Alþýðublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 8
» t 'míVFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Föstudagur 19. maí 1995 75. tölublað - 76. árgangur *• t miVFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 15 88 55 22 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Reykdælingur á Grensásveginum Torfi Harðarson opnar mynd- listarsýningu á morgun (laug- ardag) klukkan 16:00 í Lista- safni ASÍ að Grensásvegi 16a. Torfi sýnir þar 25 pastel- og vatnslitamyndir sem unnar eru á síðastliðnum þremur árum. Sýningin er opin daglega frá klukkan 14:00 til 19:00 - alla daga nema miðvikudaga. Torfi er fæddur í Reykjadal í Hruna- mannahreppi, en fluttist árið 1971 til Reykjavíkur. Sýningin í Listasafni ASÍ er tíunda einka- sýning hans. ■ Tónleikará Höfn í Hornafirði Stærsti karlakór landsins syngur með Sinfóníunni Yfir 300 manna karlakór syngur með Sinfóníuhljómsveitinni í íþrótta- húsinu á Höfh í Homafirði á morgim, laugardag. Kórinn samanstendur af sjö karlakórum í Kötlu - sambandi sunn- lenskra karlakóra, sem koma saman til söngmóts á Höfh um helgina. Um 550 manns taka þátt í þessu Kötlumóti, þaraf syngja um 300. Kóramir syngja hver um sig nokkur lög á kóramótinu sem hefst klukkan 14:00. Síðan syngja kóramir saman fjögur lög ásamt Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjóm Bernharðs Wilk- insonar. Sinfóníuhljómsveitin leikur síðan tvo forleiki: Hátíðarmars Páls ísólfssonar og Meistarasöngvarana frá Niimberg eftir Wagner. Kötlumót eru haldin á fimm ára fresti. Innan sambandsins em tíu kórar á suðurhluta landsins - allt frá Borgar- firði í vestri til Homafjarðar í austri. Þrír kóranna eiga því miður ekki heimangengt að þessu sinni - vegna anna við sauðburð. ■ Nýjasta mynd meistara Woody Allen loksins komin til landsins Kúlnahríð á Broadway í dag frumsýnir Regnboginn nýjasta meistarastykki snillingsins Woody Allen: Bullets Over Broadway eða Kúlnahríð á Broadway. Myndin hefur vakið feikna athygli og eru flestir þeirrar skoðunar að langt sé síðan Al- Íen hafi tekist frábærlega upp. Kúlna- hríð á Broadway var þannig tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna: Chazz Pam- interi var tilnefndur sem besti karl- leikari í aukahlutverk, Jennifer Tilly og Diane West sem bestu leikkonur í aukahlutverki, Woody Allen sem besti leikstjórinn og auk þess var myndin tilnefnd fyrir besta frum- samda handritið og var það í höndum Allen og Douglas McGrath, listræna stjórnun og búningahönnun. Diane West var þó sú eina hlaut verðlaunin. Meðal annarra leikara má nefna John Cusack, Tracey Ulhnan, Rob Rein- er og Mary-Louise Parker. ■ Tilraun Ingibjargar Pálmadóttur heilbrigðisráðherra til að leysa kjaramál hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni fær slæmar undirtektir. Neyðarástand blasirvið 1. júní „Málið er einfald- lega algjört klúður" - segir Bjami Arthúrsson framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands. „Heilbrigðisráðherra hefur sent okkur boltann til baka en við fáum engin svör um það hvemig á að leysa málið. Ráðherra segir að það eigi að gera það með samningum en fjármála- ráðuneytið segir að við megum ekki gera það með samningum. Það hefur verið afar illa haldið á þessu af hálfu ráðuneytanna og málið er einfaldlega algjört klúður," sagði Bjarni Art- húrsson framkvæmdastjóri Sjúkra- húss Suðurlands og Heilsugæslu- stöðvar Selfoss í samtali við Alþýðu- blaðið. Ráðstafanir Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra til að leysa úr ágreiningi vegna sérkjarasamninga hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni virðast lítt gagnast stjórnendum sjúkrahúsanna til lausnar málinu. Ef svo fer fram sem horfir hætta um 200 hjúkrunarfræðingar vítt og breytt um landið störfúm þann 1. júm og neyðar- ástand skapast. Einstaklingsbundnum ráðningarkjömm þeirra var sagt upp 1. mars síðast liðinn með þriggja mánaða fyrirvara. Hjúkrunarfræðingar sætta sig ekki við að kjör þeina verði skert og líta á þetta sem uppsögn. Heil- brigðisráðuneytið krafðist þess að þessum samningum yrði sagt upp að ósk fjármálaráðuneytisins. „Við erum algjörlega milli steins og sleggju í þessu máli. Fjármálaráðu- neytíð segir að við megum ekki gera nýja samninga við hjúkmnarfræðinga og rökstyður það með tilvitnunum í lög og dóma. Svo sendir heilbrigðis- ráðherra okkur bréf og í niðurlagi þess segir: „Að lokum vill ráðuneytið hvetja stjómendur tíl að fara nánar ofan í alla einstaklingsbundna samninga sem gerðir hafa verið við aðra starfsmenn þannig að eftir endurskoðun einstak- lingsbundinna samninga við hjúkrun- arfræðinga verði fullt samræmi í launasetningu í hlutaðeigandi sjúkra- stofiiun." Ég veit ekki hvort við eigum að hækka alla aðra til samræmis við hjúkrunarfræðinga eða lækka hjúkrun- arffæðinga til samræmis við aðra. Ég veit ekki hvað svona setning þýðir,“ sagði Bjami Arthúrsson. En var ekki heiibrigðisráðherra að lofa ykkur peningum svo þið gætum leyst máiið? „Ráðherra lofar okkur peningum þetta árið en það er algjör óvissa um hvað verður á næsta ári. Hún segir að við verðum að leysa þennan vanda innan fjárlagaramma. Heilbrigðisráðu- neytið er fagráðuneyti okkar en fjár- málaráðuneytið er yfir okkur í launa- málum. Á fundi með fulltrúum þess- ara ráðuneyta nú í vikunni bar ég þrisvar sinnum fram sömu spuming- una: Hvemig eigum við að ljúka þessu máli? Ég fékk aldrei neitt svar.“ Hafið þið þá ekki leyfi til að semja upp á nýtt við hjúkrunar- fræðinga? ,JEkki samkvæmt því sem íjármála- ráðuneytíð segir. En í bréfi heilbrigð- isráðherra segir hins vegar: ,Eftir samráð við fjármálaráðuneyt- ið og fulltrúa stjómenda sjúkrahúsa hefur heilbrigðisráðuneytíð nú ákveð- ið viðbótarfjárveitingu til einstakra sjúkrahúsa. Annars vegar til að mæta kostnaði vegna tafar á uppsögn ein- ■ Tíu ára afmæli kínverska veitingahússins Sjanghæ Drekadans, dúndur- fjör og bjór á tíkall Um þessar mundir eru liðin tíu ár frá stofnun Sjanghæ, kínverska veit- ingahússins við Laugarveg. í tilefni afmælisins hefur Sjanghæ boðið hingað til lands dönsurum og trúðum frá Kína sem ætla á morgun (laugardag) að dansa fyrir Reykvíkinga og forvitna aðkomumenn, ásamt því að berja bumbur, slá gjöll og láta öllum illum látum - vita- skuld skrýddir íburðarmiklum og litskrúðugum klæðnaði. Farið verður í ósvikna kínverska dreka-skrúðgöngu og drekinn ógurlegi lætur sig ekki vanta. Lagt verður af stað á morgun klukkan 15:00 og gengið sem leið liggur niður á Ingólfstorg. Boðið er uppá sérstakan hátíðarmatseðil á veitingastaðnum frá 19. maí til 25. maí og verður markverðast að telja verðið á bjórnum sem er aðeins tíu krónur - eða ein króna fyrir hvert ár sem Sjanghæ hefur starfað. A-myrd: e.ói. staklingsbundinna samninga og hins vegar tíl að veita stjómendum svigrúm við gerð nýrra samninga." Það sést á þessu að ráðuneytin ganga ekki í takt. Og þegar maður spyr fulltrúa beggja ráðuneytanna segja þeir ekki neitt.“ Hvaða áhrif hefur þessi staða á starfsemi sjúkrahúsanna? ,J>etta er búið að valda sjúkrahús- unum verulegum vanda. Hér höfum við til dæmis misst hjúkrunarffæðinga ffá ökkur vegna þessa. Einkastofnanir og sjálfseignarstofnanir hafa boðið í okkar hjúkrunarfræðinga. Þetta hefur skapað leiðinlegan móral og tor- tryggni milli stjómenda og starfsfólks. Hér starfa 21 hjúkrunarffæðingur og ef þeir hætta 1. júní verðum við ein- faldlega að loka. En við erum að fín- kemba alla möguleika til þess að leysa máhð og þá þannig að það teljist lög- legt. Það er hins vegar erfitt að stjóma svona ríkisstofhun þar sem gefin em ein fyrirmæh í dag og önnur á morg- un. Það verður ákveðinn trúnaðar- brestur milli heilbrigðisstofnana og ráðuneytanna.“ Hvernig komu þessi sérkjör hjúkrunarfræðinga til í upphafi? „Þetta var upphaflega hugsað með tvennum hætti. Annars vegar var þetta hrein staðaruppbót og hins vegar greiðslur fyrir aukið álag í vinnu. Það er mjög algengt að sjúkrahús úti á landi reki líka heilsugæslustöð. Þá þjónusta hjúkrunarfræðingar sjúkra- húsa einnig bráðamóttöku heilsugæsl- unnar og auðvitað þarf að greiða fyrir það sérstaklega. Mín tilfmning er sú að upphaflega hafi verið farið á stað með máUð án þess að menn gerðu sér grein fýrir því fyrir hvað var verið að borga. Ég held að fyrrverandi heil- brigðisráðherra hafi ekki verið gerð grein fyrir því á sínum tíma að við er- um að greiða fýrir aukna vinnu. Sig- hvatur Björgvinsson fór í þetta að kröfu fjármálaráðuneytisins sem vildi hreinsa þetta út. Þar töldu menn að með gerð kjarasamnings við Félag ís- lenskra hjúkrunarfræðinga hefðu þessi kjör átt að falla niður. En sá samning- ur miðaðist alfarið við þær greiðslur sem gilda á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík. Þar var verið að færa samninginn til vemleikans en lands- byggðin var ekki höfð með.“ En það voru ekki öll sjúkrahús úti á landi sem sögðu upp þessum einstaklingsbundnu samningum? „Á sínum tíma kallaði heilbrigðis- ráðuneytið í tvígang saman formenn sjúkrahússtjórna og framkvæmda- stjóra til að koma þessu máli á. Ingibjörg Pálmadóttir. „Heilbrigðis- ráðherra hefur sent okkur boltann til baka en við fáum engin svör um það hvernig á að leysa málið. Ráð- herra segir að það eigi að gera það með samningum en fjármálaráðu- neytið segir að við megum ekki gera það með samningum," segir Bjarni Arthúrsson. A-mynd: E.ÓI. Sjúkrahússtjórnir féllust á að segja samningunum upp að því tilskildu að allir yrðu með. Síðan vikust tvö stærsm sjúkrahús landsins, á Akureyri og Akranesi, undan þessu og þá var máhð f raun strax sprungið. En það er eins og ráðuneytið hafi gert í því að halda okkur sundruðum. Þetta er mjög flókið mál og leiðinlegt," sagði Bjami Arthúrsson. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.