Alþýðublaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.06.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 13. JÚNÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 „Duggarar snérust á móti þessum ofurhuga og hafa vafaiaust álitið að þeim yrði það létt verk að koma honum fyrir, þar sem þeir voru margir saman. En svo reyndist þó eigi. Jóhannes lét trérengluna dynja á þeim með ofurkappi, bræði og gremju og skeytti engu hvað fyrir var." kæmi vinsamlega fram við lands- menn. Það lá það orð á í þá daga, að þeir sæktu mjög í það að stela sauðfé bænda, ef þeir fengju því við komið, án þess að uppvíst yrði. Það bar við, að þeir fóru í land þar sem ekki voru bæir nærri, ef þeir sáu sauðfé með fram sjónum. Voru þeir þá vísir til að smala saman dálitlum hóp, og taka síðan nokkrar kindur og flytja út í skip sitt. En venjulegast fóru þeir mjög varlega, svo þetta athæfí þeirra komst sjaldan upp fyrr en eftir á. Laust eftir 1860, þá er Jóhannes Gíslason í Sauðaneskoti var rúmlega tvítugur að aldri, var hann enn heima hjá foður sínum, eða þá að hann var nýlega kominn í vinnumennsku að Sauðanesi, til séra Vigfúsar Sigurðs- sonar, er þar var lengi. Þá bar það við einhveiju sinni snemma morguns, áður en fólk var al- ment komið á fætur, að Jóhannes var á gangi meðfram sjónum, vestur á svokölluðu Grenjanesi, að hann veitir því athygli að frönsk dugga hggur mjög nærri landi, en aðrar duggur voru ekki þar nálægar, og þar sem hann vissi þess dæmi, að kindur höfðu horfið úr fjörunni, án þess að upplýst yrði hvað af þeim hefði orðið, þá þótti honum þetta grunsamlegt og hug- kvæmdist því að skyggnast lengra vestur í nesið og vita hvað Frakkamir hefðust að, ef þeir kynnu að vera komnir í land, sem ekki var þá fátítt. En er hann nálgaðist smávík eina þama vestur á nesinu, þá blasti við honum ófögur sjón, svo að þvilíka hafði hann aldrei séð, enda stóð hún honum ljóslifandi fyrir sjónum til dauðadags. í íjömnni stóð hópur af duggurum umhverfis allstóran fjárhóp, er þeir vom að handsama. Tóku þeir eina og eina kind í einu, sauðbundu hana all- rammlega og bundu hausinn niður á milh bóganna, auðsjáanlega hl þess, „Duggarar hertu vörn sína því meir sem ber- serksgangur Jóhannesar færðist í aukana og reyndu eftir mætti að beita hnífsveðjum mikl- um ... En það bar engan árangur. Jóhannes stóðst allar atlögur þeirra, og skeytti því engu, þó oddhvassir hnífarnir fykju um hann og sumir jafnvel særðu hann nokkuð." að sem minnst færi fyrir henni í bátn- um, og eins til þess að kindin ætti erf- iðara með að bijótast uin. Vom þeir búnir að binda þannig upp undir 20 kindur, og aðeins byijað- ir að bera þær frarn að bátnum, sem þeir höfðu komið á í land. Var með- ferðin öll á kindunum svo þrælsleg, að engu tali tók. Þó Jóhannes væri hæglætismaður hinn mesti og ógjam til illdeilna, þá sá hann, að hér þurfti að grípa til skjótra og ákveðinna úrræða, ef koma æth í veg fyrir hið stórfenglega rán duggar- anna. Hann fylltist heilagri gremju, og án þess að athuga það, hvað hann áth þama við marga mótstöðumenn, þá greip hann trérenglu eina langa og svera, er lá þar í rekanum, og réðist til ahögu við duggarana og hugðist að hrekja þá burt ffá ránsfeng súium. Duggarar snémst á móh þessum ofur- huga og hafa vafalaust áht- ið að þeim yrði það létt verk að koma honum fyrir, þar sem þeir vom margir saman. En svo reyndist þó eigi. Jóhannes lét trérengluna dynja á ' þeim með ofur- kappi, bræði og gremju og skeytti engu hvað fyrir var. Duggarar hertu vöm sína því meir sem berserksgang- ur Jóhannesar færðist í aukana og reyndu efitir mæth að beita hmfsveðjum miklum, er þeirbám jafn- an á sér, eða þeir gripu hl annars þess, er fyrir var. En það bar engan árang- ur. Jóhannes stóðst ahar at- lögur þeirra, og skeytti því engu, þó oddhvassir hnífamir fykju um hann og sumir jafnvel særðu hann nokkuð. Og er hann sá, að nokkrir duggar- ar vom fallnir í valinn og þeir sem efhr stóðu gerðu hina römmustu atlögu að honum, þá tryllhst hann alveg gersamlega og barði á ahar hhðar með svo óstjómlegu ofurkappi, að allt varð undan að láta. , Duggarar flýttu sér nú sem skyndilegast í bát sinn og fluttu með sér þá föllnu, en eigi vissi Jóhannes hvort þeir vom dauðir eða lifandi, enda mundi hann aldrei greinhega hvemig þessi hrikalegi bar- dagi endaði, og gat aldrei nákvæm- lega frá því skýrt. Stuttu síðar komu menn á vettvang og fúndu Jóhannes liggjandi í blóði sínu og meðvitundarlausan, og kindahópinn í ljörunni eins og duggarar höfðu skilið við hann. Þeir skám bönd- in af kindunum hið fljótasta og fluttu Jóhannes heim að Sauðanesi. Hann var merkilega líhð særður og náði sér því fúrð- anlega fljótt, en þjakaður var hann efhr bardagann og máthaus, svo að hann var lengi ekki jafngóður. Barst þessi atburður út um ahar sveitir og þóth afreksverk hið mesta, svo að engin dæmi þóttu hl slíks. Eftir að Jóhannes komst th fullrar heilsu efihr afreksverk þetta, hafði hann stundum orð á því við vini sína, að hann hefði áhyggjur miklar út af verknaði þessum. Kvaðst hann vera mjög smeykur um, að hann hefði í æðiskashnu slegið afe inn eða tvo duggara, og fannst honum óbærilegt að hafa slfkt á sam- viskunni. Var honum bent á það, að hann hefði áh þama líf sih að veija, því vitanlega hefðu duggarar gengið af honum dauðum, ef þeún hefði auðnast að bera hærri hlut. Var margt um þetta rætt, og dah engum í hug að áfellast Jóhann- es fyrir verk þetta, þó vera mæth, að hann hefði verið stór- höggur á duggur- unum. Nú líða nokk- ur ár. Jóhannes var vinnumaður hjá séra Vigfúsi í Sauðanesi, og reyndist hinn nýt- ash í hvívetna. A þessum árum fesh hann sér konu, Friðfmnu Jónsdótt- ur að nafni, og fóm þau að búa nokkm seinna á koh einu úti á Langanesinu, sem Kemblavík heihr. Er það næsh bær sunnanj við Skála, þar sem nú er dálítið fiskiþorp. í þá daga var ofit mesh fjöldi af frönskum dugg- um að veiðum ffamundan Skálum og Kemblavík. Var ofitlega róið fram í duggumar ffá þessum bæj- um, því eins og áður segir, tókust oft gagnkvæm við- skipti og kunningsskapur á milli duggaranna og bænda. Sumir bændur skiptu jafnvel við sömu duggarana ár eftir ár, og væri hægt að segja margar skemmhlegar sögur af þeim viðskiptum, sem áreiðanlega vom oftar landsmönnum í hag, heldur en hitt. Þá bar það við einhveiju sinni, að Jóhann- bóndi í Kemblavík reri, ásamt fleirum, fram í duggu eina, sem þeir höfðu ekki hafit viðskipti við áður. Fóm þeir upp á þilfar og áttu einhver viðskiph við skipveija. En brátt tók Jóhannes efitir því, að einn af skipveijum gaf honum einkennilega illt auga, og tal- aði öðm hvom hljóðlega við félaga sinn. Þóth honum þetta tortryggilegt, en gaf því þó ekki neinn ffekari gaum. Einn af félögum Jóhannesar veith líka athygli þessu háttalagi skipveija, og þar sem hann skildi hrafl í frönsku, eins og algengt var, sem að framan segir, þá leitast hann við, að hlera efhr því, sem þessi grunsamlegi skipstjóri var að þinga um við félaga sinn. Sá hann það glöggt að hann benri á Jó- hannes, og heyrðist honum hann segja um leið, að sér sýndist þetta vera mað- urinn, sem hefði drepið bróður sinn forðum í slagnum mikla. „Og er hann sá, aö nokkrir duggarar voru fallnir í valinn og þeir sem eftir stóðu gerðu hina römmustu atlögu að honum, þá trylltist hann alveg gersamlega og barði á allar hliðar með svo óstjórnlegu ofur- kappi, að allt varð undan að láta. Duggarar flýttu sér nú sem skyndilegast í bát sinn og fluttu með sér þá föllnu, en eigi vissi Jóhannes hvort þeir voru dauðir eða lifandi." Jóhannes og þeir félagar hans vildu sem minnst mök hafa við skipveija þessa, og hröðuðu sér því ofan í bát- inn. En um leið og þeir ætluðu að leggja ffá skipinu, þá kom þessi áður- nefndi grunsamlegi skipveiji fram að borðstokknum með sveðju eina, stóra og biturlega, og skaut henni af afli miklu niður í bátinn og miðaði á Jó- hannes. En þar sem bámrinn var aðeins að þokast ffá skipinu og því kominn á hreyfmgu, þá missri skipveiji marks og varð það Jóhannesi til lífs. Sveðj- unni hafði auðsjáanlega verið miðað á bijóst hans, því hún straukst við síð- una og stóð föst í þófitunni. Varð Jóhannesi svo mikið um þennan atburð, að hann reri ekki efihr það ffá í ókunnugar duggur. Nokkmm árum síðar fluthst hann alfarinn af Langanesi, og bjó efhr það í Öxnarfirði, og famaðist ágætlega. Hann andaðist á sjötugsaldri árið 1907, og lýkur þar með þessari sögu. Fyrir réttum 30 ámm var faðir minn að gera til kola í skógi sínum í Gils- bakkakinn og var ég með honum að verki. Kom þá Jóhannes hl okkar og dvaldi hjá okkur stund úr degi, og var hinn skemmtilegasri. Barst þá talið að þeim atburði, sem hér er lýst, og bar faðir minn hann að segja sér frá hon- um, með því að hann þóthst ekki haft heyrt ffá þessu sagt nógu greinilega áður. Sagði Jóhannes okkur þá söguna, með sinni venjulegu nákvæmni og samviskusemi, svo hún festist þannig vel í ininni mínu, og ég hefi talið rétt að skrá hana hér.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.