Alþýðublaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 1
Nú stefnir í að útgjöld heilbrigðiskerfisins fari einn milljarð framúr fjárlögum ef ekkert verður aðhafst.
- Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra útilokar ekki að stofnunum verði lokað
Mikil ótíðindi
verður raunin
- segir Össur Skarphéðinsson, formaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis.
„Heilbrigðis- og trygginganefnd
Alþingis hefur ekki haft neinn pata
af þessum fyrirætlunum ráðherrans.
Af máli hennar í fréttum sjónvarps
var ekki annað að skilja en það væri
nú til mjög alvarlegrar yfirvegunar í
ráðuneyti hennar 'að loka einhveijum
stofnunum. Ég hlýt að spyija hvaða
stofnunum eigi að loka,“ sagði
Össur Skarphéðinsson, formaður
heilbrigðis- og trygginganefndar
Alþingis, í samtali við Alþýðublaðið.
I fréttum sjónvarps í fyrrakvöld
var rætt um að um einn milljarð
króna skorti í heilbrigðiskerfið á
þessu ári miðað við fjárlög. Ingi-
björg Pálmadóttir heilbrigðisráð-
herra kvaðst ekki útiloka að það
þyrfti að mæta þessum vanda með
því að loka einhverjum stofnunum.
Alþýðublaðinu tókst ekki að ná tali
af Ingibjörgu í gær þar sem hún var á
ferð norður í landi. Blaðið sneri sér
því til Össurar Skarphéðinssonar og
spurði hvort þetta mál hefði komið
til kasta heilbrigðis- og trygginga-
nefndar.
„Nei, og þetta er í algjörri
mótsögn við það sem einmitt vor ást-
kæri heilbrigðisráðherra sagði allt
síðasta kjörtímabil og alla kosninga-
baráttuna. Enginn var harðari gegn
lokun deilda, hvað þá heilla stofnana
en Ingibjörg Pálmadóttir. Ég tel þetta
mikil ótíðindi ef þetta verður raunin.
Hins vegar hjó ég eftir, eins og
stundum verður vart í fari okkar
ágæta ráðherra, að hún virtist ekki
viss og hafði bersýnilega ekki komið
sér niður á neina fasta stefnu um
hvemig hún ætti að ná þeim spamaði
sem krafist er af henni,“ sagði
Össur.
„Ég hefði hins vegar vænst þess í
framhaldi af málflutningi hennar
meðan hún var í stjómarandstöðu, að
hún mundi leggja í harðara stríð við
fjármálaráðherrann til þess að
tryggja rekstrarfjármagn til stofnana
sinna en nú virðist vera raunin. Það
er sem sagt ekki sama hvort menn
em í stjóm eða stjómarandstöðu. En
verði það ofaná að stofnunum verði
lokað held ég að það muni reynast
ef þetta
Ingibjörg Pálmadóttir: Vel hugsan-
legt að mæta þurfi miklum fjár-
hagsvanda ríkissjóðs með því að
loka stofnunum.
Össur Skarphéðinsson: Framsókn-
armenn eyddu miklum tíma fyrir
stuttu í að skammast í Alþýðu-
flokknum fyrir mildari aðgerðir.
erfiður biti að kyngja fyrir marga
framsóknarmenn sem eyddu alltof
miklum tíma fyrir örfáum mánuðum
í að skammast í Alþýðuflokknum
fyrir aðgerðir sem sýnast miklu
mildari en þær sem ráðherrann boðar
nú með bros á vör,“ sagði Össur
Skarphéðinsson.
Endurunnið lesmál í gær hófst umfangsmikil söfnun á dagblöðum, tímaritum og öðru prent-
máli til endurvinnslu á höfuðborgarsvæðinu. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, reið á vað-
ið og henti dágóðum slatta af lesmáli. I kjölfarið fylgdu svo ungir umhverfissinnar. A- myndir: E.ÓI.
■ Fundahöld um vanda sauðfjárbænda
Gera þarf kerfíð sveigjanlegra
- segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna.
„Ég geri mér vonir um að á næstu
vikum náist samkomulag um megin-
leiðir til að leysa vanda sauðfjárbænda.
Þeir kostir sem mönnum bjóðast verða
að liggja fyrir áður en sláturtíð hefst í
haust. Það er ekkert sem heitir með
það,“ sagði Sigurgeir Þorgeirsson,
framkvæmdastjóri Bændasamtakanna,
í samtali við Alþýðublaðið.
Fundahöld hafa verið í gangi um
endurskoðun búvörusamningsins með
það fyrir augum að leysa vanda sauð-
fjárbænda sem margir er komnir á fjár-
hagslega heljarþröm.
„Menn eru að horfa til þess hvemig
hægt sé að ná einhverjum hluta ffam-
leiðenda út og gera þetta kerfi sveigjan-
legra um leið og reynt er að móta fram-
tíðarkerfi sem býður uppá það að menn
geti spjarað sig. Það er formlega skip-
aðar nefndir ffá báðum aðilum sem em
að fjalla um þetta mál. Nefndarmenn
ríkisins koma úr landbúnaðarráðuneyt-
inu, ffá fjármálaráðuneyti og Byggða-
stofnun. Síðan em fulltrúar úr stjóm
Bændasamtakanna og formaður Lands-
samtaka sauðfjárbænda sem eru í
samninganefndinni héma megin. Ég
vinn með þeim að málinu ásamt hag-
fræðingi Bændasamtakanna," sagði
Sigurgeir.
Hann sagði að ekkert væri hægt að
segja til hvenær niðurstaða fengist í
málinu.
„Ég hef enga trú á að þessu ljúki fyrr
en með haustinu eða í haust. En ég geri
mér vonir um að við náum saman um
meginleiðir innan mjög langs tíma þó
að einhver vinna verði eftir við að út-
færa þær í smáatriðum. En þetla er ekki
einfalt mál og ég skal því ekki fullyrða
að þetta náist. I raun og veru hefðu
ákvarðanir þurft að liggja fyrir áður en
bændur bám á í vor. Það gerði það ekki
og þá má segja að næsta þrep sé slátur-
tíðin í haust. Þeir kostir sem bjóðast
verða að liggja fyrir áður en hún hefst,“
sagði Sigurgeir Þorgeirsson.
■ Helga Jónsdóttir borgarritari í Reykjavík
í trássi við sjálfstæðismenn
Óska Helgu ve\-
farnaðar í starfi
-segir Ámi Sigfússon oddviti sjálfstæðismanna,
„Við höfum aldrei sagt að við ætl-
uðum að segja þessum samningi upp.
Við höfum setið hjá við ákvörðun
þessa máls alveg ffá upphafi. Okkar at-
hugasemdir hafa aldrei snúist um per-
sónu Helgu Jónsdóttur eða hæfileika
hennar til að gegna starfi borgarritara.
Hæfileikar hennar til starfsins munu
koma í ljós, og einstaklingurinn verður
auðvitað bara metinn af verðleikum
sínum. Ég vænti þess einfaldlega að
hún eigi fyrir. höndum langt og farsælt
starf, því ekki veitir af,“ sagði Arni
Sigfússon, oddviti Sjálfstæðisflokks-
ins í borgarstjórn Reykjavíkur, að-
spurður hvort sjálfstæðismenn ætluðu
að gera alvöru úr því að segja upp
ráðningarsamningi Helgu Jónsdóttur.
Helga var ráðin borgarritari í fyrradag
með atkvæðum Reykjavíkurlistans en
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sám hjá.
Sjálfstæðismenn gagnrýndu ráðningu
Helgu mjög harkalega á sínum tíma.
Ami sagði að full ástæða væri til að
undirstrika og ítreka harkaleg viðbrögð
sjálfstæðismanna: „Þau voru vegna
þess að það var aldrei farið yfir um-
sóknir um starf borgarritara í borgar-
ráði. Atta manns sóttu um stöðuna og
aldrei var farið yfir umsóknirnar á
þeim stað þarsem það skyldi gert. Síð-
an er búið að ráða ýmsa forsvarsmenn
stofnana borgarinnar, það er búið að
ráða framkvæmdastjóra atvinnu- og
ferðamálastofu, ferðamálafulltrúa,
þjónustufulltrúa hjá dagvist bama og
nýja yfirmenn hjá strætó. Umsóknir
þeirra hafa verið teknar fyrir, nöfn allra
umsækjanda hafa verið kynnt, starfs-
ferill og reynsla rædd í fagnefndum. í
framhaldi af þessu hefur síðan venð
tekin ákvörðun, hvort sem menn em
sammála henni eða ekki. Þetta eru
eðlileg vinnubrögð. Þetta var ekki gert
þegar borgarritari var ráðinn og því
töldum við að þessi vinnubrögð væm í
þeim anda sem R-listinn notaði þegar
pólitískur aðstoðarmaður borgarstjóra
var valinn. Þessvegna gagnrýndum við
þetta mjög hart og sögðum að ef þann-
ig yrði áfram staðið að ráðningum, þá
þyrfti væntanlega að endurskoða slíkar
ráðningar þegar R-Iistinn færi frá. Það
tel ég vera mjög eðlileg viðbrögð við
svona vinnubrögð. En málið hefur
semsagt aldrei snúist um persónu
Helgu Jónsdóttur, og margt bendir til
þess að þama sé hæfur einstaklingur
og við óskum henni auðvitað velfam-
aðar í starfi," sagði Ámi Sigfússon.
■ Herstöðvaandstæðingar
Norskt herlið
Miðnefnd Samtaka herstöðvaand-
stæðinga mótmælir harðlega fyrirhug-
uðum heræfmgum Bandaríkjahers hér
á landi og þátttöku norska hersins í
þeim. Þetta kemur fram í ályktun sem
samtökih sendu frá sér í gær. Þar segir
ennfremur: „Heræfingar hér á landi
þjóna engum vitrænum tilgangi. Of
lengi hefur bandaríski herinn stundað
þann ósóma hérlendis og ekki er þar á
bætandi herjum fleiri ríkja. Það er
„óvelkomið"
krafa herstöðvaandstæðinga að ríkis-
stjórnin stöðvi heræfingar utan her-
stöðvarinnar og bjóði ekki fleiri er-
lendum herjum afnot af fslandi. Þá
mótmæla Samtök herstöðvaandstæð-
inga því við norsk stjómvöld að þau
séu að senda her til íslands og lýsa
þann her óvelkominn. Samtök her-
stöðvaandstæðinga munu fýlgja þess-
um mótmælum eftir í verki er til her-
æfinga hérlendis kemur.“