Alþýðublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.05.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 19. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 m ó ð m i n j i a 9 A-mynd: E.ÓI. Þjóðminjasafn opnað aftur Þjóðminjasafnið hefur verið lokað vegna viðgerða í næstum heilt ár. Þessi lýðveldisgjöf íslensku þjóðarinnar 1944 var að drabbast niður og húsið hélt hvorki vatni né vindum. Stórfelldar utanhússviðgerðir hafa staðið yfir: búið er að skipta um alla glugga í húsinu og það var múrað og steinað á nýjan leik. Eftir eru miklar viðgerðir innanhúss og vona starfsmenn að þær geti hafist hið fyrsta. Alþýðubladiö leit við í Þjóðminjasafninu í gær þegar húsið var opnað aftur. Á fyrstu hæð eru til sýnis munir frá fyrstu öldum íslandsbyggðar: kirkjugripir, útskurður og textílar auk baðstofu og sýningar um eldhúsáhöld og matargerð fyrr á öldum. Á þriðju hæð er sýningin Nútíd vid fortíd þarsem getur að líta 130 muni úr sögu safnsins frá upphafi þess. Gersemi. Þessi 12. aldar róöa meö rómönsku lagi er úr birki og hefur varö- veist ótrulega vel. Hún er úr Ufsakirkju í Svarfaöar- dal. Hýbýli forfeðranna. Lilja Árnadóttir safnstjóri situr viö rokk í baðstofu sem reist var að Sköröum i Dalasýslu áriö 1857. Baðstofan var tekin niöur 1955 en framundir þann tima var búiö í henni. Islensk maddama á Hauskúpuhæð. Myndin var gerö 1693 og sýnir Katrínu riku Erlends- dóttur krjúpa viö kross Krists. Algengt var aö fyrirfólk léti mála af sér myndir í kompaníi meö guölegum verum. Ekki eru allir hlutir í Þjóðminja- safninu orönir ævagamlir. Jón Sen framleiddi sjónvarpstæki af þessari tegund á sjöunda ára- tugnum og þóttu þau kostagripir. Ég elska þig í fyrsta sinn. Þessi litla askja er frá 1799 og merkileg fyrir þá sök, aö þar koma orðin ég elska þig fyrst fyrir i íslensku máli. Islenskir Olympíumeistarar! íslenska unglingalandsliðið sigraði mjög óvænt en verðskuldað á Ólymp- íuskákmóti barna og unglinga sem lauk í Las Palmas a i • i á Kanaríeyjum OK9K síðustu helgi. Is- lenska sveitin tryggði sér sigur- inn með því að leggja Englend- inga að velli í síð- ustu umferð með minnsta mun. Fyrir mótið var ungverska sveitin með Peter Leko, yngsta stórmeistara heims (2570 Elo-stig!), í broddi fylk- ingar álitin sigurstranglegust en Ung- veijamir urðu að lokum að sætta sig við annað sætið, einum og hálfum vinning á eftir íslensku Ólympíusveit- inni. I þriðja sæti varð Georgfa, og vakti það nokkra athygli að sú sveit var sú eina frá fyrrum Sovétríkjunum sem blandaði sér í toppbaráttuna. Sveit Rússa, sem sigraði síðustu tvö ár, var til dæmis heilum fimm vinn- ingum á eftir íslensku sveitinni. Islenska liðið byrjaði mótið með látum og strákamir unnu heimamenn 4-0 í fyrstu umferð. í kjölfarið fylgdi svo sigur yfir sjálfum Ólympíumeist- umm Rússa, 2,5-1,5 og þarmeð var tónninn gefinn. Fyrir sjöundu og síðustu umferð var íslenska sveitin með 16,5 vinning en sú ungverska með 15. Ungverjamir tefldu við Júgóslava, töpuðu einni skák snemma, og eftir það var íslensk- ur sigur aldrei í hættu. Jón Viktor stýrir svörtu mönnunum til sigurs gegn Englendingnum Williams. Lokastaðan: 1. ísland 19 v. af 28 mögulegum. 2. Ungveijaland 17,5 3. Georgía 17 v. 4.-5. Júgóslavía A og IEngland 16,5 6. Rússland B 16 7. Spánn A 15,5 8.-9. Frakkland og Úkra- Þröstur ína 15 10.-13. Arg- entína, Spánn B, Þórhallsson Noregur og Holland 14,5 14. Svíþjóð 14 skrifar 15.-16. Rússland A og Portúgal 13,5 ^— 17.-18. Marokkó og Bosm'a 13 19. Kan- aríeyjar A 10,5 20. Kanaríeyjar 10 21. Júgóslavía B 9,5 22. Lúxemborg 5. Árangur íslensku keppendanna var sem hér segir: 1. borð: Jón Viktor Gunnarsson, 4,5 v. af 7, 64,3%. 2. borð: Bragi Þorfinnsson, 5 v. af 7 af, 71,4%. 3. borð: Bergsteinn Einarsson, 4 v. af 7, 57,1%. 4. borð: Björn Þorfinnsson, 5,5 v. 7, 78,6%. Einar Hjalti Jensson varamaður fékk ekki tækifæri í þessari keppni vegna velgengni félaga sinna. Fararstjóri og jafnframt liðsstjóri var Haraldur Baldursson formaður Taflfélags Kópavogs og stjómarmað- ur í Skáksambandi Islands. fslensku strákamir em allir nem- endur í Skákskóla íslands og hafa einnig notið öflugs unglingastarfs hjá Taflfélagi Reykjavíkur. í sameiningu eiga þessir tveir aðilar stóran þátt í velgengni íslenska liðsins á mótinu. Jón Viktor Gunnarsson stóð sig mjög vel á fyrsta borði og við skulum líta á ömggan sigur hans á 1. borðs manni Englendinga í síðustu umferð. Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson. Svart: Wiliiams. Frönsk vöm. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Be3 Db6 6. Dd2 Bd7 7. f4 Rh6 8. RO Hc8 9. Be2 cxd4 10. cxd4 Ra5 11. Rc3 Rc4 Svartur hefur komist klakklaust út úr byijuninni og gerir sig líklegan til að sækja á drottningarvængnum. 12. Bxc4 Hxc4 13. h3 Rf5 14. Bf2 Bb4 15. g4! Jón Viktor ætlar ekki að sitja að- gerðalaus meðan svartur þreifar fyrir sér á drottningarvængnum. 15. ... Re7 16. 0-0 Da5 17. Hfcl 0-0 18. De3 Bxc3 19. bxc3 Hvítur tekur á sig bakstætt peð á drottningarvæng og vonast í staðinn eftir sókn á kóngsvæng. 19. ... Ha4 20. Hc2 Bb5 21. Bh4 Rg6 22. Bel Da6 23. Hd2 Bd7 24. Hg2! Loksins er hrókurinn kominn á rétt- an stað. Áætlunin hjá hvítum er ein- faldlega að ýta peðunum áfram og opna svörtu kóngsstöðuna. 24.... Dc4 25. h4 Re7 26. h5 Ha3 27. f5! exf5 28. Dg5! Þar lá hundurinn grafinn! Hvíta drottningin er allt í einu komin í sókn- ina meðan sú svarta er aðgerðalaus á drottningarvæng. 28.... fxg4 29. Dxe7 Bb5 Allt í einu uppgötvar svartur að 29. ... gxf3 er auðvitað svarað með 30. Hxg7+ Kxg7 31. Df6+ Kg8 32. h6 og mátar. 30. Dxa3 Hvítur er kominn með vinnings- stöðu en vegna tímahraks hjá Jóni Viktor teflir Englendingurinn áfram. 30. ... DH+ 31. Kh2 gxf3 32. Hf2 Dd3 33. De7 f6 34. De6+ Kh8 35. Dd6 He8 36. exf6 Df5 37. fxg7+ Kg8 38. h6 Dh5+ 39. Kgl Dg4+ 40. Khl Dh4+ 41. Dh2 Df6 42. Dh5 He4 43. Hxf3 og Williams gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.