Alþýðublaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.05.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ 11 H. Hi II i HBIWp*] ■ Nýverið kom út í Bandaríkjunum bókin Alien Nation eftir Peter Brimelow. í bókinni er varpað fram erfiðum spurningum um málefni innflytjenda í Bandaríkjunum og sitt sýnist hverjum um þau svör sem höfundurinn hefur fram að færa. í nýjasta tölublaði Newsweek tætir Tom Morganthau bókina í sig og mótmælir sjónarmiðum sem þeim er koma fram í bókinni Ottinn við innflytjendur er óþarfur -og „suðupotturinn" virkar ennþá ágætlega, þóttfull ástæða sé hinsvegar að beina þvítil bandarískra stjómvalda aðtaka innflytjendalöggjöf landsins til endurskoðunar. Bandariskir Kóreumenn í Los Angeles taka sér matarhlé frá hátíðar- höldum og gæða sér á Kentucky Fríed kjúklingum. „Skiptir það einhverju máli að yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda til Bandaríkjanna er ekki af evrópskum uppruna? Og skiptir það einhverju máli að árið 2050 munu Bandaríkin ekki lengur vera byggð af meirihluta hvítra manna? Já, er svar Peter Brimelow við báðum þessum spurningum." 'Ef við gefum okkur það sem senni- lega staðreynd að málefni innflytjenda verði að lykilumræðuefhi í Bandaríkj- unum í baráttunni um forsetaembættið árið 1996 þá sýnist sömuleiðis líklegt að maður að nafni Peter Brimelow verði einn af þeim sem sjá um að svo verði. Brimelow - sem fæddur er í Bretlandi en er nú bandarískur þegn - er einn af ritstjórum Forbes-fjölmiðla- veldisins og sendi nýverið ffá sér bók- ina Alien Nation sem útlagst gæti sem Útlendingaþjóðin á ástkæra ylhýra. í bókinni er sterklega varað við því að núverandi innflytjendalöggjöf Banda- ríkjanna sé hrein og klár uppskrift að hörmungaástandi. Tom Morganthau tætir bók þessa í sig í síðasta tölublaði Newsweek. Á sama hátt og repúblikaninn Pat Buchanan hefur Brimelow þungar áhyggjur af því hvort og þá hvemig hin enskumælandi arfleifð Bandaríkj- anna muni lifa af núverandi hræringar í þjóðlífmu og hvemig þessari arfleifð muni famast í „suðupottinum" (The Melting Pot). „Og alveg einsog Buchanan er Brimelow alls óhræddur við að tala ftjálslega og opinskátt um þau málefni innflytjenda er varða kynþátt þeirra og þjóðemi," segir Morganthau. „Spum- ingin um samfélag kynþáttanna varðar örlög í bandarískum stjórnmálum," stendur skrifað í Alien Nation og einn- ig þetta: „Það er einfaldlega almenn og fullkomlega heilbrigð skynsemi, að Bandaríkjamenn láti jafhvægi kynþátt- anna í landi sínu sig skipta. Banda- ríkjamenn hafa allan rétt á að velta þessu fyrir sér. Og það er einnig heil- brigð skynsemi að almenningur hafi rétt til að segja við stjórnvöld sín: Hættið að koma þessum málum úr jafnvægi með gjörðum ykkar. Og í raun virðist það afar eðlilegt að Bandaríkjamenn krefjist þess að stjómvöld hlíti því boði.“ Hvað svosem segja má um þessa bók Peter Brimelow, Alien Nation, þá er þar á aðdáunarverðan hátt útskýrt hvaða ómeðvitaðar afleiðingar og breytingar innflytjendalögin sem sett vom árið 1965 höfðu í för með sér, en þau útrýmdu öllum fyrri tilhneiging- um bandarískra stjómvalda til að taka evrópska innflytjendur framyfir aðra. Setning þessara laga leiddi til þess að mjög áhrifaríkar breytingar litu dagsins ljós hvað varðaði stöðu inn- flytjendamála því komur þeirra til landsins urðu sífellt fleiri og fleiri og fleiri - og næstum öll sú aukningin varð á innflytjendum frá ríkjum Róm- önsku Ameríku, Karíbahafsins og As- íu. Gagnrýnendur laganna frá 1965 - sem eru ófáir - segja ennfremur að þau hafi gert það að verkum að áhersl- an hafi flust í alltof miklum mæh yfir á ættemi og fjölskyldutengsl viðkom- andi og keðjuáhrifm hafi verið gríðar- leg: bandarísk dvalarleyfi hafi f alltof miklum mæli verið gefin út til handa Ijölskyldumeðlimum þess innflytjenda sem upprunalega kom til landsins; milljónir manna hafi eftir þeim leiðum komið til Bandaríkjanna frá ríkjum þriðja heimsins. Við þetta nær óhöndl- anlega vandamál bætist að Bandaríkin hafa í reynd misst mikið til stjóm á landamærum sínum og „stefnan er pólitískt jámbrautarslys" - svo gripið sé til orða hins ódauðlega Ronald Re- agan. Ólöglegir innflytjendur, þeir sem misnota kerfi sem hannað var fyrir flóttamenn er leita hælis og þeir sem dvelja í landinu undir yfirskyni ferða- mannadvalarleyfis em nú samtals 500 þúsund á áh í Bandaríkjunum. Og það þrátt lyrir allar hinar alvarlegu tilraun- ir bandaríska þingsins á Capitol Hill til að þétta allan hugsanlega leka í kerfinu - til dæmis með setningu hinna umdeildu umbótalaga árið 1990. „Algengar áætlanir gera ráð fyrir því að allt uppí 80 prósent þessara nýju innflytjenda séu af lituðum uppruna og í umræðum um þann vemleika í Alien Nation koma kyn- þáttafordómar Peter Brimelow inní dærnið," segir Tom Morganthau í grein sinni. Brimelow spyr: Skiptir það einhverju máli að yfirgnæfandi meirihluti innflytjenda til Bandaríkj- anna er ekki af evrópskum uppmna? Og skiptir það einhverju máh að árið 2050 - ef svo fer fram sem horfir í málefnum innflytjenda - munu Bandaríkin ekki lengur vera byggð af meirihluta hvítra manna? Já, er svar Peter Brimelow við báðum þessum spurningum og öðrum í sama stíl. Hann virðist raunverulega skelfingu lostinn standandi frammi fyrir slíkum framtíðarhorfum. Brimelow segir að eining þjóðar krefjist þess að fólk hennar sé „tengt blóðböndum". Hann sér fyrir sér og spáir þjóðemis- og kynþáttalegu nið- urbroti þjóðarinnar, samfélagsumbylt- ingu, aðskilnað og klofning - líktog gerðist í Júgóslavíu og Líbanon. Þetta em þjóðemisfordómar - ef ekki hrein- ir og beinir kynþáttafordómar. Brim- elow segir kynþátt fólks skipta gífur- legu máli þótt hvergi megi sjá það svart á hvítu í bókinni að hvíti kyn- stofninn hafi yfirburði yfir aðra hópa. Afturámóti má lesa fordóma höf- undarins afar auðveldlega milli lín- anna í þeirri aðferð hans að sjóða upp einhliða á nýjan leik rannsóknir á vel- ferðaránetjun innflytjenda og þeim byrðum sem innflytjendur leggja þannig á innfædda í viðkomandi landi. Ennfremur gerir Brimelow mjög mik- ið úr þeirri tiltölulega léttvægu stað- reynd að innflytjendur era nú 25 pró- sent af þeim fjölda Bandaríkjamanna sem dvelja nú í ríkisfangelsum. „Þú þarft hinsvegar ekki að vera haldinn kynþáttafordómum til að hafa þá skoðun að bandaríska þingið þurfi að taka stefnu sfna í innflytjendamál- um til rækilegrar endurskoðunar. Það hlýtur að vera sjálfgefið mál. Banda- ríkin hafa boðið yfir 16 milljónir inn- flytjenda velkomnar á síðustu 30 áram og einsog Brimelow bendir á þá era Bandaríkjamenn fæddir á erlendri grandu í dag alls 7,9 prósent þjóðar- innar. Sú staðreynd útaf fyrir sig hlýt- ur að vekja upp spumingar um hversu vel hafi tekist til með aðlögun og sam- lögun þessa fólks að bandarísku sam- félagi. Hvaða merkingu hefur það að vera Bandaríkjamaður á tímum fjöl- þjóðlegra samfélaga sem samansett eru af menningararfleifð fjölda þjóða? Hvaða gildi er nauðsynlegt að innifela í pólkitískri menningarstefnu Banda- ríkjanna og hversu vel á að innræta þau innflytjendum? Það er rétt hjá Peter Brimelow að innflytjendastraumurinn til Bandaríkj- anna hefur ekki alltaf verið samfelldur og rof á flóðinu hefur orðið til þess að þjóðin hefúr fyrir vikið fengið að að- lagast þessum nýju íbúum sínum á ró- legri og yfirvegaðri hátt. Brimelow gerir einnig rétt í að spyija langsam- lega mikilvægustu spumingarinnar í þessu máli öllusaman: Afhverju ná- kvæmlega er það sjálfgefið að straum- ur innflytjenda til Bandaríkjanna verði órofinn til framtíðar? Hann bendir á að stuðningur Washington við áfram- haldandi innflytjendastraum njóti ekki stuðnings meirihluta kjósenda. (Kjós- endur era að vísu harla illa dómbærir á ástandið því ekki nema örsmátt brotabrotabrot þeirra hefur nokkra þekkingu yfirhöftið á ótrúlega flókinni og margslunginni virkni innflytjenda- laganna.) Einn af mikilvægari þáttum málsins er síðan sá, að þörf bandaríska hag- kerfisins íyrir ákveðinn fjölda innflytj- enda (samkvæmt hagfræðinni þýðir ódýrt vinnuafl og aukinn fjöldi neyt- enda hækkandi þjóðarframleiðslu) skiptir alltaf minna og minna máli fyr- ir ofuriðnvædd samfélög nútímans. Brimelow bendir í þessu samhengi á Japan sem eina af þeim þjóðum sem risið hefur til gífurlegs þjóðarauðs og velsældar án nokkurra innflytjenda. Ef velmenntað vinnuafl er lykillinn að hátæknivæddri velmegun afhverju skyldu þá Bandaríkin halda stöðugt áfram að flytja inn ódýrt vinnuafl? Þetta era hinar raunverulega spum- ingar sem beina verður til þeiira sem stjóma og setja lög um innflytjendur í Bandaríkjunum. Spurningamar eiga ekki að snúast um kynþátt innflytjend- anna, upphaflegt þjóðerni þeirra, áhyggjur af samsettri og íjölþjóðlegri menningararfleifð eða tvítyngislitaðri menntun. Bandaríkin hafa alltaf verið margbreytileg og litrík og það hefur á einn eða annan hátt gengið ágætlega upp framað þessu. Afhveiju skyldi önnur kynslóð pak- ístanskra Bandaríkjamanna í dag vera eitthvað síður aðlögunarhæf banda- rísku þjóðfélagi en pólskir Bandaríkja- menn sjötíu árum fyrr? Peter Brim- elow ætti að hafa það hugfast í skrif- um sínum í framtíðinni að suðupottur- inn svokallaði virkar ennþá - og að dómsdagskenndar spár hans sem snerta þjóðemi og kynþætti eru ein- mitt það sem núverandi fósturjörð hans hefur verið að reyna vaxa uppúr á undanförnum áratugum," segir Morganthau að lokum. ■ VEÐURSTOFA ÍSLAHDS Eftirfarandi stöður hjá Veðurstofu íslands eru lausar til umsóknar: Snjóflóð Tvær stöður sérfræðinga við snjóflóða- rannsóknir og snjóflóðavarnir. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi háskóla- menntun á sviði jarðvísinda, veðurfræði, haffræði eða í skyldum greinum og auk þess menntun eða reynslu á sviði tölvufræða. Umsóknum skal skilað til veðurstofustjóra sem veitir nánari upplýsingar um störfin ásamtTrausta Jónssyni og Magnúsi Má Magnússyni. Tölvunarfræðingur Staða tölvunarfræðings í upplýsingadeild. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi háskólamenntun á sviði tölvufræða eða hafi sambærilega menntun. Um er að ræða áhugaverð verkefni í fjölbreyttu tölvuumhverfi. Umsóknum skal skilað til veðurstofustjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Höllu Björgu Baldursdóttur. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfresturertil og með 16. maí nk. Veðurstofa íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, sími 560-0600. Húsbréf Útdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991-14. útdráttur 3. flokki 1991-11. útdráttur 1. flokki 1992 - 10. útdráttur 2. flokki 1992 - 9. útdráttur 1. flokki 1993 - 5. útdráttur 3. flokki 1993 - 3. útdráttur 1. flokki 1994 - 2. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. júlí 1995. Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í dagblaðinu Degi miðvikudaginn 10. maí. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.