Alþýðublaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 1
r ■ „Oskiljanleg afstaða" Guðmundar Bjamasonar í garð bænda, neytenda og launþega í Borgarnesi Mikið á sig lagt til að koma í veg fyrir samkeppni -segir Páll Kr. Pálsson forstjóri Sólar hf. Kaupfélagsstjórinn sagði ósatt um viðræðurnar. ' „Mjólkurbúið í Borgamesi er eina búið sem gæti farið í framleiðslu á mjólk sem yrði í samkeppni hér á höf- uðborgarsvæðinu. Það vita allir sem hafa unnið í samkeppni að samkeppni er eitthvað sem Mjólkursamsalan og Osta- og smjörsalan leggja mikið á sig til að koma í veg fyrir. Það þarf eng- inn að segja mér að ekki hafi verið hringt í Guðmund Bjarnason af mönnum sem vildu stöðva þetta mál,“ sagði Páll Kr. Pálsson forstjóri Sólar hf. í samtali við Alþýðublaðið. Forráðamenn Sólar vildu kanna möguleika á að stofna fyrirtæki í fé- lagi við aðila í Borgamesi og bændur í héraðinu til að vinna safa og mjólkur- vörur í mjólkurbúinu í Borgamesi. Ef þetta hefði orðið að veruleika hefðu skapast störf fyrir að minnsta kosti 80 manns í Borgamesi. Fyrir lá samning- ur um úreldingu á búinu en undir hann hafði ekki verið skrifað af fyrrverandi landbúnaðarráðherra. „Ég taldi- að nýr landbúnaðarráð- herra, sem ekki hefði gefið út neinar yfirlýsingar í máhnu, hefði svigrúm til að kanna þann valkost sem Sól bauð. Ég talaði við Guðmund Bjamason á þriðjudaginn í síðustu viku og gerði honum grein fyrir okkar hugmyndum. Hann tók mér mjög vel en sagðist þurfa skilaboð frá einhveijum stjóm- armönnum í Kaupfélagi Borgfirðinga um að þeir hefðu áhuga á að skoða þennan valkost. Hann sagði að ég skyldi fara að vinna í málinu sem ég og gerði,“ sagði Páll. Páll hafði sfðan samband við Þóri Pál Guðjónsson kaupfélagsstjóra sem ekki komst til fundar fyrr en á fimmtudag. Á þeim fundi kvaðst Þórir Páll bundinn fyrri ákvörðun um úreld- ingu mjólkurbúsins en Páli væri fijálst að ræða við hvaða stjómarmann kaup- félagsins sem væri. ,Eyrstu viðræðum um málið fóm raunar fram í septem- ber þegar ég kynnti Þóri Páli hug- myndir okkar en þá hafði hann ekki áhuga. Það er því ósatt sem hann segir í Tímanum að hann hafi fyrst heyrt um málið á fundinum á fimmtudaginn," sagði Páll Kr. Pálsson. „Eg lét boð berast til aðila í ríkis- stjóminni að við værum að vinna í þessu máli og reyndi þar með að vinna landbúnaðarráðherra stuðning þar. Klukkan átta á föstudagsmorgun átti ég fyrsta fundinn með einum stjómarmanni kaupfélagsins, síðan fund með öðmm stjómarmanni í há- deginu og þeim þriðja síðdegis. Þeir vom allir mjög jákvæðir en þá kom í ljós að um morguninn hafði landbún- aðarráðherra ákveðið að skrifa undir úreldingarsamninginn. Miðað við það sem ráðherra sagði við mig óundirbú- inn á þriðjudaginn og síðan afstöðu hans á föstudagsmorgun er augljóst að hann var búinn að skipta um skoðun. Það gera menn ekki upp á eigin spýtur á tveimur dögum í svona máli,“ sagði Páll. „Sá valkostur sem við vildum að yrði skoðaður án allra skuldbindinga var að við flyttum alla okkar safalfam- leiðslu upp í Borgames," sagði Páll. „Nokkrir aðilar, kaupfélagsstjórinn í Borgarnesi, landbúnaðarráðherra, Mjólkursamsalan og Osta- og smjör- salan komu í veg fyrir að þessi val- kostur kæmist á umræðugrundvöll. Með hagsmuni bænda, launþegar í Borgamesi og neytenda í huga er þetta óskiljanlegt," sagði Páll Kr. Pálsson. Andstaðan gegn „Evrópu" í Alþýdubladinu í dag er fyrri hluti greinar sem nýverið birtist í Foreign Affairs, hinu virta tímariti um alþjóðamál, eftir breska rithöfundinn Noel Malcolm. Þar segir hann Evrópusambandinu hressilega til syndanna. Malcolm segir í upphafi: „Andstaðan gegn „Evrópu" er ekki það sama og andstaða gegn Evrópu. Þvert á móti. „Evrópa" er áætlun, hugtak, málstaður: hið endanlega markmið sem Evrópusambandið hefur verið að þróast í átt til, allt frá því að það steig sín fyrstu hikandi skref á sjötta áratugnum. í hugtak- inu „Evrópa" felst sameinað evrópskt ríki með eigin stjórnarskrá, ríkisstjórn, þing, myntkerfi, utanríkisstefnu og her. Hin samansúrraða áætlun um „Evrópu" er næstum alveg búin að leggja undirsig hina upprunalegu merk- ingu orðsins. í flestum Evrópulöndum talar fólk nú á dögum einfaldlega um að vera með eða á móti „Evrópu"; og hver sá sem lýsir yfir efasemdum sín- um um aukinn pólitískan samruna á yfir höfði sér að vera sakaður um ein- tóma þjóðrembu í garð annarra þjóða í álfunni." Sjá nánar á miðopnu. Freyja afhjúpuð í Fjörukránni Fjörukráin í Hafnarfirði setur sterkan svip á ferðaþjónustu á íslandi og í dag verður haldið upp á fimm ára afmaeli staðarins með látum. Jóhannes Viðar Bjarnason staðarhaldari stendur þarna við líkneski af Freyju sem sjálfur Sverrir Ólafsson gerði. Allsherjargoðinn Jörmundur Ingi Hansen mun láta til sín taka og vígja nýtt hof (t baksýn) sem tileinkað er Freyju. A-mynd: E.ÓI. Léttolía.. . Jón G. Þórísson hjá Eureka sést hér breyta áfengri bjórauglýsingu yfir í létta bjórauglýsingu í Laugardalshöll í gær. Samkvæmt fyrirmælum lögreglustjórans í Reykjavík ákváðu forráðamenn HM '95 að bæta orðinu „léttöl" inn á bjórauglýsingar frá þýska fyrirtækinu Warsteiner. Það verður fróðlegt fyrir þýska sjónvarps- áhorfendur að spá í það hvað islenska orðið „léttöl" þýðir. Síðari hluti orðsins „öl" þýðir olía á þýsku. A-m»nd:E.ói. ■ Hópur alþýðubandalagsmanna stofnar „Landsnet um formannskjör Margrétar Frímannsdóttur" Margrét tilkynnir um framboð sittá morgun Framboð Margrétar uppgjör við flokkadrætti og deilur innan Alþýðubandalagsins, segja stuðningsmenn. Væntanlegur formannsframbjóðandi Alþýðubandalagsins naut veðurblíð- unnar í miðbænum i gær. „Við viljum glaðbeittan formann," segja stuðn- ingsmenn hennar. A-mynd: E.ÓI. Samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum Alþýðublaðsins mun Margrét Frímannsdóttir tilkynna á morgun að hún gefi kost á sér til for- mennsku í Alþýðubandalaginu. Hún mun því væntanlega takast á við Steingrím J. Sigfússon, núverandi varaformann, um hvort þeirra leysir af hólmi Ólaf Ragnar Grímsson í haust. f samtali við Alþýðublaðið í gær vildi Margrét ekki tjá sig um mál- ið en sagði að hún myndi kynna ákvörðun sína síðar í vikunni. Hópur alþýðubandalagsmanna hef- ur stofnað „Landsnet um formanns- kjör Margrétar Frímannsdóttur". Landsnetið sendi frá sér tilkynningu í gær þarsem sagt er að framboð Margrétar sé uppgjör við flokkadrætti og deilur liðins tíma innan Alþýðu- bandalagsins. Fyrir hönd Landsnets skrifa undir bréfið þau Róbert Mars- liall úr Vestmannaeyjum, sem skipaði 5. sæti G-listans í vor, og Þuríður Pétursdóttir úr Mosfellsbæ. í tilkynningunni segir að Margrét sé óumdeildur stjórnmálamaður sem leggi „meira uppúr gleði, fræðslu og þjálfun í flokksstarfi heldur en að safna um sig hörðum kjama sem öllu ræður.“ Landsnetsmenn Alþýðu- bandalagsins vilja „heiðarlega, mál- efnalega og glaðbeitta konu sem for- mann.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.