Alþýðublaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ■ ■ ■ Oflugustu umhverfisstríðsmenn veraldar á tímamótum ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ1995 Greenpeace fullorðnast Eftir innbyrðis deilur í heilt ár eru grænfriðungar þess albúnir að velja sér nýjan skipstjóra og breyta í leiðinni um starfsaðferðir á róttækan hátt. Thilo Bode, tilvonandi aðalstjórnandi Greenpeace, er nútímavæðingarmaður sem hefur sterklega gefið til kynna að þessi heimsins öflugustu og áhrifaríkustu samtök umhverfisverndarsinna séu nú að búa sig undir að færa víglínurnar frá reginvíðáttum hafsins til fundarherbergja stórfyrirtækjanna. Umhverfisstríðsmenn í gamla stílnum þeysa í áttina að úreltum olíuborpalli til að koma í veg fyrir að honum verði sökkt. Þrátt fyrir að Greenpeace muni vitaskuld áfram um ókomna framtíð beita sér með aðgerðum af þessu tagi hafa fullorðnari og þroskaðri umhverfisstríðs- menn samtakanna sætt sig við þá stefnu að stýra fleyjum sínum um lygnari en þó jafn skað- vænleg vötn meginstraumsins. Getur það verið að Greenpeace- samtökin séu tekin að þroskast og mýkjast með aldrinum? Ófá rök hníga að því í dag, en það var ekki margt sem benti til þess atama fyrir svosem einsog áratug. Glöggt dæmi um það er í annálum ársins 1985 þegar franska ríkisstjómin varð völd að dauðsfalli grænfriðungs vegna þess hversu logandi hrædd hún var um að hinir herskáu umhverfisstríðs- menn samtakanna myndu alvarlega tmfla vafasamar og vægast sagt um- deildar kjarnorkuvopnatilraunir Frakklands í Suður-Kyrrahafinu. Það hlýtur að teljast eitt sorgleg- asta augnablik umhverfisvemdamm- ræðu ofanverðrar tuttugustu aldar- innar þegar frönsk yfirvöld sendu tvo af leyniþjónustumönnum sínum til að sprengja í loft upp og þannig sökkva Rainbow Warrior, flaggskipi Greenpeace-samtakanna, í ný-sjá- lenskri höfn með þeim ófyrirsjáan- legu afleiðingum að einn af ljós- myndumm Greenpeace lét lífið. En síðan þá hefur mikið vatn mnnið til sjávar og yfirvofandi út- nefning Þjóðverjans Thilo Bode sem hins nýja aðalstjómanda Greenpeace gefur sterklega til kynna að heimsins öflugustu og áhrifaríkustu samtök umhverfisverndarsinna séu að búa sig undir að færa víglínumar frá reg- invíðáttum hafsins til fundarher- bergja stórfyrirtækjanna. Á fundum sem haldnir vom í höf- uðstöðvum Greenpeace á veraldar- vísu í Amsterdam, Hollandi, í þar- síðustu viku kynnti Bode til sögunn- ar nokkuð sem samkvæmt áður þekktum starfsaðferðum samtakanna þýðir ekkert minna en nýja hug- myndafræði. Bode lagði í Ámster- dam nefnilega til að opinberum uppákomum umhverfisstríðsmanna Greenpeace verði héðanífrá fylgt eft- ir með náinni samvinnu samtakanna við aðila viðskipta- og athafnalífsins og beinni íhlutun á mörkuðum svo finna megi ásættanlegar úrlausnir á umhverfisvandamálum. Ef tilnefning Thilo Bode sem að- alstjórnanda Greenpeace verður samþykkt af alþjóðastjórn samtak- anna mun hún marka endalok harð- vítugrar innbyrðis valdabaráttu sem staðið hefur yfir í meira en ár. Þar hefur gefið á að líta annarsvegar hóp umhverfisstríðsmanna af gamla skól- anum sem staðfastlega halda fram viðteknum starfsaðferðum herskárra átaka og hinsvegar eru það nútíma- væðingarmenn á borð við Boden er einlæglega trúa því að opinberar uppákomur sem sérhannaðar eru fyr- ir fjölmiðla dugi hreinlega ekki leng- ur einar sér. Nú er semsé tími til- kominn, að finna nýjar og raunsærri leiðir til að bjarga hnettinum frá glötun. Nútímavæðingarmaðurinn Thilo Bode. Líklegastur kandídat í emb- ætti aðalstjórnanda Greenpeace- samtakanna. Þrátt fyrir að flestar líkur bendi til þess nútímavæðingarmenn með Bo- den í broddi fylkingar muni fara með sigur af hólmi í þessari valdabaráttu þá hefur fómarkostnaðurinn við það verið umtalsverður og eftir því sárs- aukamikill. I maímánuði nýliðnum upplifðu nútímavæðingarmenn sitt versta áfall þegar alþjóðastjórn Greenpeace - sem skipuð er þaul- reyndustu grænfriðungunum - rak aðalstjórnanda samtakanna, Paul nokkum Gilding að nafni. Gilding hafði ekki setið lengi á valdastóli því það var árið 1993 sem þessi „fýrrverandi átakasinni" var til- nefndur og setti hann sér það tak- mark frá upphafi að umbreyta bar- áttuaðferðum og þarmeð ásýnd sam- takanna, meðal annars á þann hátt að leita liðsinnis viðskiptaheimsins. En ekki náði viðleitni Gilding að tryggja honum starfið nema um tveggja ára skeið - þegar að alþjóðastjórnin sparkaði honum. Og hverjar voru sakimar? Jú, sagt var um Gilding að hann hefði glapist inná slóðir „trú- villu“ einsog þeirrar að opinberlega lýsa yfir stuðningi við sterklega um- hverfistengt boð Sidney í Ástralíu um að halda Ólympíuleikana árið 2000 og að stinga saman nefjum með viðskiptajöfrum á heimsstefnu um efnahagsmál sem haldin var í ferðamannabænum Davos í Sviss á síðasta ári. Hverju sem því leið, að Paul Gild- ing naut gríðarlegs stuðnings meðal starfsmanna Greenpeace um víða veröld þá gat alþjóðastjómin - sem er æðsta yfirvald hvað varðar störf og stefnu samtakanna - ekki lengur á sér setið og ávítti hann harðlega fyrir að hafa farið alltof geyst inná brautir samvinnu með viðskiptalífi og stjómvöldum. Brottrekstur Gilding varð samtsem áður ekki til þess að kæfa nútíma- væðingarmálið. Síður en svo, því innbyrðis átök hinna tveggja fyrr- nefndu hreyfinga grænfriðunga færð- ust enn í aukana í kjölfar þess að tvær umferðir yfirgripsmikillar heimsleitir að aðalstjómanda skiluðu engu. Þegar alþjóðastjómin loksins bætti síðan gráu ofaná svart og gekk svo langt að gera það að tillögu sinni, að 150 til 300 milljóna niðurskurður yrði framkvæmdur á fjárlögum Greenpeace þá varð óánægjan svo megn að uppreisnar varð vart - jafn- vel á hæstu stöðum. Þannig náði al- þjóðastjómin afar naumlega að halda sér á floti f vantraustsatkvæða- greiðslu í síðasta mánuði og varð í kjölfar þess að samþykkja afarkosti níu landssamtaka Greenpeace svo lægja mætti öldumar: Útneíhið Thilo Bode sem aðalstjómanda Grenpeace- samtakanna eða horfið framá hugs- anlegan stuðningsskort og van- traustsyfirlýsingu - bæði að fjár- hagslegu og öðru leyti - af hálfu landssamtakanna. Allt þykir benda til þess að al- þjóðastjórnin fari að óskum lands- samtakanna og að hinn 48 ára Thilo Bode taki við stjómtaumunum innan skamms. Ef útnefning hans verður að vemleika er deginum ljósara að sigur nútímavæðingarmanna er stað- reynd. Sem yfirstjórnandi Greenpeace- samtakanna í Þýskalandi frá árinu 1989 hefur Bode leitt eina best heppnuðustu og frumlegustu herferð samtakanna til vemdar umhverfinu. Takmark númer eitt, tvö og þijú var áþreifanlegur árangur og undir ör- uggri og hugmyndaríkri stjóm Bode fóru samtökin f fararbroddi þeirra umbreytinga sem kynntu óson-vina- legan green-freeze-kæliskáp til sög- unnar á Þýskalandsmarkaði árið 1993. Og þannig háttaði til að Green- peace-samtökin í Þýskalandi störf- uðu að því verkefni náið með þar- lendu iðnfyrirtæki svo takast mætti að þróa og síðan markaðssetja þessa óson-vinalegu tækni og nú em meira að segja lönd einsog Kína og Indland farin að vakna til vitundar um hvem- ig nýta megi hana umhverfinu til heilla. Þetta verkefni er litið á sem nánast fullkomið dæmi um hvernig hyggilegast sé Greenpeace-samtökin starfi í framtíðinni. Umhverfisstrfðsmennirnir af gamla, herskáa skólanum eru hins- vegar ekki par hrifnir af þessari framvindu mála. Á meðan þýskir grænfriðungar taka sér sæti í fundar- herbergjum stórfyrirtækjanna er slík samvinna (og öll álíka hegðun) enn- þá álitin í meira lagi vafasöm meðal grænfriðunga í til dæmis Bandaríkj- unum og Kanada. „Enn sem komið er má finna þrjóskufulla hreyfingu fólks innan Greenpeace-samtakanna er lítur á bindisskrýdda jakkafata-náungana sem illa að upplagi og innræti," segir Paul Gilding, er í dag starfar sem umhverfisúrlausna-ráðgjafi. Richard Titchen, boðskiptastjóri Greenpeace, er tilaðgera sammála þessu viðhorfi Gilding: „Beinar að- gerðir eru hjartað og sálin í Green- peace. Óróatilfinning hefur gripið um sig meðal háværs minnihluta samtakanna; fólks sem óttast að of langt sé nú þegar gengið eftir vegi skynsamlegra úrlausna og að þessi ganga geti leitt samtökin í hættu.“ Hversvegna í ósköpunum þarfnast Greenpeace-samtökin nýrra starfsað- ferða og hugmyndafræði, nú loksins þegar þau hafa sannað sig sem rót- tækt afl er umhverfisfjendur þurfa að taka með í reikninginn? Þetta er spurning sem gömlu umhverfis- stríðsmennirnir velta fyrir sér þes?a dagana. Umbótamennirnir svara þessháttar vangaveltum með því að segja umhverfismálin einfaldlega gríðarmiklum mun flóknari en þau voru fyrir tuttugu árum. Breyttar að- stæður kalli á breyttar starfsaðferðir „Undir öruggri og hugmyndaríkri stjórn Bode fóru samtökin [í Þýskalandi] í fararbroddi þeirra umbreytinga sem kynntu óson-vinalegan green- freeze-kæliskáp til sögunnar á Þýskalandsmark- aði árið 1993. Og þannig háttaði til að Green- peace-samtökin í Þýskalandi störfuðu að því verkefni náið með þarlendu iðnfyrirtæki."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.