Alþýðublaðið - 15.06.1995, Síða 5

Alþýðublaðið - 15.06.1995, Síða 5
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ1995 m ALÞÝÐUBLAÐIÐ S I að verðleggja erlendar vörur út af markaðnum, en neytendur standa í þeirri trú að tilgangurinn með þessum nýja samningi með landbúnaðarvörur sé að auka viðskipti og samkeppni. íslensk veitingahús, sem þjóna bæði hinum íslenska markaði svo og tæplega 200.000 erlendum ferðamönnum á ári, búa við mjög hátt innkaupsverð land- búnaðarvara eins og allur almenningur í landinu. Matur er mjög stór þáttur í verðlagningu ferða til Islands og því erfiður samkeppnisþáttur, þar sem ís- lensk ferðaþjónusta á í harðri sam- keppni á alþjóðamarkaði. Veitingahúsin áttu sér þá von að eðlilegur innflutningur landbúnaðar- vara myndi leiða til ijölbreyttara úrvals vörutegunda á lægra verði svo og leiða til þess að eðlilegt verð myndaðist á ís- lenskum landbúnaðarafurðum. Með samþykkt þessa frumvarps er sú von orðin að engu.“ ■ Samtök iðnaðarins Enginn alvöru innflutningur Samtök iðnaðarins treysta sér ekki til og vilja ekki gefa ítarlega umsögn um jafn viðamikið frumvarp með svo skömmum fyrirvara og ásldlja sér rétt til að gera athugasemdir við þau lög sem sett verða á gmndvelli frumvarps- ins. I umsögn Samtakanna segir: „Það veldur vonbrigðum að sú stefna sem virðist tekin með þessu frumvarpi felur ekki í sér neina tilburði í þá átt að veita landbúnaðinum og tengdum greinum neina raunverulega samkeppni. Tollar eru þannig ákveðnir að ekld verður um neinn alvöru inn- flutning að ræða. Þeir einu sem munu flytja inn afurðir verða aðilar sem hafa ráðandi stöðu á smásölustiginu. Það niunu þeir gera íyrst og fremst í aug- lýsingaskyni og til þess að trufla mark- aðinn. Eina varan sem sýnist geta lent í raunverulegri samkeppni er framleiðsla íslenskra ísgerða. Þar er krónutölutoll- urinn settur á 110 kr. á kfló þegar toll- urinn er kr. 430 á kfló mjólkurdufts og 623 kr. á smjörkfló, svo dæmi séu tekin af aðföngum iðnfyrirtækja. íslenskir framleiðendur sem fengu fyrirheit um það við inngönguna í EFTA að þeir skyldu fá landbúnaðar- vörur til framleiðslu sinnar á heims- markaðsverði eru engu betur settir með okurtolla í stað innflutningsbanns. Samtökin höfðu staðið í þeirri mein- ingu að GATT-samningurinn myndi opna fyrir innflutning á þessum vörum til landsins og ijúfa þannig þá einokun- arstöðu hráefnissala sem iðnaðurinn hefiir mátt búa við.“ ■ BSRB Kröftug tollvernd í umsögn Bandalags starfsmanna rflds og bæja segir að það sé rangt að líta á verslun með landbúnaðarafurðir eingöngu útfrá þröngum neytendasjón- arhóli. Skoða verði samkeppnisstöðuna í heild sinni og efnahagslegar og þjóð- félagslegar afleiðingar sem hljótast af þeim breytingum sem gerðar eru. Síðan segir: „f því ffumvarpi sem hér liggur fyrir er gert ráð fyrir mjög kröftugri toll- vemd og þar á verði ekki grundvallar- breyting næstu árin. Allt bendir til þess að með frumvarpinu eigi sér engar merkjanlegar breytingar sér stað þótt nú sé horfið ffá þeirri grundvallarstefhu að leggja bann við innflutningi á bú- vörum. Þetta er ekki frábrugðið því sem gerist með öðrum þjóðum. Þannig komst sérfræðinganefnd OECD að þeirri niðurstöðu í vetur eftir að hafa farið yfir samningstilboð helstu þjóða sem aðild eiga að GATT-samkomulag- inu að það muni ekki leiða til neinna umtalsverðra breytinga á heimsvið- skiptum með búvörur allra næstu árin einfaldlega vegna þess að alls stáðar verði háir tollmúrar eftir sem áður.“ ■ ■ Gullkistan- listahátíð að Laugarvatni - verður sett 17. júní myndlistar- menn leggja undir sig Laugarvatn 104 myndlistar- menn opna sýningar á Laugarvatni á þjóðhá- tíðardaginn, laugar- daginn 17. júní. Sýn- ingamar em í hluti af listadögum, sem tvær ungar myndlistarkon- ur, búsettar á staðnum, Alda Sigurðardóttir og Kristveig „Didda“ Halldórsdóttir eiga veg að vanda að. Upphaflega hug- myndin var að halda myndlistarsýningu í Héraðsskólanum en frá því undirbúningur hófst um áramótin hefur sýningin undið allverulega upp á sig og hafa þær stöllur nú lagt undir sig flestar þær byggingar sem til afnot var hægt að fá af á staðnum. Þegar í ljós kom hversu áhugi fyr- ir þátttöku var mikill tóku Alda og Didda þann pól í hæðina að stækka heldur sýning- una og auka umsvifin en vísa fólki frá. „Við hófum undir- búninginn um áramót- in og sendum þá út fréttatilkynningar til myndlistarmanna og létum þetta fréttast," sagði Alda í samtali við Alþýðublaðið. „En eftir því sem þátttöku- beiðnum fjölgaði fannst okkur réttara að reyna heldur að fá nieira sýningarhús- næði en neita fólki um þátttöku og það tókst.“ Myndlistarmennim- ir sem sýna á Laugar- vatni hafa flestir ný- lokið námið eða eru jafnvel ennþá í skóla og nokkrir eru sjálf- menntaðir. Sjálfar voru Alda og Didda í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands, Alda í fjöltæknideild sem hún kláraði fyrir tveimur árum, en Didda útskrifaðist úr textíldeild í fýrra. En það verður fleira á boðstólum á Laugarvatni en myndlist. Þrír leikhóp- ar hafa boðað komu sína og haldnir verða femir tónleikar. Fyrsta leiksýn- ingin verður á sunnudaginn, í íþrótta- húsi Héraðsskólans, þar sem Guð- mundur Haraldsson og Magnús Jónsson troða upp með leikgerðir sín- ar af tveimur bamasögum pólska rit- höfundarins Janosch. Sama dag á sama stað ætla Petrea Óskarsdóttir þverflautuleikari og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari að vera með tónleika Hvað varð til þess að þið fóruð af stað með listadaga? „Hugmyndin kviknaði þegar við heyrðum að áform væm uppi um að breyta Héraðsskólahúsinu í mötuneyti, en upphaflega ætluðum aðeins að halda sýningu þar,“ svara Alda og Didda. „Héraðsskólinn hefur verið formlega aflagður þótt þar séu nú 30 nemendur í grunnskóladeild er heyrir undir Menntaskólann, en visíirnar hafa einnig verið notaðar fyrir nem- endur í fyrsta bekk í ML. Okkur þótti fúll ástæða til að vekja athygli á þess- um fyrirhuguðu breytingum, því þetta Listahátíðin Gullkistan að Laugarvatni laðar til sín listamenn af ýmsum stærðum og gerðum. Þannig munu til dæmis félagarnir Guðmundur Har- aldsson (til hægri) og Magnús Jónsson troða upp með leikgerðir sínar af tveimur barnasögum pólska rithöfundarins Janosch. A-mynd: E.ÓI. glæsilega hús tengist sögu staðarins og er þar að auki eigin þjóðarinnar. Við myndum gjaman vilja sjá því val- ið verðugra verkefni og gætum vel ímyndað okkur að þar yrði sett á stofn listamiðstöð. Á listadögum verða 17 myndlistarmenn með einkasýningar í herbergjum skólans." Þær stöllur hafa því ímynd og ffam- tíð staðarins í huga. Laugarvatn er í hugum margra fomt menntasetur, þótt staðurinn muni víst þekktur fyrir flest annað en menningarstarfsemi hin síð- ari ár og jafnvel áratugi. I gegnum tíð- ina hafa þó komið þangað listamenn til dvalar og búsetu í lengri og skemmri tíma og nægir þar að nefna Halldór Laxness, sem í gamla daga dvaldi við skriftir á hótelinu sem rekið var á sumrin í Héraðsskólanum. Þar lauk hann meðal annars við að skrifa Sjálfstœtt fólk. Því hefur verið innrétt- að herbergi á efstu hæð Héraðsskólans til að minna á þennan ritsnilling og verk hans meðan listadagar standa yf- ir. Á listadögum verður ekki látið hjá líða að minnast á aðra þætti í sögu staðarins. Sérstök sögusýning verður í kjallara Héraðsskólans, þar sem jafn- framt verður starfrækt kaffistofa þá daga sem hátíðin stendur yfir, og jafti- framt hafa dagamir hlotið yfirskriftina Gullkistan í höfuðið á hnúknum á fjallinu ofan við bæinn Miðdal í Laug- ardal, skammt fyrir utan Laugarvatn. Gullkistan verður formlega sett við Héraðsskólann klukkan 13:00 á þjóð- hátíðardaginn, myndlistarsýningar opnaðar auk þess sem Paul Lydon flytur tónverkið Allan Tyne of Farrow og Björk Sigurðardóttir og Þóra Þórisdóttir verða með gjöminga. Fyr- ir þá sem hug hafa á að leggja til at- lögu við hina'upprunalegu Gullkistu á listadögum skal minna á þjóðsöguna henni tengdri, en þar segir að ekki megi líta um öxl þegar gengið er upp að Gullkistu gimist göngumenn gullið sem þar er geymt. Það fylgir reyndar sögunni að þetta eigi aðeins við, ef um tvo bræður em að ræða er búi í Mið- dal. Það segir þó hvergi að aðrir megi ekki reyna að freista gæfunnar. 5 Gullkistan í hnotskurn Myndlistarsýningar verða opnar alla daga frá 17. júní til 2. júlí. Þær eru í Héraðsskólanum, Hótel Eddu í Menntaskólanum, Hótel Eddu í Hús- mæðraskólanum, Veitingahúsinu Lindinni og í umhverfi Laugarvatns. 17. júní Skrúðganga frá Barnaskólanum að Héraðsskólanum þar sem Gullkistan verður sett. íþróttir og leikir á vegum Ungmennafélags Laugdæla á íþróttavelli eða í nýja íþróttahúsinu, allt eftir veðri. Paul Lydon flytur tónverkið Allan Tyne ofFarrow. Björk Sigurðardóttir og Þóra Þór- isdóttir verða með gjörninga. 18. júní Barnaleikritið Komum, finnum fjár- sjóö sýnt í íþróttasal Héraðsskólans klukkan 13:00. Leikendurog höfund- ar leikgerðar Guðmundur Haralds- son og Magnús Jónsson. Tónleikar Petreu Óskarsdóttur þverfiautuleikara og Ingunnar Hild- ar Hauksdóttur píanóleikara í íþróttasal Héraðsskólans klukkan 15:00. Flutt verða verk eftir Loeillet, Poulenc, Honegger, Roussel og Gaubert. Barnaleikritið Góðan daginn litla ■ svín sýnt í íþróttasal Héraðsskólans klukkan 17:00. Leikararog höfundar leikgerðar Guðmundur Haraldsson og Magnús Jónsson. 21. júní Sólstöðutónleikar dúettsins Súkkat klukkan 21:00 í íþróttahúsi Héraðs- skólans. 23. júní Lagt af stað í fjallgöngu á Gullkist- una frá Miðdal klukkan 22:00. 24. júní Ljóðadagskrá i umsjón Pjeturs Haf- steins Lárussonar og Jóns Özur- ar Snorrasonar í kaffistofu Gullkist- unnar í kjallara Héraðsskólans klukk- an 15:00. Lesið verður úr Ijóðum skálda er numið hafa og starfað á Laugarvatni. Skáldin eru Kristján Árnason, Rúnar Ármann Art- húrsson, Jóhann S. Hannesson, Ólafur Briem, Baldur Óskarsson, Jón frá Pálmholti og Unnur S. Bragadóttir. Þá flytur Björn Bergs- son eigin lög við Ijóð eftír Rúnar Hafdal Halldórsson og Gíslína S. Jónatansdóttir stjórnar flutningi á tveimur lögum við Ijóð Þórðar Kristleifssonar. Tónleikar Strokkvartettsins í íþrótta- sal Héraðsskólans klukkan 17:00. Flutt verða verk eftir Dvorak, Pucc- ini, Gerschwin, Duke Ellington og fleiri. 29. 30. júní og 1. júlí Leikritið Sápa 2; Sex vid sama boró sýnt á Hótel Eddu í Húsmæðraskól- anum klukkan 20:30. Höfundar verksins eru Ingibjörg Hjartardótt- ir og Sigrún Óskarsdóttir. Leikarar eru Bessi Bjarnason, Edda Björg- vinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Margrét Ákadóttir, Margrét Guð- mundsdóttir og Valgeir Skag- fjörð. Leikstjóri er Sigríður Margr- ét Guðmundsdóttir. 1 ■ júlí Tónleikar í íþróttasal Héraðsskólans. Svava Kristín Ingólfsdóttir mezz- ósópran og Jórunn Viðar píanóleik- ari flytja íslensk sönglög, Sígauna- Ijóð eftir Dvorak, spönsk sönglög Tonadillas eftir Granados og óperuaríur. 2. júlí Barnaleikritið Ástarsaga úr fjöllunum sýnt í íþróttasal Héraðsskólans. Leik- stjóri og höfundur leikgerðar er Stefán Sturla Sigurjónsson. Leik- arar eru Pétur Eggerz og Alda Arnardóttir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.