Alþýðublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ1995
s k o ð a n i r
tlMBLtDII
20921. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
SigurðurTómas Björgvinsson
Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín
Umbrot Gagarín hf. •
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 625566
Fax 629244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Hindin léttfætta
Mörgum kom á óvart að Framsókn veldi reynslulítinn þing-
mann sem heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismálin em óefað erfið-
asti málaflokkurinn á vettvangi ríkisstjómarinnar, þar sem harð-
ast verður tekist á um aðhald og breytingar. Þangað þarf því alla
jafna sterka og reynda þingmenn. Vera má, að í Ingibjörgu
Pálmadóttur búi nægt póhtískt efni til að valda svo erfiðu ráðu-
neyti, þrátt fyrir skamma þingreynslu. En man einhver eftir til-
þriíúm af hennar hálfú á síðasta kjörtímabili?
Afar lítið hefur til ráðherrans spurst eftir að kom í ráðuneytið.
Þó lýsti hún yfir í viðtali að hún hefði þegar flutt fataskápinn ofan
af Akranesi og inn á skrifstofú sína í heilbrigðisráðuneytinu. Það
var alltént byijun. Óneitanlega vakti þó athygli, að meðan ljöl-
mörg verkefni kreíjast brýnnar úrlausnar í heilbrigðismálum hef-
ur Ingibjörg Pálmadóttir einbeitt snúið sér að því sem hún telur
þarfast - að koma upp meðferðarstöð fýrir reykingafólk. Þeir eru
til, sem telja þó önnur verk talsvert mikilvægari.
Óneitanlega hafa menn ekki skynjað mikla pólitíska vigt í ráð-
herranum af tökum hennar á tilvísunarmálinu. Læknar byrjuðu
samstarf sitt við nýja ráðherrann með því að færa henni blóm, og
af því tilefni hló hún og skríkti í fjölmiðlum. Ráðherrann er að
sönnu vön því úr fyrri störfum að vera undir stjóm lækna, og það
er engu líkara en henni gangi illa að hrista af sér hlekki fortíðar-
innar í þeim efnum. Hingað til hefur hún að minnsta kosti látið
sér nægja að apa upp ummæli þeirra, og satt að segja boðar þetta
ekki farsæld í samskiptum ráðuneytisins við erfiða sérhagsmuna-
hópa á borð við sérfræðingaliðið.
Nú er alvara lífsins byrjuð hjá Ingibjörgu Pálmadóttur. Eitt
fyrsta verkefni hennar var að snúa sér að óhjákvæmilegri endur-
skoðun á samningum við hjúkmnarffæðinga á landsbyggðinni.
Það hefur ráðherrann byrjað með þeim hætti, að forstjóri sjúkra-
hússins á Selfossi, Bjami Arthúrsson, hefur lýst ffamgöngu ráð-
herrans sem „algjöm klúðri.“ Hann segir að engin svör fáist ffá
ráðherranum um hvemig eigi að vinna málið. Fyrrverandi þing-
maður Framsóknarflokksins, Jóhann Einvarðsson, er forstjóri
sjúkrahússins í Keflavík. Hann segir að vinnubrögð ráðherrans
jafngildi því að leyfa mönnum að velja á milli þess að láta hengja
sig eða skjóta.
Á síðasta kjörtímabili gagnrýndi Framsóknarflokkurinn Sig-
hvat Björgvinsson harðlega, og líkti honum stundum við fíl í
glervömbúð. Því hefði mátt ætla að fyrst Framsókn átti kost á að
velja eftirmann hans, myndi flokkurinn velja einhvem sem stigi
létt til jarðar. En verklag Ingibjargar Pálmadóttur gefur tæpast til-
efni til að álykta, að þar sé á ferðinni hin léttfætta hind.
14-2
íslendingar fá fyrstu einkunn fyrir skipulag heimsmeistara-
keppninnar í handbolta. En að öllu öðm leyti hefur hún komið
einsog múrsteinn í hausinn á þjóðinni. Erlendu gestimir sem áttu
að færa gjaldeyri í þjóðarbúið létu ekki sjá sig. Miðaverð í upp-
hafi keppninnar var með þeim ólíkindum að engu líkara var en
handbolti væri íþrótt hinna fáu og ríku. Sá þáttur er skipuleggj-
endum keppninnar til hneisu.
Frammistaða landsliðsins hefur svo fært þjóðina ofan í hyldýpi
þunglyndis, þrátt fyrir sólríkasta vor um árabil. Forysta sam-
bandsins, með góðri aðstoð landsliðsþjálfarans, byggði upp him-
inháar væntingar meðal þjóðarinnar. Niðurstaðan varð auðmýk-
ing, sem lemstraði viðkvæma þjóðarsálina. Skýringar þjálfarans
vom margar. Fjölmiðlar fjölluðu ekki nógu jákvætt um liðið;
heimavöllurinn, sem öðru jöfnu er ígildi 5-6 marka, lagði of
mikla pressu á liðið; drengimir léku undir getu; sóknarleikurinn
brást, vamarleikurinn brást, skyttumar bmgðust. Allt brást nema
þjálfarinn, sem undirbjó liðið og byggði upp væntingamar.
En við hveiju var svosem að búast: Þegar bæði sálfræðingur og
prestur vom komnir á bekkinn vantaði í raun ekkert nema útfar-
arstjórann.
Það tók íslendinga áratug að jafna sig eftir hinn fræga 14—2 leik
við Dani. Nú byijar nýr áratugur.
O when the straights...
Hægrimenn eru ágætir. Þeir eiga gott med að
fara með peninga og fylla út eyðublöð og lesa
skjöl og kaupa notaða bíla og selja hús og
svona; öll þessi vel borguðu leiðindi. En þegar
á að halda partý, þegar á að fara að gera eitt-
hvað í menningarátt þá eru þeir alveg glataðir.
Þá vantar allan stíl.
Ég er staddur á Place de la Conc-
orde, Harmóníutórgi Frakka, að
kvöldi kosningaslags, 7. maí 1995,
klukkan 23:00, hiti 27 gráður á Cel-
síus. Chirac hefur sigrað og þúsund-
ir þyrpast að til að fagna, auk mín
sem er hér af 100% forvitni og al-
gjörlega án fögnuðar, og að auki
ónæmur gagnvart gleðismiti vegna
Vikupiitar |
þess hvemig hátíðin fer fram.
Jú, vissulega er gaman að sjá æp-
andi glatt ungt fólk á opnum bflum
og útum glugga, smá knattspyrnu-
fílingur í fagnandi fánaburði á 60
kílómetra hraða og óþreytandi bfl-
flaut, en samt... Þetta virðist vera
svona drive-in kosningagleði. Unn-
endur Chiracs eru jú flestir bíleig-
endur, og umferðarteppan á rue de
Rivoli og Champs Elysées er Godar-
dísk en án pirrings, hér liggja allir á
flautunni fagnandi.
Kvittur var á kreiki um að hinn
nýkjörni kæmi á svæðið til að
ávarpa lýðinn en einhver töf virðist
á því. (Síðar kom í ljós að Chirac sat
sjálfur fastur í teppunni í sinni limú-
sínu og talaði við Helmut Kohl í
bflasíma á milli þess sem hann svar-
aði spumingum sjónvarps útum op-
inn afturgluggann. Hann fór því
bara heim í háttinn með sín 16 millj-
ón atkvæði.) Á gríðarmiklu sviði
sem hróflað var upp í skyndi eftir að
úrslit lágu fyrir klukkan 20:00, grill-
ir í trommusett og aðrar græjur og
allir bíða í ofvæni eftir því að eitt-
hvað fari í gang. Á meðan er horft á
sjónvarpið, af risaskjá til hliðar við
sviðið. Þetta er eitthvað nýtt. Að
fara niðrí bæ til að horfa á sjónvarp-
ið. „Þetta er framtíðin" gæti maður
sagt ef maður væri framsóknarmað-
ur og leiðsögumaður, með stóran
hóp af órúnum íslenskum bændum á
eftir sér. Á meðan þessi 50.000
manns horfa á sjónvarpið horfi ég á
þau, krakkana sem em að kæla sig í
gosbrunninum í miðnæturhitanum,
huggulegu hjónin við hlið mér, faðir
með dóttur á háhesti, ög vinkonu-
hópinn fyrir aftan mig (eins og ein-
att; sú sætasta er sú eina sem er með
kærasta) og sé að þetta er fólk sem
maður sér aldrei í París, og aldrei á
götum Parísar, og aldrei úti svona
seint um kvöld. Þetta er „Hulduher-
inn“, hinn þögli meirihluti sem hér
stígur fram og fær málið í fyrsta
sinn frá því 1974 (þegar hægrimaður
var síðast kosinn forseti). Fólkið
sem aldrei fríkar út er hér að skvetta
úr klaufunum og hátíðin ber öll þess
merki.
Einhvem veginn átti maður von á
ættjarðarsöngvum, frönskum slögur-
um, einhverjum nýsömdum kosn-
ingabragi, en nei... þegar hljóm-
sveitin fer í gang er það... „one,
two, three o’clock, four o’clock
rock...“ Það er amerískt rokk og ról.
Frakkar eiga best úrval af skalla-
poppurum í heimi og hér eru mættir
þeirra fremstu, fimmtugir og þétt-
holda, og meira að segja með sítt
hár; kafloðnir skallapopparar, er það
ekki botninn á botnmenningunni?
Þeir feta sig hægt og rólega í gegn-
um ameríska rokksögu, „I love rock
and roll...“, Þegar hljómsveitin er
farin að spila „Sympathy for the de-
vil...“ þá ákveð ég að rölta heim,
veltandi því fyrir mér hvaða merk-
ingu lagið hefur á þessari stundu, en
sættandi mig við það að fyrir Frökk-
um er þetta bara eins og hvert annað
Króatíulag í Júróvisjón, þeir skilja
ekki textann.
Hægrimenn eru ágætir. Þeir eiga
gott með að fara með peninga og
fylla út eyðublöð og lesa skjöl og
kaupa notaða bíla og selja hús og
svona; öll þessi vel borguðu leiðindi
sem þarf til „að halda þjóðfélaginu
gangandi". Einhver þarf að standa í
þessu og maður getur ekki annað en
þakkað þeim fyrir að nenna því. En
þegar á að halda partý, þegar á að
fara að gera eitthvað í menningarátt,
þó ekki væri nema trilla upp einum
útitónleikum, þá eru þeir alveg glat-
aðir. Þá vantar allan stíl.
Ég rölti í gegnum hvítt mannhaf-
ið: Hér eru allir hvítir, í mesta lagi
Club-Med-brúnka á beraxla ljósku,
og hér eru allir heteró og allir með
„föst mánaðarlaun". Enginn svartur,
enginn gulur, engir hommar, engar
lessur, engar einstæðar mæður, engir
fatlaðir, engir rónar, engir eiturlyfja-
neytendur, engir pönkarar, engir
þungarokkarar... í stuttu máli: Eng-
inn nútímamaður. Þetta er Frakkland
eins og það var, og eins og það er
enn, á bakvið koparþunga glugga-
hlerana í ffnu hverfunum. Einu af-
brigðilegheitin hér felast í einni og
einni andlitslyftri konu sem reynir
hvað hún getur að halda brosinu inn-
an skekkjumarka, svo ekki rifni fyrir
á bakvið eyrun. Unga fólkið er „pe-
tites bourgoises", litlar og nettar
skólastúlkur úr 16. hverfi með kær-
asta sem pabbi valdi, og þeir eru litl-
ir pabbadrengir, á fyrsta ári í lög-
fræði eða á fyrsta ári af 57 í bankan-
um. Ungliðahreyfing Chiracs sam-
anstendur af tölvufölum gáfupiltum
með skjáglampann enn í gleraugun-
um, á Ijósbláum röndóttum skyrtum
með efstu óhneppta, náungar sem
heima hlusta á U2 og Rolling
Stones, og eru hér í kvöld með stór-
an vindil sem er heldur ósannfær-
andi í munni þeirra. í stuttu máli:
Hér er allt svo óttalega streit: „O
when the straights, come marchin
in...“
Það er sjaldan sem maður fær jaíh
áberandi tækifæri til þess að „synda
á móti straumnum" og þetta kvöld
og ég nýt þess til hins ýtrasta, að
halda heim á leið í hitamollunni,
einn krati á móti bírókrötum og
bankastarfsmönnum sem eru enn að
flykkjast að, eru hér að hætta sér út
um miðnættið (fólk sem fer að sofa
klukkan tíu) vegna þess að „svo er
líka frí á morgun".
E
Atburðir dagsins
1536 Anna Boleyn, önnur eig-
inkona Hinriks VIII Bretakon-
ungs, hálshöggvin. Hún var 29
ára. 1935 Goðsagnapersónan
Arabíu-Lawrence deyr í um-
ferðarslysi. 1982 ítalska kvik-
myndagyðjan Sofia Loren
fangelsuð fyrir skattsvik. Hún
sat inni í fjórar vikur. 1983 Bo-
eing þota með geimskutluna
Enterprise ofan á flaug yfir
Reykjavík og lenti á Keflavík-
urflugvelli. 1990 Húsdýragarð-
urinn í Laugardal opnaður.
Afmælisbörn dagsins
Steingrímur Thorsteinsson
þjóðskáld, 1831. Hi Chi Minh
leiðtogi Norður-Víetnama,
1890. Maicolm X róttækur
baráttumaður fyrir réttindum
þeldökkra Bandaríkjamanna,
1926. Pete Townshend bresk-
ur gítarsnillingur, 1945.
Málsháttur dagsins
Belra er að vera góðs manns
frilla en gefin illa.
Annálsbrot dagsins
Brenndur maður á alþingi, að
nafni Halldór Finnbogason úr
Borgarfirði, er þeirri heilögu
bæn, Faðir vor, hafði snúið upp
á satan á þennan hátt: Faðir
vor, þú sem ert í helvíti - og
svo frameftir.
Setbergsannáll, 1685.
Lof dagsins
Hann var yfirleitt vort besta til-
finningaskáld og orti miklu
betur og rækilegar en við hinir
um náttúru lands vors og
stundum ástir. Skopkvæði ort
hann best allra skálda á okkar
dögum.
Matthías Jochumsson
um afmælisbarnið
Steingrím Thorsteinsson.
Orð dagsins
Sálin er gullþing í gleri,
geymist þó kerið sé veilt.
Bagar ei brestur íkeri,
bara efgullið er heilt.
Steingrímur Thorsteinsson
afmælisbarn.
Skák dagsins
I dag skoðum við handbragð
góðvinar okkar, Vyzmanavins,
frá viðureign hans og No-
vikovs á meistaramóti Sovét-
ríkjanna sálugu, 1990. Vyz-
manavin hefur hvítt og á leik.
Hann hefur þrengt mjög að No-
vikov og neyðir hann til upp-
gjafar með einum leik.
Samanber: I. ... Hxc7 2.
Dxf7+ Dxf7 3. dxc7 Dxb3 4.
cxd8=D