Alþýðublaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐtÐ 3 s k o ð a n i r „ Heimsk " ríkisstjórn... Það hefur löngum þótt ákjósanlegt meðal fámennra og einangraðra þjóða að unga fólkið leggi land undir fót í einhvem tíma og kynni sér framandi menningu og hugsunarhátt einsog hann gerðist hjá öðrum þjóðum. Þetta hefur þótt gott, því þetta unga fólk hefur náð þannig að sjá sína eigin þjóð í öðm ljósi en annars og jafnvel fundið lausnir á vandamálum sem Pallborðið | Magnús Árni Magnússon skrifar steðjuðu að heima fyrir. Að minnsta kosti hefur það viðað að sér nýjum hugmyndum og öðlast h'fsreynslu sem ætti að gera því kleyft að verða nýtari borgarar en ella. Þessu hefur og verið svo farið hérlendis. Það hefur að sama skapi verið álitið mönnum lítt til menningarauka að sitja alla ævi í sinni sveit og horfa á umheiminn þaðan, eins og menn sætu þar í nafla alheims- ins. Við Islendingar eigum orð yfir slíka menn, sem í tímans rás hefur fengið útvíkkaða merkingu, sökum- þess hve þetta hefur þótt lítt til þroska fallið - við köllum þá heiniska. Ágætur kunningi minn vakti athygli mína á því um daginn, að í hinni nýju ríkisstjóm Davíðs Oddssonar er ein- ungis einn ráðherra sem hefur dvalist í útlöndum lengur en sem nemur sum- arleyfisdvöl og fer vel á því að sá skuli vera utanríkisráðherrann Halldór Ásgrímsson, en hann dvaldi við nám í Noregi á árunum 1971 til 1973. Við búum því ekki bara við vonda íhalds- ríkisstjórn, heldur er hún heimsk í þokkabót. Lái mér hver sem vill, en einhvem- veginn hef ég það á tilfmningunni að það verði ekki forgangsmál hjá þessari ríkisstjóm að sjá til þess að Islending- ar sæki sér menntun til útlanda til að öðlast víðsýni og þroska. Né heldur að Island tengist í ríkari mæli því víðtæka samstarfi sem nú á sér stað meðal þjóða heimsins. Ef meta má ríkis- stjórnina út frá reynsluheimi þeirra sem í henni sitja, þá er jú nafli al- heimsins við Austurvöll... sem og á Höllustöðum. Annað sem vekur athygli er mann- gerðin sem sjálfstæðismenn velja í ráðherrastóla. Hún nefnist Homo Cand Juris og er einkynja, það er að segja karlkyns. Halldór Blöndal má þó eiga það að hann er ráðherra þó hann hafi bara klárað inntökuprófin í lög- ffæðina. Það hefur væntanlega sannað íyrir þeim sem velja ráðherra íhaldsins að hann væri vel hæfur til að læra kosningaslagorðin utanbókar. Jafnaðarmanna bíður nú það verk að vera í stjómarandstöðu gegn þess- ari ríkisstjóm. Þeirri baráttu sem nú er að heíjast verður að ljúka með þeim hætti að hún skili jafhaðarmanni inn í forsætisráðuneytið. íslenska þjóðin hefur aldrei búið við meirihlutastjóm jafnaðar- og félagshyggjumanna og má rekja orsök þess til sundurþykkju í þeirra eigin röðum. Þar er ekki þjóð- inni um að kenna, heldur eilífum átök- um og bræðravígum innan jafnaðar- mannaflokks fslands. Nú er mál að linni. Hversu oft höfum við ekki fengið að heyra þessa setningu innan hreyf- ingarinnar, en ávallt hefur á ný stigið ífam á sjónarsviðið einstaklingur sem hefur talið sig yfir jafnaðarmanna- hreyfmguna hafinn og enn á ný klofið hana í herðar niður og enn á ný aukið ótrúverðugleika hennar meðal þjóðar- innar. Ábyrgð þessara einstaklinga er mikil. Það hefur örlítið borið á því undan- fama daga, að einhverjir innan flokks- ins vilji leita að blóraböggli fyrir nið- urstöðu kosninganna 8. apríl. Það er skiljanlegt, jafnaðarmenn töpuðu all- nokkm fýlgi. Erí leitin að blóraböggl- inum skilar okkur ekkert fram á veg. Ekkert nema lengra ofan í hyldýpið. Ástæðan fyrir tapinu var enn á ný sú „ Annað sem vekur athygli er manngerdin sem sjálfstæðismenn velja í ráðherrastóla. Hún nefnist Homo Cand Juris og er einkynja, það er að segja karlkyns." sama og áður. Einstaklingur sem taldi sig yfir hreyfinguna hafinn klauf hana í herðar niður. Það er búið og gert. Nú sjáum við að okkur. Ungir jafnaðarmenn hafa á undan- förnum árum verið að byggja upp hreyfingu síría innan frá svo eftir hefur verið tekið. Ekki held ég að verði á neinn hallað þó því sé hér haldið fram að hreyfing ungra jafnaðarmanna sé nú sterkari en nokkm sinni fýrr. Það er ánægjuefríi fýrir framtíð ungra jafríað- armanna á Islandi að ENGINN úr þeim stóra hópi ungs fólks sem hefur á undanfömum ámm unnið að styrk- ingu hreyfingarinnar og framdrætti jafnaðarstefnunnar, sá ástæðu til að fylgja fyrmrn formanni sínum, Sigurði Péturssyni, í eyðimerkurgöngu „hreyf- ingar fólksins". Vemm því bjartsýn, jafnaðarmenn. Við höfum eitthvað til að byggja á, við höfum fast land undir fótum. ■ Höfundur er varaþingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík. Nú er búið að dreifa nýju Mannlífi með forsíðu- viðtali Kristjáns Þorvalds- sonar við Sigurð Sveins- son handboltakappa. Sam- tal þeirra er bráðskemmti- legt enda hefur Sigurður frá mörgu að segja. Hann talar opinskátt um pólska þurr- drumbinn Bogdan Kowalzyk sem þjálfaði landsliðið um árabil. Þótt þeim hafi oft lentsaman ber Siggi virðingu fyrir Bogdan, - að vísu með þeim fyrirvara að Bogdan var „frekar leið- inlegur persónuleiki. Hann var mjög grófur við leik- menn. Lét þá vita að þeir væru aumingjar." Sigurður segir að Pólverjinn hafi átt það til að segja mönnum að kaupa byssu og skjóta sig eða hlaupa fyrir strætó, ef þeir stóðu sig ekki nógu vel. Siggi: Hann kallaði það „kvalítet" þegar hann var að skoða föt á hagstæðu verði. Skipti þá engu þótt fötin væru þremur númerum of stór, það var „kvalítetið" sem skipti máli... Ekki alls fyrir löngu kom út fyrsta tölublað bók- menntatímaritsins Andblær, á vegum nokkurra ungra höfunda. Nú er alkunna að flest íslensktímarit um listir deyja drottni sínum í vöggu. Það er því ánægjuefni að nýr Andblærer kominn út, og meira að segja talsvert ferskur. Að minnsta kosti leggja ýmsir ágætir höfund- ar hönd á plóg: Þórður Helgason, Sigurður A. Magnússon, Þorvaldur Þorsteinsson, Kjartan Árnason, einhver sem kall- ar sig Glímaldin, Birgitta Jónsdóttir og Birgir Svan Símonarson. Forvitnilegt... Upplýsingadeild Háskóla Islands var að gefa út forvitnilegt rit. Það heitir Sérfrædingurinn og hefur að geyma skrá um sérþekk- ingu prófessora, dósenta, lektora og sérfræðinga við Háskólann. Hægt er að fletta upp mörghundruð atriðis- orðum og finna hver er sér- fræðingur í málinu. Dæmi af handahófi um sérþekkingu háskólamanna: afleiðujöfn- ur, áfengisneysluvenjur ís- lendinga, bitlæknisfræði, efl- ing brjóstagjafar, brottfalls- nemendur, René Descartes, erfðatækni hveraörvera, frammistöðu- samtöl, fríir radikalar, geim- réttur, hegðunarerfiðleikar, heilgóma- og partagerð, hvarfljómun, kjálkaliðir, kosningahegðun, Ijóðaþýð- ingar, tengslamyndun ný- bura, ólínuleg greining, prófkvíði, skólphreinsun, spænsk kvikmyndagerð, ættartölurit 17. aldar. Júneimitt... h i n u m e "FarSide" eftir Gary Larson. Helgi á veitingastaðnum Kentucky Fried Chicken vígði fyrir skömmu nýtt HÆNSNASAFN á Selfossi. Það á vafalaust eft- ir að verða eitt helsta aðdráttarafl bæjarins í framtíðinni... f i m m f ö r n u A að leyfa áfengisauglýsingar hér á landi? Magnús Hafsteinsson, múrari: Nei, alls ekki. Júlía Katrínardóttir, veg- farandi: Nei, mér finnst það fáránlegt og þá sérstaklega þegar íþróttir eiga í hlut. Halldór Gylfason, lager- Lilja Baldursdóttir, með- Vala Hjartardóttir, af- maður: Já, það á að leyfa ferðarfulltrúi: Já, það á að greiðslumaður: Já, mér áfengisauglýsingar og enn- leyfa þær vegna þess að tví- finnst það alveg sjálfsagt. fremur á að leyfa vínsölu í skinnungurinn í þessu máli er verslunum. svo mikill. v i t i m e n n Það hljómar dálítið mótsagnakennt en samt finnst mér að núna fyrst sé ég tilbúin til að fara í sambúð. Þó tók ég aldrei neina ákvörðun um að búa ein. Þetta er einfaldlega ein af þessum tilviljunum í lífinu. Þar að auki geri ég miklar kröfur. Ef ég hæfi einhvemtímann sambúð yrði sá „eini sanni“ að vera fjall- myndarlegur, sterkefnaður og viðræðugóður - hvorki meira né minna! Kristín Ástgeirsdóttir á opinskáu nótunum í nýútkomnu Nýju lífi. 35 ára karlmaður úr Reykjavík hefur verið ákærður fyrir íkveikju með því að hafa hent mólotov- kokteili inn um rúðu á skrifstofu- húsnæði í eigu borgarinnar... Maðurinn var einnig grunaður um að hafa kveikt með sama hætti í vinnuskúr í eigu borgarinnar og í tveimur sorpbílum... Sakborningurinn var starfsmaður hjá hreinsunardeild borgarinnar og var á sínum tíma ósáttur við að vera sagt upp. Já, atvinnurekendur skyldu ávallt fara varlega í aö segja starfsmönnum sínum upp störfum. DV í gær. Chirac þótti óstýrilátur unglingur og neitaði í fyrstu að stunda langskólanám eins og foreldrarnir vildu. Á þessum tíma orti hann ljóð og lá yfir bókum. Þegar hann var 15 ára byrjaði hann að læra sanskrít en hætti því og lærði rússnesku, sem hann talar reiprennandi. 17 ára flúði hann París og réði sig á flutningaskip til að sýna að hann vildi ekki ganga menntaveginn. Óvænt mannlífsmynd af nýkjörnum forseta Frakklands, Jacques Chirac. Þessir stjórnmálamenn... Mogginn í gær. Æsa hlaut 9,7 í mcðaleinkunn sem er frábær árangur, ekki síst þar sem hún er 3ja bama húsmóðir og bóndi í Mývatnssveitinni. Þess skal getið vegna orðanna „ekki síst" að eiginmaður Æsu Hrólfsdóttur mun hafa passað börnin fyrir noröan á meðan hún stundaði nám í Nuddskólanum í Reykjavík. Tíminn í gær. Villtir á Vefnum Villtir á vefnum hafa fengið af- ar jákvæð og sterk viðbrögð við upplýsing- unum sem við veittum um Penthouse- heimasíðuna í gær. Nú hefur okkur verið bent á fleiri slík viðurstyggileg Netföng sem full ástæða er til að hvetja fólk til að setja sig í sam- band við og mótmæla harðlega því at- hæfi sem þar fer fram. Playboy-klám- veldið hefur óáreitt um langt skeið haft httprfwww.playboy.com, aðallega til að auglýsa saurugar hugsanir eiganda þess, Hugh Hefner. Kynlífssjoppan Excelsior kynnir gúmmiklædda batterís- titrara og önnur álfka syndsamleg appa- röt á http://www.io. org:80/~ excels/sex.html. Hin löglegu en ákaf- lega siðlausu hóruhús í Nevada í Bandaríkjunum opinbera starfsemi sína rækilega á http://www.para noia.com/faq/prostitution/. Eitt leyndardómsfullt Netfangið til viðbótar er http://zoom.lm.com/inter sex.html?myage=248tconsent=yes en þvf miður höfum við ekki náð að kanna hvaða subbuskapur er þar á ferð- inni. í öllu falli verður að stöðva þennan óþverra áður en hann nær að spilla fleiri saklausum sálum... veröld ísaks Hinum víðfræga og sigursæla breska flotaforingja Nelson tókst aldrei að vinna bug á heiftarlegri sjóveikinni sem lék hann grátt hverja einustu stund sem hann dvaldist á skipsfjöl. (Hversu mikið sem reynt er að venja fólk af sjó- veikinni með því að taka það til sjós þá mynda 5% aldrei mótstöðuafl gegn henni.) Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.