Alþýðublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ1995 ■ Pólski kvikmyndaleikstjórinn Krzysztof Kieslowski hefur slegið eftirminnilega í gegn með sinni rómuðu litatrílógíu, Rauður, Hvíturog Blár. í viðtali í Newsweek ræðir hann verk sín, ritskoðunina og hlutverk lýðræðis í listum Krzysztof Kieslowski: „Hvergi annarsstaðar í víðri veröld en í Sviss hef ég fyrirhitt jafnmikinn fjölda fólks sem vildi ekkert frekar en að yfirgefa land sitt fyrir fullt og allt." Krzysztof Kieslowski kvikmynda- leikstjóri er best þekktur fyrir hina rómuðu litatrílógíu Rauður, Hvítur og Blúr og sjónvarpsþáttaröðina Boðorð- in tíu, sem framieidd var í heimalandi hans, Póllandi, seint á síðasta áratug. Þessi þrautreyndi leikstjóri hefur yfir aldarfjórðungslanga reynslu af gerð heimildakvikmynda, sjónvarpsmynda - og vitaskuld kvikmynda í fullri lengd. í viðtali sem Newsweek tók við Kieslowski á Ítalíu fyrir skemmstu segir hann meðal annars að listin sé aíheitun lýðræðis; í hstinni ríki í raun einræði og þannig hafi það alltaf ver- ið. Næstum öll þín mikilvæg- ustu verk eru byggð á vest- rænum kenni- setningum á borð við þau sem við rek- umst á í boð- orðunum tíu og grundvall- arhugsjónum Upplýsingarinnar. Er þetta hlutverk kvikmyndanna - og listarinnar: að endurmeta og koma fram fyrir hönd hefðbundinna gilda? .^iginlega er ég ekki svo viss um að kvikmyndir séu list. En ef þannig háttar til þá gæti það í sjálfu sér verið eitt af hlutverkum þeirra.“ En ef kvikmyndir eru ekki list - hvað í ósköpunum eru þær þá? „Kvikmyndir eru írumstætt birting- arform sögumennskunnar. Og maður- inn hefur alltaf haft ríka þörf fyrir að segja sögur og hlusta á sögur. Kvik- myndatökuvélin getur hinsvegar ein- ungis fest það á filmu sem er beint fyrir framan hana. ímyndið ykkur ef við reyndum að kvikmynda setning- una: Hnnn fór að koma æ sjaldnar og sjaldnar í heimsókn - og einn daginn rann sá tími upp, að hann hœtti því alveg. Þetta er gríðarlega algeng kli- sja í heimi bókmenntanna. En það er afar illmögulegt að kvikmynda þessa klisju því hún ijallar um tímabil; við- kvæmt sambandið milli tveggja manneskja. Ef við reyndum að koma þessari setn- ingu til skila í kvikmynd á hvíta tjaldinu þyrftum við að minnsta kosti hálftíma til verksins.“ En hvers- vegna vald- irðu þér þá kvikmyndalistina til að tjá þig ef þetta listform er svona ófullkomið? „Það er nú málið því svo sannar- lega valdi ég ekki þessa starfsgrein. Þetta bara einhvern veginn gerðist. Ég geri kvikmyndir í dag til að koma á samtali milli fólks - staðfesta sam- bandið sem þannig myndast - og síð- an að koma því til skila á tjaldinu. En þá er ég ekki að tala um að koma skilaboðunum á framfæri við ein- hvem hóp fólks heldur til hvers þess einstaklings sem kemur til að sjá kvikmyndir mínar. Ég vil að áhorf- endur spyrji sig sömu spurninga og ég geri: Afhvetju er ég á lífi? Hvers- vegna skyldi ég rísa úr rekkju minni að morgni? Hví fer ég til vinnu? Hvað mun gerast eftir að ég dey? Og svo framvegis. Það sem ég vildi fremst af öllu er að áhorfandinn fái það skilið, að hann er ekki einn um að óttast allt þetta og meira til; að hann er ekki einn um að efast og velta fyrir sér tilgangi lífsins; að hann er ekki einn um að finnast þetta lífsstreð allt- saman hálftilgangslaust. Þetta eru einfaldlega spurningar sem engin svör er hægt að finna við. Og ná- kvæmlega sú staðreynd gerir þær svo áhugaverðar. Spurningar án svara krefjast þess að við leitum svara. Og það er leitin sjálf sem er langsam- lega mikilvægust í þessu sam- hengi, en fráleitt svörin." Síðustu kvik- myndir þínar hafa allar fjall- að fyrst og fremst um firr- ingu - aðskilnaðarkennd og ein- angrun. Er einmanakennd manns- ins kannski meiri á þessum síðasta áratug aldarinnar heldur en nokkru sinni fyrr? ,Já, og það á afgerandi hátt. Eftir því sem löndin verða ríkari og hag- sældin eykst, þeim mun meira ein- mana verða íbúar þeirra. Ég hef aldrei séð meira einmana og einangrað fólk en í Sviss þar sem við kvikmynduð- um myndin Rauður. Þarna kemur maður til lands þar sem efnahagsleg velmegun þegnanna er gífurleg, en í sama mæli eru þeir afskaplega ein- mana og einangraðir hver frá öðrum. Hvergi annarsstaðar í víðri veröld en í Sviss hef ég fyrirhitt jafnmikinn Qölda fólks sem vildi ekkert frekar en að yfirgefa land sitt fyrir fullt og allt.“ Heldurðu að manneskjan búi við meiri einangrun í velmegandi ríkjum Vest- urlanda held- ur en til að mynda í Pól- landi og öðr- um löndum austurblokkarinnar undir járnhæli Sovétríkjanna sálugu? „An nokkurs vafa er það svo. Þján- ingar sameina og þjappa nefnilega fólki saman á meðan ríkidæmið klýf- ur það og sundrar. Á okkar tímum er velgengnin - frami og frægð - það sem blívur. Styrkleikinn er í tísku og til þess að njóta bæði velheppnaðs lífs og styrkleika verða menn að varpa frá sér allri siðferðiskennd. Og þegar maður gerir slíkt tekur einmana- kenndin óumflýjanlega við, því vita- skuld missir maður alla vinina í leið- inni. Veikleiki er ekki í tísku. Sam- hyggja er ekki í tísku. Samtsem áður eru það einmitt þessi atriði sem færa fólk nær hvort öðru og sameina það.“ Myndir þú telja sjálfan þig vera mann sem nýtur frama og vel- gengni? „Nei. Ég nýt ágætrar velgengni í starfi mínu, en einsog ég skil þessi hugtök þá er líf mitt á heildina litið ekki velheppnað. Ég lít á að fullkom- inni velgengni hafi ekki verið náð fyrr en maður hefur náð að uppfylla drauma sína og vonir. Það mun ég aldrei geta gert því ég þrái það eitt að lifa f sátt við sjálfan mig. Og það mun ekki verða.“ Á tímum stjórnar kommúnista í Póllandi háðir þú stöðugt stríð gegn hverskonar ritskoðun stjórn- valda... „Ég myndi ekki taka svo sterkt til orða, að kalla þessa baráttu mína stríð. Orðið stríð vekur upp hinn óskaplega dæmigerða veikleika Pól- veija: þjáningamar. Við viljum helst af öllu þjást. Við Pólveijar erum stöð- ugt að sýna heiminum hversu mikið við þjáumst og stöndum í þeirri mein- ingu að með því að þjást þá séum við meira virði sem manneskjur. Það sem við kvikmyndagerðarmenn og rithöf- undar gerðum í Póllandi á tímum kommúnistastjómarinnar var að lifa við - og með - ritskoðuninni; við þrifumst á því að smeygja okkur ifamhjá henni, fara undir hana og yf- ir: að gabba yfirvöld varð dægrastytt- ing. Þetta líktist einna helst því, að rit- skoðunin væri svigbraut og við lista- mennimir skíðamenn sem reyndum að komast frá rásmarkinu klakklaust í g e g n u m brautina - alla leið í mark. Þetta var auðvitað f e i k i 1 e g a góður lær- dómur og skóli sem var ökkur mikilvægur og í reynd nauðsynlegur. Ritskoðunin varð okkur innblástur rétt einsog allar takmarkanir em menn ögmn og inn- blástur. Til að yfirvinna takmarkanir þínar þarftu að læra. Það er trú mín og vissa að margar þær uppgötvanir sem menntafólk og listamenn gerðu í Austur-Evrópu á tímum kommúnist- anna hafi einmitt komið til vegna þess innblásturs sem ritskoðunin vakti.“ Og nú þarftu að lifa og keppa við þann raunveruleika sem vestrænn kvikmyndaiðnaður er. Vestrænir kvikmyndaframleiðendur senda frá sér ótrúlega dýrar myndir og margir þeirra kjósa að láta áhorf- endur velja hvernig þær enda - á forsýningum... „Mér finnst það fáránlegt að ein- hverjar þær mikilvægustu ákvarðanir sem nokkur listamaður getur tekið um verk sín séu teknar á þenn- an hátt: af ein- hverju fólki sem hefur engan rétt á að ráða nokkm um þetta. Kvikmyndirnar koma með þessum vinnubrögðum út sem færibanda- framleiðsla; sem skyndibitafæði þar sem hver eining er nákvæmlega eins og sú sem á undan kom. Auðvitað er það þannig að ég kvikmynda margar útgáfur af hveiju atriði - hverri senu, en munurinn er sá að það er ég sem ræð öllu um hver þeirra verður notuð í lokaútgáfuna. Þetta eru þau býtti sem ég ræð mig uppá og fæ borgað fyrir; það er mitt hlutverk: að sjá um þetta val. Aristóteles setti aldrei for- sýningar á svið. Og hvað þá Fellini." Er þetta ekki holdgerving lýð- ræðisins: að láta áhorfendur velja í atkvæðagreiðslu hvernig kvik- myndirnar enda? , Jú, í sjálfu sér. En hstin hefur ekk- ert með lýðræðið að gera; Ust og lýð- ræði eiga ekkert sameiginlegt. Listin er afneimn lýðræðisins; í listinni ríkir í raun einræði og þannig hefur það alltaf verið.“ ■ Símanúmera- mundu! breytingarnar taka gildi laugar- stafa símanúmer daginn 3. júní Númer breytast sem hér segir: 55 bætist framan við fimm stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 5 bætist framan við sex stafa símanúmer á höfuðborgarsvæðinu 42 bætist framan við öll símanúmer á Suðurnesjum 43 bætist framan við öll símanúmer á Vesturlandi 456 bætist framan við öll símanúmer á Vestfjörðum 45 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi vestra 46 bætist framan við öll símanúmer á Norðurlandi eystra 47 bætist framan við öll símanúmer á Austurlandi 48 bætist framan við öll símanúmer á Suðurlandi Eftir breytingarnar þarf ekki lengur að velja svæðisnúmer. Farsíma- og boðtækjanúmer. Talan 9 fellur burt þannig að farsímanúmer byrja á 85, GSM númer á 89 og boðtækjanúmer á 84. Dæmi: 985 489 89 verður 854 8989. POSTUR OG SÍMI „Við Pólverjar erum stöðugt að sýna heiminum hversu mikið við þjáumst og stöndum í þeirri meiningu að með því að þjást þá séum við meira virði sem manneskjur." „Listin hefur ekkert með lýðræðið að gera; list og lýðræði eiga ekkert sam- eiginlegt. Listin er afneitun lýðræðisins; í listinni ríkir í raun einræði og þannig hefur það alltaf verið." „Það er trú mín að margar þær uppgötvanir sem menntafólk og listamenn gerðu í Austur-Evrópu á tímum kommúnistanna hafi komið til vegna innblásturs sem ritskoðunin vakti."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.