Alþýðublaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR13. JÚNÍ1995______________________________ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o d u n ef þú ert orðin þreytt á að skrúbba..." „Það vakti til dæmis athygli þegar núverandi heilbrigðisráðherra ... var spurð á fundi hvort að flokkurinn hennar væri samansafn kyn- þáttahatara. Svarið lét ekki á sér standa: „Haldið þið að við séum einhverjir eskimóar eða hvað?" Hvaða ímynd ætli hún hafi á fólki yfirleitt sem er öðruvísi á litinn en hún?" Og hvað er hægt að læra af þessu? Ofangreind fyrirsögn er tekin beint upp úr auglýsingu um þvottaefni sem birtist reglulega í sjónvarpinu þessa dagana. Hún fer óhemju mikið í taug- amar á mér þar sem beinlínis er verið að vísa í að það sé hlutverk konunnar að vaska upp. Eg vaska sjálf upp en maðurinn minn gerir það LQca og hvers vegna er þá bara verið að höfða til mín? Hann er alveg jafn þreyttur á því að skrúbba og ég. PaHborðið | Eitt kvöldið þegar ég var að pirrast yftr þessari auglýsingu við manninn minn sagðist hann ekki hafa tekið eftir þessu, en fannst þetta hallærislegt orðalag fyrst ég minntist á þetta. Er þetta ekki einmitt málið? Við tökum ekki eftir því að verið er að^ halda ákveðinni ímynd að okkur. I ofan- greindri auglýsingu er verið að ýja að ákveðinni ímynd kvenna og eflaust er hægt að finna fleiri dæmi. Flestir gera sér ekki grein fyrir þessari ímynda- sköpun og taka henni sem sjálfsögð- umhlut. Auglýsendur gæta ekki orða sinna frekar en margir aðrir. Iðulega hef ég verið stödd á fundum þar sem meiri- hlutinn eru karlkyns og þar er orðaval- ið oft á þennan hátt: „Velkomnir...“; „Við verðum allir að...“ og „...ef við erum ekki ákveðnir þá...“. Eitt skiptið gat ég ekki á mér setið og tók til máls og minnti á að kvenkyns verur sætu einnig þennan fund. Sumir afsökuðu sig með því að þeir ættu við fund- armenn en aðrir tóku vel í ábending- una og bættu sig. Orðanotkun og málvenja hefur áhrif á hugsanahátt og hugsanaháttur getur haft bein áhrif á alla jafnréttisbaráttu í neikvæða jafht sem jákvæða átt. Jafhréttisbarátta sem slík finnst mér ekki eingöngu snúast um jafnan rétt karla og kvenna. Hun snýst um jafhan rétt fólks hvemig sem það er á litinn, líkamlegt hreysti, kynhneigð - eða hvað sem er. í þeim efnum getur orða- val haft áhrif á ímynd fólks um ein- staka hópa. Það vakti til dæmis athygli þegar núverandi heilbrigðisráðherra var enn- þá óbreyttur frambjóðandi og var spurð á fundi hvort að flokkurinn hennar væri samansafn kynþáttahat- ara. Svarið lét ekki á sér standa: „Haldið þið að við séum einhverjir eskimóar eða hvað?“ Hvaða ímynd ætli hún hafi á fólki yfirleitt sem er öðruvísi á litinn en hún? Mikið er ég fegin að vera Alþýðu- flokkskona þar sem slagorðin frelsi, jafnrétti og bræðralag eru enn í fullu gildi. Jafhréttisbarátta snýst nefnilega lfka um ffelsi; ffelsi konunnar og karl- mannsins til að geta verið þau sjálf. En hversu mikið er þetta ffelsi nýtt af konum og körlum? A meðan ég var formaður viðskiptafræðinema pældi ég mikið í þessu. Eg reyndi allt hvað ég gat til þess að fá konur til að taka virkan þátt í félagslífinu, án þess þó að vera einhver kvenremba. Það tókst oftast vel en ég lærði fljótt að það þurfti að fara allt öðru vísi að konum en karlmönnunum. Við konumar átti ég alltaf að minnsta kosti tvö samtöl. -Það fyrra fór í það að viðmælandi minn afsakaði sig og sagðist ekki hafa tíma, getu, þor eða einhvetja aðra af- sökun þó að ég vissi að hún hefði mikinn áhuga. Þá gaukaði ég oftast því að henni að þetta væri góð reynsla og bað hana að hugsa málið. -Seinna samtalið gekk út á sömu afsakanimar en yfirleitt vom þær ekki jafn sannfærandi. Eftir um það bil hálftíma samtal slógu þær venjulega til og vom virkilega stoltar, fannst þær vera þátttakendur í jafnréttisbaráttunni en ekki áhorfendur. Með karlmenn var þetta allt annað. Þeir neituðu eða játuðu strax eftir því hver áhuginn var. Ju, ef ég hefði verið karlmaður hefði ég ekki gengið svona mikið á eftir kvenkyns samnemendum mínum. Karlmaður hefði skihð fyrra samtalið sem svo að hún hefði ekki áhuga. Sumir túlka þessi viðbrögð kvenna sem aumingjaskap en aðrir sem var- kámi: konur flana ekki að neinu. Ég kann sjálf að meta varkámi en konur verða þó alltaf að passa sig á því að vera ekki of varkárar. Það ger- ist ekkert á meðan við sjálfar tökum ekki þátt í því sem er að gerast hvort sem það er í vinnunni eða í félagsmál- um. Nýtum okkur ffelsið sem ávannst með langri baráttu formæðra okkar. Eitt er víst: þær vom örugglega orðnar þreyttar á því að skrúbba. Höfundur er viðskiptafræöingur og Alþýðuflokkskona. v i t i m e n n They don’t play football, they just run around, sagði hinn þjóðsögulegi ungverski knatt- spyrnusnillingur Puskhas. [þróttadeild Mánudagspóstsins var I sjaldgæfri oddaflugsstemmningu í gær. Góð heigi, strákar? Enn bíður orðstír íslendinga sem mikillar handboltaþjóðar hnekki. Flestir muna enn eftir útreið okkar á heimsmeistaramótinu, HM ’9S, en nú hefur bæst við niðurlæging á alþjóðavettvangi. Portúgal, sem hingað til hefur ekki verið mjög hátt skrifað í handbolta, rótburstaði íslenska landsliðið. Að vísu skipað undir 21 árs leikmönnum, en samt... Hvenær linnir þessu? Það er nú lítið að gerast hjá mér, segir Pétur Guðmundsson kúlu- varpari. Ég lenti í handarbaks- meiðslum á heimsmeistaramótinu innanhúss í mars ... Það var í öðru kastinu að ég fór í ranga útkasts- stöðu, missti kúluna of framarlega. Pési, Pési, Pési... Þú ætlar þó ekki að taka sess Einars Vilhjálmssonar? MP í gær. Það var margbúið að úrskurða að ég væri búinn að vera, segir Einar Vilhjálmsson spjótkastari... Ég taldi mig vita betur og neitaði að sætta mig við þennan úrskurð og greiddi fyrir uppskurð úr eigin vasa í nóvember ... Ég ætla að sýna fram á að spjótkast er fyrst og fremst tækniíþrótt Semsagt: MP var stútfullur af snilldarummælum íþróttamanna í gær. Afhverju snýr blaðið sér ekki alfariö aö íþróttunum? ^V^ararnir ■ Barirnir Ari í Ogri, Astró, Café List, Gaukurinn, Ingólfscafé, Kaffibar- inn, Kofi Tómasar frænda og Sólon íslandus nutu hver um sig tímabund- innar hylli Villtra um nýliðna helgi. En þessar heimsóknir misstu hinsvegar allar fullkomlega marks og við höfðum eiginlega mun meira gaman af þvi að horfa á hina alvondu The Speciaiist með Stallone og Stone á sunnudags- kvöldið en pöbbaráfinu samanlögðu kvöldin þrjú á undan. Ástæðan? Tjah... það er augljóslega ótal millibara geð- lægð yfir Islandi og áhrifanna gætir einsog venjulega einna helst í miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur. Þarafleiðandi: Pass! ■ Vefararnir skemmtu sér hins- vegar konunglega um helgina með hin- um nethausunum á heimasíðunni Authornet þarsem gefur á að líta stöð- ugt uppfærðar upplýsingar um nútíma- bókmenntir og nánar tiltekið hvernig komast skal í samband við útgefendur, rithöfunda og skáld um víðan sæber- geim. Myndir, bókakaflar, auglýsingar, umfjöllun, gagnrýni, heimilis-, síma-, fax- og e-mail-föng, myndir og fleira nammigott er allt þarna f ómældum mæli. Smellið ykkur til dæmis inná http://www. imgnet. com/auth/ind ex.html og kynnið ykkur fyrstu bókina sem mætt er á Rithöfundanetið: The Baker's Boy eftir kvenskörunginn J.V. Jones (sem kynnast má nánar á http://www.imgnet.com/auth/jjo nes.html). Það er að vísu sjálfsagt bor- in von um að íslenskir „skáldjöfrar" - sem flestir hverjir rétt nýlega fengust til að slá verk sín inná tölvur (og hafa sömuleiðis týnt sér þar allflestir í Tetris, MineSweeper, PaintBrush og Write fyr- ir byrjendur) - hafi vitglóru til að þvæl- ast um á Rithöfundanetinu, en þeir eru hvorteð er ekki það áhugaverðir að þeir megi ekki missa sín. Eða hvað, skyldi einhver slíkur kraftur leynast í einhverj- um ykkar? Njah, ólíklegt... TAKE THAT! Fjórði mógúla-keisarinn, Jahangir að nafttí, ríkti frá árinu 1605 til 1627 og kom sér upp kvennabúri í valdatíð sinni sem imiihélt hvorki meira né minna en þtjú hundruð konunglegar eiginkonur og yfir fimm þúsund kon- ur til viðbótar. í búrinu mátti að auki finna rúmlega eitt þúsund unga karl- menn ætlaða til „öðruvísi afþreying- ar“. Söfnunarárátta Jahangir gekk síð- an fullkomlega útí öfgar utan keisara- hallarinnar þarsem hann kom sér upp einum myndarlegasta dýragarði sem um getur í sögu mannkyns... Nokkur dæmi: tólf þúsund fílar, tíu þúsund uxar, tvö þúsund úlfaldar, þijú þús- und dádýr, fjögur þúsund hundar, eitt hundrað tamin ljón, fimm hundruð buffalar og tíu þúsund bréfdúfur. Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts. h i n u m e s1 n "FarSide” oftir Gary Larson. Hið langvinna kennaraverk- fall í vetur hafði afdrifarík- ar afleiðingar á námsferil margra stúdenta. í Sunn- lenska fréttablaðinu lesum við, að hvorki meira né minna en sjötti hver nemandi í Fjöl- brautaskóla Suðurlands hafi hætt námi í kjölfar verkfalls- ins. Þá er haft eftir Sigurði Sigursveinssyni skólameist- ara að einkunnir nú virðist lægri en áður... Það var æði heitt í kolunum í miðbænum í gærdag þegar trillukarlar létu í sér heyra. Ýmsir af þingmönnum stjórnarflokkanna lentu í krappri vörn á Austurvelli þegar þeir voru vinsamlega beðnir að standa fyrir máli . sínu. Kristján Pálsson þing- maður Sjálfstæðisflokksins lenti i snörpum orðaskiptum við Jón Baldvin Hannibals- son og Siv Friðleifsdóttir mátti sín, satt að segja, mjög lítils gegn harðsnúnum hópi trillukarla. Það var þó Halldór Blöndal sem var senuþjófur dagsins. Eftir fundinn fór verkafólk úr Fiskkaupum hf. á Ingólfstorg, og þar barfund- um þeirra og samgönguráð- herra saman. Hann gaf sig á tal við fólkið með ónotum, og lét í Ijós stórfelldar efasemdir um að það vissi nokkuð í hausinn á sér um sjávarút- vegsmál: hvað smábátar hefðu til að mynda fram yfir hina dýrðlegu frystitogara. Ráðherrann lét dæluna ganga yfir verkafólkinu og strunsaði síðan á braut - og hafði víst ekki aflað flokki sínum margra atkvæða þann daginn... Síðasta slúðrinu í dag stel- um við með húð og hári úr Víkurblaðinu - blaði alls mannkyns sem ritstýrt er af snillingnum Jóhannesi Sig- urjónssyni: „Dagur greindi frá þeim stórviðburði á dög- unum þegar meindýraeyðir Húsvíkinga varð fyrir óvæntu rúmruski. Afar hugrökk hun- angsfluga hafði sem sé komið sérfyrir undir brekánum í rekkju meindýraeyðis og lá þar í launsátri þegar hann kom heim úr einhverri útrým- ingarherferðinni. Þreyttur fleygði hann sér til kojs og skipti það engum togum að hunangsflugan, sem hugsan- lega taldi sig þarna verða fyrir áreitni, þó ekki endilega kyn- ferðislegri, brást hart við og rak brodd sinn á bólakaf í bak- hluta eyðis, sem hentisttil og hugði að nú hefði frúin verið að sauma í rúminu og misst niðurtítuprjón. En hunangs- flugan var ekki af baki dottin og stakk öðru sinni með þeim afleiðingum að eyðirinn þurfti á sjúkrahús til að fá bót meina sinna og þar tók samúðarfullt staffið á móti honum skelli- hlæjandi, að sögn. Af hun- angsflugunni hugrökku er það að segja að hún mun hafa verið sæmd æðstu heið- ursmerkjum Sameinuðu flugnaþjóðanna, svo og skor- dýrakrossinum af fyrstu gráðu. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem skordýr snúasttil varnar og grípa til hefndarað- gerða gegn helsta andskota sínum, húsvíska meindýra- eyðinum sem hoggið hefur svo mörg og stór skörð í raðir skordýra á landinu." Er Víkur- blaðið besta blað landsins - eða hvað... Um þessar mundir fara fram á Rannsóknastofnun rikisins í ön- uglyndisfræðum (RRÖ) einhverjar athyglisverðustu tilraunir sem um getur í gjörvallri sögu vísindanna. Starfið fer fram und- ir öruggri handleiðslu doktors Ólafs Skúla Guðmundssonar, doktors Kolbrúnar Högnadóttur og doktors Inga Sigurðssonar. m m Hvernig finnst þér Þorsteinn hafa staðið sig sem sjávarútvegsráðherra? (Spurt á Austurveiii í gær.) Eyjólfur Kristjánsson, Vigfús Björgvinsson, Kristján Halldórsson, Jóhann Þorfinnsson, trillu- Ólafur Gunnbjörnsson, trillukarl: Minnstu ekki á það trillukarl: Honum er fjarstýrt trillukarl: Hann er einsog karl: Hann hefur ekkert vit á trillukarl: Mjög illa. Hann er ógrátandi. frá LÍÚ, og hugsar ekkert um strengjabrúða Kristjáns Ragn- smábátaútgerð, og hefur ekki málpípa LÍÚ og tekur aldrei hag almennings. arssonar. hugmynd um hvað hann er að sjálfstæðar ákvarðanir. tala.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.