Alþýðublaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 11. MA11995
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Eftir breska rithöfundinn Noel Malcolm.
Seinni hluti
Hugsunarhátturinn að baki tilraunum til að mynda „evrópska" utanríkispólitík er ákaflega
barnalegur. Menn segja sem svo: „Hugsið ykkur bara hversu sterk og öflug utanríkisráðstefna
okkar verður ef við sláum öllum ríkjunum saman í eitt!" Á nákvæmlega sama hátt má segja:
Hugsið ykkur hvað hlýtur að koma fallegur litur út úr því ef við blöndum saman öllum litunum
f litakassanum! En niðurstaðan er, og hlýtur að verða, daufur drullubrúnn.
Látum þetta duga um hinn efna-
hagslega ábata af samruna Evrópu.
Þegar hér er komið sögu skipta tals-
menn ,JEvrópu“ venjulega um vamar-
línur. Þetta er alls ekki nein penin-
gamaskína í eðli sínu, segja þeir, sem
aðeins er hægt að vega og meta eftir
hugsanlegum ágóða. ,JEvrópa“ er pól-
itísk hugsjón, andlegt ævintýri,
splunkuný tilraun í bræðralagi og
samvinnu. Hefur Evrópusambandið
kannski ekki útrýmt styrjöldum frá
Evrópu? Er samruni rikja ekki eðlilegt
skref íyrir mannkynið, nú þegar hug-
myndin um fullveldi þjóðríkja er á
fallandi fæti? Vísar „Evrópa" ekki
veginn til framtíðarinnar þar sem
gamaldags þjóðemishyggju með öll-
um sínum eijum, fordómum og úlfúð
verður lögð á hilluna?
Svarið við öllum þessum spuming-
um er því miður, nei. Það er í fyrsta
lagi mjög erfitt að færa rök fyrir því
að ESB eigi einhvern þátt í því að
stríð hafi ekki geisað í Vestur-Evrópu
síðan 1945. Augljós ástæða þess er
vitanlega kalda stríðið sem neyddi
Vestur-Evrópu til að taka upp sameig-
inlega vamarsteíhu og þróa svo öflugt
fælingarkerfi að stríðið milli Austur-
og Vestur-Evrópu braust aldrei út. Sú
staðreynd að hópi Vestur- Evrópuríkja
tókst að vinna saman í ESB er ekki or-
sök friðarins, heldur miklu fremur af-
leiðing hans. Frjálslynd lýðræðisöfl
komust til valda víðast hvar í Vestur-
Evrópu eftir 1945, og jafnvel þótt
ESB hefði aldrei orðið til er erfitt að
ímynda sér af hveiju Þjóðvetjar hefðu
átt að vilja gera innrás í Frakkland,
eða Frakkar að varpa kjarnorku-
sprengju á Þýskaland. Og þótt maður
vildi líta svo á að Evrópusambandið
hafi tryggt friðinn undanfarinn manns-
aldur, þá er ekki hægt að nota það sem
röksemd fyrir samruna ríkjanna, þar-
sem í því fælist að ESB hefði haft
þessi góðu áhrif meðan það var enn
bandalag fullvalda þjóðríkja en ekki
orðið að yfirþjóðlegri stofnun.
Hugmyndin um „Evrópu“ byggist
hinsvegar á þeirri trú að þjóðríkin séu
úrelt. Þetta er trúaratriði fyrir „Evr-
ópusinna" sem engar röksemdir bíta á.
Það þýðir ekkert að benda á að öll þau
ríki sem standa sig best í veröldinni nú
á dögum - Japan, Bandaríkin og
meira að segja sjálft Þýskaland - em
þjóðríki. Það hefur heldur ekki mikið
upp á sig að vísa til þess að nokkur
kraftmestu efnahagskerfi heimsins em
nú í litlum ríkjurn - Suður-Kóreu, Tæ-
van, Singapúr - sem finna ekki hjá sér
nokkra þörf til þess að drekkja sér í
einhveiju yfirþjóðlegu úthafi. Og það
er talið ákaflega ósmekklegt að benda
á að síðustu fjölþjóðlegu ríkjasam-
steypurnar sem komust í fréttirnar
voru Sovétríkin og sambandsríkið
Júgóslavía. En þau em bara síðust í
langri röð fjölþjóðlegra ríkja sem hafa
hmnið til gmnna á þessari öld, allt frá
austurrísk-ungverska keisaradæminu
til ýmissa bandalagsríkja sem Bretar
komu á fót í Mið-Afríku, Austur-Afr-
íku og Vestur-Indíum þegar nýlendu-
stefnan rann sitt skeið á enda. Nígeríu-
menn þurftu til dæmis að brúka stríð
og hungursneyð til þess að halda Bí-
afra innan ríkjasambandsins; indverskt
setulið kemur í veg fýrir að Nagaland
og Kasmír segi sig úr lögum við Ind-
land.
„En Evrópa verður ekki þannig,"
segja sammnamenn. „Hér er hefð fyrir
umburðarlyndi og siðuðu háttemi." Já,
vissulega ríkja hér ýmsar slíkar hefðir.
Þær hafa þróast innan býsna stöðugra
þjóðríkja, en hvort þær munu lifa af
við allt aðrar kringumstæður innan
ijölþjóðlegra bandalagsrikja á enn eft-
ir að koma í ljós.
Hvemig verður stjómmálalífi háttað
í því safnbandsríki Evrópu sem Bms-
sel og Bonn mæla nú fyrir? Sumt af
völdum ríkisstjóma þjóðríkjanna mun
flytjast upp á sameiginlegan Evrópu-
grundvöll, en annað færist niður til
„Evrópu landsvæðanna" - Katalómu,
Bæjaralands, Wales og svo ffamvegis.
Opinber útgáfa af því hvemig pólitík
verði háttað í æðstu stofhunum hinnar
nýju „Evrópu" á í rauninni rætur að
rekja allt aftur til Jean Monnet, sem
fann upp Evrópusambandið; það á að
verða draumur tæknikratans, veröld
þarsem framsýnir sérfræðingar og
embættismenn finna stórfenglegar
lausnir á stórfenglegum vandamálum.
(Algengasta röksemdin fyrir afnámi
þjóðríkisins er að nú á dögum séu
vandamálin of risavaxin til að einstök
ríki ráði við þau. En auðvitað hafa
verið til mál sem ekki hafa verið leyst
innan landamæra einstakra ríkja, allt
frá póstþjónustu til eiturlyfjavandans
og alheimsviðskipta. Þótt vandamál sé
stórt er auðvitað ekkert sem segir að
yfirþjóðleg stofnun muni ráða betur
við það en venjuleg samvinna ríkja.
Talsmenn evrópskra bandalagsríkisins
eiga að minnsta kosti alveg eftir að
skýra hvemig það megi vera.)
Þessi „tæknikratíska“ sýn hefur í för
með sér útþynningu stjómmála; og öll
raunvemleg pólitík verður vandlega
hreinsuð burt úr hinu nýja ríki. Vafa-
laust verður framkvæmdin öll önnur.
Alvöm pólitík verður áfram stunduð á
hæstu stigum „Evrópu“. Hinsvegar
má bóka að það verður ekki lýðræðis-
leg pólitík á gmnni sambandsins alls.
Til þess að svo mætti verða þyrftu að
vera til „Evrópu-flokkar" sem störf-
uðu um allt sambandið á sama hátt og
flokkar repúblikana og demókrata
gera í Bandaríkjum Ameríku.
Vissulega hafa myndast á Evrópu-
þinginu óljósar blokkir flokka frá
mörgum löndum: Jafhaðarmannahóp-
urinn, Evrópski alþýðuflokkurinn
(kristilegir demókratar) og svo fram-
vegis. En hér er aðeins um að ræða
bandalög sem mynduð em í Strass-
borg af þingmönnum á Evrópuþinginu
og þeir em allir kosnir á þetta þing af
flokkunum heima í þjóðlöndum sín-
um. Það er enginn hægðarleikur að
gera sér í hugarlund að venjulegir
kjósendur í til dæmis Danmörku muni
fá í hnén yfir leiðtoga síns tiltekna
Evrópuflokks, ef sá leiðtogi flytur til
dæmis ræður sínar á portúgölsku.
Gmndvallarstaðreyndir einsog tungu-
mál, menning og landfræðilegur mis-
munur gera manni ókleift að ímynda
sér að fjöldaflokkar sem nái yfir álf-
una alla geti nokkru sinni orðið ráð-
andi afl í pólitísku lífi Evrópu. Þess í
stað munu stjómmálamenn einstakra
ríkja áfram vinna að hagsmunum ríkja
sinna innan æðstu stjómar „Evrópu".
En samt verður ákveðinn munur á því
kerfi og þeirri hagsmunagæslu sem
þingmenn stunda nú fyrir kjördæmi
sín á þjóðþingum hinna ýmsu landa.
Þótt Englendingur sem kjörinn er á
þing fýrir Jórvíkurskíri muni að sjálf-
sögðu leggja sig allan fram um að
koma málum Jórvflcurskíris áleiðis, þá
mun þingmaðurinn þegar upp er stað-
ið taka afstöðu til stærri mála eftir því
hvað hann eða hún telur að sé Bret-
landi öllu fyrir bestu. Þingmaðurinn
tilheyrir stjómmálaflokki sem tekst á
við mál með landið allt í huga.
„Evrópsk" stjómmál munu hins-
vegar snúast um það að magna upp
hagsmuni einstakra ríkja og svæða
þannig að þau virðist skipta gríðarlegu
máli fyrir Evrópu alla. Hver einstök
þjóð mun aðeins greiða hluta af fjár-
lögum ,,Evrópu“ og því munu stjóm-
málamenn frá hverju ríki reyna að
gera sem mest úr þeim áætlunum sem
koma þeirra ríki til góða. Starf „evr-
ópskra" stjórnmálamanna mun því
bera keim af hagsmunapoti og samn-
ingamakki, og í ffamkvæmdaráði ESB
er þetta þegar farið að segja til sín: Þú
skalt styðja mínar tillögur, jafhvel þótt
þú teljir þær slæmar, og þá skal ég í
staðinn styðja þínar tillögur. Þetta er
ekki aðeins uppskrift að stöðugt auk-
inni eyðslusemi, heldur líka að algeru
stefnuleysi í raun. Þegar stjómmál á
æðstu sviðum munu ekki snúast um
annað en að krækja í sem mest af pen-
ingum, þá er erfitt að sjá af hverju
stjómmál á hinum einstöku „svæðum"
ættu að vera nokkuð öðmvísi. „Svæð-
isstjómimar" munu hafa minni raun-
vemleg völd en hinsvegar aukin tæki-
færi til að gera hosur sínar grænar fyr-
ir kjósendum með því að ausa pening-
um í vinsæl verkefni. Svona stjóm-
málastarfsemi hefur í för með sér tvær
alvarlegar hættur. í hverju því kerfi
þar sem dregið er úr lýðræðislegri
ábyrgð stjórnmálamanna gagnvart
kjósendum sínum en möguleikar
þeirra á hinn bóginn auknir til þess að
gera samninga í bakherbergjum, þar er
næsta víst að afleiðingin verður aukin
pólitísk spilling. Spilling er nú þegar
víðtæk í ýmsum Evrópuríkjum og hef-
ur til dæmis leitt til dómsmála, útlegð-
ar og sjálfsmorða fýrrum forsætisráð-
herra á ftalíu, Grikklandi og Frakk-
landi. Bandalagsríki Evrópu mun síð-
ur en svo draga úr spillingu, heldur
þvert á móti gefa spillingaröflunum
áður óþekkt tækifæri til að blómstra.
Önnur og enn meiri hætta bíður líka
stjórnmálamanna bandalagsríkisins
„Evrópu“. Það er sem sé hætta á að
þjóðernisrígur og þjóðremba færist
aftur í aukana. Árásargjama þjóðemis-
stefhu er yfirleitt að finna meðal þeiira
sem orðið hafa undh, þeirra sem telja
að þeir hafi verið sviptir völdum. Ut-
lendingar em oft kjörinn blóraböggull
þeirra sem telja áhrif sín hafa minnk-
að, hver svo sem raunveruleg ástæða
áhrifaleysisins kann að vera. En þegar
búið er að koma á fót kerfi sem felur í
sér að vald er tekið ffá ríkisstjómum
þjóðríkjanna og flutt til stofnana „Evr-
ópu“- sem hefur í för með sér að
meirihluti þeirra sem taka ákvarðanir
verða æviiflega útlendingar - þá verð-
ur ekki hægt að neita því að þjóð-
rembumenn hafi sitthvað til síns máls.
Ef framþróun og velmegun í „Evr-
ópu“ verður stöðug og meiri en
nokkru sinni fyrr, þá má að sönnu
halda því fram að fólk muni ekki fá
neina ástæðu til óánægju og því ekkert
eiga sökótt við útlendingana, en slíkri
sívaxandi velmegun reiknar enginn
með til lengdar.
Að þessu leyti er öll áætlun um
„Evrópu" prýðilegt dæmi um þá villu-
trú að leiðin til þess að kveða niður
óvild milli fólks, hópa eða ríkja sé að
byggja upp einhvers konar stofnun til
að hemja báða aðila. Alltof oft leiðir
þessi aðferð til þveröfugrar niður-
stöðu. Sú útgáfa þessarar röksemdar
sem heyrist oft er að nauðsynlegt sé
að „binda Þýskaland niður“ með
auknum samruna þess við önnur Evr-
ópuríki, svo Þjóðveijar freistist ekki til
þess að fýlla upp á sitt eindæmi upp í
tómarúmið í Mið-Evrópu. En ef
Þýskaland hefur í rauninni annarra
hagsmuna að gæta en afgangur ,Jivr-
ópu“ getur varla verið rétt að bregðast
við með því að vilja færa Þjóðveija í
einhverja stofnanaspennitreyju, sem
hefði það eitt í för með sér að andúð
Þjóðveija á útlendingum ykist er ffam
h'ða stundir. Rétta leiðin Iflýtur að vera
sú að gera Þjóðveijum kleift að sinna
sjálfir þeim hagsmunum sínum sem
ganga ekki beinhnis gegn hagsmunum
bandamanna sinna og vinaþjóða.
Hingað til hefur þátttaka Þýskalands í
„Evrópu" borið keim af kátum frænda
sem kemur í bamaafmæli og til þess
að sýna bömunum að hann sé mein-
laus leyfir hann þeim að binda hendur
sfnar fyrir aftan bak. En hversu
kátur sem ffændi er mun hann auðvit-
að ekki sætta sig við að vera með
hendur bundnar fyrir aftan bak til
eilífðarnóns, sérstaklega ekki
þegar hann tekur eftir því að óteljandi
litlir fingur eru farnir að gramsa í
vösum hans. Framhald 8 nicstu »I6ii —