Alþýðublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n Af grálúðumönnum og undanþágum Morgunblaðið í gær fær einhvem sjávarútvegsspekúlant til að ræða við Émmu nokkra Bonino (einkavinkonu Ólafs Ragnars Grimssonar, sem hefur vafalaust sett Moggann í samband við hana...) en hún ku sjá um sjávarút- vegsmál innan Evrópusambandsins. Viðtahð er svo notað til að búa til frétt um það sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sögðu okkur svo oft Pallborðið Magnús Árni p. .3* Magnússon i' *,j skrifar í nýafstaðinni kosningabaráttu: að Is- lendingar fengju enga undanþágu frá hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefhu sambandsins ef þeir hygðu á inn- göngu í það, undir flennifyrirsögninni ,Engar undanþágur fyrir íslendinga.“ Það er því miður alltof auðvelt að plata saklausa embættismenn sam- bandsins til að gefa slíkar yfirlýsingar. Þessi ágæti sjávarútvegsspekúlant Morgunblaðsins tekur örstutt og af- dráttarlaust svar Bonino um þetta efni gott og gilt og fer síðan að tala um eitthvað sem honum finnst merki- legra: grálúðukvóta og úreldingu fiskiskipa. En málið er bara ekki svona einfalt. Við skulum rekja það í nokkrum liðum. 1. Sjávarútvegsmál eru ekki merki- legur málaflokkur í skjalaskápum Evrópusambandsins, nánast mætti tala um þau sem eina skúffú í landbúnað- argeiranum. (Og í samræmi við það er sjávarútvegsnefnd Evrópuráðsins - sem alþýðuflokksmaðurinn Sigbjöm Gunnarsson stýrði um nokkurt skeið - ein af undirnefndum landbúnaðar- nefhdar ráðsins.) 2. Sjávarútvegsstefna Evrópusam- bandsins er til bráðabirgða. Hún verð- ur endurskoðuð árið 2002, eftir 7 ár. 3. Það gefur auga leið að þeir sem vilja hafa áhrif á innihald skúffunnar verða að vera aðilar að Evrópusam- bandinu. 4. Frá upphafi hafa tíu þjóðir gengið til liðs við kjama Evrópusambandsins og forvera þess hveiju sinni. Þær hafa allar fengið varanfegar undanþágur út- frá skilgreindum grundvallarhagsmun- um sínum. 5. Enginn velkist í vafa um að ís- lendingar myndu í samningaviðræð- um við Evrópusambandið skilgreina yfirráð yfir fiskimiðunum við landið sem grundvallarhagsmuni sfna. 6. Áður en Svíþjóð og Finnland sömdu sig inn í Evrópusambandið var talað um það að „þær fengju aldrei varanlega undanþágu frá sameigin- legu landbúnaðarstefnunni." 7.1 samningaumleitununum var bú- ið til hugtakið „heimsskautalandbún- aður.“ Landbúnaður í Svíþjóð og Finnlandi fellur undir hann og er því ekki settur undir sama hatt og annar evrópskur landbúnaður. Ergo: varan- leg undanþága frá sameiginlegu land- búnaðarstefhunni. 8. Evrópusambandið hefur engan sögulegan rétt til fiskveiða í skil- greindri íslenskri lögsögu sem það getur byggt kröfur sínar um hlutdeild í afla þeim er þar veiðist á. 9. Evrópusambandið og íslendingar nýta enga sameiginlega fiskistofna. 10. Evrópusambandið hefur engan hag af því að kippa fótunum efnahags- lega undan væntanlegum aðildarríkj- um. 11. Evrópusambandið er ekki „skriffinnskubákrí', sem framkvæmir eftir einhveijum reglugerðum hugsun- arlaust eins og þær væru fyrirmæli frá Guði, heldur er það Ufandi og síbreyti- legur stjórnmálavettvangur frjálsra Evrópuþjóða; vettvangur þar sem menn ræða saman, hlusta á rök og tak- ast á um þau, rétt eins og vera ber þar sem lýðræði er viðhaft. 12. Viðfangsefni stjórnmálanna' verða í sífellt ríkari mæli alþjóðleg, því skapa menn sér vettvang til að fást við stjómmál á því sviði. Það er skyn- „Þó það þjóni kannski pólitískum hagsmunum núverandi ríkisstjórnar að láta vinkonu Ólafs Ragnars vitna um engar undanþágur fyrir íslendinga" í fjölmiðlum, þá þjónar slíkt ekki upplýstri umræðu um Evrópusambandsaðild íslands." samlegt að eiga aðild að slíkum vett- vangi. Þó það þjóni kannski pólitískum hagsmunum núverandi ríkisstjómar að láta vinkonu Ólafs Ragnars vitna um „engar undanþágur fyrir íslendinga" í fjölmiðlum, þá þjónar slíkt ekki upp- lýstri umræðu um Evrópusambands- aðild íslands. Leiðin til þess er ekki að láta grálúðu- og úreldingarsérfræðinga Morgunblaðsins spjalla við Emmu Bonino. Leiðin til þess er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og sjá hvað okkur býðst við samningaborðið. Það versta er hinsvegar að ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar er ekki treystandi til að leiða slfkar viðræður, því hún myndi vilja sömu niðurstöðu og grálúðumaður Moggans. Höfundur er varaþingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavíkurkjördæmi. Það vakti athygli að Olaf- ur G. Einarsson hlaut 45 atkvæði í forseta- kjöri á Alþingi, 15 seðlarvoru auðiren þrír þingmenn voru fjarverandi. Stjórnar- flokkarnir eiga sam- tals 40 þingsæti, þannig að Ólafi bættist liðsstyrkur frá stjórnarandstöð- unni. Þar voru al- þýðuflokksmenn á ferð, en dagskipan til þingflokksins var að kjósa Ólaf. Þetta er nokkuð óvenjulegt enda situr minni- hluti allajafna hjá þegar at- kvæðagreiðslur af þessu tagi eru annarsvegar... Það hefur verið rífandi gangur hjá Leikfélagi Ak- ureyrar í vetur, undir stjórn Viðars Eggertssonar. Nú er að Ijúka sýningum á Djöflaeyjunni, leikgerð Kjartans Ragnarssonar á skáldsögum Einars Kára- sonar. Sýningum fer hins- vegar ört fækkandi enda sumarið á næsta leiti. í kvöld verðurforsetinn á ferð á Akureyri, og mun Vigdís Finn- bogadóttir heiðra leikhúsfólk með nærveru sinni. En það fer semsagt hver að verða síð- astur... Frásögn okkar af vangaveltum í Sjálfstæðisflokkn- um um hrókeringar í ráð- herraliði síðar á kjörtímabil- inu vakti mikið umtal. Marg- ir sjálfstæðismenn ganga út frá því sem gefnu að Friðrik Sophusson láti af þing- mennsku og hverfi á vit beit- arhúsa utanríkisþjónustunn- ar. Reyknesingar líta á það sem afgreitt mál að þá falli ráðherradómur þeim í skaut, en það er raunar alls ekki víst. Árni M. Mathiesen þykirekki nógu sterkurtil að hreppa slíkt hnoss og er auk þess umdeildur ungur mað- ur. Sigríður Anna Þórðar- dóttir hefur verið vonar- stjarna margra sjálfstæðis- manna, en hún minnkaði framalíkur sínar verulega þegar hún stóð ekki einarð- lega að baki Ólafs G. Ein- arssonar í nýafstöðnum ráðherraslag. Með fram- göngu sinni þá bakaði hún sér óvild ýmissa valdamik- illa sjálfstæðismanna sem eftirleiðis munu ekki geta unnt henni þess að setjast í dún- mjúkan ráð- herra- stól. Allt bendir því til þess að Reykvíkingurinn Sólveig Pétursdóttir sé næst á lista - þótt allir viti náttúrlega að Davíð Oddsson kysi frem- ur að sjá Geir H. Haarde í ríkisstjórn... h i n u m e 2 i n "FarSido" oftir Gary Lorson. fimm á förnum ve Vinna íslensk börn og unglingar of mikið? Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, leikkona: Böm vinna aldrei of mikið. Helena Lund, húsmóðir: Nei, alls ekki. Védís Lund, nemi: Nei. Sigríður Aðalsteinsdóttir, Ungt fólk í dag er bara svo nemi: Nei, alveg ömgglega duglegt. ekki nú til dags. Fanney Pétursdóttir, hús- móðir: Nei, langt I ffá. v i t i m e n n Hvað segirðu, töpuðum við í kvöld? Vorum við ekki úr leik í gær? Ég get ekki svarað hvað fór úrskeiðis en þetta er leiðinlegt því þetta eru dugnaðarstrákar. Thor Vilhjálmsson, aöspurður hvað klikkaði hjá „strákunum okkar". HP í gær. Páll Pétursson hefur sagt Evrópu- sambandinu stríð á hendur til að vemda einn mikilvægasta þátt íslenskrar menningar - barna- þrælkunina. Gunnar Smári Egilsson í HP í gær. í bókmenntaheiminum má finna reiði sem stafar af þ.ví að viðkom- andi hefur ekki hlotið úthlutun úr sjóði. Það er hin eina heilaga reiði sem finnst á akri bókmenntanna. Guðbergur Bergsson í HP í gær. Ég er litblindur. Ég er siðblindur. Líka ritblindur og auk þess hálf heymarlaus. Þetta em miklar þjáningar. Já, svo er ég líka náttblindur. Guðbergur aftur. Álitamál að þingmenn séu jafnframt ráðherrar. Ólafur G. Einarsson nýr forseti Alþingis. Morg- unblaðið í gær. Lögreglan í Rcykjavík var síðdegis í fyrradag kölluð í hús í austur- , bænum vegna heimilisófriðar. Ágreiningur var meðal fjölskyldu- fólks um hvaða sjónvarpsstöð ætti að horfa á. Mogginn í gær. Svo má spyrja hvort cnginn hafi komið auga á þá landkynningu að nokkrír íslenskir krakkar urðu heimsmeistarar baraa og unglinga í skák á sama tíma og boltafríkin vom að sprínga af ofsahrifningu á sjálfum sér. Oddur Ólafsson. Tíminn í gær. Of lllfengið fyrir börnin þín? Vflltir á Vefnum Herferð Villtra á V e f n u m gegn II! I a g ð i s t misvel í jafnt sak- lausar sálir sem harðs- v í r a ð a I I I i s t a Markverðust af viðbrögðum þessum að telja er þegar við fréttum af ein- um hæstvirtum ráðherra ríkisstjórn- ar sem áhyggjufullur fékk aðstoð vil- viljaðra til að komast inná Netið og kynnti sér í eigin persónu hvað þarna væri á ferðinni (tvennum sög- um fer af meiningum þeim sem lágu að baki áhyggjunum...). Sakleysingj- ar og angistarfullir uppalendur geta þó andað öndina léttar því hið sóma- kæra hugbúnaðarfyrirtæki Surf- Watch hefur nú þróað forrit sem sundurgreinir og skráir allar þær upplýsingar er birtast á Internetinu. Þegar forritið síðan uppgötvar að viðkomandi nethaus er að reyna skrá sig inná llltengil kæfir það dóna- skapinn í fæðingu og það eina sem lllhundurinn fær á skjáinn eru skila- boðin: Lokað af SurfWatch. Nú þeg- ar er komin Macintosh-útgáfa á markað og i júlí næstkomandi er ætl- að að Windows-útgáfa geri það sömuleiðis. Og þá er ekkert annað en að verða sér útum SurfWatch-for- rit þetta, smella því á harða diskinn og við erum hólpin! Hjúkk... veröld ísa „Nú er hún Snorrabúð stekkur," var eitt sinn sagt og á alveg hreint prýðilega vel við ísak-inn í dag: Eða vissuð þið kannski að Spánn náði undir sitt vald meiri landsvæðum á aðeins einni kynslóð en ræfils Róm- veijunum tókst á heilum fimm öld- um? Máhð er, að Spánn bókstaflega átti alla Suður-Ameríku, alla Mið- Ameríku - frá Hornhöfða til Ríó Grande - og stærstan hluta þess sem í dag er nefnt Bandaríki Norður- Am- eríku. Þegar árið 1580 vom Spánveij- ar einir Evrópuþjóða sem réðu yfir byggðum í Nýja heiminum - til við- bótar við byggðir þeirra á Filipseyj- um. Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.