Alþýðublaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Norski utanríkisráðherrann um Svalbarðasvæðið íslendingar fá engan kvóta Fjölþjóðleg fiskveiðideila strandríkja í Norðurhöfum. Það kemur ekki til greina að úthluta íslendingum fiskveiðikvóta á vemdar- svæðinu við Svalbarða á gmndvelli þess að þeir hafa ákveðið að gerast að- ilar að Svalbarðasamningnum. Slíkt mundi leiða til þess að fiskveiðiríki á borð við Japan, Suður-Kóreu eða Tæ- land gætu einnig krafist kvóta á svæð- inu þar sem þessi ríki hafa undirritað samninginn. Þetta er haft eftir Björn Tore Godal, utanríkisráðherra Norð- manna í grein í tímaritinu Norway Now, en höfundur hennar er Henry Henriksen. í greininni segir að árekstrar milli þjóðarhagsmuna og utanríkisstefnu hafi gerst æ tíðari eftir að Norðmenn færðu efnahagslögsögu sína út í 200 mflur árið 1977. Fyrst hafi reynt á þetta í deilu Norðmanna og íslendinga vegna 200 mflna landhelginnar á haf- inu milh Jan Mayen og íslands. Ann- ars vegar var um að ræða Noreg með vaxandi olíuiðnað, kaupskipaflotann, margskonar iðnaðarframleiðslu og forysturfld Evrópu á sviði fiskvinnslu. Hins vegar fsland þar sem fiskveiðar vom tíu sinnum meira virði fyrir efha- hag landsins en fiskiðnaður Noregi. Knut Frydenlund, þáverandi utanrík- isráðherra, hafi fallist á að íslendingar færðu landhelgi sína út í 200 mflur í átt til Jan Mayen. Sú deila hafi ein- göngu verið milli Norðmanna og ís- lendinga. Eftir að Jan Mayen máhð var leyst hafa komið upp deilur við íslendinga vegna kröfu þeirra um fiskveiðikvóta á þremur svæðum. Eitt þeirra er Smugan, 64 þúsund ferkílómetra svæði í Barentshafi. Hin tvö em fisk- vemdarsvæðið við Svalbarða og Sfld- arsmugan í hafinu milli íslands og Noregs. Þessar deilur em orðnar fjöl- þjóðlegar. Greinarhöfundur segir deiluna um veiðar í Barentshafi og Sfldarsmug- unni megi rekja til þess að úthafs- veiðiráðstefna Sameinuðu þjóðanna hafi ekki náð samkomulagi um veiði- heimildir á hafsvæðum milli 200 mílna efnahagslögsögu viðkomandi strandríkja. I Barentshafi sé um að ræða veiðar á þorski af sama stofni ut- an og innan Smugunnar. f Síldar- smugunni sé um að ræða síld sem flakki milli Noregs og fslands. Hins vegar standi vonir til að hægt verði að ná samkomulagi í sumar um nýtingu flökkustofna. í greininni segir að norskir hafrétt- arfræðingar eins og Geir Ulfstein telji það bestan kost fyrir norska fiskimenn að eiga aðild að slíku samkomulagi. En til þess að þetta nái firam að ganga verði viðkomandi rflci að setja kvóta á fiskistofna. Forystumaður samtaka norskra fiskimanna, Oddmund Bye, segir að hann geti fallist á kvóta fýrir íslendinga í Smugunni svo fremi að ráðstefna Sameinuðu þjóðanna nái samkomulagi um reglur á hafinu. Greinarhöfundur segir Norðmenn standa ffammi fyrir því að úthluta fs- lendingum kvóta á svæðinu og að þeir taki þátt í að stýra veiðum á flökku- stofhum, eða að neita íslendingum um kvóta og þar með samþykkja eftirhts- lausar veiðar sem geti ógnað stofnin- um. Kvóh til íslendinga mundi hafa í för með sér aukna heildarveiði þorsks í Barentshafi eða að þær þjóðir sem nú stunda þar veiðar, Norðmenn, Rússar, Færeyingar og þjóðir Evrópusam- bandsins, láti íslendinga hafa eitthvað af sínum kvóta. Það er hins vegar ekki á vísan að róa þar sem eru fiskveiðar í Smugunni. Ef hitastig sjávar er of lágt er þar enginn þorskur. Ætti þá að leyfa íslendingum að veiða þorsk á öðrum svæðum eins og innan lögsögu Nor- egs, Rússlands eða heimila þeim eitt- hvað af kvóta ESB? Hið svokallaða þorskastríð Norð- manna við íslendinga hófst fyrir skömmu á Svalbarðasvæðinu, segir í greininni. íslenskir togarar, sumir und- ir hentifána, ögruðu skipum norsku strandgæslunnar. Aðvörunarskotum var hleypt af, farið var um borð í tog- ara, skorið á togvíra og skipstjórar dæmdir fyrir ólöglegar veiðar. Þetta eru sjaldgæfar aðferðir í samskiptum tveggja Norðurlandaþjóða. Henry Henriksen segir í grein sinni að deilur Norðmanna og Islendinga um veiðar á Svalbarðasvæðinu séu ekki í neinum tengslum við deilumar um Barentshaf og Sfldarsmuguna. Þær séu sprottnar af Svalbarðasamningn- um sem gerður var 1920 en 40 þjóðir eiga aðild að honum. Norðmenn séu þeirrar skoðunar að þeir hafi yfirráða- rétt á 200 mflna efiiahagslögsögu við Svalbarða. Samkvæmt norskum lög- um megi ekki aðrar þjóðir veiða þar en þær sem hafi til þess sögulegan rétt. Það hafi Norðmenn, Rússar, Fær- eyingar og þjóðir ESB. íslendingar hafi engan slíkan sögulegan rétt og því komi ekki til greina að veita þeim veiðiheimildir við Svalbarða, að mati norska utanríkisráðherrans. mitm iv ■ Aðalfundi Skáksambands íslands nýlokið Gudmundur G. Þórarinsson endurkjörinn formaður Skáksambandsins aðalfundinum yfir að ráða meirihluta atkvæða eða þrjátíu og einu meðan önnur félög urðu að láta sér nægja þijátíu atkvæði til samans. Það var því ljóst í upphafi fundarins að að næðu fulltrúar Taflfélagsins að stilla saman strengi sína þá gætu þeir ráðið öllu um framþróun skákmála á íslandi næsta árið. Forseti Skákssambandsins Guð- mundur G. Þórarinsson, hlaut rúss- neska kosningu og lýsti því svo yfir að hann legði mikla áherslu á að þeir Andri Hrólfsson og Þráinn Guð- mundsson yrðu áfram í stjórn sam- bandsins næsta kjörtímabil. Ólafur H. Ólafsson bauð ffam Lár- us Knútsson, ungan stúdent, til setu í stjóm Skáksambandsins og stefndi því í tvísýnar kosningar. Aðalstjórn Skáksambandsins er skipuð sex mönnum fyrir utan forseta. Urslit kosningana urðu eftirfar- andi: Andri Hrólfsson 40 atkv., Gunnar Bjömsson 53, Haraldur Bald- ursson 58, Júlíus Friðjónsson 30, Lár- us Knútsson 21, Margeir Pétursson 54, Sigurður D.Sigfússon 51, Þráinn Guðmundsson 39. í varastjórn voru kjörnir: Júlíus Friðjónsson, Hlíðar Þór Hreinsson, Hrannar Amarsson og Þráinn Vigfús- Hræringar á aðalfundi Skáksam- bandsins en Guðmundur G. Þórar- insson var endurkjörinn forseti. son. Segja má að kosningamar hafi verið aðalhitamálið á fundinum og óskar skákskrifandi blaðsins réttkjörnum stjómarmonnum til hamingju. Stórmót PCA í Rússlandi Heimsmeistari PCA samtakanna Gary Kasparov bauð nokkrum vin- um sýnum til skákmóts í Novgorod í Rússlandi. Mótið hófst á sunnudag og er firna sterkt. Keppendur eru: Ka- sparov, Ivanchuk, Short, Jusupov, Ehlvest, Kramnik, Timman, Vagani- an, Gulko, Topalov. Við skulum lfta á sigurskák Ka- sparovs á móti Gulko en hann er einn af fáum mönnum sem hafa unnið fleiri skákir gegn Kasparov en hann hefur tapað. Hvítt: Boris Gulko Svart: Kasparov 1. c4 - g6 2. e4 - Bg7 3. d4 - d6 4. Rc3 - Rf6 5. Be2 - o-o 6. Rf3 - eS 7. d5 - a5 8. Bg5 - h6 9. Bh4 - Ra6 10. Rd2 - Bd7 11. 0-0 - De8 12. Khl - Rh7 13. a3 - h5 14. f3 - Bf6 15. Bxf6 - Rxf6 16. b3 - De7 17. Del - Kg7 18. Df2 - h4 19. f4 - exf4 20. Dxf4 - h3 21. gxh3 - Bxh3 22. Hf3 - Hh8 23. He3 - Hae8 24. Hgl - De5 25. Dxe5 - Hxe5 26. Hf3 - Heh5 27. Rd4 - Hh4 28. Bf3 - Rc5 29. Hg3 - Bd7 30. Hg2 - Hh3 31. Hge2 - Rg4 32. Bxg4 - Bxg4 33. Hxh3 - Hxh3 34. Hc2 - Hd3 35. Rdb5 - Bh3 36. Kgl 36... c6 37. b4 - axb4 38. axb4 - cxb5 39. bxc5 - b4 40. Re2 - Hf3 41. Rg3 - dxc5 42. d6 - Kf8 43. e5 - Ke8 44. He2 - b3 og Gulko gafst upp. Kasparov heldur skákmót í Rússlandi fyrir vini sína. Aðalfundur skáksambands íslands var haldinn um síðastliðna helgi í hús- næði sambandsins að Faxafeni. Fyrir fundinn var búist við miklum átökum þar sem formaður Taflfélags Reykja- víkur, Ólafur H. Ólafsson, hafði lýst því yfir að hann myndi ekki styðja tvo af núverandi fulltrúum Taflfélagsins til áframhaldandi setu í stjóm Skák- sambandsins næsta kjörtímabil. Skák Þröstur Þórhallsson skrifar xsoíH>^»ra!nn Guðmundsson hafa unnið mjög gott starf fyrir skákhreyfinguna og því kom þessi yfirlýsing fonnanns Taflfé- lagsins mönnum algjörlega í opna skjöldu. Taflfélag Reykjavíkur er lang- stærsta taflfélag landsins og hafði á W Isskápur óskast Óska eftir litlum ísskáp, fyr- ir lágt verð - eða gefins. Upplýsingar í síma 51254.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.