Alþýðublaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.07.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ m e n n FIMMTUDAGUR 6. JÚLÍ1995 Don Juan De Marco: „Úr þessu fáránlega efni er gerð glettilega góð grínmynd. Já, vel á minnst, læknirinn kom- inn á eftirlaun, og kona hans létta pilti óbærileik hversdags- leikans með því að taka hann með sér tii sælueyju. Sem sagt, rökhyggjan léttir ekki öllum lífið," skrifar Har. Jóh. Viva Don Juan Kvikmyndir | Laugarásbíó: Don Juan De Marco Aðalhlutverk: Johnny Depp, Marlon Brando, Faye Dunaway ★ ★ ★ Ungur maður, klæddur sem Spánveiji á 17. öld, með grímu fyrir andliti, geng- ur inn í veitingasal í New York, sest við borð hjá stúlku, kynnir sig sem Don Ju- an De Marco, kveðst hafa átt ástir þúsunda kvenna, nema hinnar heittelskuðu og fær viðtökur að vonum. Litlu síðar hrópar hann af húsþaki á frægasta skylminga- mann í Sevilla á 17. öld og kveðst fyrir- fara sér nema hann komi til einvígis. Roskinn geðlæknir, í þann veginn að fara á eftirlaun, lætur hífa sig í körfu upp til piltsins, kveðst móðurbróðir skylm- ingameistarans, sem ekki sé í bænum. Fær hann piltinn til meðferðar á hæli sínu. Oráðs ímyndanir piltsins, - allar leiknar, jafnvel sú úr kvennabúri sol- dáns, - verða lækninum hugleiknar og á langinn dregur hann lyfjagjöf þá, sem enda á óráð hans bindur. - Ur þessu fá- ránlega efiii er gerð glettilega góð grínmynd. Já, vel á minnst, læknirinn kominn á eftirlaun, og kona hans Iétta pilti óbærileik hversdagsleikans með því að taka hann með sér til sælueyju. Sem sagt, rökhyggjan léttir ekki öllum lífið. Har. Jóh. Haraldur Jóhannsson hagfræðingur skrifar Rjúkandi ráð Háskóiabíó: Tommi karlinn (Tommi Boy) ________Adalhlutverk: Chris Farley, David Spade, Bo Derek_ ★ ★ ★ Fyrr er piltur ekki útskrifaður úr menntaskóla (eftir óglæsilegan námsferil), heldur en faðir hans, ekkjumaður, eigandi bflafiluta-verksmiðju, gengur að eiga unga konu, en brúðkaupið verður honum aldurtila. Verksmiðjan reynist standa illa. Og nú eru góð ráð dýr. Bregður piltur þá á ráð Jim Carrey: að aka í verstur- átt með félaga. Og stendur vesturför þeirra lítt að baki forvera þeirra. Með Chris Farley er nýr skopleikari sýnilega stiginn fram á sviðið, en að þessu sinni að minnsta kosti skírskotar hann til yngri áhorfenda heldur en Jim Carrey. Og hann nýtur hér tilstuðnings lúnna snjöllustu leikara, Brian Denehy og Dan Akroyd, og er þannig fylgt á leið. Har. Jóh. Kynleg gamanmynd Saga-bíó: Brottvísan úr Eden (Exit to Eden) Aðalhlutverk: Paul Mercurio. Dana Delany, Rosie O'Donnell ★ ★ Ástamál, sem Don Juan voru list, eru hér höfð að leikjum. Söguhetjan, ástr- alskur ljósmyndari, kemur til Bandaríkjanna, ljósmyndar á flugstöðinni fyrir til- viljun eiturlyfja smyglara að verki, sem síðan verða á hælum hans, en á eftir þeim eru tvær löggur, karl og kona. Dulbúin sem nektardansarar á bar hremma þau einn þijótinn. För ljósmyndarans er heitið á eyju undan strönd Mexíkó, sem kennd er við aldingarð þann, sem Eden hét í árdaga. Býður gististaður eyjarinnar gestum upp á kynlífsleiki. En sem forðum leynist höggormur í aldingarðinum. Smyglaramir elta ljósmyndarann og löggumar þá. Og öll látast þau gestir. - Kynleg gamanmynd í meira lagi. Har. Jóh. Að ganga í föður stað Saga-bíó: Húsbóndinn á heimilinu (Man of the House) Aðalhlutverk: Chevy Chase, Jonathan Taylor Thomas, Sarah Fawcett ★ ★ ★ Lögreglumaður vingast við fráskilda konu, sem elur upp son sinn. Tekur drengur honum með nokkmm semingi. Að lokur raknar úr, þegar lögreglumað- urinn er í útilegu út í skógi með drengnum og nokkmm kunningjum sínum. Tek- ur drengur þá eftir þremur mönnum, sem um lögreglumanninn sitja. Varar drengur hann við, og reynist honum betur en enginn, áður en lýkur. - Góð ung- lingamynd, hvort sem fjölskyldumynd verður talin. Har. Jóh. ■ Ný listasmiðja fyrir krakka Ævintýra-Kringla - listasmiðja fyrir bórn á aldrinum tveggja tlíátta ára. í maí síðastliðnum opnaði í Kringlunni listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2 til 8 ára. Ævintýra- Kringlan er á 3. hseð í Kringlunni og er opin virka daga frá klukkan 14:00 til 18:30 og laugardaga frá 10:00 til 16:00. Geta foreldrar því verslað í rólegheitum á meðan börnin dveljast þar í góðu yfirlæti. Á hverjum fimmtudegi klukkan 17:00 eru síðan leiksýningar fyrir börn í Ævintýra-Kringlunni. Fimmtudaginn 6. júlí skemmtir Tanja Tatarastelpa krökkunum í listasmiðjunni. Tanja þessi hefur áður komið í heimsókn í Kringl- una og hefur frá ýmsu að segja. Líf Tatara er að flestu leyti frá- brugðið lífí íslendinga cn í leik- þættinum fá börnin að skyggnast inn í heim Tönju og hennar fjöl- skyldu. Tanja Tatarastelpa er leikin af Ólöfu Sverrisdóttur Ieikkonu. ■ Lárus Karl Ingason opnar Ijósmyndasýni - segir Ijósmyndarinn. „Nei, ég er hvorki hestamaður - mér finnst heillavænlegra að klappa þeim frekar en að fara á bak - né fjallgöngumaður. Ég reyni einfald- lega að nýta mér þau form sem ég finn í náttúrunni. Mest afgerandi landslagsmyndimar tók ég á Möðm- dalsöræfum, en einnig þó nokkrar undir Eyjafjöllum,“ segir ljósmynd- arinn Lárus Karl Ingason um ljós- myndasýningu sína sem hann opnar á föstudaginn í Listhúsi 39 við Strandgötu í Hafnarfirði. Þema sýn- ingarinnar er hestar og fjöll. Hann sýnir þar hátt í tuttugu svart/hvítar ljósmyndir sem teknar hafa verið og unnar á síðustu misser- um: „Ég er bara að reyna koma því á pappír sem ég hef verið að mynda undanfarin misseri. Kannski hafði ég það í undirmeðvitundinni að einn daginn myndi ég halda sýningu und- ir þessu þema.“ Listhús 39 er sölugallerí fjórtán hafnfirskra myndlistarmanna - gegnt menningarmiðstöðinni Hafnarborg. Og það er sannarlega við hæfi að Lárus Karl sýni þar því hann er ein- mitt höfundur ljósmyndabókarinnar Straumar sem kom út árið 1992 og inniheldur portrett af hafnfirskum listamönnum. Þetta er þriðja einkasýning Lárus- ar Karls sem hversdags starfar sem auglýsinga- og iðnaðarljósmyndari. Hann hefur meðal annars tekið ljós- myndir í innlend og erlend tímarit - mestmegnis á Norðurlöndum - ásamt því að taka ljósmyndir í bækur hér heima. Síðasta bók sem kom út og innihélt myndir eftir Lárus Karl var samvinnuverkefni hans og Ulf- ars Finnbjörnssonar: matreiðslu- bókin A Taste Of Iceland sem nýlega kom út hjá Máli og menningu. Það forlag er reyndar með annað verk í Hestar og fjöll er þema Ijósmyndasýningar Lárusar Karls Ingasonar sem opnar í Listhúsi 39 á föstudaginn kemur. Mynd: Iki Lárus Karl gerðist skipverji Sólfarsins í ga- form sem ég finn í náttúrunni." bígerð sem Lárus Karl myndskreytir, nefnilega safn íslenskra ljóða sem þýdd hafa verið yfir á ensku. Ráðgert er að sú bók komi út í byrjun næsta árs. Lárus Karl Ingason er fæddur árið 1959 og hefur unnið við ljósmyndun undanfarin tíu ár eða allt frá því hann ■ Spennandi Listasumará Akureyri Flautuseiður og ásláttur í Gilinu -Tónleikar Ömu Kristínar Einarsdóttur flautuleikara og Geirs Rafnssonar slagverksleikara... Næstkomandi sunnudag halda Arna Kristín Einarsdóttir flautu- leikari og Geir Rafnsson slagverks- leikari tónleika í Listasafninu á Akur- eyri, Kaupvangsstræti 24, (Gilinu). Áheyrendur fá að kynnast samhljómi flautu og ýmissa slagverkshljóðfæra, svo sem marimbu og víbrafóns. Arna Kristín lauk einleikaraprófi í flautuleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1990. Aðalkennari hennar var Bernard Wilkinson. Hún stundaði framhaldsnám við Indiana University i Bloomington og lauk þaðan Performance L'iploma með láði árið 1992. Hún stefnir nú að lokaprófi frá Royal Northem College of Music í Manchester á Englandi: Postgraduate Diploma og Profession- al Performance Diploma, á næsta vetri. Ama Kristín hefur fengist við kennslu í flautuleik við Tónmennta- skólann í Reykjavík og meðal annars tekið þátt í tónleikum á vegum Caput- hópsins. Geir lauk prófi í slagverksleik frá tónlistarskóla FHÍ árið 1994. Hann hefur fengið inngöngu í Royal Nort- hern College of Music og hyggur á framhaldsnám í Manchester á næsta ári. Geir hefur tekið virkan þátt í tón- listarlífi bæði f Reykjavík og á Akur- eyri, og hefur meðal aTnars leikið með Sinfóníuhljómsveit íslands, Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands, á Myrkum músíkdögum og á raftónlist- arhátíðinni Erkitíð. Á efnisskrá tónleikanna í Listasafn- inu á Akureyri á sunnudagskvöldið eru Tlioughts fyrir flautu og víbrafón eftir Niel DePonte, Rythm song fyrir marimbu eftir Paul Smadbeck, Concerto Indio fyrir piccalóflautu og slagverk eftir Alice Comez, Syrinx eftir Claude Debussy, Cinq Incant- ations fyrir sólóflautu eftir André Jolivet og Vocalise fyrir flautu og marimbu eftir v. Chenowith. Iceland Review Söguraf Sæmundi fróða - og viðureignum hans við Kölska og hans hyski þýddar á ensku og þýsku. Iceland Review hefur gefið út bók með sögum af Sæmundi fróða á ensku og þýsku. Njörður P. Njarðvík endursagði sögumar sem áður hafa komið út á íslensku undir nafninu Púkablístran og fleiri sög- ur af Scemundi fróða. Hann hefur jafnframt skrifað formála í ensku og þýsku útgáfuna. Margar skemmtilegar sögur hafa verið sagðar af Sæmundi fróða og flestar eru þær um samskipti hans við Kölska og alla hans púka. I þessa bók hafa einmitt tólf hinna þekktustu frásagna verið valdar og endursagðar. Sæmundur, sem var prestur í Odda á seinni hluta elleftu aldar, hafði stundað nám í Svarta- skóla í París. Sagt var að hann hefði komið þaðan svo fróður og fjöl- kunnugur að sjálfur Kölski hlyti að hafa verið lærifaðir hans. En þeir kumpánar elduðu löngum grátt silf- ur saman. Þeim viðskiptum lyktaði þó jafnan á sama veg. Bókin er ríkulega myndskreytt með teikningum eftir Gunnar Karlsson. Enskur titill bókarinnar er The Demon Whistle - Sœmundur the Wise and his dealings with the devil. John Porter þýddi. Þýskur titill hennar er Das Teufelspfeifchen — Sœmundur der Gelerte und seine Geschafte mit dem Teufel. Gudrun M.H. Kloes þýddi. Báðar útgáfurnar eru kiljur, 64 blaðsíður og kosta 747 krónur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.