Alþýðublaðið - 14.06.1995, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 14.06.1995, Qupperneq 2
2 ALÞÝDUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ1995 s k o ð a n AimUBlMIID 20933. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun (safoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Undirrót sj ómanna verkfallsins Sjómenn felldu miðlunartillögu sáttasemjara í fyrrakvöld. Það gerist á sama tíma og óvanalega góðar gæftir eru til sjávar, og gríðarlegt magn af sfld hefur gengið á sínar fomu slóðir innan lögsögunnar norðan og austan lands. Við slíkar aðstæður hefði mátt gera ráð fyrir, að sjómenn hefðu samþykkt miðlunartillöguna til að komast sem fyrst á miðin. Sú staðreynd, að tillagan var felld með talsverðum meirihluta sýnir hversu mikil alvara býr að baki kröfum þeirra. Það er hins vegar ofurskiljanlegt, að sjómenn hafi brugðið á þetta ráð. Verkfallið núna er nefnilega ekki hefðbundið verkfall í þeim skilningi, að tekist sé á um upphæðir. Það snýst um grundvallaratriði, sem geta ráðið kjaraþróun þeirra til framtíðar. Rót ágreiningsins má rekja til þess stjómkerfis sem Alþingi hefur samþykkt um fiskveiðar íslendinga. Það virðast hins vegar ekki allir hafa skilið. Stjómkerfi fiskveiða byggist á aflamarki, sem deilt er niður á skip í samræmi við veiðireynslu þeirra. En einn burðarás þess er heimild út- gerðarmanna til að framselja kvóta til annarra skipa. Hinn upphaflegi tilgangur framsalsins var hagræðing; það átti að auðvelda mönnum að sameina aflaheimildir á færri skip, og draga þannig úr kostnaði við veiðamar. Allir hljóta að vera sammála um, að það er í sjálfu sér já- kvætt, svo lengi sem menn kjósa að búa við aflamarkskerfið við stjóm veiðanna. A síðustu áium hafa menn hins vegar í vaxandi mæli misnotað heim- ildir laganna lil að framselja kvóta. í fararbroddi þessarar misnotkunar em stóm útgerðimar, sem sjá sér leik á borði til að hagræða á kostnað sjómanna á bátaflotanum. Það gerist til dæmis með eftirfarandi hætti: Stórútgerðin heldur skipum sínum til veiða utan Iögsögunnar, á Reykja- neshrygg og í Smugunni, en semur við báta um að veiða sinn eigin kvóta fyrir fast verð á kfló. Þetta fasta verð er hins vegar langt undir því verði sem gengur á mörkuðum. Mismuninn hirðir stórútgerðin, eigandi kvótans, og fær að auki hráefnið til vinnslu í eigin húsum. Hlutur sjó- mannsins miðast hins vegar við fasta verðið, og í því felst kjaraskerð- ingin. Hagræðing stórútgerðarinnar af þessu fyrirkomulagi, hvort sem menn kalla það leiguliðakerfi, tonn-á-móti-tonni, eða eitthvað annað, er marg- þætt: Hún getur nýtt fjárfestinguna í stóm skipunum til að veiða fisk sem ekki telst til kvóta; hún lætur aðra veiða fyrir sig eigin kvóta á lágu verði og fær fiskinn nánast ókeypis með þeim hætti; og hún tryggir sér hann að auki sem hráefni til að halda uppi vinnslu í eigin vinnslustöð, og fær þannig góða nýtingu á fjárfestinguna í landi. Litlu bátaútgerðimar og sjómennimir sem fyrir þær starfa em með þessu móti að borga stórkostlegt veiðigjald til stórútgerðarinnar. Veiði- gjaldið jafngildir mismuninum á annars vegar markaðsverðinu og hins vegar fasta verðinu, sem hún skammtar bátunum fyrir að veiða upp í kvótann. Þennan óeðlilega hagnað, sem felst í veiðigjaldinu sem stórút- gerðin hirðir, má jafna við ránsfeng, vegna þess að hún hefur aldrei greitt neitt fyrir hann sjálf. Þegar þessi þróun hófst var mismunurinn á fasta verðinu og markaðs- verðinu ekki svo ýkja mikill. En það hefur sigið hratt á ógæfuhliðina. Sjómenn hafa bent á dæmi, þar sem þeir fá ekki nema um 20 til 30 krónur í fast verð á kfló, á sama tíma og markaðsverðið er 100 til 130 krónur. Þetta þýðir í raun, að þeir em að greiða stórútgerðinni veiðigjald sem nemur allt að 100 krónum á kíló. Hlutur þeirra af skiptum afla minnkar að sama skapi. Þetta er undirrótin að óánægju þeirra. Ef þeir ná ekki að bijóta þetta á bak aftur mun þróunin halda áfram. Þá er líklegt að næsta skref sægreifanna verði að bjóða út veiðar á kvóta þeirra, og ná þannig fram enn lægra verði. Lfldegt er Uka, að þeir fari að setja sem skilyrði að meðaflinn sem veiðist með þorskinum, verði líka seldur þeim á föstu verði. Ef ekkert verður að gert, þá myndu sjómenn á báta- flotanum að lokum lenda í því að verða láglaunamenn. Misnotkun stórútgerðarinnar á framsalsheimildum aflamarkskerfisins felur því í sér misbeitingu hins sterka á neyð hins veika. Verkfall sjó- manna er neyðarúrræði til að koma í veg fyrir þetta. ■ Einhvers staðar, einhvern tíma, mun hin formlega útför sjávarútvegsstefnunnar ur eldhúsinu á Flateyri fara fram. Þá munu vestfirskir sjómenn skrifa gullnu letri á bautasteininn: „Við gátum ekki, við mundum ekki, við vildum ekki!" Bandingjar kvótakerfisins Sjálfstæðisflokkurinn á Vestfjörð- um lofaði miklu fyrir kosningar í apr- fl. Frambjóðendur hans réðust harka- lega á stefnu Þorsteins Pálssonar í sjávarútvegsmálum, og kynntu sína eigin stefnu, sem varð til í eldhúsinu hjá Einari Oddi á Flateyri. Hæst reis flugið á fundi í Bolungarvík, þar sem Guðjón A. Kristjánsson lýsti því Háborðið | skorinort yfir, að allir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum höfnuðu stefnu Þorsteins Pálssonar. Þessu var fylgt eftir með einarðri yfirlýsingu Einars Kristins Guðfinns- sonar í fjölmiðlum um að Vestfirðing- ar myndu aldrei styðja ríkisstjóm, sem ekki gerði „verulegar breytingar" á kvótakerfinu. Á þessu hnykkti hinn vaski Bolvíkingur með eftirfarandi ummælum: „Við getum ekki, munum ekki og viljum ekki styðja þá stjóm sem ekki breytir þessu kerfi.“ Meginþunginn í áherslum vest- firskra sjálfstæðismanna fól í sér að ná fram breytingum í átt frá aflamarks- kerfinu, og þeim varð tíðrætt um að komið yrði í veg fyrir fyrirhugaða fjölgun banndaga hjá krókabátum. í grein sem oddviti listans birti eftir kosningar túlkaði hann verkefnaskrá sjávarútvegsráðuneytisins á þann veg, að hún fæli í sér að sérstaklega væri gert ráð fyrir að hlutur krókabátanna yrði bættur. Engum dylst, að skorinorðar yfir- lýsingar Einars og Einars fyrir kosn- ingar öfluðu þeim fjölda atkvæða hjá sjómönnum. Smábátasjómenn trúðu að sjálfsögðu yfirlýsingum þeirra, enda Vestfirðingar þekktir að orð- heldni. En glansinn var fljótur að hverfa eftir kosningamar. Þingflokkur sjálfstæðismanna byrjaði á því að samþykkja fyrir sitt leyti frumvarp, sem hnýtti enn harðar hnúta kvóta- kerfisins með því að leggja tfl, að allir krókabátar yrðu settir undir kvóta. Þetta gekk að sjálfsögðu þvert á stefn- una sem Vestfirðingar boðuðu fyrir kosningar. Enginn varð þó var við, að þeir hyrfu frá stuðningi við ríkisstjóm- ina. Gleymd vom þá hin fleygu orð: „Við getum ekki, munum ekki, viljum ekki.“ Hörð andstaða utan Sjálfstæðis- flokksins, ekki síst í röðum smábáta- eigenda, varð að lokum til þess að skera þá niður úr snömnni. Sjávarút- vegsráðherra hvarf loks frá því að þvinga alla krókabáta undir kvóta. En það var ekki að þakka þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum; þingflokkur þeirra hafði þegar sam- þykkt kvótann fyrir sitt leyti. En Þorsteinn Pálsson er iðinn við kolann. Hið endanlega frumvarp, lagt fram sérstakri blessun þingmanna flokksins á Vestfjörðum, fól enn í sér tilraun til að þvinga krókabátana inn í kvótakerfið. Nú er þeim gefinn kostur á að velja annars vegar á milli bann- dagakerfis með stórauknum fjölda banndaga og hins vegar að stunda veiðar með aflahámarki í þorski. Þannig hafa Kristján Ragnarsson og LÍÚ náð drjúgum áfanga í viðleitni sinni til að loka á krókakerfið. Með þessu hafa vestfirsku nafnamir lagt sitt af mörkum til að treysta kvótakerfið í sessi. I afsökunarskyni við andstæðinga kvótakerfisins á Vestfjörðum bera þeir í heldur gisna bætifláka. Málsvömin felst í því, að Þorsteini Pálssyni er veitt heimild (!) til að setja reglugerð, þar sem mönnum er gefinn kostur á því að velja róðrardaga í stað bann- daga. Þetta er auðvitað það sem Landssamband smábátaeigenda hefur barist fyrir ámm saman, og Alþýðu- flokkurinn styður. Þessa reglugerð á ráðherrann að setja „jafnskjótt og tæknilegar og fjárhagslegar forsendur séu fyrir hendi ..." Allir sem til þekkja em sammála um, að þessar for- sendur em þegar fyrir hendi. Róðrar- dagakerfi er hægt að setja upp þegar í dag, og fela hafnarvörðum eftirlit með því hvenær bátamir em á sjó. Hvers vegna var þá róðrardagakerfið ekki gert að aðalatriði frumvarpsins, og kvótasetning krókabátanna send út í hafsauga? Um það verða Vestfirðingar að spyrja þingmenn sína úr Sjálfstæðis- flokknum. En einhvers staðar, ein- hvern tíma, mun hin formlega útför sjávarútvegsstefnunnar úr eldhúsinu á Flateyri fara fram. Þá munu vestfirskir sjómenn skrifa gullnu letri á bauta- steininn: „Við gátum ekki, við mund- um ekki, við vildum ekki!“ ■ {Grein þessi birtist í sjómannadagsblaði Skut- uls — málgagni Alþýðuflokksins á Vestfjörðum.) Höfundur er alþingismaður Reykvíkinga. Atburðir dagsins 1800 Óvígur her Napóleons þurrkar út lið Austurríkis- manna í orustunni um Mar- engo. 1917 Þýskar flugvélar varpa sprengjum á Lundúnir í fyrsta skipti. 1940 Þjóðverjar hernema París. 1964 Nelson Mandela dæmdur í ævilangt fangelsi í Suður-Afríku. 1986 Fyrsta hjartaaðgerðin frarn- kvæmd á Islandi. Afmælisbörn dagsins Burl Ives bandarískur leikari og söngvari, vann til Óskars- verðlauna fyrir Tlie Big Coun- try, 1909. Che Gue- vara arg- entískur skæru- liðafor- ingi og vopna- bróðir Castros, 1928. Stefli Graf þýsk tennisstjama, 1969. Annálsbrot dagsins Þá andaðist á alþingi, I. Julii, biskupinn herra Gísli Oddsson. Þá var mikil kvefsótt. Viku síð- ar andaðist Halldór Ólafsson lögmaður í Skálholti. Það haust varð mikil tunglsformyrkvan. Þá snerust fyrir austan 2 firðir í blóð: Mjóifjörður og Seyðar- fjörður. Ballarannáll, 1638. Róttur dagsins Hann lifði á skáldskap og víni, nema þegar hann fékk sig full- mettan, tók sér hvfld, gekk inn í ríki hinna siðlátu, fór í verka- mannavinnu eða seldi blóm á torgi. Jón Óskar um Vilhjálm frá Skálholtl. Málsháttur dagsins ÖII erum vér brotleg, kvað abbadís, hún hafði brók ábóta undir höfði. Orð dagsíns Meyjar búðu mig til leiks að gengi, en eg sagði þeim það sem var eg kynni ekki að kveða par. Þó dansaði eg með þeim lengi. Þjóðkvæfti. Skák dagsins í skák dagsins þarí' gríski stór- meistarinn Kotronias. sem hefur hvítt, aðeins einn snjallan til að knýja hins enska King til uppgjafar. Kotronias notfærir sér að svörtu vamarmennimir em illa fjarri gráu gamni. Hvað gerir hvítur? 1. Dh6! King gafst upp. Taki hann drottninguna mátar hvítur meö Rxliö. Snolurt og snyrti- legt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.