Alþýðublaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐK) ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ1995 a ■ Andreas Papandreou forsætisráðherra Grikklands háir nú lokaglímu lífs síns á tveimur vígstöðvum og mun tapa báðum: Annarsvegar gerir ört hrakandi heilsufarið æ meira vart við sig. Hinsvegar eykst óróinn í PASOK-flokknum með hverjum degi og nútímavæðingarsinnarfórna höndum yfirforingja sínum og vilja leggja goðsögnina til hinstu hvíldar sem fyrst Brotthvarf Papandreou mun marka tímamót í grískum stjórnmálum J - seaia umhótasinnaðir aaanrvnendur segja umbótasinnaðir gagnrýnendur forsætisráðherrans. Forsætisráðherra Grikklands, hinn 76 ára Andreas Papandreou, ásamt 41 árs eiginkonu sinni sem - samkvæmt því kerfi sem Papandreou tákngerir - hefur verið útnefnd starfsmannastjóri ríkisstjórnarinnar. í þessum sama . stíl útnefndi hann heimilislækninn sem heilbrigðisráðherra og son sinn sem menntamálaráðherra. Getur stoltur stjórnmálaleiðtogi staðið frammi fyrir óblíðari og sorg- legri örlögum en þeim, að smátt og smátt með óstöðvandi hætti sé öll sú stefna og hugsjónir sem hann hefur staðið fyrir fordæmd - og það á með- an hann heldur enn um stjómartaum- ana? Varla. A þennan hátt em nefni- lega málefni Andreas Papandreou, hins þrautreynda forsætisráðherra Grikklands, rædd þessa dagana. Sem hinn 76 ára forsætisráðherra leggur nú leið sma inní síðasta 21/2 ár- ið af ijögurra ára tímabili sínu er hann hijáður af bilandi heilsufari og brest- andi krosstijám á öllum vígstöðvum: jafnvel meðlimir í hans eigin flokki reyna hvað þeir geta til að beina Grikklandi inná nýjar brautir til fram- tíðar og hunsa Papandreou sem síð- asta tákngerving gjörspillts kerfis; mann sem - einsog kerfið sem hann hefur átt einna stærstan þátt í að byggja - verður að hverfa frá. Þrátt fyrir að Papandreou sé sagður í ágætis pólitísku formi um þessar mundir og sé talinn enn sem fyrr bragðarefúr af klókasta tagi þá er það álit þeirra sem gleggst til þekkja, að veikindi hans - og í reynd siðferðis- legt skipbrot - geri það að verkum, að ómögulegt sé fyrir hann að veita Grikklandi öfluga forystu á erfiðum tímum þegar allt er í upplausn í ná- lægum Balkanskagalöndum og Grikk- land á í megnum tilvistarvandræðum sem land á ysta jaðri Evrópu. Og ellimerkin eru öllum augljós: þegar forsætisráðherrann birúst óvænt í gríska þinginu fyrir rúmri viku var sem jakkafötin hefðu verið strengd á brothættan og ört hnignandi ramma líkama hans, hendumar skulfu á vand- ræðalega augljósan hátt og fætumir virkuðu óstöðugir. Stærsta heilsufars- áfall Papandreou er enn flestum í fersku minni, en hann undirgekkst al- varlegan hjartauppskurð á árinu 1988 vegna sjúkdóms sem lagði hann næst- um í gröfina og frá þeim tíma hefur hann aldrei verið samur. útímavæðingar- sinnarnir innan PASOK-flokksins líta á það sem algjört forgangsatriði að venja stjórnmálakerfið í heild af stórfelldum vinar- greiðum, ættgengum embættisveitingum og pólitfskum mútum. Nú sýnist semsagt langt hnigið á lokakafla ævi þessa merkilega stjóm- málamanns og í dag yfirgefur hann sjaldnast glæsilegt heimih sitt rétt fyrir utan Aþenu og stjómar þaðan ríkis- stjóminni hversdags. Sjúklingnum er sinnt þar af einkalækni sem hann - í fullu samræmi við hin hefðbundnu vinnubrögð grískra stjómmála - út- nefndi nýverið sem heilbrigðisráð- herra og 41 árs eiginkonunni Dimitru, sem áður gegndi stöðu einkaritara hans en er nú starfsmannastjóri ríkis- stjómarinnar. Stjórnarandstaðan hefur á einkar fyrirsjáanlegan og ósvífinn hátt bmgð- ist við þessum einkennilegu fjarstýr- ingarstjómarháttum með því að upp- nefna Papandreou sem „hinn fjar- stadda forsætisráðherra“. Eftir því sem heilsu Andreas Pap- andreou hrakar þeim mun minni verð- ur hin póhtíska samstaða innan stjóm- málaflokks hans, Samhellensku Sósí- alistahreyfingarinnar (PASOK), hvers meðlimir tala sífellt opinskárra um hver muni hljóta nafnbótina „Arfitaki Papandreou". Flokkurinn er klofinn í herðar niður í tvær meginfylkingar sem samanlagt hafa komið fram með ekki færri en tíu hugsanleg leiðtogaefhi. Stærri hópur- inn er fylgjandi stórfelldum stjómar- umbótum og efnahagslegu endurmati á grísku þjóðfélagi frá A til Z, en minni hópurinn, sem enn stendur að baki Papandreou, styður hefðbundna stjómarhætti á gríska vísu og róleg- heita efhahagsstefnu. „Við horfum nú framá endalok þess stjónmálatímabils er hófst árið 1974,“ segir einn af þeim ófáu háttsettu emb- ættismönnum innan PASOK sem óþreyjufullir bíða breytinga. „Grikkir hafa ahtaf htið á embætti innan opin- bera geirans sem eitthvað sem gengur í ættir; eitthvað sem best er komið í höndum náinna vina og kunningja viðkomandi stjórnmálamanns. Og styrkir á vegum hins opinbera og framkvæmdir þess hafa alltaf verið veitt til vina. En þessi vinnubrögð heyra vonandi Grikklandi gærdagsins til.“ Sami emb- ættismaður segir: „Andreas Pap- andreou er sá grískur stjómmálamaður er við lítum á sem holdgerving þessa óásættanlega fyrirkomulags." Upphefðin sem féll í skaut Dimifru (og vitaskuld heimilislæknisins) og út- nefhing sonar hans sem menntamála- ráðherra em dæmigerð fyrir þetta kerfi sem embættismaðurinn talar þarna um. Hinsvegar er Grikkland - þrátt fyrir að hinn umdeildi Papandreou sé við stjómvölinn - farið að aðlaga sig nýj- um tímum á ýmsum sviðum. Ríkis- stjóm hans sem setið hefur við völd frá árinu 1993 hefur þó aðeins tekið hálfshugar skref í átt til þess að færa Grikkland nær hinni nútímavæddu Evrópu. Þarafleiðandi hefúr Evrópu- sambandið til dæmis sett aukinn þrýst- ing á stjómvöld um fjáröflun til að minnka ríkissjóðshallann og náðst hefur að koma verðbólgunni úr 14 prósentum niður í ásættanlegri tíu á fyrstu mánuðum yfirstandandi árs. Stjóravöld hafa ennfremur losað nokkuð um sitt hefðbundna hreðjatak á efnahagsástandinu og frjálsir mark- aðir, lægri tollar, hófsamari opinber gjöld og aukin einkavæðing ríkisfyrir- tækja eru allt hlutir sem álitnir eru sjálfsagðir í dag í þeirri viðleitni stjómmálamanna að færa landið hrað- ar til ffamtíðar. Meira að segja gamlir og forhertir sósíahstar viðurkenna þörfina á þess- um breytingum: „Við emm að taka okkur saman í andlitinu hvað varðar efnahagslegan stöðugleika," segir Pet- er G. Doukas, forstöðumaður fjár- málamarkaðsdeildar Citibank í Grikk- landi. „En vöxturinn er enn ekki nægi- lega hraður." Hagvöxturinn á síðasta ári var að- eins 1,5 prósent sem er vel undir með- altali annaira Evrópusambandsríkja og að áliti hinnar ungu kynslóðar grískr i umbótasinna liggur sökin í því máli hjá gamaldags efnahagsstefnu sem stýrt er með handafli af misvitrum stjómmálamönnum. „Skortur á greindarlegri gæða- stjómun vel menntaðra einstaklinga,' skortur á einkavæðingu og skortur á nútímavæðingu opinbera geirans," er skilgreining Doukas þessa á rótum vandans. Einkavæðing - svo eitt ágætis dæmi sé tekið - er hluti af opinberri stefnu stjómvalda, en gagnrýnendur stjómar- innar segja að aðgerðir stjómarinnar hafi verið framkvæmdar af hálfum huga í besta falli. Allar tilraunir til að einkavæða að hluta hinn gríska Póst og síma runnu em hinn 76 ára forsætisráðherra leggur nú leið sína inní síðasta 21/2 árið af fjögurra ára tímabili sínu er hann hrjáður af bil- andi heilsufari og brest- andi krosstrjám á öllum vígstöðvum: jafnvel með- limir í hans eigin flokki reyna hvað þeir geta til að beina Grikklandi inná nýjar brautir til framtíðar og hunsa Papandreou sem síðasta tákngerving gjörspillts kerfis. þannig útí sandinn á síðasta ári þegar opinberir embættismenn sögðust ekki sjá framá að söluverð fyrirtækisins yrði viðunandi. Ennfremur hafa allar áætlanir ríkisstjórnarinnar um að einkavæða hina gríðarstóm ríkisskipa- smíðastöð Skaramanga verið frystar í þinginu. Nútímavæðingarsinnarnir innan PASOK-flokksins líta á það sem al- gjört forgangsatriði að venja stjóm- málakerfið í heild af stórfelldum vin- argreiðum, ættgengum embættisveit- ingum og pólitískum mútum. Af fjór- um þingmönnum sem leiða fylkingu nútímanumna em tvefr ráðherrar: þeir Theodore Pangalos utanríkisráðherra og Konstantinos Simitis iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þessir kumpánar hittast vikulega og ræða stefnumál sín, aðgerðir og hina pólitísku aðferða- fræði. ,JEitt af aðalverkefnunum okkar er að breyta allri stjómsýslu hins opin- bera - frá neðsta þrepi til hins efsta,“ segir umbótamaður sem ekki vill fáta naftis síns getið. ,J>ama emm við að tala um spuraingar sem fúndin vom svör við í Vestur-Evrópuríkjum fyrir tuttugu til þijátíu ámm. Og þetta em einfaldar spurningar á borð við: Hvemig er staðið að ráðningu opin- berra starfsmanna? og Hvernig er ráðuneytum ríkisstjóraarinnar stjóm- að?“ Gamli klækjarefúrinn Papandreou finnur vitaskuld hvemig smám saman er að hitna vemlega undir hásæti hans og vegna þrýstingsins firá ungu upp- reisnar- og umbótamönnunum í PA- SOK-flokknum og hefur hann því sjálfur opinberlega lýst yfir stuðningi við ýmsar tillögur þeirra. í því sambandi verður að teljast stærst skrefa, að hann fór í eigin per- sónu í fararbroddi fyrir margumbeðn- um umbótum á skattkerfi landsins fyrr á þessu ári. En samtsem áður minnir aðdáun og væntumþykja forsætisráð- herrans á gamla kerfinu stöðugt á sig. Maðurinn er hreinlega af annarri kyn- slóð stjómmálamanna en þeirri sem nú sölsar undir sig meira og meira pólitískt landsvæði: Papandreou er af gamla skólanum. Kynslóðamunurinn í grískum stjórnmálum kristallaðist sennilega einna skýrast í tengslum við umdeilda uppákomu í janúarmánuði síðasthðn- um þegar Papandreou varð uppvís að því dularfulla athæfi, að hafa þegið um fjórtán milljónir að láni ffá þremur samráðherrum sínum til að gera upp lúxushús sitt fyrir utan Aþenu. Þetta kom í ljós þegar hann varð einsog aðr- ir þingmenn samkvæmt nýsettum um- bótalögum að gera grein fyrir hverri einustu krónu sem hann þénaði. Hveiju sem líður meintum skorti á siðferðisþreki þá brýtur þessi lána- þægni Papandreou ekki í bága við nein lög. En nútímasinnaðir þingmenn PASOK geta þó ekki orða bundist: „Hver í ósköpunum gerir svonalag- að?“ sagði einn þeirra í örvæntingar- tóni og fóraaði höndum til himins. Gagnrýnendur forsætisráðherrans benda hinsvegar daprir í bragði á, að það verði síðan að teljast í mefra lagi kaldhæðnisleg staðreynd, að þegar að því kemur að Andreas Papandreou forsætisráðherra deyr mun brotthvarf hans að öllum líkindum marka tíma- mót í stjómmála- og efnahagslegri nú- tímavæðingu Grikklands.B shh / Byggt á Time og The Independent. Varnarliðið / Laus störf Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða tvo mat- reiðslumenn til starfa. Umsækjendur séu lærðir matreiðslumenn með mikla reynslu. Mjög góðrar enskukunnáttu krafist. Skriflegra meðmæla er óskað. Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varnarmálaskrif- stofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 92-11973, eigi síðar en 6. júní 1995. Starfslýsingar liggja þar frammi til aflestrar fyrir umsækj- endur og er þeim bent á að lesa þær áður en sótt er um. Umsóknareyðublöð fást einnig á sama stað. IHJtboð F.h. Skólaskrifstofu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í aðalræstingu og bónun gólfa í grunnskólum Reykjavíkur, samtals 99.238 m2. Verkið nefnist „Aðalræsting og bónun gólfa í grunnskólum Reykjvíkur". Gert er ráð fyrir að samningurinn gildi í þrjú ár. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 13. júní 1995, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.