Alþýðublaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.05.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ1995 S ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 n Hún bara Alþingi var kallað saman þann ló.maí síðastliðinn. Samkvæmt for- skrift forsætisráðherra, þá yrði þetta stutt þing, svona 10 dagar, eins og hann orðaði það - og þá einkanlega til að afgreiða stefnumál ríkisstjómar í sjávarútvegsmálum og GATT-málum. Þegar þetta er skrifað, þá er þriðja þingvikan að hefjast og liðnir einir þrettán dagar frá þingsetningu. Ekki hefur verið vikið einu einasta orði að hinum stóru málum þingsins, GATT og sjávarútvegsmálum, nema í fram- hjáhlaupi, því frumvörp ríkisstjómar- innar vegna þeirra hafa enn ekki verið lögð fram. Pallborðið Samkvæmt lögum ber að kalla þing saman að afstöðnum þingkosningum, eigi síðar en 10 vikum eftir kjördag. Það hefði þýtt að þing hefði átt að koma saman eigi síðar en 17. júní. En forsætisráðherra og forsvarsmenn rík- isstjómarinnar vildu hespa þinghaldið af og blésu til þingfundar mánuði fyrr. En gleymdu Utlu atriði: þeir vom ekki tilbúnir með stefhu ríkisstjómarinnar í þeim málum, sem þeir hugðust af- greiða í þinginu. Og alla síðustu daga hefur ríkis- stjómin verið að leita að stefnu í mál- inu, þannig að hægt yrði að kynna hana þingheimi og hugsanlega af- greiða.- Vandræðagangurinn verið al- gjör. Ríkisstjómin hefur fallið á fyrsta prófinu. Hún hefur f raun undirstrikað það, sem margir ætluðu, að hún var hreint ekki mynduð um nein málefni. Öllum stóm álitamálunum sem uppi em í okkar samfélagi var einfaldlega ýtt undir teppið. Það átti að líta á þau síðar. Myndun ríkisstjómar um hefð- „...fyrstu vikur nýrrar ríkisstjórnar virðast í einu og öllu ætla að staðfesta spár manna um verklag og vinnubrögð stjórnarinnar: Kyrr- staða, stefnuleysi og vandræðagangur. Pessi ríkisstjórn hefur engin sérstök markmið. Hún ætlar ekki að gera neitt sérstakt. Hún ætlar bara að vera. Hún bara er..." er... bundin helmingaskipti var mark og mið stjómarherranna og hinn rauði þráður. Hitt, sem laut að aðgerðum og stefnumálum, var eitthvað sem mátti bíða betri tíma. Þessar stundimar er að fæðast lítil mús í sjávarútvegsmálunum, eftir langar og strangar viðræður fulltrúa stjómarflokkanna um helgina. Eftir því sem fregnir herma hafa ráðherr- amir þurft að snúa við blaði; sam- þykkt ríkisstjórnarinnar um fyrir- komulag á veiðum smábáta hlaut slík- ar undirtektir í þjóðfélaginu öllu, þar á meðal í þingflokkum stjómarflokk- anna, að það varð að kúvenda. Enn og aftur virðist sjávarútvegsráðherra vera á ská og skjön við vilja meirihluta þingmanna í afstöðunni til smábátaút- gerðar í landinu. Og það breytir svo sem ekki neinu í þeim efnum, þótt for- ingi Framsóknar, sé honum sammála, því í kosningabaráttunni í vor vom yfirlýsingar fjölmargra þingmanna stjómarflokkanna svo afdráttarlausar í ýmsum álitaefhum er varðar sjávarút- veginn, að þeir komast ekki lönd né strönd frá sínum loforðum. Það er hins vegar með ólíkindum sambandsleysið milli ráðherra og þingmanna stjómarflokkanna í þess- um efnum. Að ráðherrunum skyldi til hugar koma að hugmyndir þeirra um smábátaútgerðina næðu fram að ganga, er eitt út af fyrir sig rannsókn- arefni. Þær tillögur hefðu lagt smá- bátaútgerð á hliðina á örfáum ámm. Ekki veit ég til dæmis hvemig þing- menn Reykjaneskjördæmis á borð við Hjálmar Amason, Siv Friðleifsdóttur og Kristján Pálsson hefðu ætlað að fara heim í hérað, f sjávarbyggðimar á Reykjanesi, og útskýra stuðning sinn við þessa ríkisstjóm. Þessir þingmenn og margir fleiri í stjómarliðinu gengu býsna langt í loforðum sfnum og yíir- lýsingum um stuðning við útgerð smábáta. Vafalaust fengið stuðning þeirra margra vegna þeirra yfirboða. Það er hálfur annar mánuður firá kjör- degi og þegar er kominn falskur tónn í fyrirheitin. Þegar þetta er ritað, er ekki vitað nákvæmlega um endanlega gerð frumvarps stjómarinnar um sjávarút- vegsmálin. Samkvæmt fjölmiðlum hafa upphaflegu hugmyndimar um að leggja smábátaútgerðina í rúst, tekið einhvetjum breytingum. Það á eftir að koma á daginn hvemig sú útfærsla verður. Hitt er dagljóst að fyrstu vikur nýrr- ar ríkisstjómar virðast í einu og öllu ætla að staðfesta spár manna um verk- lag og vinnubrögð stjómarinnar: Kyrr- staða, stefiiuleysi og vandræðagangur. Þessi ríkisstjóm hefur engin sérstök markmið. Hún ætlar ekki að gera neitt sérstakt. Hún ætlar bara að vera. Hún bara er.,. Höfundur er alþingismaöur og varafor- maður Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks (slands. Framsóknarmenn voru ekkert að flýta sér að taka niður flennistórt flettiskilti af Halldóri Asgrímssyni og Finni Ingólfssyni sem prýddi SVR-húsið við Laekj- artorg. Fyrir skömmu var ís- lenskur leiðsögumaður að lóðsa hóp japanskra ferða- manna um borgina og þeim varð starsýnt á hina.tröll- vöxnu foringjamynd, og spurðu hver þessi maður væri eiginlega. Jú, sagði leiðsögumaðurinn, þetta er nýi utanríkisráðherrann okk- ar. Það er ekkert annað, sögðu þeir japönsku: skolli er þetta myndarlegur og traustvekjandi maður-en afhverju í veröldinni á hann svona ófríða konu...? að kom flestum í opna skjöldu þegar Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra lagði til í síðustu viku að kvóti yrði settur á smá- báta. Með þessu setti hann vestfirska sjálfstæðismenn í mikla klemmu enda höfðu þeir krafist grundvallarbreyt- inga á sjávarútvegsstefn- unni. Á þingflokksfundi sjálf- stæðismanna var hart tekist á um málið, og kom fram að fjórir þingmenn að minnsta kosti lögðust al- farið gegn kvóta á smá- báta. Það voru þeir Einar Oddur Kristjánsson og Einar Kristinn Guö- finnsson af Vestfjörðum, auk Vestlendinganna Sturlu Böðvarssonar og Guðjóns Guðmundsson- ar. Þá kom og fram á þing- flokksfundinum að þrír þing- menn lýstu miklum efa- semdum um frumvarp Þor- steins. Það voru Reyknes- ingarnirÁrni M. Mathie- sen og Kristján Pálsson og Guðmundur Hallvarðs- son formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur. Þegar við þetta bættist einörð and- staða Framsóknar var ein- sýnt að tillögur Þorsteins og Kristjáns Ragnarssonar „yfirráðherra" næðu ekki fram að ganga... r Ymsir af liðsoddum Al- þýðubandalagsins reyna nú að mynda sátt um það innan flokksins að enginn gefi kost á sértil varaformennsku. Þarmeð kæmi í hlut landsfundar í haust að kjósa í embættið eftir að Ijóst er hvort Margrét Frí- mannsdóttir eða Stein- grímur J. Sigfússon verð- ur fyrir valinu í formanns- kosningunum. Alþýðu- bandalagsmenn vilja fyrir hvern mun halda friðinn, og tryggja að sá formannsfram- bjóðandi sem verður undir geti fengið varaformennsku t sárabætur... „Jedúddemia. Enn ein hrodaleg framtíðarsýn. Ég sé höfuð þitt aðskilið frá búknum, hreyfingarlaust í blóði drifinni drullunni. Undrunin enn greinanleg i annars líflausum aug- um... NÆSTir Gunnhildur Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri: Ég held að það sé Víkingur. Gunnhildur Arnardóttir, skrifstofumaður: Ég veit að Val hefur gengið illa þannig að ég giska á þá. Helga Tómasdóttir, nemi: Valur. Gissur Páll Gissurarson, nemi: Ég fylgist ekki með íþróttum, en ég veit samt að það er Valur. Sigurbjörg Sigurjónsdótt- ir, nemi: Er það ekki KR? v i t i m e n n Mér finnst þetta mál bara svo langsótt að ég get ekki annað en hlegið. Ég tel mig engra hags- muna hafa að gæta. Halldór Ásgrímsson guðfaöir kvótakerfisins, aö- spuröur hvort afstaöa hans til sjávarútvegsmála tengist þeirri staöreynd aö nánustu ættingjar hans eiga kvóta fyrir 530 milljónir. MP í gær. Blómstrum vonandi ekki of seint. Hörður Hilmarsson þjálfari Vals í fótbolta. Eftir tvær umferöir hefur liöiö ekkert stig og marka- töluna 2-10. MP í gær. Við vorum að spila vel fyrir átta vikum en það telur bara ekki núna. Höröur Hilmarsson á ferö í DV. Lítil brjóst eru ekki lýti, þvert á móti er þægilegt að hafa lítil brjóst og ég sé enga ástæðu til að stækka þau. Stór brjóst eru til óþæginda og því sjálfsagt að minnka þau. Kolfinna Baldvinsdóttir sagnfræöingur og fréttamaöur. MP í gær. Fegurðardísir, sem ná frægð, fara í taugarnar jafnt á konum sem körlum. Við erum afbrýðis- söm. Við þolum þær ekki fyrr en þær komast á ævisögualdurinn og hrukkumar í andliti þeirra hefna okkar. Gérard Lemarquis kennari og fréttaritari. Kjallaragrein í DV í gær. Vilduð þið kaupa æviminningar konu sem hefur alltaf verið falleg, gáfuð, óhemju aðlaðandi og auk þess nógu ósvífin til þess að hafa líka leyft sér að vera hamingju- söm? - Ekki ég! Górard aftur. Villtir á Vefnum Austurstrætis-Astró Helgasonar Halls og Björnssonar Helga klikk- aði ekki á föstudaginn var, enda frítt að drekka frameftir öllu og Sigurðar snakk Hall einsog hver gat i sig troð- ið. Á öllu léttari hátt er vart hægt að gera íslending hamingjusaman. Aö öðru leyti var helgin hálfaum og annarlegur drungi sem greip okkur Villta eftir tíðindalitla heimsókn á kjötmarkað íslensks skemmtanalífs. Við erum nefnilega að eldast og sennilega hafa djammdagar lífs okk- ar lit sínum glatað - svona að mestu (hmmmm...). Restin af helginni var því notuð til uppbyggjandi þvælings á Vefnum og á http://wmw.e ngr. usask. ca/~ iee/cartoonlaws. html fundum við kostulega heima- síðu Eðlisfræðilögmáls teiknimynda- heimsins. Einsog allir - jafnvel vit- hálfir - kannast við, þá endurskil- greindi teiknarinn Chuck Jones eðl- isfræðilögmál Isaac gamla Newton með sköpunarverkum sínum Daffy Duck og Road Runner (honkl honkl). Síðan þá höfum við komist í kynni við aragrúa fólks á hvíta tjald- inu og imbakassanum sem getur til að mynda hlaupið framaf bjargbrún, áttað sig á mistökunum og snúið við í lausu lofti. Nýjasta Star Trek mynd- in er ágætt dæmi um þessi nýstár- legu og fullkomlega óeðlilegu eðlis- fræðilögmál sem Jones sýndi og sannaði, að væru mun skemmtilegri en gamla Newton-draslið sem ekkert er hægt að leika sér með... veröld ísaks Það er oft talað um að Bandaríkja- menn hafi ákveðna minnimáttarkennd vegna þess hve lítilli hefð þjóðin býr við á flestum sviðum. Það var til dæmis ekki fyrr en árið 1870 sem þeir eignuðust mann sem byggði afkomu sína einvörðungu á leikritaskrifum. Það var þegar Howard Bronson skrifaði leikritið Saratoga. Fram til þess tíma - og reyndar tuttugu árum betur - áttu Bandaríkjamenn engan atvinnumann á þessu sviði. Þeir reyndar standa sig betur hvað þetta snertir en við íslendingar en það er önnur saga. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.