Alþýðublaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 2
2 s ALÞÝÐUBLAÐK) 3 d u ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ1995 n UHNILUD 20932. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Rrtstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Að henda físki í Morgunblaðinu á sunnudag var afar ítarleg umljöllun um um- gengni okkar íslendinga við auðlindir hafsins. Birtar voru fjöl- margar greinar um málið og viðtöl við sjómenn sem tekið hafa þátt í að fleygja fiski. Blaðamenn Morgunblaðsins eiga að sönnu heiður skilinn fyrir vinnubrögð á heimsmælikvarða - en umíjöll- unin var ein samfelld hrollvekja. Niðurstaðan var sú að nánast allir sjómenn hafa hent fiski. Þannig fara forgörðum verðmæti sem nema milljörðum króna á hveiju ári. Það er þungur áfellis- dómur um virðingarleysi þjóðar sem byggir lífsafkomu sína á fiskveiðum. í þessu máli er ekki unnt að sakast við sjómennina fyrst og fremst. Þeim er stjómað af útgerðarmönnum í landi, sem hugsa um það eitt að fá sem mest fyrir kvótann. Höfuðorsök þessa vandamáls liggur þannig í hinu meingallaða kvótakerfí, einsog reyndar flestir af viðmælendum Morgunblaðsins bentu á. Einn orðaði það einkar skýrt og skorinort: „Þetta kerfi hvetur til tor- tímingar á fískistofnunum." Einn af íjölmörgum innbyggðum göllum kvótakerfisins felst í því að mönnum er heinlínis refsað fyrir að koma með allan fisk að landi. Viðurlög hggja við því að fara ffamúr aflaheimildum, aukþess sem menn ffeistast til að henda þeim fiski sem ekki fæst hæsta verð fyrir. í úttekt Morgunblaðsins kom meðal annars ffam, að mjög hefur dregið úr því að skip komi með blandaðan afla að landi. Það þýðir að menn sem eru til dæmis á ufsa eða ýsuveiðum henda þorski sem kemur um borð. Reyndar kom ffam í nokkrum viðtölum að sjómenn eru beinlínis á „flótta undan þorskinum“. í nýliðinni kosningabaráttu kom Lúðvík Bergvinsson, nýr þing- maður Alþýðuflokksins á Suðurlandi, með athyglisverða tillögu til lausnar. Hann vill að sjómönnum verði gert kleift að koma með allan fisk að landi, án þess að eiga refsingar yfir höfði sér; andvirði aflans renni að mestu leyti til haffannsókna en lítiH hluti fari til sjómanna og útgerðar. Þarmeð væri útilokað að menn gætu gert út á slíkar veiðar, en á hinn bóginn væri þeim umbunað fremur en refsað fyrir að koma með fiskinn að landi. Trillukarlamir á Austurvelli í gær vom spurðir af fféttamönnum hvað réttlæti að þeir hefðu hlutfallslega aukið veiðar meira en aðrir. Þeir spurðu á móti: Hver á dauða fiskinn sem er hent í sjó- inn? S trengj abrúður Það var grátbroslegt að fylgjast með málflutningi ýmissa stjómarsinna á Alþingi í gær þegar atkvæði vom greidd um ffum- varp Þorsteins Pálssonar um fiskveiðar. Fyrir örfáum vikum höfðu frambjóðendur Framsóknarflokksins á Reykjanesi uppi stóryrði um nýja fiskveiðistefnu, og sama máli gegndi um sjálf- stæðismenn á Vestfjörðum. Allar reyndust yfirlýsingamar hald- laust geip: Einar Oddur Kristjánsson og Einar K. Guðfinnsson létu Þorstein Pálsson mýla sig og ffamsóknarmennimir hrepptu sömu örlög hjá hinum eina sanna guðföður kvótakerfisins, Hall- dóri Ásgrímssyni. Sú var tíð, að Einar Oddur þótti álitlegur kostur sem ffamtíðar- formaður Sjálfstæðisflokksins. í gær sat Einar Oddur í þingsal og tók þátt í útför krókaútgerðar á íslandi. Hver hefði trúað því, eftir öll stóm orðin, að hann gerðist strengjabrúða Þorsteins Pálsson- ar? Er til nöturlegra hlutskipti í pólitík en að vera strengjabrúða strengjabrúðu? Kristján Ragnarsson hefur áreiðanlega skemmt sér vel. ■ Einar Oddur Kristjánsson (Bjargvætturinn) steig í stólinn og lýsti því yf- ir að hann - af tillitssemi við Þorstein Pálsson - hefði látið sig hafa það að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni í sjávarútvegsnefnd þings- ins. Ja, lítið lagðist fyrir þennan vígreifa bardagamann af Vestfjörðum, að lúta í gras fyrir Þorsteini Pálssyni og reyna um leið að þvo hendur sínar af allri ábyrgð á sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar. Bjargvætturinn í grasinu í síðustu viku rifjaðist upp fyrir mér bemskuminning. Við áttum það til krakkamir, þegar við vissum að átti að fara að kalla okkur til fremur leiði- gjarnra skylduverka að hlaupa út í puntinn og bæla okkur þar. Þangað til fullorðna fólkið, húsbændumir, urðu leiðir á leitinni og gengu sjálfir í skít- verkin. Þessi vinnusvikaaðferð hafði þó ýmsa ókosti. Hún kallaði á mikla þolinmæði og var í mótsögn við aldur- slæga athafnaþörf. En verst var þó að rísa upp úr grasinu og horfast í augu viðjjá sem sýnt höfðu manni traust. Astæða þess að þessar gömlu myndir leituðu á hugann var ákaflega einkennileg uppákoma í sölum Al- þingis fyrir skemmstu. Einar Oddur Kristjánsson (sem fyrir ekki margt löngu ávann sér sæmdarheitið Bjarg- vœtturinn vegna einurðar sinnar og at- hafnagleði) steig í stólinn og lýsti því yfir að hann - af tillitssemi (sem er fínna orð en ýmis önnur) við Þorstein Pálsson — hefði látið sig hafa það að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni í sjávarútvegsnefnd þingsins. Ja, h'tið lagðist fyrir þennan vígreifa bardagamann af Vestfjörðum, að lúta í gras fyrir Þorsteini Pálssyni og reyna um leið að þvo hendur sínar af allri ábyrgð á sjávarútvegsstefnu ríkis- stjómarinnar. Breytir þar engu þó nú berist úr puntinum veikróma köll um að víst muni Bjargvætturinn flytja breytingartillögur ef andstæðingurinn vilji rétta honum hjálparhönd. I þessari bamslegu uppákomu krist- allast vandræðagangur og óheilindi stjómarflokkanna í málefnum sjávar- útvegsins. Þau vom helsta mál nýlið- innar kosningabaráttu. Mörgum til undrunar risu frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum upp gegn forystu flokksins og lögðu ffam sínar eigin tillögur um framtíðarskipan sjávarútvegsins. Og bættu um betur með yfiriýsingu um að aldrei, aldrei skyldi farið í ríkisstjórn sem ekki gerði róttækar breytingar á ríkjandi kerfi í stjómun fiskveiða. Því var það ekki aðeins undrun sem þessi málflutningur vakti, heldur einn- ig von; von um að fram væm komnir sjálfstæðir sjálfstæðismenn - þess al- búnir að standa á sannfæringu sinni og láta ekki bugast af valdaglaðri forystu. Og það var ekki síst þessi von sem gerði það að verkum að kjósendur greiddu Sjálfstæðismönnum atkvæði sitt. Ekki bara á Vestfjörðum heldur um land allt. Því bera menn ábyrgð. Ekki á sálarheili og ráðherrastóli Þor- steins Pálssonar, heldur gagnvart um- bjóðendum sínum: þeim sem fólu þeim verkið. Ekki dugir að bæla svörðinn og bíða þess að aðrir vinni skítverkin. SUkt er bamaskapur og því lengur sem legið er því sárari verður upprisan. Það er síðan í annarri bók og sorg- legri að ungir og ferskir frambjóðend- ur Framsóknarflokkins í Reykjanes- kjördæmi höfðust svipað að. Kokkuð- uðu upp sína eigin sjávarútvegsstefnu í kosningabaráttunni í fullkominni andstöðu við Halldór kvótakóng og hirð hans. Og lýstu því síðan fjálglega að þrátt fyrir símtöl frá samflokksfólki - uppfull með illyrði og hótunum - hefðu þau hvergi gefið eftir. Þau væm sko fólk fyrir sinn sjóhatt. Ekki veit ég hvort þau Siv Friðleifs- dóttir og Hjálmar Árnason hafa meiri reynslu en Einar Oddur af þeim bemska leik að fela sig í puntinum. Alla vega hafa þau skilið að þar er ein gmndvallarregla ef þú villt ekki finn- ast. Sem sé að þegja. En þetta er jú eins og áður sagði í annarri bók. En hollt væri þeim stjórnarþing- mönnum sem nú kúra í grasinu og tyggja puntstrá að minnast orða Ame- usar að betra er að vera barður þræll en feitur þjón því í bijósti hans á ffels- ið heima. n 3 Atburðir dagsins 323 f.Kr. Alexander mikli Makedóníukóngur og mestur hershöfðingi allra tíma deyr, 33 ára. 1846 Sölvi Helgason, flækingur og listamaður, dæmdur til að þola 27 vandar- högg fyrir flakk og svik. 1886 Lúðvík II konungur Bæheims fremur sjálfsmorð ásamt lækni sínum. Konungurinn var aðdá- andi Wagners og studdi hann í hvívetna, reisti ævintýralega kastala og var samkynhneigð- ur. 1988 Efnt lil fegurðarsam- keppni í fyrsta skipti í Sovét- ríkjunum. 1971 Viðreisnar- stjóm Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks féll í kosningum eftir 12 ára setu. Afmælisbörn dagsins Kristján Jónsson Fjallaskáld, 1842. William Butler Yeats frskt skáld, 1865. Basil Rath- bone suður- afrískur leikari sem túlkaði Sherlock Holmes í 14 bíómyndum og skúrka í ótal öðrum, 1892. Annálsbrot dagsins Þá gekk yfir allt fsland sú geysilega bólusótt, í hverri að margir merkismenn lands vors mjög svo fækkuðu, sem hér verður varla upptalið, ásamt nær óteljandi almúgafólks um allt landið. Sjávarborgarannáil, 1701. Málsháttur dagsins Tak ei grásleppu með gullneti. Freisting dagsins Hvað myndi verða um freist- ingarnar, ef maður léti aldrei eftir þeim? Þær yrðu úti! Hvers eiga þær að gjalda? Það guð- dómlegasta við falleg vín er það, að þau gera mann svo ístöðulausan. En til eru þeir menn, sem aldrei geta unnið bug á „karaktcr" srnum. Það er af því, að þeir em svo litlir aris- tókratar. Tómas Guömundsson skáld í viö- tali viö Valtý Stefánsson. Ord dagsins Veröldin er leikvöllur heimsku og harms, er hryggðarstunur bergmálar syrgjandi barms. Lífið allt er blóðrás og logandi und, sem lœknast ekki fyrr en á ald- urtilastund. Kristján Jónsson Fjallaskáld, 153 ára í dag. Skák dagsíns Krammnik er efnilegasti skák- maöur Rússa og reyndar hefur sjálfur Kasparov látið svo um mælt, að Kramnik muni ríkið erfa. Það sem helst stendur í vegi fyrir stórfelldum sigrum Rússans unga, er markvisst og stigvaxandi dálæti hans á vodka. í skák dagsins pakkaði hann Grivas saman í 25 leikj- um, og hefur væntanlega fagn- að vei. Kramnik hefur svart og á sigurleik. Við fyrstu sýn virð- ist um hógværa liðsflutninga að ræða, en Grivas gafst strax upp. Hvað gerir svartur? 1. ... Had8!l Snilldin er stund- um einföld. Hugmyndin er að leika svarta riddaranum til f2. Reynið að finna leið til bjargar hvítum. Það eróhugsandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.