Alþýðublaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐK)
7
Átakanleg sena úr Bombay, kvikmynd Mani Ratnam, er fjallar um ástarsamband Shekhar og Shailu Bano, múslima og hindúa, á tímum blóðugra trúar-
bragðaátaka. Myndin er stórvirki á indverskan mælikvarða og skýrt tákn nýrra tíma er runnið hafa upp í „Bollywood".
raun og veru er velheppnuð skrum-
skæling af sjálfum sér og draga hann
sundur og saman í háði og spotti.
í stuttu máli segir Bollywood sögu
skemmtihetjunnar Ashok Banjara
(leikinn á litríkan hátt af Bombay- leik-
aranum Chunky Pandey) og inniheld-
ur Qórar fyrri kvikmyndir höfundarins í
samþjöppuðu formi. Áhorfendur fá of-
urskammt beint í æð af kvikmyndakli-
sjum: tvíburum sem skildir haifa verið
að, söngatriðum þar sem skipt er um
búninga að loknu hverju viðlagi og dá-
góðum skammti af hæfilega slepjulega
fyndnum samtölum: ,JFarið með hann
á braut og lesið yfir honum rangindi
hans.“
, J>etta er heiðarleg tilraun til þess að
gera grín að hefðum og siðum þessa
margbrotna þjóðfélags," segir Singh,
sem ásamt því að leikstýra (undir dul-
nefninu B J. Kahn) myndinni, fram-
leiðir hana, skrifar handritið og kemur
fram sem ógleymanlegur þorpari er sí-
fellt hefur svipuna á lofti og er aðstoð-
aður af hópi Uzi-vélbyssuvæddra
dverga. Handritið er gert uppúr skáld-
sögunni Show Business frá árinu 1991
efdr Shashi Tharoor.
Tharoor lét lætur sögu sína gerast í
heimi kvikmyndanna til að hafa sem
best tækifæri til að gera háðsádeilu á
Indland nútímans og tók þar iimí póli-
tík og trúmál. En áhugi Singh beinist
eingöngu að kvikmyndaiðnaðinum.
„Ég sleppti einfaldlega pólitfkinni og
trúmálunum," segir leikstjórinn.
Þessi tiltölulega nýtilkomna sjálfs-
hæðni og fyndni í indverska kvik-
myndaiðnaðinum - svo ágæt sem hún
nú er - á langt í land með að ná því
takmarki sem Bombay eftir Ratnám
náði: að blása nýju lífi í staðnað Ust-
form og takast jafnframt á við lang-
hættulegustu ástríður í Indlandi og
löndunum í kring: hatrið milli múslima
og hindúa.
„Kvikmyndagerðarmenn leika mik-
ilvægt hlutverk í viðbrögðum þjóðfé-
lagsins við umhverfi sínu. Okkur ber
að takast á við og fjalla um það sem er
að gerast hjá fólki á hveijum tíma og
koma boðskapnum á framfæri við al-
menning," segir Ramam sem nú er 39
ára að aldri og hefúr þegar leikstýrt tólf
kvikmyndum.
Að koma Bombay, þessari síðustu
afurð sinni, á framfæri við almenning
reyndist ein erfiðasta raun hans til
þessa. Frumsýning kvikmyndarinnar á
þremur indveiskum tungumálum tafð-
ist um átta vikur á meðan ritskoðunar-
hópur á vegum hins opinbera fór ræki-
lega yfir myndina og gaf síðan umsögn
til stjómmálamanna og lögregluyfir-
valda sem að því ferli loknu þurftu að
samþykkja myndina fyrir sitt leyti.
Ratnam var síðan áður en yfir lauk gert
að framkvæma þijár stórar og afdrifa-
ríkar breytingar á klippiborðinu.
Lögreglusveitir í Bombay og Nýju
Delhi neyddust til að fylkja liði við
kvikmyndahúsin til að koma í veg fyrir
meiriháttar óeirðir þegar sýningar hóf-
ust á Bombay og þær vom stöðvaðar í
Hyderabad og nokkium öðrum borgum
í suðurhluta Indlands vegna háværra
mótmæla á götum úti.
Ratnam færir nýja tilfmningu fyrir
tilgangi og listrænni nægjusemi inní
indverska kvikmyndahefð sem lengi
hefur þjáðst af ótrúlega yfirhlöðnum
verkum. Fyrri hluti Bombay kynnir til
sögunnar ástarsamband Shekhar og
Shailu Bano sem verða hrifin af hvoru
öðiu á fyrmefhdum árbakka. Vitaskuld
neyðast þau til að laumapúkast og hitta
hvort annað og lýsa á endanum yfir ei-
lífri ást sinni við ósamþykkar fjölskyld-
ursínar.
Shekhar - sem leikinn er á tilfinn-
ingaríkan hátt af Arvind Swamy -
flyst síðan til Bombay, hefur störf á
dagblaði einu og sendir að því loknu
eftir sinni heittelskuðu Shailu sem leik-
in er í látlausum stíl af hinni geðþekku
Manishu Koirala.
Morguninn sem Shaila kemur til
borgarinnar em hún og Shekar samein-
uð í niðurtónaðri senu á löglegan hátt í
heilögu hjónabandi. Þau stofna til
heimilis og eignast fljótlega tvíbura.
Þrátt fyrir að samfélagið sé svosem
ekkert sérstaklega sátt við þetta hjóna-
band múslima og hindúa þá er þetta jú
Bombay, langftjálsræðislegasta borg
landsvæðisins.
Ætlunarverk Ratnam með Bombay
er ekki að búa til indverska útgáfú af
hinni frægu Guess Who’s Coming to
Dinner, heldur miklu fremur að seilast
enn lengra í myndsköpun sinni: að færa
nýstofnaða og væntumþykjulega fjöl-
skylduna í gegnum raunverulega og
nútímalega atburðarás sem öllum
áhorfendum er í fersku minni og koma
henni fram á ystu nöf hyldýpis útrým-
ingarinnar.
Seinni hluti Bombay gerist mitt í
tveimur ofbeldisflóðbylgjum trúar-
bragðaofstækis sem skóku borgina svo
um munaði fyrir þremur til fjórum ár-
um. Fyrri bylgjan var ofsafengið æði
mótmæla og átaka sem
rann á almenning í kjölfar
eyðileggingar og niðurrifs
fornrar mosku hindúa í
borginni Ayodhya í mið-
hluta Indlands. Síðari
bylgjan var engu fyrirferð-
arminni og var komið af
stað af Shiv Sena, hinum
róttæka stjómmálaflokki
rétttrúaðra hindúa, er fyrir
skömmu náði völdum í
Maharastra-fylki þar sem
borgina Bombay er meðal
annars að finna. Samtals
létu um átta hundruð
manns h'fið í þessum blóð-
ugu átökum.
Ratnam blandar raun-
verulegum myndskeiðum
af átökunum inní eigin
hönnuðu ofbeldissenur.
Trylltur múgur fer með æð-
isglampa í augum um
stræti og torg og sneiðir til
blásaklausra vegfarenda með bjúgs-
verðum. Jafn saklausir borgarar em
gegnvættir eldsneyti og brenndir lif-
andi. Hópar hindúa leita karlmanna
með kollhúfúr og skegg; múslimar leita
hindúa með trúareinkennisblettinn fyrir
miðju enni.
Einsog nærri má geta em Shekar og
Shaila Bano væntanleg fórnarlömb
beggja morðingjahópanna - og sömu-
leiðis tvfburar þeirra. Þegar fjölskyldan
sundrast á flótta neyðast foreldramir til
að leita að sex ára sonum sínum í
hrófatildurslíhúsum sem komið hefúr
verið fyrir á götuhomum og fúll em af
illa lyktandi líkum á romunarstigi.
Þama gefur á að líta átakanleg minni
úr þekktum kvikmyndum á borð við
The Battle of Algiers eftir Pontecorvo
og Missing eftir Costa-Gavras; efnis-
tök sem em gjörsamlega óþekkjanleg
frá öðrum sem Bollywood hefur verið
þekkt fyrir fiam til þessa dags. Hér er
ekki um að ræða plastkenndan og
svarthvítan gerviheiminn sem Bolly-
wood tekur helst á.
fmyndasmíð Ratnam þróast og verð-
ur áleitnari eftír því sem h'ður á mynd-
ina: slæður í mjúkum jarðartónum og
fínlega ofin skilrúm tákna landamærin
milli hindúa og múslima og Shekhar
og Shaila Bano draga þau mjúklega frá.
Undir lok myndarinnar em hinsvegar
stríðshijáð samfélagið í Bombay að-
skilið af brennandi strætisvögnum og
þrúgandi hljóði hermannastígvéla sem
skella á malbikinu. Kvikmyndin
Bombay reynir kannski um of að skella
skuldiiuú sameiginlega á leiðtoga mús-
lima og hindúa. Henni lýkur með hálf-
vemmilegri kröfugöngu almennra
borgara sem Shekhar leiðir þar sem
krafist er að bundinn verði endir á of-
beldið í nafni þjóðarsamstöðu. Shekhar
og Shaila Bano finna aftur tvíbura sína
og litla fjölskyldan er sameinuð, en þrír
af fjórum foreldrum hjónakomanna
hafa verið myrtir af trylltum múgnum
og heimili þeirra lögð í rúst: Rómeó og
Júlía lifa hörmungamar af en heimur
þeirra hefur verið brenndur til gmnna.
Ratnam fatast nokkuð flugið í stór-
fengleikanum f meðferð sinni í þeim
lögum sem sungin eru í kvikmyndinni.
Honum tekst ágætlega upp í því að
vefa tvö þeirra saman við frásögnina
og annað þeirra er hinn ágengi söngur
Tu Hi Re (Það ert þú) sem fluttur er af
hjónakomunum sem tvívirkandi ein-
vígi orða. En síðan mistekst Ratnam
hrikalega í lokalögunum þremur og em
þau eina verulega filmi augnablik
myndarinnar (filmi er slangur inn-
fæddra yfir kitsch eða listlíki: ómerki-
leg list). Ratnam rís upp til vamar og
segir slík lög „nauðsynleg fyrir áhorf-
endur sem koma úr sterkri menningu
sögumanna og götuleikhúss."
Hinsvegar háttar í raun og veru
þannig til að þessi tilteknu söngatriði
Bombay em hrein og klár einkenni þess
hvemig taugar leikstjórans biluðu og
afleiðingin: án þessara laga væri mynd-
in Bombay nú að sópa tíl sín verðlaun-
um og lofi á alþjóðlegum kvikmynda-
hátíðum um allan heim.
Bollywood, hin afbragðsvel heppn-
aða háðsádeila Singh á allt það sem er
filmi, gengur hinsvegar ágætlega á
þessum alþjóðlegu kvikmyndahátíðum
og í besta falli gætu sú kvikmynd og
Bombay deilt verðlaununum með sér.
Bollywood er gerð á ensku var sýnd á
kvikmyndahátíðunum í Toronto og
Berlín og þrátt henni hafi ekki verið
boðið til Cannes síðar í mánuðinum
ætlar Singh samtsem áður að fara með
mynd sína og sýna dreifingaraðilum á
einkasýningum.
Allt bendir semsagt til þess að minni
skilji að Bollywood og Hollywood en
fyrr. Hæfileikamenn einsog Ratnam og
Singh munu sjá til þess að markalínan
leysist upp á næstunni og risastór skref
hafa nú þegar verið stigin í þá áttina.
Eða svo gripið sé til orða Eldibrands
Murugan: „Gætið’ess!“B
shh / Byggt á Time.
SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA
Sambandsstjórnarfundur
Samband ungra jafnaðarmanna heldur sambandsstjórn-
arfund laugardaginn 13. maí næstkomandi klukkan 15:00.
Fundað verður í Alþýðuhúsinu í Flafnarfirði.
Þeir einstaklingar eða félög innan SUJ sem hafa ákveðnar
tillögur um málefni til að ræða á fundinum er bent á að
hafa samband við formann SUJ í símum 551-2003, 569-
4541 eða e-mail jths@hag.hi.is.
Dagskrá:
1. Fundargerðir.
2. Nýtt Félag ungra jafnaðarmanna í Garðabæ.
3. Fréttirfrá framkvæmdastjórn.
4. Fréttirfrá FUJ-félögum.
5. Starfið það sem eftir er ársins.
6. Önnur mál.
Jón Þór Sturluson, formaður
Sambands ungra jafnaðarmanna.
KVENFÉLAG ALÞÝÐUFLOKKSINS í HAFNARFIRÐI
Hádegisverðarfundur
Síðasti fundur vetrarins verður haldinn laugardaginn 13.
maí næstkomandi klukkan 12:00. Fundað verður í veit-
ingahúsinu Tilverunni við Linnetstíg.
Dagskrá:
1. Sigrún J. Sigurðardóttir setur fundinn.
2. Jóna Dóra Karlsdóttir, formaður í
Nýrrar dögunar-samtaka um sorg og
sorgarviðbrögð - flytur erindi.
3. Hafrún Bára Júlíusdóttir, fulltrúi í
ferðamálanefnd Hafnarfjarðar, segirfrá
því helsta sem er á döfinni í Firðinum.
4. Ovænt atriði.
5. Önnur mál.
Stjórnin.
Eitt af ógleymanlegri atriðunum í Bollywood, kvikmynd Blondie Singh,
sem dregur indverska kvikmyndaiðnaðinn (sem er kaliaður „Bollywood"
til mótvægis við bandarísku draumaverksmiðjuna „Hollywood") sundur
og saman í afbragðsvel heppnuðu háði.