiptir kannski ekki öllu máli þótt maður vonist auðvitað til að geta haft einhver áhrif á þá stefnumót- un.“ Er landbúnaðurinn rekinn sem miðstýrður áætlanabúskapur og þar með úr takt við tímann með úr- eltri framleiðslu- og neyslustýr- ingu? . „Landbúnaðurinn hefur um ára- tugaskeið verið mjög miðstýrður. Heildarkvótinn snýr að innanlands- markaði og framleiðsla þar umfram er á ábyrgð bændanna sjálfra og sölu- samtaka þeirra og svo hefur verið frá árinu 1992. Landbúnaðurinn hefur því um þriggja ára skeið þurft að leysa sín markaðsmál sjálfur en áður. Fram til 1992 má segja að bæði 1 mjólkur- og kindakjötsframleiðslu hafi landbúnað- urinn ekkert þurft að hugsa um mark- aðsmál. Það var ákveðið fast verð fyr- ir tiltekið magn, punktur og basta. Þetta er liðin tíð. En þegar við emm að tala um mið- stýringu í landbúnaði verður líka að hafa í huga að þá emm við einungis að tala um framleiðslu á kindakjöti og mjólk. Öll önnur landbúnaðarfram- leiðsla er nánast fijáls, eða ekki háð beinum stjómvaldstakmörkunum eða afskiptum né heldur nánast neinum stuðningi. Þetta vill oft gleymast í um- ræðunni um fandbúnaðinn. Það má segja að mjólk og kindakjöt sé kannski samtals um 60 prósent af verðmæti landbúnaðarframleiðslunn- ar. Enginn önnur framleiðsla nýtur framleiðslustyrkja eða lýtur beinum stjórnvaldsaðgerðum með fram- leiðslustýringu. Ég kalla það ekki í raun þó að þessir endurgreiðslukvótar séu á fuglakjöti og eggjum. Það er ekki raunhæf kvótastýring í líkingu við það sem er í mjólk og kindakjöti." Framkvæmd GATT-samningsins er mjög til umræðu. Á að lögfesta ofurtolla á innfluttar landbúnaðar- vörur? „Tvær leiðir hafa einkum verið til umræðu. Annars vegar að lögfesta of- urtollana svokölluðu, lögfesta há- marksbindingamar, en hafa jafnframt í lögunum heimildir til þess að fella niður hæsm tolla eða vera með lægri tolla á ákveðnum vörum um ákveðinn tíma, eða jafhvel varanlega. Það er að segja, heimildir til að nýta ekki bind- ingamar að fúllu. Hin aðferðin er að reyna að setja sig niður á einhveija miðlungstolla enda sé ekki ágreiningur um að þeir tollar yrðu þó ríflegir þannig að þeir veittu í fyrstu alveg fullkomna vemd plús tíu til tuttugu prósent vemd þar umffam. Vandamálið í kringum það er fyr^t og fremst það að við erum að fara í óplægðan akur með verðlag á þeim vömm sem koma inn. Við emm með mjög grófa flokka í tollskrá þannig að það er erfitt að stilla þessa tolla af í upphafi. Við erum til dæmis með nautahakk og nautalundir í einu og sama tollnúmerinu en einn og sami tollurinn getur ekki átt við það. Auð- vitað er hægt að skipta þessu eitthvað frekar upp en þá hefiir verið talað um, að jafnframt því að setja þessa tolla á yrði jafhvel gengið ffá því að það yrði heimild bæði til hækkunar og lækkun- ar. Það er hins vegar mjög flókið dæmi og þá erum við komnir inn á þessa eilífu forræðisdeilu milli land- búnaðar- og fjámiálaráðuneytis. Fyrri leiðin er einföldust í framkvæmd og það hefur verið mín skoðun að hana ætti hiklaust að fara. Ég hef hins vegar alltaf verið þeirrar skoðunar að það væri hvorki landbúnaðinum né öðmm til góðs að festa sig í hæstu tollum í framkvæmd. En við eigum að ganga þannig ffá þeim í lögum að við höld- um til haga öllum okkar heimildum gagnvart framtíðarsamningum um ffekari niðurskurð í tollum. Mín skoð- un er því sú að það eigi að lögfesta tollabindingamar með heimildum til lækkunar ffekar en að fara hina leið- ina með heimildum til hækkunar og lækkunar sem er miklu flóknari í ffamkvæmd og lagalega séð líka.“ En þú ert fylgjandi því að einhver samkeppni komist á með innflutn- ingi búvara? „Já, já. Það er ekki að mínu viti endilega spurningin um GATT eða ekki GATT hvers verður krafist að því leyti. Viðhorfin í þjóðfélaginu hafa einfaldlega verið að breytast og verða að breytast þannig að landbún- aðurinn hlýtur að verða að mæta því á næstunni að um einhveija samkeppni verði að ræða.“ Svo við víkjum að öðru. Er ekki brýnt að leysa vanda þeirra bænda sem vilja hætta búskap en geta ekki losnað við bú sín? „Menn eru að leita leiða til að efla jarðasjóð í þessum tilgangi og ég veit ekki betur en Bændasamtökin standi heilshugar með því. Með því væri hægt að kaupa þær jarðir sem hvað erfiðast er að sftinda búskap á og eru þá jafnframt verðlausar. Menn sem ekki hafa rakað saman sparifé á liðn- um árum og verða að hætta búskap geta staðið uppi algjörlega eignalausir og jafnvel atvinnulausir um leið. Hugsunin á bak við aðgerðir til að- stoðar er þá sú að mönnum verði gert kleift að búa áffam á þessum jörðum ef þeir kjósa og ef þeir geta fundið sér önnur viðfangsefhi. Sums staðar kann að hátta þannig til að menn geti jafh- vel skapað sér aðra atvinnustarfsemi á þessum jörðum ef þeir fengju fjár- magn til þess. Þetta yrði þá þannig að jarðimar yrðu keyptar og þá peninga gæm menn notað til að koma sér upp annarri atvinnu á staðnum eða þá þeir flyttu í burtu og notuðu peningana til að koma undir sig fótunum annars staðar. Ég held að það sé ekki ágrein- ingur um þetta. Það er spumingin um hvaða fjármuni er hægt að fá í þetta. Það er alveg sama hvaða árangri markaðsstarfsemi og önnur atvinnu- þróun skilar. Einhver aðlögun í þessa átt er óhjákvæmileg. Allar þær jarðir sem nú eru í byggð verða ekki til frambúðar nýttar til sauðfjárræktar eða mjólkurframleiðslu. Ég held að allir geri sér grein fyrir þessu." ■ k I u r Kór Akureyrarkirkju Magnificat eftir Bach Næstkomandi sunnudag, 7. maí, flytur kór Akureyrarkirkju ásamt kammersveit og einsöngv- urum Magnificat eftir Johann Sebastian Bach í Akureyrarkirkju. Á þessum tónleikum verður einnig fluttur Konsert fyrir orgel og hljómsveit í F-dúr eftir Hándel. Stjórnandi og einleikari á tónleikunum er Björn Steinar Sól- bergsson. Magnificat eða Lof- söngur Maríu er einn af þrem messusöngvum rómversk-kaþólsku kirkjunnar og er efni hans fengið úr Lúkasarguðspjalli. Þessi lofsöngur hefur verið þungamiðjan í aftansöng eða kvöldtíðum og þá oft fluttur við þýskan texta. En á stórhátíðum var hann fluttur á latínu. í flutn- ingnum á sunnudaginn taka þátt með kómum fimm einsöngvarar og 20 manna kammersveit. Ein- söngvaramir em Margrét Bóas- dóttir sópran, Marta Halldórsdóttir sópran, Sverrir Guðjónsson kontratenór, Óskar Pét- ursson tenór og Michael Jón Ciarke bassi. Konsertmeistari kamm- ersveitarinnar verður Rut Ingólfsdóttir fiðluleik- ari. Tónleikamir em liður í Kirkjulistaviku í Akur- eyrarkirkju 1995 sem hefst á laugardaginn með opnun sýningar á verkum norsku vefnaðarlistakon- unnar Else Marie Jacobscn í Listasafninu á Akur- eyri. Tónleikarnir eru jafnframt afmælistónleikar Kórs Akureyrarkirkju, en á þessu ári eru liðin 50 ár frá stofnun Johann Sebasti- an Bach: Höfund- ur Magnificat sem flutt verður í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kemur. hans. Umhverfisnefnd Sam- einuðu þjóðanna Magnús varaforseti Fyrir skömmu fór fram þriðji fundur umhverfisnefndar Samein- uðu þjóðanna í New York. í upp- hafi fundarins var Magnús Jó- hannesson, ráðuneytisstjóri um- hveríisráðuneytisins, kosinn einn af varaforsetum nefndarinnar. Það féll meðal annars í hlut Magnúsar að stýra vinnunefnd nefndarinnar sem fjallar um fjárhagslega aðstoð við þróunarríkin, aðgerðir til að stuðla að breyttum ffamleiðslu og neysluháttum í heiminum, ráð- stafanir til að stemma stigu við örri fólksfjölgun og aðgerðir úl að stuðla að bættri umhverfisvemd samhliða auknu frelsi í alþjóða- viðskiptum. Stjóm nefndarinnar er kosin ár- lega og situr í eilt ár. Með setu 1 stjóm nefndarinnar gefst íslandi Magnús Jóhannesson: Nýkjörinn sem einn af varaforsetum um- hverfisnefndar Sameinuðu þjóð- anna. tækifæri á að hafa áhrif á undir- búning og skipulag næsta fundar nefndarinnar sem verður vorið 1996, en þá verða til umfjöllunar mál er varðS verulega fslenska hagsmuni, það er vemd hafsins og auðlinda þess og vemd andrúms- loftsins. Hádegisfundur Matvælamarkaður í Bandaríkjunum Amerísk-íslenska verslunarráð- ið heldur hádegisverðarfund í dag, fimmtudag, í Grand Hotel. Þar fjallar Magnús Gústafsson for- stjóri Iceland Seafood Corporaú- on um efnið: Matvœlamarkaður- inn { Bandaríkjunum - staða (s- lenskra fyrirtœkja, horfur og möguleikar. Fundurinn stendur yfir frá klukkan 12:00 úl 13:30 og er öllum opinn. Þátttöku þarf að tilkynna til Verslunarráðs. Ríkisstjórnin Milljón til Tétsjenfu Ríkisstjórnin hefur að tillögu Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra samþykkt að veita 16 þúsund dollurum eða einni millj- ón króna úl neyðaraðstoðar vegna flóttmannavandans í Tétsjeníu. Hundruð þúsunda íbúa Tétsjen- íu hafa flosnað upp ffá heimilum sínum vegna stríðsins þar. Hjálp- arstofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa tekið höndum saman um átak til að- stoðar þeim sem verst eru settir. Mannúðar- aðstoðar- deild SÞ hefur yfir- u m s j ó n með hjálp- arstarfinu og samhæf- ir aðgerðir Halldór Ásgrímsson: hinna ýmsu Lagði til í ríkisstjórn h j á 1 p a r - að ein milljón yrði s t o f n a n a send til hjálpar- sem vinna starfs í Tétsjeníu. að því að Það var samþykkt. útvega fólk-

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.