Alþýðublaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ1995 m e n n ■ Myndlistarveisla norrænna listamanna stendur nú yfirá Norðurlöndunum ítilefni hálfrar aldar afmælis Nordisk Kunstforbund: aðalsýningin verður 10. júnítil 9. júlí í Norræna húsinu - segir franskmenntaði myndlistarmaðurinn Halldór Ásgeirsson sem sýnir bráðið hraun og ýmislegt annað augans hnossgæti í kaffistofuglugga. Fyrir fimmtíu árum stofnuðu nor- rænir myndlistarmenn með sér banda- lag sem nefnist Nordisk Kunstforbund (NKF). A þessu sumri er hálfrar aldar afmælisins minnst á öllum Norður- löndunum með margvíslegum mynd- listarsýningum. íslandsdeild NKF hef- ur gengist fyrir ýmsum sýningum hér á landi, nokkrar eru þegar yfirstaðnar og aðrar eru í uppsiglingu. Aðalsýn- ingin verður hinsvegar í Norræna hús- inu í Vatnsmýrinni 10. júní til 9. júlí og verður bæði utan- og innanhúss. Yfirskrift eða þema sýningarinnar er Norrœnir brunnar og sendu þátt- takendur inn tillögur sem tengdar eru henni. Úr þeim voru svo valdar tvær tillögur frá íslensku þátttakendunum til nánari útfærslu utanhúss og þrír er- lendir listamenn voru valdir sérstak- lega til að gera útiverk. Hinar hug- myndimar verða sýndar í sýningarsöl- um Norræna hússins. Alls eru þátttakendur sautján tals- ins: Sissel Tolaas, Jukka Lethinen, Gunilla Bandolin, Huida Hákon, Daníel Magnússon, Inga Svaia Þórsdóttir, Grétar Reynisson, Hall- dór Ásgeirsson, Finna B. Steinsson, Ásta Olafsdóttir, Steingrímur Ey- fjörð Kristmundsson, Kristinn Harðarson, Mónika Larsen-Dennis, Pekka Tapio Pyykönen, Björk Sig- urðardóttir, Kolbrún Oddsdóttir landslagsarkitekt og Blugi Eysteins- son arkitekt. Höfundar verkanna sem sýnd verða utandyra eru Sissel Tolaas frá Noregi, Jukka Lethinen frá Finnlandi, Gunilla Bandolin frá Svíþjóð og Illugi Ey- steinsson og Halldór Ásgeirsson frá Islandi. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við uppsetningu útiverkanna, en er- lendir höfúndar þeirra eru að tínast til landsins þessa dagana. Meðan verið er að vinna að uppsetningu þeirra gefst gullið tækifæri fyrir myndlistarunn- endur til að fylgjast með þeirri þróun sem á sér stað þegar myndlistarverk rísa ffá jörðu eða dýpka ofan í hana. í tengslum við sýninguna í Norræna húsinu verða haldnir þar fyrirlestrar. Fyrirlesarar eru: Heinz-Werner Lawo listfræðingur, Halldór Björn Runólfsson listfræðingur og Ingvar Cronhammer myndlistarmaður. Enn- fremur skal þess getið að nemendur Myndlista- og handíðaskóla íslands verða með performance á opnuninni 10. júní. Hér á eftir verður greint frá nokkr- um af þeim sýningum sem verða í gangi á næstunni í tilefni af fimmtíu ára afmæli Nordisk Kunstforbund em: ■í Leifsstöð verða sýnd verk eftir Finnu B. Steinsson og Jukka Lethin- en. ■Grafíkfélagið hefur opnað nýjan sýningarsal í húsakynnum sínum að Tryggvagötu 15 (II. hæð) og mun Kjartan Guðjónsson sýna þar grafík- myndir sem einnig eru liður í þessari myndlistarveislu ásamt sýningu gesta frá Færeyjum, Álandseyjum og Lapp- landi síðar í sumar. W12. júlí opnar sýning Gunillu Bandolin í Nýlista- safninu og stendur hún til 6. ágúst. ■Sissel Tolaas verður með sýningu á Sólon íslandus 29. júm til 24. júlí. Einsog fyrr sagði voru valdar tvær tillögur frá íslenskum þátttakendum til að setja upp utandyra við Norræna húsið. Annar þeirra er Halldór Ás- geirsson (fæddur 1956) og Alþýðu- blaðið sló á þráðinn til hans í gær. Nú ert þú annar tveggja höfunda sem valdir voru til að setja upp verk eftirfyrir utan Norræna húsið... ...ja, þetta er nú bæði innan- og utanhúss hjá mér. Verk mitt er nefni- lega sérsniðið fyrir kaffistoíú Norræna hússins - eða einn glugga hennar. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 5 af 5 2 2.274.520 5 88.550 a 4 af 5 308 2.470 □ 3 af 5 3.540 500 18/(32) (34 BÓNUSTALA: Heildarupphæð þessa viku: kr. 7.522.550 UPPLÝ51NGA.R. SlMSVARI 81-68 15 11 LVKKVUNA 8» 10 00 ■ TeXIAVABP «1 | VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 1 6 af 6 1 47.250.000 C1 5 af 6 lEÆ+bónus 0 345.387 5 af 6 3 90.450 j0 4 af 6 262 1.640 r» 3 af 6 IBfi+bónus 818 220 Aðaltölur: ( 3 19 24; (26 39 4Í; BÓNUSTÖLUR (§)®@ Heildarupphaað þessa vlkui 48.476.377 á Isl.: 1.226.377 UPPLVSINQAB, SIMSVARI »1- 6« 16 11 LUKKULÍNA 88 10 00 - TtXTAVARP «1 BIRT 110» FVBIRVABA U« PBBNTVIUUP Þannig er bæði hægt að njóta þess fyr- ir innan gluggann og utan.“ Er þetta þá einhverskonar glerlista- verk? , Já, þetta er samsett úr flöskum. Ég fylli gluggann af glærum brennivíns- flöskum með vatni og síðan set ég blek útí brennivínsflöskurnar. Þetta myndar síðan mismunandi tóna og sitthvoru megin inní kaffistofunni hangir síðan hraun sem ég er búinn að bræða.“ Og er þetta tengt þessu þema: Nor- rænum brunnum? „Ég er allavega að vinna þama með vatn og gefúr á að líta allskonar bláa tóna. Síðan er ég líka að vinna með birtuna héma heima sem nú er í árlegu hámarki og verkið er því aldrei eins; það breytist með birtunni." Hvar ertu menntaður, Halldór? „í París - Frakklandi. Ég fór beint út eftir að hafa klárað menntaskólann og settist þessvegna aldrei á skólabekk í Myndlista- og handíðaskólanum." Afhverju valdirðuþessa leið? „Ég hafði fengið mikinn áhuga á Frakklandi í menntaskóla og vildi vera á stað þar sem ég hefði aðgang að allri myndlistarflómnni; sögunni, því sem er að gerast í dag og svo framvegis." Ertu menntaður sérstaklega í gler- list? „Nei, nei. Ég var bara í almennu myndlistamámi. Það háttaði einfald- lega þannig til hjá mér, að ég var að vinna með þetta efni. Undanfarin ár hef ég mest verið að vinna með hraun- bræðslu. Það er svona útgangspunkt- urinn og ég set það síðan í samband við mismunandi efni. Mínar vinnuað- ferðir em alltaf að breytast og eigin- lega ekkert sem mér kemur ekki við.“ Ertu ekki að grípa inní hlutverk Móður Náttúru með því að vera bræða hraun? , Jú, það má kannski segja sem svo. Ætli ég sé ekki að taka upp þráðinn þarsem hún skildi við. Ég tengi hraun- ið og glerið þannig, að þegar ég bræði hraunið myndast svartur glemngur og inní flöskumar set ég eitthvað af þeim þráðum sem myndast við bræðsluna." Ertu með vinnustofu útí Frakk- landi? „Ég hef í raun og vem enga fasta vinnustofu en tengsl mín við Frakk- Halldór Ásgeirsson: Ég bíð spenntur eftir að sjá útkomuna. Það er mikið lagt undir. A-mynd: E.ÓI. land em jú mikil. Ég var þar til dæmis á ferðinni í fyrravor f þijá mánuði á vinnustofu og væntanlega fer ég þang- að aftur á næsta ári til að vinna að sýn- ingu á slóðum gamalla eldstöðva í Mið-Frakklandi. Vonandi fæ ég tæki- færi til að vinna þá sýningu eingöngu á staðnum og það verk myndi taka nokkra mánuði. Þar verð ég áfram að vinna með bræðslu hrauns og inm tek ég þá strauma og áhrif sem ég verð fýrir. Þetta er mjög spennandi." Hefurðu sýnt mikið hér heima? „Töluvert. Ég flutti hingað heim að loknu námi árið 1986, en hef eiginlega sýnt hér allt frá árinu 1980.“ Þetta er stór og mikil sýning... „...já, og mikið að gerast. Því mið- ur verð ég að fara út í næstu viku, en bíð spenntur eftir að sjá útkomuna þegar ég kem heim. Það er mikið lagt undir og við voram svo heppin að fá styrk frá norrænu menningarbatteríi. Eins emm við lánsöm með sýningar- staðinn: Norræna húsið. Plássið þar er yfirdrifið og náttúran mikil alltum- kring.“ En hvað með þetta þema: Norrœnir brunnar? „Ég held að það hafi nú aðallega verið vahð til að hafa eitthvað þema, frekar en að þetta sé eitthvað sem við erum með á herðunum. Ég hef það í öllu falli á tilfinningunni þrátt fyrir að vísanin sé auðvitað sterk í norrænu goðafræðina." ■ jyy Uinningur fór t/f!ártl1 SvíþjáOar Skattframtal lögaðila: Skilafrestur rennur út þann 31. maí Síðasti skiladagur skattframtals lögaðila er31. maí. Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.