Alþýðublaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ1995 s t i ó r n m á I Andstaðan gegn ■ í nýjasta hefti hins virta tímarits um alþjóðamál, Foreign Affairs, er að finna beinskeytta grein eftir Noel Malcolm um muninn á „Evrópu" og Evrópu, þarsem hann segir Evrópusambandinu hressilega til syndanna. Malcolm er kunnur breskur dálkahöfundur og rithöfundur. Hann er höfundur nýlegrar bókar, sem hlotið hefur mikið lof, um sögu Bosníu og Herzegóvinu. En hér er reytir hann semsagt fjaðrir af Evrópu innan gæsalappa. Þegar umræður stóðu sem hæst í Bretlandi á árunum 1991-93 var í gangi einhver sefjandi áhersla á orðalag sem snerti flutninga. Við vor- um vöruð við því að við mættum ekki missa af ferjunni eða af strætis- vagninum, okkur var tjáð að hætta vaéri á því að við stæðum eftir á brautarpallinum þegar lestin brunaði hjá, eða að ef við sýndum málinu ekki nægilegan áhuga myndum þurfa að hossast í aftasta vagninum. F y r r i h I u t i Andstaðan gegn „Evrópu“ er ekki það sama og andstaða gegn Evrópu. Þvert á móti. ,JEvrópa“ er áætlun, hug- tak, málstaður: hið endanlega mark- mið sem Evrópusambandið hefur ver- ið að þróast í átt til, allt frá því að það steig sín fyrstu hikandi skref á sjötta áratugnum. í hugtakinu ,J3vrópa“ felst sameinað evrópskt ríki með eigin stjómarskrá, rikisstjóm, þing, mynt- kerfi, utanríkisstefnu og her. Þegar er búið að leggja drög að sumu af þessu, og áætlanir eru nógu langt á veg komnar til þess að hægt sé að átta sig á hvert stefnir. Allir þeir sem styðja Evrópu - það er að segja þeir sem vilja auka frelsi og velmegun allra þeirra sem búa í heimsálfunni Evrópu - hljóta að lfta á sköpun þessarar stór- kostlega tilgerðarlegu pólitísku ein- ingar með í senn andúð og ótta. Hin samansúrraða áætlun um „Evr- ópu“ er næstum alveg búin að leggja undir sig hina upprunalegu merkingu orðsins. I flestum Evrópulöndum talar fólk nú á dögum einfaldlega um að vera með eða á móti „Evrópu"; og hver sá sem lýsir yfir efasemdum sín- um um aukinn pólitískan sammna á yfir höfði sér að vera sakaður um ein- tóma þjóðrembu í garð annarra þjóða í álfunni. Aðrir þættir í ,JEvrópuumræð- unni“ styðja þessa afstöðu. Þegar um- ræður um Maastricht-sáttmálann stóðu sem hæst í Bretlandi á árunum 1991-93 var í gangi einhver sefjandi áhersla á orðalag sem snerti flutninga. Við vorum vöruð við því að við mætt- um ekki missa af fetjunni eða af stræt- isvagninum, okkur var tjáð að hætta væri á því að við stæðum eftir á braut- arpallinum þegar lestin brunaði hjá, eða að ef við sýndum málinu ekki nægilegan áhuga myndum þurfa að hossast í aftasta vagninum. Allt þetta orðaval gaf til kynna að leiðin væri skýrt mörkuð fram á við og áfanga- staðurinn ákveðinn og ljós. Annað- hvort studdi maður ferðina á þennan áfangastað, eða þá að maður var á móti „Evrópu". Sá möguleiki að fólk kynni að styðja einhver önnur jákvæð markmið fyrir Evrópubúa var á þenn- an hátt upprættur úr vitund evrópskra stjómmálamanna. Hugtakið „Evrópa" felur því í sér að menn líta á það sem sögulega nauðsyn. Þessi afstaða getur birst í nokkrum myndum. Stundum er um að ræða útópíska trú á óhjákvæmilegar framfarir, eða allt að því marxíska trú á járnbent lög sögulegrar þróunar (sem í þessu tilfelli felast í hnignun þjóðríkjanna), og stundum verður ekki betur séð en um sé að ræða einhvers- konar kortagerðardulspeki sem þýðir að menn trúa því statt og stöðugt að tiltekin stór svæði á landakortinu þrái ekkert heitar en að renna saman í eina pólitíska heild. En allir þessir þættir hafa mátt þola þung högg frá sögu tuttugustu aldarinnar. Þeir sem tala hæst um að eitthvað sé óhjákvæmi- legt, það eru gjarnan þeir sömu og þurfa að snúa veröldinni á hvolf til þess að ná fram þeim breytíngum sem þeir æskja. Uppruna „Evrópu" í merkingunni pólitískt markmið má rekja aftur til nokkurra stjómmálamanna, rithöfunda og hugsjónamanna á árunum milli stríða. Meðal þeirra má nefna kenn- ingasmiðinn Richard Coudenhove- Kalergi (sem var austurrískur í aðra ættina, en japanskur í hina), Carlo Sforza fyrrverandi utanrfkisráðherra Ítalíu og Jean Monnet sem var fransk- ur koníakssölumaður sem gerðist al- þjóðlegt möppudýr. Þegar hugmynd þeirra um skyn- sama og sameinaða Evrópu komst fyrst á kreik á þriðja og fjórða ára- tugnum virtist hún ósköp svipuð í anda og herferðin sem þá stóð líka yfir til þess að gera esperanto að alheim- stungumáli. Hver hefði getað sagt með einhverri vissu fyrir um það á þessum árum, að á bakvið aðra hug- myndina lægi söguleg nauðsyn en tómir loftkastalar á bakvið hina? Það er vissulega enginn vandi að sjá fyrir sér allt aðra sögu Evrópu eftir síðari heimsstyijöldina þarsem Evrópusam- bandið kemur ekkert við sögu, og í sögubókum þessarar ímynduðu en vel hugsanlegu Evrópu myndi hugmyndin um sameiningu álfúnnar því ekki vera annað en svolítil neðanmálsgrein um nokkra sérvitringa, rétt einsog nú er raunin um alþjóðleg samtök esperant- ista. Staðreyndin er vitanlega sú að ekkert er óhjákvæmilegt nema menn- imir láti svo verða. Hvötin að baki hugmyndinni um „Evrópu" kom frá fáeinum stjórn- málamönnum í Frakklandi og Þýska- landi sem komust að þeirri niðurstöðu að yfirþjóðleg stoíhun gæti linað hina þrálátu kappsemi Frakka og Þjóðveija, en samkeppni þessara tveggja þjóða töldu þeir að væri rótin að hinum þremur stórstyijöldum í Evrópu síðan 1870. Til að ná þessu markmiði hefði út af fyrir sig verið alveg nóg að gera samstarfssamning milli þjóðanna tveggja. En svo vildi til að einmitt um sama leyti voru önnur öfl einnig farin að segja til sín í Evrópu, ekki síst kalda stríðið. Það hafði í för með sér að aukin pólitísk samvinna ríkjanna í Vestur-Evrópu varð æskileg. Miklu skipti einnig illa dulin andúð forseta Frakklands, Charles de Gaulle, í garð „les Anglo-Saxons“, en vegna þeirrar andúðar leit hann með velþóknun til Evrópusambandsins, sem hann taldi að Frakkar gætu drottnað yfir án af- skipta Breta. En jafnvel þótt ýmsir ytri þættir þrýstu þannig á aukna samvinnu Evr- ópuríkjanna er ólíklegt að hugmyndin um „Evrópu“ hefði komist á koppinn, nema vegna útsjónarsemi nokkurra einstaklinga og þar voru fremstir í flokki Monnet og Robert Schuman, fyrrverandi utanríkisráðherra Frakka. Sú aðgerð sem þeir fundu upp er nú kölluð „nytjastefna" af stjórnmála- fræðingum. Með því að blanda hag- kerfum landanna smátt og smátt æ meira saman álitu þeir að þá yrði um síðir litið á pólitískan samruna sem eðlilegt framhald á samvinnu sem þegar væri orðin náin. Schuman komst svo að orði árið 1950: .JEvrópa verður ekki reist í einni lotu, né í einu lagi. Hún verður reist með raunveru- legum framförum sem munu skapa samstöðu í raun.“ Og þannig hefur þessari aðferð ver- ið beitt. Fyrst var stofnað Kola- og stálbandalag nokkurra Evrópuríkja, sfðan tóku þau að láta landbúnaðarmál og verslun til sín taka (Rómarsáttmál- inn), því næst umhverfismál, vísindi og þróunarmál (Single European Act), þamæst flutningamál, námsstaðla og innflytjendastefnu, og loks hljóp af stað skriða aðgerða til að búa í haginn fyrir fullkominn efnahagslegan og peningalegan samruna (Maastricht- sáttmálinn). Jafnframt þessu hafa stöðugt verið stigin fleiri skref í átt til pólitískrar sameiningar, með vexti Evrópudómstólsins, þróun Evrópu- þingsins frá því að vera kjaftasam- kunda fulltrúa sem ríkisstjórnir út- nefndu til þess að vera raunverulegt löggjafarþing þjóðkjörinna fulltrúa. Ennfremur má nefna útfærslu meiri- hlutakosningar hjá Ráðherraráði ESB, og loks eitthvað sem boðað var í Ma- astricht- sáttmálanum og kallað evr- ópsk borgararéttindi en ennþá hafa ekki verið skilgreind. Nánast hvert einasta skref sem stigið hefur verið í átt til pólitískrar einingar hefur á hveijum tírna verið réttlætt þannig að aðeins sé um að ræða hagræðingu: það þarf að breyta svoh'tið til að auð- velda sámstarfið, gera kerfið skilvirk- ara, eða bregðast við nýjum aðstæð- um. Efnahagslegar breytingar og flutningur á sífellt fleiri málaflokkum til Evrópusambandsins er á sama hátt réttlætt með því aðeins sé um að ræða hagræðingu. En um leið tala sumir stjórnmálaforingjar á meginlandinu opinskátt um hið endanlega pólitíska markmið: sem bandaríki Evrópu. Það ri'kir einkennilegur tvískinn- ungur í „Evrópuumræðunni“ milli „hagræðingarsinna" og „hugsjóna- manna“. En þessi tvískinnungur er prýðilegt dæmi um „nytjastefnuna" í reynd. Röksemdimar fyrir „Evrópu“ sveiflast fram og til baka, milli full- yrðinga um efnahagslegan ávinning annarsvegar, og hinsvegar upphrópana um pólitískar samvinnuhugsjónir. Ef maður efast um að ,JEvrópa“ hafi í för með sér allan þann efnahagslega ávinning sem fullyrt er, þá er svarið: ,Ja, það má vera að þú hafir rétt fyrir þér, og þetta eða hitt muni síður en svo leiða til ábata, en er það ekki létt- vægt tap miðað við hina undurfögru pólitísku hugsjón?" Og efist maður um að hin undurfagra pólitíska hug- sjón sé rétt, þá er svarið: „Vertu ekkert að velta þér uppúr því, hugsaðu frekar um það hvað við munum græða á þessu.“ En sannleikurinn er sá að báð- ar röksemdirnar fyrir „Evrópu" eru meingallaðar. Sú efnahagsstefna sem Efnahags- bandalag Evrópu setti fram á sínum tíma bar augljós merki þess að vera samsuða sjónarmiða Frakka og Þjóð- veija. Þýskur iðnaður fékk tækifæri til að dæla vörum sínum yfir hin ríkin með sérstökum reglum sem settar voru til þess að hindra vemdaraðgerð- ir einstakra ríkja gegn verslun og sam- keppni frá öðrum löndum þessa „sam- eiginlega markaðar". Frakkland fékk hinsvegar í staðinn flókið vamarkerfi fyrir landbúnað sinn, og var það kall- að „sameiginlega landbúnaðarstefn- an“. Almenn markmið sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar vom sett fram í grein 39 í Rómarsáttmálanum. Þar var einvörðungu kveðið á um stöðug- leika á markaði og „sanngjöm hfskjör fyrir þá sem vinna að landbúnaði“. Á þessum bláþræði hafa Frakkar síðan reist eitthvert flóknasta vemdarkerfi fyrir landbúnað í gervallri sögu mannsins. Kerfið byggist upp á háum vemdartollum, háum niðurgreiðslum til útflutnings og innra verðmyndunar- kerfi sem byggist á miklum kaupum á landbúnaðarvömm, óháð eftirspurn. Þetta er dýrasta verðmyndunarkerfi sem ennþá hefur verið fundið upp, þarsem það byggist á því að milljónir tonna af umframframleiðslu em keypt umyrðalaust og birgðir hlaðast því upp. En þegar þessi sameiginlega landbúnaðarstefna var komin í fullan gang árið 1967 var verð það sem bændur í Efnahagsbandalaginu fengu greitt fyrir nautakjöt sitt 175% hærra en heimsmarkaðsverð, verð á hveiti var 185% hærra, verð á smjöri 400% hærra og verð á sykri 440% hærra. Árlegur kostnaður við þessa landbún- aðarstefnu er nú um þijúþúsund millj- arðar króna (3.000.000.000.000) og fer hækkandi. Tahð er að rúmlega tíu hundraðshlutar þessarar upphæðar hverfi beint í hít svindlara og svika- hrappa. Vegna þessarar steftiu greiðir hver einasta fjögurra manna fjölskylda í Evrópu nú um það bil hundrað þús- und krónum meira en ella í matar- kostnað. Þama er auðvitað á ferð dulin skattheimta, sem nemur til dæmis hærri upphæð en „nefskatturinn" al- ræmdi sem olli því að fólk lét ófrið- lega á götum Lundúna. Jafnvel hörðustu talsmenn „Evr- ópu“ fara alltaf svolítið hjá sér þegar minnst er á sameiginlegu landbúnað- arstefnuna. Henni fylgir tröllaukin spilling - ímyndaðar útflutningsvömr eru niðurgreiddar, smyglvarningur merktur sem ESB-framleiðsla, geysi- legir styrkir greiddir til ítalskra ólífu- lunda sem alls ekki eru til, og svo framvegis - en það er þó kerfið sjálft sem mest er athugavert við. Fyrir ein- um eða tveimur áratugum heyrðust stundum þær raddir að smjörfjall Evr- ópusambandsins og önnur þau fjöll sem hlóðust upp af landbúnaðarvörum tryggðu að minnsta kosti nægar vistir handa Evrópubúum ef óvinir settust um álfuna. Sú röksemd virtist jafnvel þá heldur lýr í roðinu og er núna útí hött. Ef gengið er hart að stuðnings- mönnum þessa kerfis halda þeir gjam- an ffam að verið sé að vinna að úrbót- um á því, og benda á að kjötfjöllin hafi lækkað og rauðvínsvötnin sömu- leiðis. En þessum úrbótum hefur að- eins verið náð með því að eyða meiri peningum í alræmda hliðarsjóði sem borga bændum fyrir að framleiða ekki neitt. Oftar segja stuðningsmenn „Evr- ópu“ þó aðeins að landbúnaðarstefhan sé vissulega óheppilegt smáatriði en þeir geri sér fulla grein fyrir vand- kvæðunum við hana. Milli línanna liggur að það sé hálfgerður dónaskap- ur að nota landbúnaðarstefnuna til að sverta ímynd „Evrópu“. En landbúnaðarstefnan er ekkert smáatriði. Landbúnaðarmálin taka til sín langsamlega mest af fjármagni Evrópusambandsins og hirða á hveiju ári um það bil 60% af fjárlögum þess. Landbúnaðarstefnan ræður úrslitum um viðskiptastefnu ESB út á við og dregur mjög verulega úr möguleikum fátækari ríkja annarsstaðar til þess að flytja út sínar eigin landbúnaðarvörur, það er að segja keppa við hinar niður- greiddu landbúnaðarvörur ESB. Land- búnaðarmálin höfðu nærri gengið af Urúgvæ-lotunni um skatta- og tolla- mál (GATT) dauðri, vegna þeirrar órökréttu og ofsalegu áherslu sem Frakkar lögðu á vemd fyrir landbúnað sinn - órökrétt var þessi áhersla vegna þess að landbúnaðarvörur eru aðeins 4% af þjóðarframleiðslu Frakka og hin 96% hefðu augljóslega haft hag af lægri tollum. Það er engin leið að gera sér grein fyrir því hvernig „Evrópa" muni spjara sig á efnahagssviðinu án þess að byija á sameiginlegu landbúnaðar- stefnunni, og það er heldur engin leið að rannsaka þessa landbúnaðarstefnu án þess að komast að þeirri niðurstöðu að hún sé umfram allt tröllaukin sóun á íjármunum. Jafnvel ESB sjálft, sem rekur þetta kerfi, hefur viðurkennt að „bændur virðast ekki hafa grætt neitt á þeim auknu styrkjum sem þeir hafa fengið". Ákafir stuðningsmenn „Evr- ópu“ láta oft móðan mása um afreks- verk einsog þýsku hraðbrautimar eða franska jámbrautarkerfið, en hvom- tveggja komu ríkisstjómir þjóðríkja á fót. Eiginlega það eina sem ESB sjálft hefur afrekað - það eina sem það hef- ur reist frá gmnni og rekið uppá sitt eindæmi - er sameiginlega landbún- aðarstefnan. Sú staðreynd lofar ekki góðu fyrir framtíðina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.