Alþýðublaðið - 14.06.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 14.06.1995, Síða 1
Miðvikudagur 14. júní 1995 Stofnað 1919 87. tölublað - 76. árgangur ■ Stjórnarfrumvarp um framkvæmd GATT-samningsins samþykkt á Alþingi í gær Framsóknarmenn beggja flokka fagna sigri -segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins. Innflutningur verður útilokaður í framkvæmd. „Megináhrif hinna nýju laga verða að útiloka innflutning, og þarmeð samkeppni, þvert á yfirlýst markmið GATT- samningsins," sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, í samtali við Alþýðu- blaðið eftir að Alþingi samþykkti í gær frumvarp ríkisstjómarinnar um framkvæmd GATT. Jón Baldvin sagði að við umfjöllun málsins í efna- hags- og viðskiptanefnd hefðu allir aðilar sem við kerfið eiga að búa, einsog fulltrúar Neytendasamtakanna, íslenskrar verslunar, Sambands veit- inga- og gistihúsa og fleiri, staðfest að ofurtollar stjómarinnar myndu útiloka með öllu innflutning í framkvæmd. Einokun landbúnaðar- kerfisins framlengd „Á seinustu smndu komu stjómar- liðar með breytingartillögur sem þeir vilja gera að hálmstrái í þessu máli,“ sagði Jón Baldvin. „Þeir viðurkenna að lögin tryggja óbreytt markaðsfor- ræði einokunarkerfisins, að því er varðar 97% af markaðnum, en þegar kemur að lágmarksmarkaðsaðgangi, sem á að vera 3%, þá samþykktu þeir breytingartillögu, sem er heimild til landbúnaðarráðherra til að leyfa inn- flutning á eitthvað lægri tollum, ef framboð innanlands er ekki nóg, og 3% markaðshlutdeildinni hefur ekki verið náð. Þetta héldu stjómarliðar að gæti þýtt heimild til innflutnings á eggjum. Sá innflumingur verður hins- vegar bannaður með vísan til sjúk- dómavamalaga. Stjómarsinnar sögðu að þetta gæti þýtt einhvem innflutning á ostum. Það mun ekki verða nema innlend framleiðsla hrökkvi ekki til, einsog það hét í gamla framsóknar- kerfinu. Þannig að þetta er sýndartil- laga sem breytir engu í reynd, einsog sýnt var fram á í umræðunum “ Jón Baldvin sagði að niðurstaðan væri sú, að útfærsla ríkisstjómarinnar á GATT-samningnum væri til þess fallin að framlengja einokun land- búnðarkerfisins áfram næstu sex árin. Smávægilegar undantekningar breyttu engu um þá megin- stefnu. „Egill og Höllustaða-Páll ráða ferð" Aðspurður um af- stöðu sjálfstæðis- manna í málinu sagði Jón Baldvin: „í at- kvæðagreiðslunni kom á daginn, að þingmenn Sjálfstæð- isflokksins, sem kosnir eru á þing í Reykjavík og Reykjaneskjördæmi, með atkvæðum launþega og frjáls- lynds fólks, sem sýnt hefur í skoðana- könnunum að það er fylgjandi inn- flutningi, beygðu sig möglunarlaust undir ofríki framsóknararma beggja flokka. Egil! á Seljavöllum og Höllu- staða-Páll ráða ferðinni. Það em því fleiri en þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins á Vestfjörðum eða nýliðar Fram- sóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi sem eru uppvísir að því að efha ekki kosningaloforðin. f kosningabarátt- Jón Baldvin Hannibalsson: Sjálf- stæðisþingmenn launþega og frjálslynds fólks beygðu sig mögl- unarlaust undir ofríki framsóknar- arma beggja flokka. Egill á Selja- völlum og Höllustaða-Páll ráða ferðinni. A-mynd: E.ÓI. unni vísuðu ffambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins því gersamlega á bug að til stæði að beita ofurtollum til að koma í veg fyrir eðlilega framkvæmd GATT- samningsins. Nú vita kjósendur betur - eftir kosningar," sagði Jón Baldvin Hannibalsson að lokum. ■ Útfærsla stjórn- arinnar á GATT Grænmetis- verð marg- faldast Gunnar Þór Gíslason græn- metisinnflytjandi: Bara hinir ríku munu hafa efni á grænmeti. Samkvæmt niðurstöðu Gunnars Þórs Gíslasonar, grænmetisinnflytj- anda og framkvæmdastjóra hjá Mata hf„ mun óbreytt fyrirkomulag á ffarn- kvæmd GATT-samningsins hafa í för með sér að innflutningsverð grænmet- is þrefaldast frá því sem nú er. Gunnar Þór segir: „Óbreytt GATT-frumvarp leiðir til þess að einungis hinir ríku hafa efni á þvf að hafa grænmeti á borðum sínum allt árið.“ Hann tekur dæmi af hækkunum á innflutningsverði grænmetis til heild- sala, sem mun margfaldast: Blaðlaukur 373% hækkun Blómkál 338% hækkun Hvítkál 274% hækkun Jöklasalat 353% hækkun Kínakál 239% hækkun Sveppir 221% hækkun Bæjarfulltrúarnir Jóhann Gunnar Bergþórsson og Magnús Jón Árnason voru í meira lagi óræðir á svip við upphaf bæj- arstjórnarfundar í Hafnarfirði í gær. Sjálfsagt grunaði þá sem var: að meirihlutinn væri sprunginn. A.mynd:E.ói. Meirihlutinn í Hafnarfirði er h vellsprunginn „Jóhann Gunnar Bergþórsson hefur aldrei verið að versla við okkur, þannig að við erum ekkert að versla við hann. Hann hefur ekki einu sinni beðið um stuðning," sagði einn af bæjarfulltrúum Alþýðuflokksins í Hafnarfirði þegar fyrir lá að Jóhann Gunnar myndi yfirgefa herbúðir Sjálfstæðisflokksins eftir að hafa ver- ið neitað um stuðning í stöðu for- stöðumanns framkvæmda- og tækni- sviðs. Tveir sjálfstæðismenn kusu Jóhann Gunnar á fundinum í gær, þeir Ellert Borgar Þorvaldsson og Magnús Kjartansson, varamaður Jóhanns. Björn Ingi Sveinsson hlaut tjögur at- kvæði, tvö frá Alþýðubandalagi og tvö frá Sjálfstæðisflokki. Það voru því fimm bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins sem höfðu sitt fram. Þeir kusu allir Kristinn Ó. Magnússon og þanneð var hann réttkjörinn - en meirihlutinn í Hafnarfirði heyrir sögunni til. ■ Bannað að veiða hrognkelsi í Ijós net „Ætli grásleppan sé ekki bara heimskari en þorskurinn" - segir Vilhjálmur Þorsteinsson fiskifræðingur. Sjávarútvegsráðuneytið hefur bannað notkun ljósra neta við hrogn- kelsaveiðar og verður því aðeins heimilt að nota svört eða dökklituð net við hrognkelsaveiðar frá og með næstu vertíð. Ástæðan fyrir banninu er sú að þorskur hefur verið að veið- ast í ljós hrognkelsanet og hafa þau jafnvel verið misnotuð í þessum til- gangi, en skipstjórar aflamarksbáta hafa hins vegar talið sig neydda til að kasta þessum aukaafla fyrir borð því þeir hafa ekki kvóta fýrir þorski. Hugmyndin um að hægt gæti verið að komast hjá vandanum með því að banna notkun ljósra neta við hrogn- kelsaveiðar kom frá grásleppuveiði- mönnum sjálfum, sem töldu hins vegar að dökk net væru eins fiskin á hrognkelsi og ljósu netin. Sjávarút- vegsráðuneytið ákvað að láta Haf- rannsóknastofnun kanna hvort skoð- un grásleppuveiðimannanna hefði við rök að styðjast og reyndist svo vera. Þegar Alþýðublaðið leitaði til Vil- hjálms Þorsteinssonar, fiskifræð- ings hjá Hafrannsóknastofnun, um það hverjar skýringar væru á þessu voru svörin þau að þorskurinn virtist frekar varast dökk net á grunnsævi en ljós. „í samstarfi við þá sem stunda grásleppuveiðar voru lögð net af ýmsum gerðum, dökkbrún og ljós, og vitjuðum þeirra reglulega. Niðurstöð- umar voru þær að það voru tvisvar til þrisvar sinnum minni líkur á því að þorskurinn kæmi í dökk net en ljós.“ Þið hafði þá ekki gert neinar rann- sóknir á sjónskynjun þorskins og vit- ið því ekki hvers vegna þorskurinn dökku netin? „Nei, við höfum ekki gert neinar slíkar rannsóknir. Þorskurinn einfald- lega varast frekar dökk net en ljós á grunnslóð á meðan grásleppan veður í hvaða net sem er. Ætli grásleppan sé ekki bara heimskari en þorskur- inn.“ Alþingismenn í tilvistarkreppu? Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, segir í stjómarskrá lýðveldisins. „Þingmenn lenda oft í því - sérstaklega þeir sem bera ábyrgð á meirihluta - að greiða kannski atkvæði öðruvísi en þeim gott þykir," sagði Steingrímur J. Sigfússon í samtali við Alþýðublaðið í gær. Tilefni þessara um- mæla Steingríms em þau orð Einars Odds Krístjánssonar fyrir skemmstu, að hann greiddi margumdeildu fiskveiðistjómunarfrumvarpi atkvæði sitt af tillits- semi við Þorstein Pálsson sjávarútvegsráðherra. Stefán Hrafii Hagalín hafði í gær samband við ijóra þingmenn og spurði hvort það væri algengt á Alþingi, að menn greiði atkvæði samkvæmt öðmm sjónarmiðum en sannfæringu sinni - og hvort þingmenn væm ekki þannig í stöðugu stríði við samvisku sína (og stjóm- arskrána). Em alþingismenn í tilvistarkreppu? - Siá umfjöllun á miðopnu.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.