Alþýðublaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 1
■ Gríðarlega hörð mótmæli trillukarla þegarfrumvarp Þorsteins Pálssonar um stjórn fiskveiða var samþykkt við 2. umræðu á Alþingi Við munum brjóta lögin, verði þau samþykkt! ■ Þingmenn Framsóknar samþykktu frumvarp um fiskveiðar um leið og þeir lýstu sig andvíga því tr pu svik- urokkur... Trillukarlar höfðu margt að segja Einari Oddi Kristjánssyni, bjarg- vætti frá Flateyri og þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á Austurvelli í gær. Framundan var örlagarík at- kvæðagreiðsla, og einn af sjó- mönnunum sagði við Einar Odd: „Ef þú svíkur okkur, verð ég biðjast opinberlega afsökunar á því að hafa kosið þig." Siðar um daginn kom í Ijós að Einar Oddur varð ekki við tilmælum sjómannanna en fylgdi Þorsteini Pálssyni. A-mynd: E.ÓI. Greenpeace fullorðnast... Eftir innbyrðis deilur í heilt ár hafið aftur? Er það raunverulega markmið löggjafarsamkomunnar að neyða hundruð útgerða til sömu verka með því að þvinga þá inn í aflamarks- kerfið? Hefur þeirri spumingu verið svarað, hvaða vandamál er verið að leysa og hvaða vandamál er verið að skapa? Nei, þeirri spurningu hefur ekki verið svarað. Og ástæðan er ein- föld: Það eru engin vandamál sem leysast, fyrir utan það, að örfáir stórút- gerðarmenn munu komast í betra skap, en hinsvegar munu vandamálin verða óteljandi og neyðin mikil hjá ijölmörgum ljölskyldum og eigendum krókabátanna. Og hveijum er verið að þjóna? Er það raunverulega svo, að hagsmunir þeirra stóru og fáu skulu valta yfir hagsmuni hinna litlu og mörgu? Er það raunverulega svo að stjómvöld hafi í höndunum vísindaleg gögn sem réttlæta gjörðir og fyrirætl- anir sem nú em hér uppi? Engin rök hafa verið lögð á borðið, sem réttlæta útrýmingu krókaflotans. Sú klisja, að sé einum fært sé frá öðmm tekið innan fiskveiðistjómunarkerfisins, er orðin tóm. Við spyijum: Frá hveijum er sá afli tekinn sem er kastað í hafið aftur? Frá hvaða aflaheimildum er hann dreginn? í ljósi alls þessa, þá hljótum við að neita að trúa því, að löggjafar- samkomunni sé það ljóst, hvað hún er nú að fara að gera. Við eigum heimt- ingu á því, að engin þau lög verði sett sem rústa atvinnu okkar og heimilum. Við mótmælum því fyrirætlunum stjómvalda og löggjafarsamkomunnar og krefjumst þess, að það fólk sem við höfum valið til löggjafarstarfanna, hafi að leiðarljósi þau lögbundnu gmndvallarmannréttindi, sem stjómar- skráin okkar á að tryggja okkur. Ég ætla að gera fleyg orð að mínum hér í dag: Vér mótmælum allir!“ - sagði Arnar Barðason frá Suðureyri í ávarpi til Davíðs Oddssonar fyrir utan Alþingishúsið í gær. Arthur Bogason: „Hér í þessum húsakynnum er til afgreiðslu lagafrumvarp sem í einni sviphendingu kallar neyð og atvinnuleysi yfir hundruð fjölskyldna ... Vér mótmælum allir!" „Ég kem úr þorpi sem á allt sitt undir trillubátaútgerð og ég ætla að spyrja Davíð: Hvað ætlar hann að setja mikið á fjárlögin til að kaupa upp þessi þorp, um leið og þeir samþykkja þetta?“ sagði Arnar Barðason, sem var einn margra vestfirskra trillukarla sem komu gagngert til Reykjavíkur í gær, til að taka þátt í mótmælum gegn ffumvarpi ríkisstjómarinnar um stjóm fiskveiða. Fmmvarpið felur í sér, að smábátaeigendur þurfa að gangast undir mjög strangt banndagakerfi, aukþess sem gert er ráð fyrir vemlegri aflaskerðingu. Eftir að Arthur Boga- son hafði afhent Davíð Oddssyni for- sætisráðherra harðorð mótmæli trillu- karla iyrir utan þinghúsið vildi Amar nota tækifærið og koma skilaboðum á framfæri til Davíðs: „Staðan er sú að byggðin leggst í eyði, og staðan er sú við munum ekki hlusta á þessi lög. Það er ósköp einfalt. Við munum bijóta þau, verði þau samþykkt. Annaðhvort eigum við heima á Suðureyri við Súgandafjörð, og fáum að fiska á okkar trillubátum, eða þá að við munum flytja úr landi. Það er ekki um neitt að ræða. Þetta er byggðarlag sem fiskaði fyrir tíu ámm 10 þúsund tonn. Við emm komnir niður í tvöþús- und tonn - og við fömm ekki neðar. Punktur." „Neyð og atvinnuleysi" „Meðal fámennrar þjóðar í litlu landi skyldum við ætla að^ekki sé ýkja mikil hætta á að tengsl löggjafarsam- komunnar slitni við þá þjóðfélagshópa sem ljallað er um hveiju sinni,“ sagði Arthur Bogason í ávarpi til útifundar- ins á Austurvelli í gær, skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna á Alþingi um frumvarpið umdeilda. Hann sagði ennfremur: „En raunin er, svo sorglegt sem það er, allt önnur. Hér í þessum húsakynnum er til afgreiðslu laga- frumvarp sem í einni sviphendingu kallar neyð og atvinnuleysi yfir hundr- uð ijölskyldna. Það mun á þeirri sömu stundu og það er samþykkt gera stærsta hluta krókaveiðiflotans verð- lausan með tilheyrandi afleiðingum." Hvaða herrum er verið að þjóna? Þá sagði Arthur: „Hvað gengur hér á? Hvaða forsendur eru lagðar til gmndvallar og hvaða herrum er verið að þjóna? Trillukarlar liggja undir ámæli vegna þess að þeir veiða meira en gert er ráð fyrir. En getur það verið að allur hinn fiskiskipaflotinn sé jafn- framt að veiða meira en gert er ráð Svartir dagar Falur Þorkelsson frá Bolungarvík var einn margra sjómanna sem fylgdust með umræðum á Alþingi í gær. Hér heldur hann á yfirliti yfir þá daga sem krókabátum verður bannað að veiða, verði frumvarp Þorsteins Pálssonar að lögum. Þá verða banndagar trillukarla á næsta fiskveiðiári samtals 234 - sem er fjölgun um 73% frá því sem nú er. A-mynd: E.ÓI. Haraldurog hin skáldin á Sólon Islandus Bókaútgáfan BJARTUR gengst fyrir bókmenntadagskrá á veitinga- húsinu Sólon Islandus í kvöld, þriðjudag, klukkan 20:30. í brenni- punkti uppákomunnar verður Har- aldur Jónsson - betur þekktur sem samræðusnillingur og myndlistar- maður - sem les uppúr splunkuhý- útkominni ljóðabók sinni, Stundum alltaf. Á Sólon í kvöld koma auk þess fram til upplestrar skáldin: Bragi Ólafsson fyrrverandi banka- starfsmaður, Kristín Ómarsdóttir bókmenntagagnrýnandi og Gerður Kristný ísffegnritari. Eg kannast ekki við öll þessi loforð eru grænfriðungar þess albúnir að velja sér nýjan skipstjóra og breyta í leiðinni um starfsaðferðir á rót- -sagði Siv Friðlerfsddttirviðtrillukarla á Austurvelli sem kröfðust efnda á kosningaloforðum framsóknarmanna á Reykjanesi. „Ég kannast ekki við öll þessi loforð," sagði Siv Friðleifsdóttir við trillukarla á Austurvelli í gær, sem kröfðust þess að hún upplýsti, hvar hún hefði orðið viðskila við kosningaloforðin um grundvallar- breytingar í sjávarútvegsmálum. í gær var samþykkt við aðra umræðu á Alþingi stjórnarfrumvarp Þor- steins Pálssonar sjávarútvegsráð- herra um stjórn fiskveiða. Ýmsir af þingmönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lýstu sig andvíga ákveðnum greinum frumvarpsins, einkum þeim sem lúta að trillukörl- um og stjórn krókaveiða. Trillukarlar fjölmenntu á þing- palla og hlýddu á Siv Friðleifs- dóttur og Hjálmar Árnason, þingmenn Framsóknarflokksins á Reykjanesi, þegar þau gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Þau kváðust greiða atkvæði með frumvarpinu - í trausti þess að því yrði breytt í grundvallaratriðum. Guðjón A. Kristjánsson varaþingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Vestfjörðum greiddi atkvæði gegn umdeildustu lagagreinunum, en athygli vakti að Einar Oddur Kristjánsson frá Flateyri fylgdi sjávarútvegsráð- herra að málum. Miklar umræður spunnust í kjöl- far þeirrar yfirlýsingar Hjálmars Árnasonar, sem situr í sjávarút- vegsnefnd og skrifaði uppá meiri- hlutaálit í málinu, að hann hefði í reynd gert fyrirvara við stuðning í málinu en vegna „tæknilegra mis- taka“ hefði sá fyrirvari ekki fylgt frumvarpinu. Ólafur G. Einarsson forseti Álþingis upplýsti að engin tæknileg mistök hefðu orðið í vinnslu frumvarpsins. tækan hátt. Thilo Bode, tilvonandi aðalstjórnandi Greenpeace, er nú- tímavæðingarmaður sem hefur sterklega gefið til kynna að þessi heimsins öflugustu og áhrifaríkustu samtök umhverfisstríðsmanna séu nú að búa sig undir að færa víglín- urnar frá reginvíðáttum hafsins til fundarherbergja stórfyrirtækjanna. - Siá umfjöllun í miðopnu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.