Alþýðublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐK)
FÖSTUDAGUR 19. MAÍ1995
Mið-Asía
Hin nýfrjálsu ríki milli Kaspíahafs og Kína bua yfir miklum náttúruauðlindum, sem stórveldin há glímu mikla um nýtinguna á.
Að undanförnu hafa nokkur ríki
Mið-Asíu lent í heimsfréttunum -
kosningar í Kasakhstan, deilur um nýt-
ingu olíulinda í og í kring um Kaspía-
haf og fleira ber þar til.
Svo lengi sem Sovétríkjanna sálugu
naut enn við, var býsna hljótt um mál-
efni þessa landssvæðis á Vesturlönd-
um. Þetta svæði milli Kaspíahafs og
Ktna var einfaldlega jaðarsvæði Sovét-
ríkjanna og sem slíkt áttu atburðir þar
ekki greiðan aðgang að erlendum fjöl-
miðlum. Afskipti Sovétmanna af borg-
arastríðinu í Afghanistan urðu þó til
þess að sjónir heimspressunnar beind-
ust um hríð að þessum heimshluta, en
þær fréttir takmörkuðust við Afghanist-
an og áhrif stríðsins þar á kalda stríðið.
Það breyttist ekki, að fréttir frá hinum
fimm sovésku Mið-Asíuríkjum, ná-
grannalöndum Afghanistans, Irans' og
Kína: Túrkmenistan, Usbekistan,
Taddsjíkistan, Kirgisistan og Kasakhst-
an, voru hverfandi litlar í íjölmiðlum
Vesturlanda.
Eftir fall Sovétríkjanna hefur orðið
þónokkur breyting hér á: Öll löndin
fimm urðu sjálfstæð ríki og bundu
rnikiar vonir við hið nýfengna frelsi -
frelsi sem einnig opnaði fjölmiðlum
sýn inn í málefni þeirra. Það kom þó
fljótt á daginn, að það er ýmislegt, sem
stendur í vegi fyrir því að þjóðir svæð-
isins fái notið ábatans, sem hið ný-
fengna frelsi átti að færa þeim, og fjöl-
miðlar Vesturlanda em mjög uppteknir
af að færa fréttir af hættufegum upp-
gangi múhameðstrúarmanna, alls stað-
ar þar sem þeim virðist vera að vaxa
ásmegin. En það eru þó ekki ófriðlega
látandi múhameðstrúarmenn sem eru
helsta vandamálið, sem að þessum
löndum steðjar. Ófriðurinn sem ríkir í
ýmsum nágrannalöndum - svo sem í
Afghanistan og Kákasuslýðveldunum
- hefur að vísu óneitanlega áhrif á
ástandið í hinum fyrrum jaðarríkjum
Sovétríkjanna, en stóri vandinn er sá
núna, að stórveldin togast á um það,
hver og hvemig nýta skuli auðlindir
svæðisins. Og þrátt fyrir sjálfsagðan
vilja landanna til að ráða yfir sínum
auðlindum sjálf reka þau sig á þann
napra raunveruleika, að eftir sem áður
eru þau leiksoppar fjarlægra stórvelda
og voldugri nágranna.
Landssvæðið, sem þessi ríki liggja á,
er stórt og á sér fanga og merka sögu.
Flestir em íbúamir múhameðstrúar og
tala tungumál náskylt tyrknesku (um
Kasakhstan gildir þó að þessu leytinu
ekki alveg hið sama — þar búa mörg
þjóðarbrot, meðal annars margir Rúss-
ar). Á þeim dögum, er múslífnar réðu
yfir Silkiveginum svokallaða, verslun-
arleiðinni milli Miðjarðarhafsins og
Austurlanda fjær (Kína, Indlands),
lifðu borgir þessa svæðis mikið blóma-
skeið. Enn þann dag í dag leynir sér
fornt ríkidæmi sér ekki í glæsileik
borga á borð við Samarkand, Ta-
schkent og Alma-Ata. En það sem vek-
ur áhuga stórvelda heimsins á svæðinu
er ekki hinn merki menningararfur
þess, heldur hinar stórkostlegu auðlind-
ir, sem búa þar í jörðu: í Úsbekistan er
stærsta gullnáma heims, sem afkastar
minnst 50 tonnum af hreinu gulli á ári.
I Taddsjíkistan finnast auðugustu silf-
umámur heims. I jörðu Kasakhstans
em miklar olíulindir og um fjórðungur
aUs nýtanlegs úrans, sem vitað er um í
veröldinni. Aðeins þijú ríki í heiminum
búa yfir stærri forða af jarðgasi en
Túrkmenistan.
Þegar að því kom, að Sovétríkin lið-
uðust í sundur eygðu ríkisstjómir og
fýrirtæki víða um heim tækifæri til að
eignast hlutdeild í nýtingu þessarra
auðlinda. Sú refskák ágimdarinnar er
ekki alveg ný af náUnni: Hún á sér ræt-
ur á nítjándu öldinni, þegar heims-
valdastefna stórveldanna í Evrópu var í
BÆNDASKOLINN
Á HVANNEYRI
Bændadeild auglýsir
Innritun stendur yfir
í Bændaskólanum á Hvanneyri getur þú lært flest það er
viðkemur nútíma búskap, hvort heldur þú kýst hinar hefð-
bundnu búgreinar eða að leggja á nýjar brautir.
Þú getur valið um þrjú svið:
Búfjárræktarsvið - Landnýtingarsvið - Rekstrarsvið
Auk valgreina s.s. Hrossarækt, Skógrækt, Tóvinnu, Heimil-
isgarðrækt, Fiskrækt, Alifugla- og svínarækt, Búsmíði,
Vinnuvélar, Kanínurækt o.fl.
Búfræðinámið er tveggja ára nám. Stúdentar geta lokið því
á einu ári. Athygli er vakin á því að búfræðinám er nauð-
synlegur undanfari náms í Búvísindadeild (Bs 90) sem
næst verður innritað í haustið 1996.
Umsókn um skólavist sendist skólanum fyrir 10. júní nk.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans. Stúdentar sem
hyggjast hefja búfræðinám í júní og Ijúka námi vorið 1996,
hafi samband sem fyrst.
Bændaskólinn á Hvanneyri
311 Borgarnes
Sfmi 93-70000
Fax 93-70048
algleymingi. Þá bitust Rússar og Bretar
um afmörkun áhrifasvæða sinna á
landssvæðinu milli hins keisaralega
Rússlands og nýlendna Breta, Indlands
og Pakistan. Bretar kölluðu þennan
hermannlega leik þá The Great Game.
„Leiknum Stóra“ lyktaði að lokum
með innlimun Mið-Asíu- landanna í
Sovétríkin árið 1920, sem lutu í 70 ár
eftir það ógnarstjórn Kremlverja. í
þessari nýjustu umferð „Leiksins
Stóra“ eru það þó fjárfestar í stað hers-
höfðingja, sem leika aðalhlutverkin.
Og barátta peningamannanna er engu
síður hörð en glíma hermannanna fyrir
hundrað árum. Munurinn felst ffekar í
rómantískum ljóma liðins tíma og
klassískra njósnasagna, sem gerðir her-
manna og annarra útsendara stórveld-
anna á nítjándu öld hafa yfir sér og fjár-
festingarspekúlantar nútímans geta
ekki státað af. Fyrir tveimur árum gerði
þriðja stærsta olíufyrirtæki Bandaríkj-
anna, Chevron, samning upp á að fjár-
festa sem næmi 10 milljörðum banda-
ríkjadala í 20 hundraðshlutum þess
arðs, sem hægt á að ná úr olíuvinnslu-
svæðinu við Tengiz í Kasakhstan. Sér-
ffæðingar segja svæðið geta framleitt
700.000 tunnur af hráolíu á dag, sem
væri meira ein 10 milljóna dala virði á
heimsmarkaðsverði. En Rússland situr
með lykilinn í hendinni. Rússar eru
eigendur einu olíuleiðslunnar frá öllu
Mið-Asíusvæðinu. Þeir halda því ftam,
að leiðslan anni ekki flutningi á einum
tíunda hluta þess magns. Rússar nota
einokunaraðstöðu sína yfir olíuleiðsl-
unum til að viðhalda valdi Moskvu yfir
hinum fyrrum sovétlýðveldum og hlut-
deild Rússlands í auði þeirra. Hinir
bandarísku fjárfestar geta valið: Annað
hvort borga þeir Rússum himinhátt
gjald fyrir flutningana á olíunni eða
þeir sitja á risavöxnum olíupollinum
sem þeir keypm í auðnum Kasakhst-
ans, engum til gagns. Nú áætla Rússar
að byggja nýjar olíuleiðslur, en algjör-
lega á eigin vegum, án nokkurrar að-
stoðar frá Chevron. Rússar láta ekki
það tak sem þeir hafa á efnahag Mið-
Asíu svo auðveldlega af hendi.
En hvaða leiðir eru aðrar færar fyrir
hin nýfrjálsu lýðveldi til að komast
undan jámhæl rússneskrar einokunar?
Bandaríkjamenn segja að þeim sé akk-
ur í því að hjálpa þessum löndum til
aukins sjálfstæðis með því að hjálpa
þeim að koma auðlindum sínum í verð
eftir leiðum óháðum Moskvu. Banda-
ríkjastjóm hefir því lagt á ráðin um
lagningu olíuleiðslu frá Kaspíahafs-
svæðinu ffam hjá áhrifasvæðum Rússa
sem enda á í Tyrklandi. Tyrkir eru
mjög áhugasamir um framtakið, ekki
eingöngu vegna menningarlegra
tengsla við hinar skyldu þjóðir Mið-
Asíu, heldur ekki síður vegna þess, hve
olían þaðan yrði efnahagi Tyrklands
sjálfs mikil lyftistöng. En þessi leiðsla
yrði að liggja á hluta leiðarinnar til
Miðjarðarhafsins um landssvæði sem
tilheyrir Azerbajdsjan. Þetta flækir
málið og hefur hingað til staðið í vegi
fyrir ffamkvæmdum.
Ef litið er á landakortið mætti ætla,
að önnur leið ffam hjá Rússlandi væri
beint í suður, til hafria Persaflóans. Eins
og ástandið er í Iran og Afghanistan
horfir ekki vænlega um slíkar áætlanir,
sem Bandaríkjamanna koma nærri, o %
upplausnarástandið í Afghanistan hefrir
lflca haff sín áhrif á ástand mála í ná-
grannaríkinu Pakistan; í Karachi, aðal-
hafriarborg Pakistans, sem hugsast gæti
út frá landfræðilegri legu sinni sem út-
flutningshöfn mið-asískrar olíu, hefur
hið langvarandi borgarastríð í ná-
grannaríkinu leitt til blómstrandi
glæpastarfsemi. Þá er aðeins ein átt eft-
ir: í austur, en þar er Kínaveldi. Ekki
horfir ffekar vænlega um byggingu ol-
íuleiðsla ffá Kasakhstan um yfirráða-
svæði Kínveija. Að vísu hafa verslun-
arstraumar aukist til muna við Kíria, en
kínversk stjómvöld hafa mestan áhuga
á því, að friður haldist í landamærahér-
uðunum. I landamærahéraði Kina við
Kasakhstan, Xinjiang-héraði, em íbú-
amir að meirihluta til ekki Kfnverjar
heldur náffændur nágrannanna vestan
við landamærin. Þeir óttast, að tengsl
þessa héraðs við Kasakhstan yrði náið,
ef slík lífæð fyrir Mið-Asíulýðveldin
sem ohu- og gasleiðsla væri, lægi um
lendur héraðsins. Slíkt telja kínversk
stjórnvöld geta leitt einhverja íbúa
Xinjiang- héraðs til að stofria til óróa í
því skyni að tengjast nágrönnum sínum
RIKISTOLLSTJORAEMBÆTTIÐ
Innflytjendur -
útflytjendur
Athygli innflytjenda og útflytjenda er vakin á því að 31.
mars sl. rann út sá aðlögunartími sem veittur var til að taka
upp orðalag upprunayfirlýsinga á vörureikninga sam-
kvæmt EES- samningnum vegna inn- eða útflutnings á vör-
um sem upprunnar eru á EES-svæðinu. Tollfríðindameð-
ferð fæst því ekki lengur gegn framvísun vörureikninga
með upprunayfirlýsingu með eldra orðalagi sem nota mátti
til 1. apríl sl.
Jafnframt skal bent á að vörureikningum með upprunayfir-
lýsingu svo og EUR. 1 skírteinum ber að framvísa við tollyf-
irvöld í innflutningslandi innan fjögurra mánaða frá útgáfu-
degi en aðflutningsskjölum ber að skila tollayfirvöldum hér
á landi innan fjögurra daga frá komu vörusendingar til
landsins.
Nánari upplýsingar um fríðindameðferð vara m.a. sam-
kvæmt EES- samningnum veita tollstjórar í viðkomandi
tollumdæmum.
Reykjavík, 18. maí 1995,
Ríkistollstjóri.
og frændum nánari böndum. Þessa
áhættu vilja Kínveijar ekki taka og því
er vonlaust að reikna með samstarfi
þeirra.
Frá bæjardyram Vesturlanda séð, er
það mjög uggvænleg þróun, ef ekki
tekst að styrkja stoðir sjálfstæðs og
óháðs efnahagslífs í Mið-Asíuríkjun-
um. Vonir þær, sem íbúar svæðisins -
sem era að sjálfsögðu meðvitaðir um
þau auðæfi sem land þeirra geymir, en
þeir hafa enn ekki fengið að njóta arðs-
ins af - bundu við sitt nýfengna frelsi
kunna að bresta, ef þetta tekst ekki. Hin
neikvæðu áhrif, sem slík vonbrigði
leiða af sér, láta ekki á sér standa. Upp-
bygging lýðræðis yrði til dæmis mun
erfiðari og almenningur ginnkeyptari
fyrir boðskap þeirra, er boða einfaldar
lausnir á öllum vanda. Slíkt ástand býr
í haginn fyrir róttæka múhameðstrúar-
menn, sem eiga auðvelt með að telja
mörgum trú um, að hvorki gamla kerf-
ið og eftirmenn þess né hinar vestrænu
lýðræðishugmyndir séu til nokkurs
gagns: lausnin finnist aðeins í trúnni
(sem var jú bönnuð á sovéttímanum).
Nágrannamir í suðri, íranir, reyna að
gera það sem í þeirra valdi stendur til
að ýta undir þessa þróun. Þó er ekki þar
með sagt, að hætta sér á byltingu öfga-
sinnaðra múhameðstrúarmanna í Mið-
Asíu. En blikur era á lofti.
Nursultan Nasarbajef, forseti
Kasakhstans.
Nursultan Nasarbajef, forseti Ka-
sakhstans og fyrrverandi kommúnisti,
er áhrifamesti valdamaður lýðveldanna
fimm. í Kasakhstan er stuðningur við
forsetann mikill og ógn íslams lítil.
Nasarbajef sýndi opinskátt í nýlega af-
stöðnum kosningum í landi sínu, hve
lítils hann metur lýðræðislegar kosn-
ingar. En hann nýtur ótvfræðs trausts
almennings, og er sá maður, sem aðilar
frá Vesturlöndum verða að leita til
samstarfs við, vilji þeir fjárfesta í ffam-
kvæmdum í Kasakhstan. Nasarbajef er
reyndar mjög hlynntur vestrænum fjár-
festingum, þó hann vilji jafnframt
halda góðu sambandi við Rússa. Hann
lýsir kjamavanda lands síns þannig:
„Kasaldistan er að leita nýrra Íeiða til
að flytja út sína olíu. Við munum
byggja olíuleiðslu, jafnvel þó hún liggi
í gegn um fran til Persaflóa, eða í gegn
um íran til Tyrklands og Miðjarðar-
hafsins. Aðalatriðið er, að við náum
raunveralegu sjálfstæði með traustum
tekjum af auðíindum okkar. Eftir að
við náum tengslum við heimsmarkað-
inn eftir nýjum leiðum, mun verða auð-
velt að eiga samstarf við Rússland."
En hin nýja lífæð Kasakhstans og
hinna Mið- Asíulýðveldanna verður
ekki byggð nema með samstilltu átaki
margra aðila, og þar hafa þeir sem yfir
mestu fjármagninu að ráða mest að
segja. Þar sem heilu mannsaldrana að-
eins var tíðindalítið jaðarsvæði Sovét-
ríkjanna eru nú komin sjálfstæð ríki,
sem opin era fyrir straumum nútfrnans.
Eftir brottfall sovétkerfisins leika öfl
auðmagnsins lausum hala og trúin
stefriir í að endurheimta þann sess sem
hún hafði fyrir sovéttímann. Hvað út úr
þessum hræringum öllum kemur er enn
óljóst.