Alþýðublaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 ■ Ballettdansarinn Rúdolf Núrejev vekur enn upp heitar og villtar ástríður þrátt fyrir að hafa legið í gröfinni í rúmlega tvö ár Hin hryllilega ævisaga Ríkt kynlíf Núrejevs og samkynhneigð hans eru óaðskiljanlegir hlutir af persónu hans ... Árið 1961 var kynlífsbyltingin hafin í Ameríku og í Evrópu, en í Sovétríkjunum var litið á samkynhneigð sem djöfullegan öfuguggahátt. List hans er hins vegar árangurinn af þeirri stórkostlegri orku sem maðurinn bjó yfir og það var hann sem fyrstur kom með kynferð- islegt aðdráttarafl inn í ballettinn, sem fram að því hafði verið frekar flatur. Að horfa á Rudolf dansa „var eins og sjá villtu dýri slepptu lausu inni í stássstofu Það er ekki hægt að fara með goðsagnir eins og manni þóknast. Fyrsta ævisaga ballettdansarans Núrejevs frá því hann lést 6. janúar 1993, Núrejev eftir Peter Watson, hefur valdið miklum tilfinningahita meðal aðdáenda og vina dansarans. Það er að segja þegar bókin kom út í Frakklandi fyrir skömmu, því hún vakti enga athygli í Bretlandi fyrir sex mánuðum. Skoðum hvers vegna. Kynlíf, stjómmál, njósnir og hann- þrunginn dauðdagi: efniviðurinn hefði átt að nægja til að gera frásögnina af ævi þessa einstaka manns, Rúdolfs Núrejevs, að metsölubók. Ævisögu- ritarinn Peter Watson tók sér frí frá leiðaraskrifum fyrir Observer og fréttaritarastörfum fyrir New York Times til að sökkva sér ofan í við- fangsefnið. Hann er enginn sérfræð- ingur um danslist, svo hann gerði rannsóknir á ævi listamannsins í ýms- um löndum, tók viðtöl, eða lét taka þau, við fjölda samfylgdarmanna auk þess sem hann fékk fyrstur aðgang að skjölum KGB um dansarann. Árang- urinn kom út á bók í Bretlandi fyrir rúmum sex mánuðum, þar sem við- brögðin voru „fullkomið áhugaleysi" að sögn Roselyne Sulecas, fréttaritara Dance and Dancers. „Það verður að taka það fram að Englendingar eru vanari svona útgáf- um, á meðan Frakkar eiga því að venj- ast að gætilega sé farið með einkalíf frægs fólks." í París, þar sem bókin kom út í bytj- un júní, fékk hún hins vegar mikið umtal í hópi dansara og annarra er tengjast þeirri listgrein. Þannig neita sumir þeirra sem stóðu dansaranum nærri, sem og ákveðinn fjöldi atvinnu- fólks í dansinum, að ræða málið til að bergmála ekki það sem þeir kalla sölubrellu. „Það hrylla sig allir yftr þessari bók,“ segir Pierre Lacotte, núverandi stjómandi Þjóðarballettsins í Nancy. „Rógburður!", hrópar Douce Francois upp yfir sig, en hún er göm- ul vinkona hins dáða dansara, sem kveikir villtar ástríður jafnvel eftir lát sitt. Þessi tvö mikilvægu vitni að lífi Núrejevs - Pierre Lacotte var staddur á flugvellinum við Bourget þegar hann flúði land árið 1961, og Douce Francois vakti yfir honum ífam í and- látið - nefnd í bókinni þó svo blaða- maðurinn hafi ekki átt við þau viðtöl, hafa nokkrar ástæður til að vera bitur. Hvomgt þeirra hefur útilokað að grípa til aðgerða gegn útgefandanum. Rene Sirvin, dansgagnrýnandi hjá Figaro, og íyrst til að taka viðtal við dansar- ann þegar hann kom í fyrsta sinn til Parísar, tekur ekki jafn djúp í árinni, en dæmir bókina engu að síður óhefl- aða og gagnslausa. Gagnslausa, því þar er ekki að finna neinar nýjar óvé- fengjanlegjar upplýsingar auk þess sem hún inniheldur mikið af grófum rangfærslum, því skrásetjarinn dvelur við sóðaleg og ómerkileg smáatriði. Höfundurinn, grunaður um að vilja græða peninga á kostnað dansarans sem naut jafn mikillar frægðar og stærstu stjörnur Hollywóod og skemmtanaiðnaðarins, segist aðeins reyna að nálgast eíhið á ögn óvenju- legri hátt en hingað til hefur verið gert. Því þetta er ekki í fyrsta skipti sem minnst er á einkalíf og þá nánar tiltek- ið kynlíf Tartarans. Aðeins tæpum tveimur mánuðum eftir lát hans, birti hið útbreidda og ffæga tímarit Vanity Fair, grein undir fyrirsögninni The Last Days ofNureyev, byggða á trún- aðarviðtölum, þar sem'fjaOað var op>- inskátt um málið. Peter Watson fer ekki jafn fínt í hlutina þegar hann dregur frarn í dagsljósið það sem hann kallar hið „myrkvaða kynlíf" Núrejevs, en um það fjallar síðasti hluti bókarinnar að mestu leyti, þar sem hann vitnar að því er virðist oftar í orðróm en nákvæma vitnisburði. „- Núrejev lifði því lífi sem hann kaus að Ofa og það kemur honum einum við, en það er ekki hægt að draga inn í þessar varhugaverður uppljóstranir frásagnir af fólki sem enn er á lífi, með því að eigna því gerðir sem það hefur ekki átt þátt í,“ segir Pierre Lac- otte og þykist sár. En Watson ver sig og segist halda að það væri rangt að vanmeta þennan mikilvæga þátt í Ofi dansarans, það er að segja samkynhneigð hans, því hann hafi mikil áhrif á ffamkomu hans, val hans og á listina. „Ríkt kynlíf Núrejevs og samkynhneigð hans eru óaðskiljanlegir hlutir af persónu hans,“ segir Watson. „Hann varð sér ekki meðvitaður um samkynhneigð sína fyrr en tiltölulega seint, en sú vitneskja var að hluta til ástæðan fyrir því að hann tók ákvörðun um að flýja til Vesturlanda. Árið 1961 var kynh'fs- byltingin hafin í Ameríku og í Evrópu, en í Sovétríkjunum var litið á samkyn- hneigð sem djöfullegan öfúguggahátt. List hans er hins vegar árangurinn af þeirri stórkostlegri orku sem maðurinn bjó yfir og það var hann sem fyrstur kom með kynferðislegt aðdráttarafl inn í ballettinn, sem fram að því hafði verið frekar flatur. Að horfa á Rudolf dansa „var eins og sjá villtu dýri slepptu lausu inni í stássstofu", skrif- aði Nigel Gosling, dansgagnrýnandi hjá Observer. Krafturinn sem geislaði af honum á sviðinu átti upptök sín í leyndu lífi hans, lyst hans og orku. Vegna alls þessa var hann þess betur megnugur en nokkur annar, að hreyfa við áhorfendum sínum.“ Hvað varðar uppljóstranir úr skjala- safni KGB, þá valda þær grunsemd- um. Samkvæmt gögnum sovésku leyniþjónustunnar var Núrejev hvattur til flóttans af CIA, með milligöngu Clöru Saint, ungrar konu af chilesk- um uppruna sem Núrejev hafði vin- gast við er hann kom til Parísar. í miðju kalda stríðsins vakti þessi flótti yfir til Vesturlanda mikla athygli. Pet- er Watson gerir hann að lykilatriðinu í bók sinni. Eftir upphaf sýningaferðar sem hófst með stórsigri í París átti dansarinn að fara frá Bourget til Lond- on með Kirov-ballettnum sem hann var hluti af, en honum er haldið eftir því áætlanir voru uppi um að senda hann aftur til Moskvu undir einhveiju yfirskirii. Hann ákveður þá að sækja um hæli í Frakklandi. Með nærgætni, sem ekki er að finna annarsstaðar í bókinni, vitnar hann Sherlock Holm- es okkar í Clöru Saint, sem neitar því staðfastlega að hafa átt nokkuð saman að sælda við CLA, og heldur sig við þá kenningu að dansarinn hafi verið bú- inn að úthugsa og undirbúa flóttann löngu fyrir brottför sína frá Rússlandi, án þess þó að það vekti grun leyni- þjónusta beggja vegna jámtjaldsins. Spuming er hvort sagan sé ekki meira spennandi þannig. Sem auðvitað skiptir máli! „Þetta er allt ósatt!“ kvartar Douce Francois, „KGB sagan er fáránleg!" En Watson stendur fast á sínu. Hann segist hafa farið til Rúss- lands, til Úfa í ÚralfjöOunum, þar sem Núrejev bjó. „Ég talaði enga rúss- nesku, ég hafði engin sambönd. Þegar ég birtist þar lét KBG mig fá bíl og bflstjóra til eigin umráða og opnaði fyrir mér allar dyr. Ég held að þeir hafi einfaldlega verið upp með sér af heimsókn nrinni. Ég uppgötvaði lítt þekkt atriði úr æsku dansarans, sem Núrejev hafði sjálfur tilhneigingu til að fegra svo hún hljómaði dramatísk- ari en hún í rauninni var. Ég hélt að lesendur myndu hafa áhuga á þessu tímabili. Þess vegna em æskuárin stór hluti af bókinni. Ég hitti líka systur hans og aðra fjölskyldumeðlimi, sem höfðu ekki hugmynd um að hann hefði verið frægur og dáður.“ Watson neitar því alfarið að hafa hengt sig á smáatriði og brot úr ævi listamannsins. ,,Ég studdist aðeins við hundruð viðtala sem ég tók og við skjölin sem ég fékk aðgang að. Núrejev bjó yfir náttúrukrafti og ótrú- legum vilja. Lífsspeki hans var: „Að vilja er að geta“. En hann hafði einnig sfnar veiku hliðar. Hann var einfari og vildi ekki vera elskaður. Hann var hrokafuOur og hélt að hann gæti leyft sér allt. Þar sem hann var stoltur fékk hann reiðiskast í hvert skipti sem ein- hver stal frá honum athyglinni. Eitt sinn voru Gregory Peck og Núrejev staddir í sama boðinu. Núrejev lét sig hverfa um leið og honum varð ljóst að bandaríski leikarinn var vinsælli en hann sjálfur. Hann var haldinn þrá- hyggju og var mjög smámunasamur. Þegar hann var á ferðalögum hafði hann alltaf með sér eina tösku fyrir hvem hlut, eina fyrir sokkana, aðra fyrir bækumar sem hann flutti með sér í tonnatali. Hann las nukið. Þar á með- al Solzjenitsyn. Honum fannst að senda ætti hverjum einasta Rússa ókeypis allt ritsafn höfundar Gúlags- ins. Hann var líka nískur og fór alltaf út peningalaus, viss um að það væri alltaf einhver tilbúinn til að bjóða hon- um kvöldverð. Hann fór jafrivel fram á það við Covent Garden að þeir greiddu honum 5% ágóðans af allri kampavínssölunni, sem þrefaldaðist þegar hann var með sýningar. Menn ýmist dýrkuðu eða fyrirlitu Núrejev." Watson vann að bókinni í tvö ár og þykist hafa náð að lýsa hetjulegri per- sónu, sem var með báða fætur á jörð- inni þegar að því kom að meta tilver- una. Hann hafi í þeim skilningi verið sannur sveitamaður sem vissi alltaf hvað hann vildi, en var líka með það á hreinu hvaða verði hann þyrfti að gjalda það. Og hann samþykkti að greiða uppsett verð. Þegar vinir hans komu til að hans skömmu fyrir andlát- ið, sagði hann við þá: ,Æg hef ekki rétt til að kvarta. Ég var eins hamingju- samur og mögulegt var.“ Franski bókmenntagagnrýnandinn Jacky Pailley bendir með réttu á að úr þessum efniviði hefði getað orðið góð skáldsaga, því listferillinn og saga mannsins eru gott efni í ástríðufullt ævintýri. Vandamálið sé bara að hún sé illa skrifuð. Hina einu sönnu ævi- sögu Núrejevs eigi því enn eftir að rita. Og Núrejevs vegna verður von- andi einhverntíma gert, því ólíkt myndlistarmanninum eða tónskáldinu lætur dansarinn fátt áþreifanlegt eftir sig. Sjálfur var Núrejev sér meðvitað- ur um þennan ljóð á stafi ballettdans- arans og því reyndi hann sig bæði sem hljómsveitarstjómandi og sem dans- höfundur. En á þá hæfileika skorti eitthvað og því seint hægt að jafna honum við Nijinski. Arfurinn sem Rudolf lætur eftir sig er því fyrst og ffernst líf hans sjálfs og hið ótrúlega aðdráttarafl hans. Því þegar Núrejev birtist á sviðinu ráku áhorfendur upp svo háa stunu að hún náði stundum að yfirgnæfa hljómsveitina. ■ meó / endursagt úr edj

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.