Alþýðublaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ó r n m á I „ Evrópu Sameiginlega landbúnaðarstefnan gefur tóninn í allri verslunarstefnu ESB. Þótt ósanngjarnt sé að lýsa hegðun ESB þannig að það sé „Evr- ópu-virkið“ (ennþá), þá er eigi að síð- ur rétt að „Evrópa" hefur komið sér upp flóknu tollakerfi og óréttlátum viðskiptasamningum til þess að vemda viðkvæmar framleiðslugreinar sínar. Tollar eru hæstir á landbúnaðar- vömm en þar fyrir neðan koma tollar á vörar á borð við stál, vefnaðarvörur, fatnað og skæði (einsog Pólverjar, Ungverjar og Tékkar hafa rekið sig óþægilega á, þarsem helstu útflutn- ingsvörar þeirra era stál, vefnaðarvör- ur, fatnaður og skæði). ESB hefur staðið fremst í flokki í því að hvetja riki á borð við Japan til þess að leggja sjálft hömlur á útflutning sinn til ESB. Þar að auki hefur ,JEvrópa“ sýnt ótrú- lega hugkvæmni við að fara í kiingum ráðstafanir GATT til þess að fella tollamúra og hefur tekist að setja fjöl- skrúðugar skorður við innflutningi á óteljandi hátæknivörum frá Japan, Kóreu, Hong Kong og fleiri ríkjum. I nýlegri athugun á viðskiptastefnu ESB sem gerð var af L.A. Winters notar hann orðalagið „stýrt frelsi" til þess að útskýra lélega framgöngú ESB við að tryggja fijálsa verslun. „- Stýrt ffelsi kemur í stað raunveralegs frelsis í viðskiptum," skrifar Winter, „en kemur ekki að sama gagni þarsem það dregur yfirleitt úr samkeppni á einmitt þeim sviðum sem þurfa mest á aukinni framleiðni að halda.“ Og þetta kemur auðvitað ekki á óvart því við- skiptastefna ESB er niðurstaðan af pólitískum hrossakaupum þarsem rík- isstjómir aðddarlandanna keppast um að vernda sínar framleiðsluvörur. Gríðarlegir ríkisstyrkir tíðkast til þeirra atvinnuvega sem þjóðimar Kta á sem stolt sitt, bflaframleiðslu í Frakk- landi, stáhðju á Spáni, rfldsflugfélaga í Belgíu og Grikkiandi og svo framveg- is. Þar að auki Kta embættismenn ESB f Brussel á sig sem fulltrúa þeirrar hefðar sem spratt upp í Frakklandi, og felst í því að ríkið eigi sjálft að velja og styrkja myndarlega við vissar framleiðslugreinar. Þetta var hugsunin á bakvið nýtt átak sem ESB hóf árið 1986 og gekk út á að „styrkja vísinda- legan og tæknilegan grunn evrópsks iðnaðar". í raun þýðir þetta að tug- milljónum króna af skattpeningum fólks er fleygt til þess að þróa franska örgjörva sem aldrei munu geta keppt við örgjörva ffá Austur-Asíu á fijáls- um markaði. Bakvið tollmúra Evrópusambands- ins hefur vissulega verið komið á fót einskonar frjálsum markaði. Ymsar hindranir á viðskiptum hafa verið fjar- lægðar (þótt aðrar hindranir standi enn, sérstaklega á sviði þjónustu, ein- sog bresk tryggingafélög sem reynt hafa að komast inná þýskan markað hafa uppgötvað) og iðnaðurinn hefur ugglaust haft gott af þessari þróun í átt að innra fijálsræði. En þegar til lengri tíma er litið kunna áhrifin samt að verða fremur til ills en góðs. Þegar reynt er að jafna samkeppnisgrandvöll fyrirtækja í „Evrópu“ er grandvöllur- inn ævinlega færður uppá við, aldrei niður. Bæði staðlar og kostnaður við iðnframleiðslu í öllum löndunum skulu nú miðast við hinn háþróaða iðnað í fremsta iðnríki álfunnar, Þýskalandi. Þegar þessari þróun lýkur munu iðnfyrirtæki innan ESB vissu- lega geta selt hvert öðra vörur sínar á jafnréttisgrundvelli en þessar vörur verða aldrei samkeppnisfærar á heimsmarkaði. Grundvöllurinn er færður upp á tvennan hátt. I fyrsta lagi era staðlar samræmdir. Frá Brussel hafa streymt reglugerðir sem segja fyrir um minnstu smáatriði í iðnframleiðslu og iðnvarningi. Reglugerðirnar miðast yfirleitt við þýsku staðlastofnunina sem er sú strangasta í allri Evrópu. Þessi samræming á í orði kveðnu að einfalda mál fyrir framleiðendur sem þurfa nú aðeins að miða vörur sfnar við einn staðal innan ESB í stað margra staðla hinna ýmsu ríkja. En í mörgum tilfellum gerist það um leið, að framleiðslan verður einfaldari - en jafnframt miklu dýrari. þar að auki hefur ESB vald til þess að setja reglur um umhverfisvemd, vinnueftirlit og öryggi starfsfólks og þessar reglur era í vaxandi mæli notaðar til að auka kostnað við framleiðslu og þjónustu svo allt miðist við hina rándýra fram- leiðslu Þjóðverja. Þessi kostnaður leggst af sérstökum þunga á smærri fyrirtæki sem þurfa að nota hlutfalls- lega mun hærri upphæð af veltu sinni til að borga fyrir eftirlit, öryggistæki og allskonar framleiðsluvottorð. Þetta skekkir markaðsstöðuna, risafyrirtæk- in hagnast á þessu en litlu fyrirtækin, sem ætíð eru vaxtarbroddurinn í hveiju efnahagskerfi, bíða tjón af. í öðra lagi er jafnréttisgrandvöllur- inn færður uppá við með því að hann skal nú miðast við þýskt launakerfi til starfsmanna. Þýskir atvinnuveitendur þurfa að borga vel fyrir þau forréttindi sín að fá að hafa fólk í vinnu. Þeir þurfa að greiða allskonar gjöld sem snerta heilbrigðismál, langt orlof starfsmanna, bameignaleyfi mæðra og feðra, eftirlaun og fleiri velferðarmál. Afleiðingin af þessu er sú, að fyrirtæki borga að jafnaði 1575 krónur fyrir hverja klukkustund sem starfsmaður er við störf og er þessi kostnaður hvergi hærri í heiminum. í Japan borga fyrirtækin 1070 krónur á hveija klukkustund, í Bandaríkjunum 1000 krónur og í Bretlandi 750 krónur. Þýskar hefðir á vinnumarkaði hafa í for' með sér að vél í þýskri verksmiðju er ekki í gangi nema 53 klukkustundir í viku, en sama vél myndi ganga 69 stundir í Frakklandi og 76 stundir í Bretlandi. Og þýskur launþegi er ekki við störf nema 1506 klukkustundir á hveiju ári, en 1635 stundir á Bretlandi, 1847 stundir í Bandaríkjunum og 2165 í Japan. Síðastliðin fimm ár hefur Evrópu- sambandið lagt til fjölda aðgerða til þess að auka réttindi launþega og tak- marka þann tíma sem þeir þurfa að vinna. Þegar ekki tókst að ná einróma samstöðu aðildarríkjanna um þessar svokölluðu félagslegu framkvæmdir (fýrst og fremst vegna andstöðu Breta) vora þær klæddar í búning reglugerða um öryggi og heilsufar launþega, en ákvarðanir um slíkt krefjast aðeins einfalds meirihluta innan ESB. Enda þótt Bretum tækist að fá sérstaka und- anþágu frá þessu samkomulagi má vænta þess að það fari samt sem áður að hafa sín áhrif á Bretlandi gegnum aðgerðir hins „evrópska" skriffinnsku- bákns. Sumt af þessum aðgerðum er án efa sprottið af einlægum áhyggjum vegna lélegs aðbúnaðar fátækra verkamanna í suðurhluta Evrópusambandsins. En almennur tilgangur þeirra er samt sem áður greinilega sá að vemda þau ríki þarsem launakostnaður er hár (um- ffarn allt Þýskaland) gegn samkeppni ffá svæðum þarsem launakostnaður er lægri. Þegar litið er skammt fram á veginn munu þessar ráðstafanir skaða mjög efnahag fátækari ríkjanna þar- sem þau munu þurfa að borga laun sem þau geta ekki staðið undir. En þegar litið er lengra fram á veginn mun þetta Kka skaða Þýskaland sjálft, þarsem það mun ekki finna hjá sér sömu hvöt og eUa til þess að laga sig að aukinni samkeppni á alþjóðamark- aði. Hlutur Evrópuríkja á sviði al- þjóðaviðskipta og hagvaxtar fer nú þegar minnkandi og þegar kemur lfam á næstu öld mun „Evrópa" taka að sh- gast undir eigin launakostnaði líktog risavaxinn loðfíll sem sekkur ofan í þiðnandi túndrana. Lokatakmark þessa síhækkandi jafnréttisgrandvallar eru áætlanir um sameiginlega gjaldmiðilinn. Einsog kveðið er á um það í Maastricht-sátt- málanum er hugmyndin að skapa evr- ópskt Deutsche-mark og sú stofnun sem annast skal þetta Evró-mark er skilgetið afkvæmi þýska seðlabankans og skal hafa aðsetur í Frankfurt. Fyrri tilraunir í þessa átt lofuðu ekki góðu, evrópska gengisskráningin sem tengdi gengi aðildarríkjanna við þýska mark- ið fór rækilega í hundana í október 1992, en áður en að því kom hafði breska ríkisstjómin sóað tæplega 400 milljörðum króna í vonlausa tilraun til að styrkja breska pundið, og Þýska- land er talið hafa eytt tæpum 900 milljörðum króna í jafn fáfengilega tifraun til að styðja við bakið á ítölsku líranni. Alltof háir vextir sem lönd á borð við Bretland urðu að koma á, til að freista þess að gjaldmiðill þeirra héldi í við þýska markið, juku mjög við kreppuna 1989- 93. Engin leið er til að mæla herkostnaðinn við þetta misheppnaða stríð og fólst í ónauð- synlegri skuldaaukningu, gjaldþrotum og atvinnuleysi. Sameiginlega gengisskráningin var hvorki fugl né fiskur. Gengi gjald- miðla hinna ýmsu ríkja var hvorki fastákveðin né fljótandi, heldur miðuð við svokallað fast gengi, sem þó mátti breyta. I hvert sinn sem þrýstingur jókst á einhvem gjaldmiðilinn stóðust spákaupmenn með gjaldeyri auðvitað ekki freistinguna og hverjum gjald- miðlinum af öðmm var kollvarpað. Þetta vandamál mun auðvitað verða úr sögunni þegar búið verður að sameina alla gjaldmiðla „Evrópu" í eitt alls- heijar Evró- mark - en hinsvegar má ætla að áður óþekktur handagangur verði í öskjunni síðustu dagana áður en skilmálar sameiningarinnar verða kynntir. Þegar Evró-markið verður komið til sögunnar munu önnur vandamál hins- vegar skjóta upp kollinum. Hvemig svosem samviskusamar ríkisstjómir aðildarlandanna munu reyna að upp- fylla skilyrði sameiningarinnar getur ekkert breitt yfir þá staðreynd að þessi sameiginlegi gjaldmiðill mun ná yfir fjölda einstakra hagkerfa sem eiga í reynd fátt sameigirilegt. Hingað til hefur verið hægt að meta styrk ríkj- anna eftir því hvernig gjaldmiðlar þeirra standa sig á markaði. Þegar það verður ekki lengur hægt munu önnur öfl koma til skjalanna og leiða til hrans heilla iðngreina á vissum svæð- um og fjöldaflutninga launþega milli landa. Evrópusambandið gerir sér grein fyrir þessu vandamáli og hefur lausn þess á reiðum höndum: veita skal gíf- urlegum fjármunum til fátækari land- anna í „Evrópu" til að styrkja þau. Styrkjakerfið hefur þegar verið skipu- lagt en ennþá vantar þó peningana til styrkjanna. Jacques Delors, fyrrver- andi forseti framkvæmdastjómar Evr- ópusambandsins, lagði nýlega til að auka þyrfti tekjur ESB um meira en þúsund milljarða næstu fimm árin. Fyrirmynd að því hvemig hin nýja „Evrópa" mun líta út eftir efnahags- legan samruna er að finna á Ítalíu. Italía skiptist í auðug og háþróuð iðn- aðarsvæði í norðrinu og fátæk svæði í suðri sem eru á sama stigi og lönd þriðja heimsins. Það er liðin meira en öld síðan ítaKa sameinaðist bæði pól- itískt og efnahagslega en ennþá er ósegjanlegur munur á þessum tveimur helmingum landsins - þrátt fyrir alla þá styrki sem dælt er ffá norðri til suð- urs með ýmsum hætti. En styrkimir hafa líka reynst hafa þveröfug áhrif að mörgu leyti. ftalir í suðrinu hafa kom- ist að því að í efnahagskerfi sem byggist á að þiggja styrki sameinast léleg framleiðni áætlunarbúskapar rík- isins og nærri ótakmarkaðir möguleik- ar á spillingu og fjárplógsstarfsemi. Það er dapurleg kaldhæðni í því fólgin að nú þegar leiðtogar ,,Evrópu“ era að búa sig undir sameiningu, þá eru stjómmálaleiðtogar á ítaKu í fullri al- vöru farnir að ræða að skipta landi sínu upp í tvö eða þrjú aðskilin ríki. ■ Hlutur Evrópuríkja á sviði alþjóðaviðskipta og hagvaxtar fer nú þegar minnkandi og þegar kemur fram á næstu öld mun „Evrópa" taka að sligast undir eigin launakostnaði líktog risavax- inn loðfíll sem sekkur ofan í þiðnandi túndruna. „Um er að ræða fjölskyldudrama sem á léttan og óþvingaðan hátt tekur á flestum þeim vandamálum og flækjum sem upp geta komið í einni fjölskyldu svo sem sifjaspell, drykkju- sýki, samkynhneigð, nauðgun og fóstureyð- ing. Ekkert smá prógramm." Það er betra svona Verkefni: Maríusögur Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson Leikstjórn: Þór Tulinius Leikmynd og búningar: Stígur Stein- þórsson Aðstoð við búninga: Guðrún Auðuns- dóttir Höfundur tónlistar og umsjón með tón- list: Valgeir Skagfjörð Lýsing, hljóð og tæknivinna: Egill Ingibergsson Förðun og hárgreiðsla: Kristfn Thors Sýningarstaður: Nemendaleikhúsið, Lindarbæ Nemendaleikhúsið hefur haft það fyrir sið frá upphafi að fá íslenskan höfund til að skrifa verk fyrir sig sér- staklega. Þetta er útaf fyrir sig hinn besti siður og þjónar bæði höfundum og leikhúsinu vel. En auðvitað er það svo, að þegar höfundi era settar þær skorður sem felast bæði í þröngu og erfiðu leikrými leikhússins og sér- stæðri samsetningu leikhópsins hvað varðar aldur og kynskiptingu, að útúr þessum tilraunum hafa komið mis- jafnlega Kfvænleg verk. Þorvaldur Þorsteinsson vakti fyrst athygli sem leikritaskáld með bama- leikriti sínu Skilaboðaskjóðunni sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu. Það var Kp- urlega samið verk sem féll vel í kram- ið hjá ungum kröfuhörðum áhorfend- um. Hann fylgir þessu síðan vel eftir með Maríusögum. Um er að ræða fjölskyldudrama sem á léttan og óþvingaðan hátt tekur á flestum þeim vandamálum og flækjum sem upp geta komið í einni fjölskyldu svo sem sifjaspell, drykkjusýki, samkynhneigð, nauðgun og fóstureyðing. Ekkert smá prógramm. Drifkraftur verksins felst síðan í því að fjölskyldan hefur að sjálfsögðu komið sér upp harðsvíraðri afneitun gegn öllum þessum draugum fortíðarinnar - en afneitunin verður fyrir óvæntri árás aðvífandi kvöld- gesta. Bróðirinn, nýkominn frá út- löndum, svfkur lit og spilar ekki leng- ur eftir reglunum. Faðirinn er nýlega dáinn, en er engu að síður möndullinn sem allt snýst um. Bygging verksins minnir um margt á ýmis verk Jökuls Jakobssonar og ekki í lítið ráðist af nýgræðingi í faginu. En í stuttu máli: Þorvaldi bregst ekki bogalistin, hann ætlar sér ekki um of, veltir sér á engan hátt upp úr vandamálunum, húmorinn er alltaf til staðar og áhorfandinn skynjar þann harm sem undir býr í stað þess að honum sé smurt framan í hann. Kúnst sem ekki er mörgum gefin og vekur manni von um að fram sé kominn höfundur sem markað geti framfaraspor í íslenskri leikritun. Leikstjóm Þórs Tuliniusar er síðan trú verkinu. Stíllinn lítillega ýktur, húmorinn undirstrikaður án þess að það bitni á framvindu verksins og vönduð vinna með leikurunum svo maður hefur á tilfinningunni að þeir leiki umfram getu ef nokkuð er. Atriðið þar sem karlmennimir þrír ræða saman í kjallaraherbergi hús- bóndans er til dæmis frábærlega unn- ið. Fer þar allt saman: listilega skrifað- ur texti öguð og markviss leikstjóm og vandaður leikur. Augnablik sem fyllir mann trú á framtíð leikhússlistarinnar. Leikmynd Stígs Steinþórssonar er raunsæisleg við fyrstu sýn en leynir á sér og býður upp á skemmtilegar lausnir og þjónar verkinu fullkomlega. Með betri lausnum sem ég hef séð á erfiðum kringumstæðum í Lindarbæ. Lýsing Egils, tónlist Valgeirs og förðun og hárgreiðsla Kristínar er allt unnið af fagmennsku og á sinn stóra þátt í að skapa þann heilsteypta stíl sem yfir sýningunni er. Leikararnir ungu þau Halldóra, Kjartan, Sveinn, Pálína og Bergur eru nú komin að tímamótum, - að baki er vemdað umhverfi skólans en framundan harður og óvæginn veru- leiki leikhússheimsins. Frammistaða þeirra í þessari sýn- ingu sýnir að þangað að eiga þau fiillt erindi. Auðvitað skynjar maður á stundum að þau skortir reynslu og þroska til að fylla fullkomlega út í hlutverk sín, annaðhvort væri nú. En fái þau tækifæri og gangi til verks með þeim skilningi uð enn eigi þau flest ólært þó útskrifuð séu er ekki ástæða til að ætla annað en hér sé enn einu sinni komin hæfileikarík og kraftmikil viðbót við íslenska leikara- stétt. Niðurstaða: Vönduð sýning, sem reynir ekki að vera annað en hún er, en einsog allur ný- græðingur vekur hjá manni von um bjartari framtíð. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.